Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 7

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 7
71 «ngu hefur numið, enda að eins einstakir menn, sem gjöri nokkuð talsvert að henni. En lakast sje þó það, að þar sem sljetturnar sjeu orðnar 15—20 ára gamlar, sjeu allvíða þúfur komnar aptur, og slíkt sje eðlilegt að dragi úráhugamanna með þúfhasljettun. En »orsökin til þess«, segir hann, »að þúfurn- »ar vaxa svona fljótt upp aptur, er sú, að þá er sljettað er, »þá er eigi pælt meira ofan af þúfunum, en svo, að nóg sje »til að fylla lautirnar á milli, svo allt verði jafnt. Þegar svo »fram líða stundir, sígur hin lausa mold í lautunum saman, »en þúfan, sem stóð hálfpæld, kemur upp aptur. Önnur or- • sökin er sú, að þá er sljettað er, er moldin eigi þá þegar »mokuð ( beð með lautum á milli, og fær því vatnið enga af- »rás, heldur sígur niður, þar sem það er komið, og jetur »þannig smátt og smátt lautir í sljetturnar, og við það mynd- »ast þúfur úr hæðunum, sem á milli verða. Þá er það, að ef »skildir eru eptir í moldinni stórir hnausar eða steinar, þá »myndast einnig þúfur við það, er moldin sígur saman. Ef »því á að vera vel sljettað, verður að pæla upp þúfurnar al- »veg niður að botni, flytja alla steina bnrtu, mylja vel alla »hnausa í sundur, og moka moldinni saman í beð með vatns- »ræsum á milli, og snúi hvorttveggja svo, að vatnið geti runn- »ið sem fljótast af«. Breidd beðanna ætlar hann að mátuleg sje 6 álnir. En þrátt fyrir allt þetta geti þó þúfur myndazl við áhrif frosts og vatns, einkum meðan torfurnar sjeu eigi samgrónar, og því sje nauðsynlegt, að hafa t. a. m tjöru- kagga, sem fylltur sje með grjóti, og velta yfir nýjar sljettur á vornm. Til að sýna, hvílikt óhagræði og tjón sje að þýfinu, tekur hann sem dæmi, að flestum, sem hann hafi ált tal við, hafi borið saman um, að til jafnaðar mætti fá af þýfðri dagsláttu að eins 5 hesta heys, en 15, ef hún væri sljettuð, eða með öðrum orðum, að ef heyhesturinn væri talinn 16 fjórðungar, þá mætti fá af sljettaðri dagsláttu 2,400 pund heys; ef þetta sje talið til peninga, og hver hestur talinn I rd. 32 sk., þá verði það 20 rd.; en afþýfðri dagsláttu verði heyið með sama verði að eins 6 rd. 64 sk., og auk þess slái einn maður

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.