Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 11

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 11
75 *næ9lum alstaðar hafðir allt of grunnir, og alljend meira eða »minna krókóttir; því ef lækur eða vatnsæð rennur eptir nengjunum, þá er mörgnm svo tamt að fylgja honum í öllum 'ikrókum hans. Jeg hef þannig sjeð nokkrurn sinnum skurði, «er sjálfsagt hafa verið fjórðungi eða þriðjungi lengri, en þeir «hefðu þurft að vera. Það, sem einnig er að skurðunum, er nþað, að þeir eru altjend grafnir beint niður, en ekki flá að «neðan og npp að; því að þegar skurðirnir t mýrum eða lausri «jörð eru grafnir með beina veggi, og eigi látnir hallast, þá «síga sknrðirnir saman með tímanum, og það því fljótar, sem «jörðin er lausari í. sjer». Hann telur það víst, að fjarska-mikið mætti gjöra víða hjer á landi, til að anka grasvðxtinn ineð vatnsveitingum, ef landsbúa eigi vantaði bæði kunnáttu, til að koma þeim hagan- lega við, og vinnukrapta til að framkvæma skurðagröptinn. Að því er rækt matjurtagarða snertir, þá telur hann á- hnga manna allt of lítinn á henni, og kunnáttuna á meðferð garðanna of litla; en eptir meðferðinni fari ávöxturinn. Hann kveðst vera alveg sannfærðnr um, að garðaræktin geti heppn- azt allsæmilega, nær því alstaðar hjer á landi, ef henni væri alúð sýnd; en það, sem að sje, sje það, að garðarnir sjeu of magrir, og þvi vaxi eigiíþeim; en veðráttan sje eigi skuld í því, þóttmargir kenni henni um, og það annað, að of mikil sje væta í þeim. Enn eigi það þátt í lillum vexti, að moldin í görðun- um sje víðast eigi stungin upp nógu djúpt, með því að stung- an sje optast að eins 8 þumlungar á dýpt, og því komist á- burðurinn eigi lengra niður, en á hinn bóginn nái rætur bæði rófa, kálrabís og næpna talsvert dýpra, og leiti því næringar þangað, sem jörðin sje langtum megri, faslari og að öllu ó- hæfilegri en ofan á, til að gefa jurtum þessum góð þrif. Hann telur víst, að kálvexlir og rófur, sem hjer sjeu vanalegastar, geti hjer næstum nlstaðar vaxið vel, en kartöílur geti aptur á móti miklu heldur misheppnazt, sökum þess þær þoli lítið frost, og miklu minna en kál og rófur. Það sje reyndar opt kvartað undan, að eigi verði sáð fyr en svo seint á vorin, enda eigi fyr en seint í júní, sökum þela í jörðunni; en það

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.