Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 14

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 14
1378 vetur svo harður í Europu, að Boden-vatnið lagði. 1380 harðor vetur; lagðist 4 5 vikum fyrir vetur. Stóreflis fannkingja allan veturinn. 1390 vetur harður, vorið ákaflega kalt, varla sauðgróður á Jóns- messu. 1391 landskjálftar miklir; rifnaði jörðin víða; komu víða upp hverir. 1394 Boden-vatnið leggur allt. Eystrasalt allt ísum þakið, svo að ganga má til Daumerkur. Hallæri mikið til lands og sjávar á íslandi. Svona endaði þá þessi 14. öld með liðugum 30 snjóa- og hörku-vetrum, og af þeim gengu lOyfir mikinn hluta norð- urálfunnar. Eldgosin virðast hjer og á henni að hafa gjört óttalega eyðileggingu, enda er svo mælt, að einti sinni hafi verið 7 jarðeldar uppi í einu. Með þessum býsnum fylgdu hjer og stórsótlir og mikill manndauði. 15. öldin. Á þessari öld, sem er hin bágasta, er yfir ísland hefur komið síðan það byggðist, finnst fátt ritað um vetrarfar vort, og kemur það til af því, að Svartidauði, og það mikla manrtfall, er honum fylgdi hefur skekið svo allan kjark og dug úr lands- lýðnum, að fáir hafa þá orðið tíl að rita um það, sem við bar. Svartidauði byrjaði hjer 1402; er svo mælt að þá hafi lands- lýðurinn verið hundrað þúsundir manna tólfræð, og eigi dáið minna en tveiryhlutir. 7 1406 eptir pláguna kom snjóvetur hinn mesti, segir Jón Espó- lín; varð svo mikill fellir hrossa óg sauðfjár fyrir sunn- an, að trault mundu menn þvílíkan. Átti staðurinn f Skálholti um haustið 300 hross roskin, en ótal þrevetur og yngri, en um vorið lifðu eigi fleiri á staðnum og öll- um staðarbúum en 35 klyfbær, en 24 hestar að auki, er Vilkin átti og gengu í hestfjalli. Jón Espólín setur þennan vetur við 1405. 1407 lagði Dóná endilanga, og ísinn lá samanhangandi alltfrá Noregi og til Danmerkur. Á Seinefljótinu gátu menn ekið á vögnum. Að öllum líkindum er þetta sá sami

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.