Alþýðublaðið - 26.04.1960, Side 4

Alþýðublaðið - 26.04.1960, Side 4
■ FYRIR mörgum öldum eignuðumst við Islendingar bókmenntir, sem eru einstak- •ar að dramatískum þrótti og smeitlun. Þetta voru epískar "foókmenntir. Eiginlega leik- ræn verk, sviðsverk, höfum við hins vegar ekki eignast mörg, fyrr eða síðar. Hverju sinni, sem menn vildu endur- reisn tungu okkar og bók- -mennta var litið um öxl til íornbókmennta okkar og þang' að sóttur mergur. Og þrótt og reisn hafa nýrri bókmenntir okkar til fornbókmenntanna •sótt, en ekki leikrænt eðli og form. Þetta er merkilegt mál og margþætt, sem þarfnast langrar útlistunar, en hér verður að duga að minna á, að leikbókmenntirnar og leik- sviðið verða að halda saman. Tvö fremstu leikskáld okk- ar leituðu sér fráma erlendis og rituðu öðrum þræði á er- lenda tungu. Við getum tekið foæversklega til orða o<? sagt að nöfn þeirra séu ekki á hvers manns vörum erlendis í clag. Líflína verka þeirra ligg- ur héðan f frá um hið íslenzka leiksvið. Hinu íslenzka leik- sviði er líka lífsnauðsvn að eiga þá að heimamönnum, þá og örfáa aðra, sem lýst hafa af skanandi þrótti íslenzku "þjóðlífi, íslenzku fólki, ís- lenzkum anda. Aðrir gera það okki betur. Sjálfstæð íslenzk leiklist g^tur ekki nærzt á út- lendu blnði einu saman. þá glatar hún sjálfstæði sínu, hæ+tir að vera íslenzk. 'Verk Jóhanns Sigurjónsson- ar hafa nú átt sín aðalheim- kvrmi hér á íslandi í hálfa öld. Guðmundur Kamban hef- ur átt lenori leið heim. Að sumu levti er hann útlaoi enn: mörg verka hans hafa aldreí komið hér á svið, eða ern bau orðin úrelt? Þeoar L°ikfélag Revkiavík- v~ svndi Marmara Kambans 1950 ^ar bað stnrvirki og sig- rr: leikrit.ið hafði til bessa al- ■m°nnt verið tal'ð óleikandi. TFinq voijqr burftu vinsældir Skálbolts hér ekki að koma á óvart. bó að leikritinu hefði verið tekið fálega í Kaup- TYiannahnfn áratucf áður: Svo foucrstæð hefur fslendingum alltaf ^nrið ástarsapa heirra ■paCTntieiðnr Brvnióifsdóttur ocr Ðaðq Halldór.sconar. beirra tveppia. er „alein ætla að vaka“. Ffnið er stórbrntið oc? "huPnæmt.. Leikntahöfundi með stnrhnp Kambans læ+ur vel að lý.sa átökum sterks víliia beirra meistara Bvvn- jólfs r>a iúmfrú Raenheið- ar, íslendingi með stórhug Sveinn Einarsson skrifar um leiklisf l MWHUMMMWUtMMUMMM* EFRI MYNDIN: Regína Þórðardóttir sem Helga í Bræðratungu, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir sem biskupsfrúin og Kristbjörg Kjeld sem Ragnheiður Brynjólfs- dóttir. ☆ IÍ.EÐRI MYNDIN: Helgi Skúlason sem séra Sigurður Torfason og Æv- ar Kvaran sem Oddur Eyjólfsson. /WWttMMWMWMMMMMWW Frá afmæHssyningu Þjóðleikhússins Kambans er að skapi að lýsa þeim atburðum og því fólki, sem setur svip sinn á líf þjóð- arinnar á öld Kópavogseiða og galdrabrenna, skáld með stórhug Kambans er í mun að varpa Ijóma á ást Ragnheiðar Brynjólfsdóttur; skýring hans á gátunni um meinsærið er skáldleg óg fullgild, en senni- lega skapfellilegri nútíma- mönnum en 17. aldar mönn- um, eins og bent hefur verið á. Ást Ragnheiðar Kambans er samvizka hennar og. vilji hennar og rekist hún á vilja og hugsun aldarinnar, hlýtur hún að gera uppreisn og fylgja þeim þræði, sem líf hennar er ofið úr. Kamban boðar evangelium hennar með miklum fögnuði, höfðingsskap ur, lærdómur, stjórnsemi og rismikill persónuleiki hans herradóms fangar ekki eins hug hans, þó að lýsing hans á biskuni sé allrar athvsli verð. Kamban hefur fjallað um efni sitt á tveimur vígstöðv- um: í langri skáldsögu og í leikri+i, en í leikritinu segir frá.sQrnu atburðum v>cf í tveim fvrstu hlutum skáldsögunnar, Jómfná Raonheiður og Mala domestica. í þeim hefur skáld- inu tekizt bezt. Þó að bessi vetk. leikritið og skáldsagan, sén ólík að .gerð. eins og skáld ið hefur sjálft tekið fram. eru þau greinar á sama meiði, og til skilnings á leikritinu og túlkunar verður margt sótt í skáldsöguna, því að þar er mannlífsmvndin fvllri og auð- ugri, rómantískt flug höfund- ar og sálfræðileg