Alþýðublaðið - 26.04.1960, Side 3

Alþýðublaðið - 26.04.1960, Side 3
 Við varð- eldinn SKÁTAR hafa gert fyrsta sunnudag sumarsins að sín um degi, Settu þeir vissu- lega svip sinn á bæinn á sunnudaginn var er þeir fóru í búningum sínum um götur bæjarins. Mynd in er tekin við varðeld skáta, er þeir kveiktu hjá Skátaheimilinu. MWMWMWWWWtWWWWMWMMMWWWWWltMWWMWMWWWWMWtWtWWIiMMWIWW UNDANFARNAR vik- ur hefur mjög borið á innbrotum í bíla í Reykja vík, einkum leigubíla. — Hámarki náðu þessi inri- brot aðfaranótt hins 21. apríl s.l., en þá var brot- FREYSTEINN Þorbergsson varð skákmeistari íslands 1960. Hann vann í fyrradag biðskák sina við Jónas Þorvaldsson og hlaut því 6V2 vinning í lands- liðsflokki á Skákþingi íslands 1960. Tefldi Freysteinn snjallt og djarft á skákþinginu og er vel að sigrinum kominn. Annar í landsliðsflokki varð Guðmundur Pálmason með 6 vinninga; Gunnar Gunnarsson, Kári Sólmundarson og Guðm. Lárusson hlutu 5 vinninga hver; Ingvar Ásmundsson og izt inn í 23 leigubíla, allt frá Kleppsholti til !Sel- tjamarness og Kópavogs. Ingólfur Þorsteinsson yfir- varðstjóri skýrði blaðamönnum frá því í gær, að rannsóknarlög- reglan hefði nú handtekið tvo menn, sem hafi viðurkennt að Ólafur Magnússon 4Vé v. hvor; Páll G. Jónsson 4 v.; Jónas Þor- valdsson, Halldór Jónsson og Bragi Þorbergsson 3V2 v. hver; Haukur Sveinsson IV2 v. og Jón Kristjánsson V2 v. í meistaraflokki urðu efstir Magnús Sólmundsson og Sveinn Kristinsson með 5 Vz vinning hvor. Flytjast þeir því upp í landsliðsflokk. Guðni Þórðar- son varð 3. með 5 v. Fjórði varð Sverrir Norðfiörð með 4Vá v. og fimmti Þorsteinn Skúlason með 4 vinninga. vera valdir að um 40 innbrot- um í leigubíla, þ. á m. þá 23, sem áður er getið. Ingólfur sagði, að rannsóknar lögreglan hefði haft sterkan grun um, að um áfengisleit hefði verið að ræða, þar sem yfirleitt hefði verið brotizt inn í leigu- bíla. Mennirnir tveir, sem tekn- ir voru, hafa viðurkennt að það væri rétt. Þeir kváðust hafa val- ið þá leigubíla, sem þeir héldu að stunduðu leynivínsölu. Þeir fundu mest 4 flöskur í einum leigubílnum, en ekki er enn fullljóst, hversu miklu á- fengismagni þeir hafa náð. Við innbrotin hafa þeir valdið meira og minna*!tjóni á bílunum, t. d. hefur einn bíleigandinn gert kröfu um 1800 króna bætur. Báðir eru menn þessir ungir, annar 21 árs, en ihinn 29 ára, þeir eru einhleypi'r og hafa lít- illega komið áður við sögu lög- reglunnar. Við iðju sína höfðu þeir sendiferðabíl ti'l umráða. Sá yngri hvorki reykir né drekkur, svo iheldur er kynleg ástríða hans til að tela áfengi. Sá eldri 'mun hins vegar vera aU drykkfelldur. Freysteinn skák- meistari íslands aður f a trillubati t ÓLAFSFIRÐI, 25. apríl. — Kl. 23.30 sl. föstudagskvöld fór trillubáturinn Kristján Jóns- son frá Ólafsfirði og ætlaði til handfæraveiða við Grímsey. Síðari hluta laugardags kom í ljós, að tveir báter frá Ólafs- firði, Uggi og Anna, sgm fóru af stað rétt á