Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2001, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 22.05.2001, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ n Rannsókn stjörnufræðinga: Gaf halastjarna j örðinni líf? innlentT Samninganefndir Sjómannasam- bandsins, Farmannasambandsins og útvegsmanna voru kallaðar til sáttasemjara í gær. Sáttasemjari ræddi við fulltrúa allra nefnda. Ekk- ert nýtt kom fram og ekki varð að sameiginlegum fundi. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni. Okutæki sem koma með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í vik- unni verða böðuð í sérstakri þró vegna gin- og klaufaveikifaraldurs- ins, sem geysað hefur í Evrópu undanfarna mánuði. í fréttum RÚV kom fram að auk þvottar á ökutækj- um verði allir komufarþegar látnir stíga á sóttvarnarmottur og bursta skó sína vandlega úr sóttvarnar- efnum. stjörnufræði. Vísindamenn sem fylgd- ust með því þegar halastjörnan Linear steyptist inn í sólina síðasta sumar hafa greint frá því að átburðurinn varpi ljósi á það hvernig líf kviknaði á jörðinni. Segja þeir ýmislegt renna stoðum undir að halastjarna á borð við Linear hafi í fyrndinni lent í árekstri við jörðina og skilið eftir sig vatn og önnur lífræn efni, en fyrir þann tíma hafi jörðin verið líflaus. í ljós kom meðal annars að Linear hefur að öll- um líkindum orðið til mun nær sólinni heldur en aðrar þekktar halastjörnur og vatnið á henni líkist því okkar vatni. Áður höfðu rannsóknir á Halley-halastjörnunni, sem til varð við ytri mörk sólkerfisins, sýnt að vatnið á henni er mjög ólíkt vatninu á jörðinni og fékk það suma vísinda- menn til að efast um að jarðarbúar ættu halastjörnum líf sín að launa. Linear-haiastjarnan var um kíló- meter í þvermál og notuðu vísinda- HALASTJARNAN HALLEY Jarðarbúar munu sjá Halley aftur árið 2061. Vatnið á Linear halastjörnunni sem brann upp í sólinni á síðasta ári var efna- fræðilega svipað vatni okkar jarðarbua. menn öflugustu stjörnukíka sem til eru til þess að fylgjast með henni tæt- ast í sundur áður en hún brann upp í sólinni. „Þetta er einmitt sú tegund af halastjörnum sem gæti hafa veitt jörðinni vatnið og lífrænu efnin sem nauðsynleg eru til að mynda líf,“ sagði Hal Weaver, stjörnufræðingur við Johns Hopkins-háskóla. ■ „Eg var alltaf að hugsa um mat“ Með því að gefast upp sáði kona á fertugsaldri fræinu sem færði henni bata frá matarfíkn. „Eg vissi hvað ég átti að gera en gat ekki farið eftir því,“ segir hún. Lausnina fann hún ekki í viljastyrk og þekkingu á næringarfræði heldur með því að eiga samfélag við aðrar ofætur. fíkn. „Eg vissi hvað það var sem ég átti að gera en ég gat ekki farið eftir því,“ segir kona á fertugsaldri sem segist loksins hafa fundið leið til bata eftir áralanga baráttu við ofát. Lausnina segist hún hafa fundið eft- ir að hún viðurkenndi vanmátt sinn gagn- vart matarfíkninni og horfðist í augu við að vandinn átti ekki rætur í því að hana skorti viljastyrk, hreyfingu og þekk- ingu á næringar- fræði. Uppgjöfin lei- ddi hana inn í OA- samtökin, þar sem fólk með matarfíkn deilir reynslu sinni, styrk og vonum til að fá bót á sameiginlegu vandamáli. „ Ég kunni allar næringarefnatöflur, hafði prófað alla megrunarkúra, geng- ið