Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.04.1960, Blaðsíða 5
e STAPAFEL.L frá Ólafsvík er aflafaæsti báturinn á þessari vertíð. Hafði faann aflað um 870 tonn í byrjun vikunnar. Landlega var hjá Ólafsvíkurbátum í fyrradag og á þriðju- daginn, en allir voru á sjói í gær. Myndin hér aðí neðan sýnir fiskaðgerð í frystifaúsi í Ól- afsvík. Var hún tekin fyrir nokkrum dögum, er Alþýðu- blaðið var á ferð þar vestra. BERLIN, 7. apríl. — Oninber starfsmaður flóttamannahjálp- ar Vestur-Þýzkalands faefur til- kynnt, að flóttamönnum frá Austur-Þýzkalandi hafi fjölgað um 40 af hundraði að undan- i förnu. i Rúmlega þrettán þús. Aust- : ur-Þjóðver jar leituðu landvist- ar í Vestur-Þýzkalandi í marz j síðastliðnum, sem var hálfu fjórða þúsundi meira en í febr- úar, og er þetta mesti flótta- mannastraumur síðan í sept- ember. BÆNDUR FLÝJA Þessi aukning flóttamanna er að mestu bændur, sem flýja nú Austur-Þýzkaland vegna þess að þar er verið að knýja fram samyrkjukerfið í búskap. Talið er að bændur muni einn» ig flýja í stór hópum í þessuna mánuði undan samyrkjunni, en henni á að hafa verið komifS á fyrir 8. maí. HÁTT Á FJÓRÐU MILLJÓN Það sem af er þessu ári hafa. um fimmtán hundruð bændui* og skyldulið þeirra flúið Aust- ur-Þýzkaland. Og í marzmán- uði voru ellefu af hundraði flóttamanna bændur, sem ei’ nær helmingi meira en á sama tíma árið áður. Hins vegar ex” mestur hluti flóttamanna úx* röðum verkalýðs Austur-Þýzka lands, eða sextíu og þrír a? hundraði. Á þessu ári hefur hátt í fjór- ar milljónir manna flúið A- Þýzkaland síðan í stríðslok. jr ðurs vesfra WASKINGTON, 7. apr.. Stjórn skipuð nefnd veöurfræðinga í Washington hefur tilkynnt smíði ódýrra eldflauga, sem notaðar verða til veðuratbug- ana í séxtíu þúsund metra hæð, en það er helmingi hærra en hægt er að senda loftbelgi til veðurathugana. Veðurflaugar þessar munu einkum veita upplýsingar um vindáttir og vindhraða. Þegar bær upplýsingar koma svo til viðbótar vitneskju um loft- hrýsting- hita og rakastig, verð- ur unnt að spá nákvæmar um veður en áður hefur verið gert. Bandaríkjastjórn hefur boðið oðrum þjóðum upp á samstarf um notkun þessara veðurflauga, svo hægt verði að styðjast við upplýsingar frá þeim sem víð- ast frá af hnettinum. LOKI OG ARCAS Hér er um tvær tegundir veð urflauga að ræða. Nefnist önn- ur Loki en hin Arcas. Flaugam- ar voru reyndar í mánaðartíma í byrjun þessa árs og gáfu góða raun. Búizt er við að byrjað verði á að koma á fót veður- flaugarstöðvum seinna á þessu ári í Bandaríkjunum. Með því að skjóta veðurflaugunum jafnt og þétt frá fjarlægum stöðpm, má fá nákvæmar og ítarlegn- veðurfræðilegar upplýsingar, sem ekki hefur verið kostur á að fá áður. Þegar flaugarnar eru komna:c í fulla hæð, losa þær frá sér tæki, sem fylgzt er með í rat~ sjá, og þannig mældur vind- hraði og vindátt. I Raðhúsabú mótmæla Jóhannesarborg, 7. apríl. (NTB). í MORGUN gekk vopnað liö lögreglu og hermanna .inn í bæinn Nyanga í Suöur-Afríku, þar sem búsettir eru einir 25 ]»úsund blökkumenn, og skip- aöi fólki út á göturnar, — ella mundi skotið á hús þess. Látið hefur verið uppi, sem fistæða fyrir þessari, valdbeit- ingu, væri sú, að mauðsynlegt hefði verið að aflétta ógnaröld, sem ríkt hefði í Nyanga. Engir bæjanbúa utan sex hundruð menn, hafa sótt vinnu síðan ofbeldisöldin 'hófst í Suður- Afríku, ^ Löregla hefur beitt bæjarbúa ofbeldi, en aðgerðir hennar hafa ekki borið annan árangur en þann, að þeir einir sækja vinnu, sem óttast um líf sitt. Blökkumenn í Nyanga segja að þar ríki engin ógnaröld önn- ur en sú, sem hvítir lögreglu- menn og.herlið stendur fyrir. Lögreglan lét í veðri vaka, að hún væri að leita að vopnum í bænum, en leitin bar þann árangur, að lögreglan hafði á br ott méð sér nokkra sekki af hnífum og öxum og álíka heim ilistækjum, er hún hélt brott úr bænum undir kvöldið. Þá Framhald á 10. síðu- Kiupumekkivörur frá SuÖur-Afríku VÍÐA um lönd stendur nú yfir kaupbann á suður- afríkanskar vörur. Brezk- ir jafnaðarmenn hófu þessa mótmælaöldu gegn kynþáttastefnu stjórnar Suður-Afríku. EINS og Alþýðublaðið hef ur áður skýrt frá var breyting nýlega gerð á leið 18 hjá SVR, að vagn- inn á þeirri leið var látinn hætta að aka inn á Tungu- veg eins og hann hafði gert en látinn aka Réttar- holtsveg í staðinn. Hefur þetía bakað íbúum í rað- húsunum við Tunguveg og Ásgarð mikil óþægindi, svo og öðrum íbúum þarna í nágrenninu. Eiga þessir íbúar nú aðeins kost á strætisvagni á hálf- tíma fresti í stað þess fá vagn á 15 mín. fresti áður. Er þetta sérstaklega slæmt fyrir skólafólk og fólk er ferðast þarf með strætisvögnunum vinnu. 150 íbúar á þessu svæði hafa nú ritað und- ir mótmælaskjal til SVR út af þessu. Er því mót- mælt, að fyrrnefnd breyt- ing á leið 18 skuli hafa verið gerð og óskað lagfæringu hið fyrsta. mwwmmwwwmmwWI Alþýðublaðið — 8. apríl 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.