eftir trillunni, höfðu ekki orðið hennar varir, hvorki á leiðinni né við Gríms- ey. Var þá hafin víðtæk leit að bátnum og leituðu skip og bát- ar, og auk þess sjúkraflugvél Norðurlands, sem Tyggvi Helga son stjórnaði, fram í myrkur á laugardagskvöld, og hófu leit að nýju í birti'ngu á sunnudags- morgun. Veður var gott þessa daga,. en allmikið brim við ströndina. Leitað var á svæðinu frá Si'glunesi austur undir Tjörnes og fram fyrir Grímsey og haft samband við öll skip, sem þar voru, en án árangurs. Á sunnudagsmorgun fór flokkur manna á leit með fjör- um vestan Ólafsfjarðar og rétt fyrir hádegið fundu þeir á Foss- dalsfjörum reki'ð brak, sem tal- ið er öruggt að sé úr bátnum. Var þá frekari leit hætt. Á bátnum var einn maður, Axel Pétursson, Brekkugötu 15, Ólafsfirði, kunnur dugnaðar- maður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar. Hann var á fimmtugsaldri' og lætur eftir sig konu og sex börn. R.M. ísland tapaði Á Olympíumótinu í bridge sem fram fer í Ítalíu hefur ísland tapað fyrir Englending- um en sigrað Sviss. Vísifalan 104 stig KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar í byrjun apríl 1960 og reyndist hún vera 104 stig eða 3 stigum hærri en hún var í marzbyrjun 1960. Verðhækk- anir síðan 1. marz 1960 af völd- um gengisbreytingar og vegna hins nýja söluskatts námu 6,6 vísitölustigum, en þar á móti kom 2,8 stiga vísitölulækkun vegna hækkunar fjölskyldu- bóta frá 1. apríi 1960. Vísitölu- lækkun vegna hækkunar fjöl- skyldubóta nemur alls 8,5 stig- um og hefur því í vísitöluna 1. apríl verið tekinn þriðjungur þessarar lækkunar. Einmuna tíð í Rangárþingi HVOLSVELLI, 25. apríl. Hérna hefur verið einmuna tíð’ og gróð urinn er farinn að þjóta upp. Klaki er farinn úr jörð, nema hvað smáklaki er í vegum á stöku stað. Litlar vegaskemmd- ir hafa orðið í sýslunni, nema í Holtunum, og Flóinn má heita ófær. Búskapurinn hjá bændum hefur gengið mjög vel í vetur. Smávegis hefur þurft að kaupa af heyjum á einstaka bæ. Nóg- ur gróður er kominn fyrir fé, t.d. í Landeyjum og Bakkabæj- um, þar sem fé hefur verið sleppt. Sauðburðurinn er ekki al- mennt hafinn, nema hjá þeim sem sportbú stunda, hér á Hvolsvelli og Hellu og víðar, þar hófst hann fyrir viku. Nokk uð hefur borið á því, að ær hafi látið lömbum, m.a. á Króktúni og Miðkrika í Hvolhreppi og Árkvörn í Fljótshlíð. Tvö ræktunarsambönd, í Austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum, eru byrjuð á jarð- vinnslu. Þá er verið að moka upp sandi í skjólgarða á veg- um Sandgræðslunnar. Áður hafa verið settir upp timbur- garðar og loks er sáð í þessi svæði, sem eru í Austur-Land- eyjum. Ber þessi uppgræðsla góðan árangur. — Þ.S. HAB Volkswagenbílarnir eru ennþá sex og í næsta drætti verðúr dregið um tvo. á boðstólum í Alþýðuhúsinu og Bókabúð Olivers í Hafnarfirði. Aðeins nokkrir sölumiðar enn HAB Alþýðublaðið — 26. apríl 1960 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.