Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 15

Sæmundur Fróði - 01.05.1874, Blaðsíða 15
79 vetur, sem árbækurnar og Hannes biskup kaila snjóvetur hinn miMa, en ruglingur hefur orðið á ártalinu í vorum annálum, eins og opt ber við. 1421 var hörð veðurátta. 1423 vetur harðtir og langur fyrir veðuráttu sakir, og orðleggur Vatnsfjarðarannáll harðindi þessa veturs mikillega, en Hannes biskup getur um, að hann hafi lagzt mjög þtingt á um öll norðttrlönd. Annales medii kalla hann kynja- vetur og Berghnus telur hann svo harðan um Eystrasalt, að þá hafi menn getað gengið sjóinn langs með allri Prússaströndinni, og frá Liibekk og Mechlenborg beint á Kaupmannahöfn, og hafi verið reistar búðir og tjöld á fsnum. 1425 telur Hannes biskup að aptur á ný hafi orðið vetur harð- ur og langur, svo að allvíða hafi orðið fellir á hrossum og sauðfje fyrir norðan land. Jón Espólín segir, að þessi vetur hafi verið harður og mikill með felli á hrossum og sauðfje. 1433 segir Berghaus að hafi verið mesti harðindavetur um og suðurhluta norðurálfnnnar. Frostið byrjaði f Parfsarborg 34 31. desember 1433 og varaði 9 dögum fátt f þrjá mán- uði; aptur byrjaði frostið seinast í marz, og varaði þá apt- ur til 17. dag aprílmánaðar. í Hollandi var sífelld og viðvarandi snjókoma í 40 daga. 1449 var samkvæmt Berghaus annálum fjarska-harður vetur f Noregi. 1457 var svo mikið frost á Frakklandi að Seinefljótið lagði. 1460 voru þvílik feikna ísalög í Eystrasalti, að menn gátu geng- ið yfir ísinn frá Noregi og til Lubekk. Dóná var lögð með þykkum ís rúma 2 mánuði. Einnig Rhonefljótið, og álítur Berghaus að til þess hafi þurft-fj|80C. mælistig. Á þessu ári er þess og gelið, segir Berghaus, að hafið milli Noregs og íslands hafi verið allt lagt. Á þessnm vetri, segir próf. Gmetin, er mætt að frostið f Stberíu við Jenísei á 58. gráðu norðlægrar breiddar hafi orðið 90

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.