til næringarráð- gjafa, farið á nám- skeið og verið á líkamsræktarstöðv- um,“ segir viðmælandi okkar, sem ekki kemur fram undir nafni. „Stundum náði ég árangri og hélt að ég væri læknuð." En alltaf seig aftur á ógæfuhliðina. „Ég var alltaf að hugsa um mat. Ég hafði enga tilfinningu fyrir því hvenær ég væri búin að borða nóg og hvenær ég væri svöng eða ekki. Einu sinni þyngdist ég um þrjátíu kíló á skömmum tíma og fannst að ég hefði verið að halda í við mig all- an tímann." „Ég fann að ég var að eyðileggja mig á þessu, líkaminn var farinn að gefa sig. Ég var komin í tvöfalda kjörþyngd; það var eins og ég þyrfti bera aðra manneskju hvert sem ég fór. Mér fannst niðurlægjandi að vera svona feit.“ Með því að gefast upp segist hún hafa sáð því fræi sem færði henni bata. „Þegar ég viðurkenndi að ég gæti ekki stjórnað þessu og það þyrfti annað og meira en minn eigi vilja og viljastyrk til að gera mig heila var ég loksins tilbúin að þiggja hjálp og hana fékk ég hjá öðrum of- ætum,“ segir hún og með því að sækja 1-2 fundi í samtökunum í viku, halda góðu sambandi við fé- laga og fylgja mataráætlun hefur hún lést um meira en þrjátíu kíló á um einu og hálfu ári og segir and- lega og líkamlega líðan sína betri en nokkru sinni. OA-samtökin halda vikulega sex fundi á höfuðborgarsvæðinu og fjóra utan þess. Upplýsingar má fá á heimasíðunni www.oa.is. ■ —«— Með því að sækja 1-2 fundi í sam- tökunum í viku, halda góðu sam- bandi við fé- laga og fylgja mataráætlun hefur hún lést um meira en þrjátíu kíló á um einu og hálfu ári og segir andlega og líkamlega líðan sína betri en nokkru sinni. ----0--- Einkarekin heyrnartækjastöð: Allt að 2 ára bið eftir heyrnartækjum heyrnarskertir. Heyrnartækni, fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin hér- lendis, mun hefja starfsemi þann 13. júní, en stöðin mun bæði bjóða upp á heyrnarmælingar og heyrnartæki. Björn Víðisson, eigandi stöðvarinnar, sem verður til húsa í Lágmúla 5, ..sagði að mikil þörf væri fyrir bætta þjónustu fyrir heyrn- arskerta hér á landi, þar sem bið eftir nýju heyrnartæki hjá Heyrnar- og tal- meinastöð íslands væri eitt og hálft til ...... tvö ár. Björn sagði að einkareknar heyrn- artækjastöðvar hefðu verið reknar í nágrannalöndunum um árabil og því væri sérstaða íslands mikil í þessum Bið eftir nýju heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeina- stöð íslands væri eitt og hálft til tvö ár. málum, þar sem ríkið hefði alfarið séð um þjónustu við heyrnarskerta. Eins og áður sagði væru biðlistar langir enda fengi Heyrnar- og tal- meinastöðin mjög takmarkað fjár- magn frá ríkinu til að sinna þjónust- unni t.d. til tækjakaupa. Að sögn Björns verður þjónustan hjá Heyrnartækni óhjákvæmilega dýrari en hjá Heyrnar- og talmeina- stöðinni, þar sem fyrirtækið fær ekki styrk frá ríkinu. Hann sagðist hins vegar telja að réttast væri að Trygg- ingastofnun niðurgreiddi kaup fólks á heyrnartækjum líkt og gert væri í Danmörku. Þar fengi fólk ákveðna upphæð frá ríkinu og gæti síðan sjálft valið hvert það sækti þjónust- una. Björn sagðist þegar hafa fengið viðbrögð frá fólki við þessari auknu þjónustu sem i vænum væri og að margir hefðu þegar látið skrá nafn sitt á biðlista, enda