skerpa nýt- ur sín bar betur. Þjóðleikhúsið hefur nú val- ið leikritið „í Skálholti“ í þýðingu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar til sýningar á 10 ára af- mæli sínu og fer vel á því. Það hefur fengið verkefnið í hend- ur einum efnilegasta yngri leikstjóra okkar, Baldvin Hall dórssyni: í fyrsta sinn að hann fæst við íslenzkt leikrit. Sýn- ingarinnar var beðíð með mikilli eftirvæntingu; ís- lenzku leikritin eru þrátt fyr- ir allt prófsteinn. Sýningin er athyglisverð og listrænt unnin, stílgerð og einföld í sniðum, en þunglama leg. Hún á ekkert skylt við rómantískt flug, og hún er undarlega fábreytt þjóðlífs- mynd, hin íslenzku einkenni verksins hafa ekki örvað leik- stjórann, hér er enginn ilmur af töðunni j Skálholtsstað, og enginn heyrist ganga léttum skrefum á sauðskinnsskóm upp að Þorlákssæti. Því ber ekki að neita, að í litríkum sýningum felst hætta: að dramað sjálft verði útundan. Baldvin vill ekki eiga neitt á hættu, hó að það verði á kostn að fjölbreyttari myndar og ís- lenzkari svips: það er dram- að sjálft, úrúrdúralaust eða nakið, sem hann leitast við að gefa líf. Þá vaknar fyrst spurningin, hvort burðarásar átakanna séu nógu sterkir til þess að úr verði fullgild túlkun. Saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttur ,26. apríl 1959 — Alþýðublaðið er í sjálfu sér harmleikur, eh leikritið um sögu hennar er ekki fullgildur harmleikur. I því eru víða ris, en það fjarar út eins og líf hennar. Fram- an af leik meðan átökiri standa milli ástar Ragnheiðar og vilja föður hennar, viljai aldarinnar, hins opinbera sið- ferðis, Ijær leikstjórinn biskupi lið, með þungbúnum lit og tóni sýningarinnar, leik- tjöld Magnúsar PálSsonar, sem eru stílgerð, sparleg en vönduð á sinn hátt, ljósbeit- ing og alvöruþrungin en fal- leg tónlist Jóns Þórarinsson- ar, allt hjálpast þar að. En þá þarf ást þeirra Ragnheiðar og Daða að vera fegur lýst og með meiri fögnuði en hér er gert, svo að ekki hallist á. Þau tvö verða alein að vaka. Nú er ástarsögunni að vísu gerð stórum eftirminnilegri skil í sögunni en í leikritinu, en leikstjóri og leikendur eiga hér líka sína sök. í annan stað hefur leikstjórinn valið svo atriði í síðasta hluta, að þar kemur eiginlega nýtt stef inn: þrá Ragnheiðar eftir barni sínu, en manni virðist vera ætlað að skoða sem svo, að að- skilnaður hennar við barnið dragi hana til dauða. Þarna verður úr dramatískur tví- skinnungur, skilið er við Brynjólf biskup án þess at- burðir leiksins bugi hann, að séð verður, en aðskilnaður Daða, hins veiklundaða manns, frá henni er hins veg- ar undirstrikaður í leikslok, með því að láta hann standa utan kirkiu og hlýða á sálm við útför hennar. Eru það ekki vafasamar leiklausnir, melo- drama, fremur en harmleik- ur? Þó að ýmislegt megi finna sð unnbyggingu verksins frá fræðilegu sjónarmiði, er þar líka margt, sem dást má að. Má þar til nefna atriði eins oa samtöl síra Sigurðar dóm- kirkiuprests fyrst við Ingi- björeu skólaþernu og síðan við Odd skólameistara Eyjólfs son, eða benda á andstæður, sem auka listrænt gildi verks- ins, eins og bá sem er milli ástar síra Sieurðar og Ingi- biarear oe ástar Raenheiðar oa Daða hins vegar. Flest slík atriði koma skýrt fram í sýn- ingunni. eu á stöku stað eru hin sálfræðilegu hvörf varla nógu skvr. Annars er uppsetn- ingin rökleg svo langt sem hún nær, os fátt gitt, sem bet- ur hafi mátt fara innan síns ramma. Þó verður ekki komist hiá þv' að minnast á eitt at- riði: Kirkjan er of lítil og hröng, hið vtra gegnir þat’ dramatísku hlutverki, og x öðru lagi: hvers vegna í ósköp unum er jómfrúin látin sverja eið sinn framan í stat- istana í baksýn. eru áhorfend- ur ekki réttu aðilarnir til að kvnnast bví, hvort Ragnheiði finnst hún stsnda barna nak- in frammi fvrir alþjóð? Hlutverkaskipun er ekkl bafin vfir gagnrýni. Krist- biörg Kield leikur jómfrú Ragnheiði en ekki Helga Franrhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.