Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 8

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 8
72 þýfða dagsláttu eigi á minna en þremur dögum, þar sem hann slái hina sljettuðu á einum degi; en auk þess verði og að gæta þess, hversu meiri vinnu þurfi til að raka og þurrka heyið í þýfinu, en á sljettunni. Þá sje það enn, að ávinnsl- an sje mun hægri á sljettunni en í þýfinu, þar sem á sljett- unni megi við hafa slóða til að mylja áburðinn, en í þýfinu verði að mylja allt i sundnr með kláru, og jafnvei verði að nngga áburðinn með höndunum niður í þúfnakollana. ]Nú tel- ur hann, að það kosti um 50—70 rd. að sljetta dagsláttuna, en eptir því sem áður er sýnt um mun afrakstursins á sljett- aðri og þýfðri dagsláttu, þá sje auðsjeð, að sljettunin borgi sig á 3 — 4 árum. Hann kveðst þó vera alveg sannfærður um, að ekkert verði til muna unnið hjer á landi að túnasljettun, fyr en þúf- urnar verði rifnar sundur, án þess að rista ofan af þeiin gras- rótina, enda vaxi gras mjög fljótt upp úr slíkum sljettum, þótt gras-svörðurinn sje sundur tættur, ef grasrótin sje í sjálfri sjer góð, einkum ef nógur áburður sje borinn í llagið, og honum blandað vel saman við moldina. Kveður hann alvana í Noregi, að þá bændur vilji eigi lengur sá korni í akra sína, þá sái þeir eigi öðru grasfræi í þá, en sallanum undan hlöðu- heyi, er þeir dreifi um akrana, og vaxi þó gras mjög fljótt upp úr þeim. Tilraunir með sáningu útlends grasfræs hafi flestar misheppnazt hjer á landi, þar sem hann hafi til spurt, en hann telur það þó enga sönnun þess, að útlent grasfræ geti eigi þrifizt hjer á laridi, ef jörðin væri vel undir búin, en slíkan undirbúning muni alstaðar hafa vantað. »t\ið er efa- laust« segir hann, »að svo lengi þúfurnar eru á túnum vor- nim, og svo lengi sem ekki er betur hirt um áburðinn, svo »lengi verða hjer sára-litlar framfarir í jarðrækt. Þetta hvort- »tveggja í sameiningu hefur verið, og verður framvegis til »tálma, eigi að eins öllnm verulegum framförum í þessu efni, »heldur hefur það einnig mjög mikil áhrif á allar aðrar fram- »farir«. Hann ætlar helzta ráð til að bæta úr þessu, að allir helztu menn í hverri sveit gengjnst fyrir því, að fá bændur til að ganga í fjelög, að hirða betur áburðinn, og róta og rífa

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.