langþreyttir á bið- inni hjá Heyrnar- og talmeinastöð- inni. ■ AUKIN ÞJÓNUSTA FYRIR HEYRNARSKERTA Björn Víðisson, eigandi Heyrnartækni, segir að nýja heyrnartækjastöðin muni bjóða upp á heyrnarmælingar og heyrnartæki. Lest rakst á rútu Sex létust ap. tyrkland Sex manns létust í gær þegar að járnbrautarlest lenti í árekstri við fólksbifreið í Vestur- Tyrklandi. Farþegalestin var á leiðnni frá borginni Denizli til borg- arinnar Izmir þegar hún lenti á bif- reiðinni sem var fara að fara yfir brautarteina um 50 kílómetra frá Izmir. Fjórir farþegar í bifreiðinni létust samstundis en ökumaður hennar og einn farþegi til viðbótar létust á spítala síðar í dag. Tveir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Farþegalestin fór út af brautarteinum við áreksturinn en ekki er vitað til þess að neinn í lest- inni hafi slasast. Lögreglan rann- sakar nú slysið. ■ Slippurinn á Akureyri, í Reykjavík og Hafnarfirði mengaðir? Hollustu- vernd segir mengun mögulega skýrsla Hollustuvernd ríkisins segir að mögulegt sé að svipað mengunarmagn og fannst í Arnar- nesvoginum sé að finna hjá slipp- stöðvunum í Hafnarfirði, á Akur- eyri og í Reykjavík, en hins vegar hafi ekki verið tekið sýni úr jarð- lögum þar. Hollustuvernd gerir samt engar kröfur um að athugan- ir fari fram á þessum stöðum. „Það er ekki fyrr en farið er að hræra í [jarðlögum] að það sé hætta á því að efnin fari aftur út í umhverfið," sagði Kristján Geirs- son hjá Hollustuvernd ríkisins í gær. Hann bætti því við að eitur- efnin sem fundust í Arnarnesvog- inum væru svo þung að þau sam- löguðust umhverfinu illa og þegar verið væri að huga að fram- kvæmdum á fyrrum iðnaðarsvæð- um - t.d. dýpkun líkt og í Arnar- nesvogi - gerði Hollustuvernd kröfu um það að fram færu athug- anir á magni eiturefna í umhverf- inu. Kristján benti á að aðeins ein mæling hefði verið gerð enn sem komið væri í Arnarnesvoginum og að frekari mælingar yrðu gerðar utar í voginum til þess að athuga hversu langt mengunin næði; að mögulegt væri að skaði hlytist af menguninni kæmist hún óhindrað út í umhverfið. Það mikla magn eiturefna sem fannst í Arnarnes- voginum kemur Hollustuvernd á óvart, en aðspurður sagði Kristján að fyrst að í slippstöðvum væri unnið með eiturefni mætti búast við einhverri mengun. ■ INNLENT Alþingi samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir þinghlé breytingu á umferðarlögum sem kveður á um bann við notkun far- síma í akstri. Samkvæmt lögunum verður fólki óheimilt að nota far- síma meðan það ekur bifreiðum nema nota syokallaðan handfrjáls- an búnað. RÚV greindi frá. —♦— Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Heilbrigðisstofn- unina á Selfossi og ríkissjóð til að greiða manni 1,6 milljónir króna með vöxtum í skaðabætur, auk 450.000 króna í málskostnað. Mað- urinn höfðaði mál vegna lækna- mistaka. Hann skar sig á fingri árið 1991 og leitaði strax eftir slysið á heilsugæslustöðina á Sel- fossi. Þar var hann meðhöndlaður af afleysingalækni, sem hreinsaði sárið og saumaði saman og útskrif- aði manninn. Síðar kom í ljós að taug á litlafingri hafði farið í sundur og er varanleg örorka mannsins var metin 5%. Mbl.is greindi frá.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.