Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 18

Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? Vigdís Esradóttir forstöðumaður Salarins í Kópavogi Ég er að lesa Ijóðabók eftir Þorstein frá Hamri sem ég fékk í síðbúna afmælisgjöf í síðustu viku. Þetta eru dásamleg Ijóð sem fá mann til hugsa með hjartanu. Svo var ég lika að glugga í bækling um breytingaskeiðið en það er nú önnur saga. | METSÖLUBÆKURNAR [ MEST SELDU BÆKURNAR Á AMAZON.COM David Kopp og Bruce H. Wilkinson: THE PRAYER OF JABEZ: BREAKING THROUGH TO THE BLESSED LIFE 0 Anne Tyler: BACK WHEN WE WERE GROWNUPS Q David McCullough: JOHN ADAMS O Robert K. Cooper: THE OTHER 90%: HOW TO UNLOCK YOUR VAST UNTAPPED POTENTIAL FOR LEADERSHIP AND LIVE Iris Krasnow: SURRENDING TO MARRIAGE: HUSBANDS, WIFES AND OTHER IMPERFECTIONS P.D. James: DEATH IN HOLY ORDERS Suzanne Somers og Diana Schwarzben: SUZANNE SOMERS' EAT. CHEAT AND MELT THE FAT AWAY Fi Peter Greenberg: THE TRAVEL DETECTIVE: HOW TO GET THE BEST SERVICE AND THE BEST DEALS FROM AIRLINES, HOTELS, CRUISE SHIPS AND CAR RENTAL AGENCIES Sue Crafton: P IS FOR PERIL (ekki enn komin út) Malika Oufkir og Michele Fitoussi: STOLEN LIVES: TWENTY YE- ARS IN A DESERT JAIL Mest seldu bækurnar: Sumarsvipur bækur Óhætt er að segja að kominn sé sumarsvipur á listann yfir mest seldu bækurnar á Amazon.com þótt þess sjái ekki beinlínis stað í efstu sætunum. Frá 5. sæti má segja að sumarið ráði ríkjum. Sjálfshjálpar- bók um hjónabandið, tveir reyfarar, megrunarbók og ferðabók, gagnlegar bækur til undirbúnings sumarleyfi og afþreying í fríinu. T 1 1 diiiisiiiiu; issnímnil ■•!!!!!!!!!!! 181 iimmimy HÁSKÓLI ÍSLANDS <191 1 - 2001 Viltu stunda nám í guðfræöi? Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum um nám í guðfræði og djáknanám í stofu V á 2. hæð Aðal- byggingar H.í. í dag þriðjudaginn 22. maí kl. 15:00 -18:00 Sjá nánar: www.hi.is DRAUMURINN RÆTIST Inga Rós Ingólfsdóttir og Heimir Jónatansson hafa haft veg og vanda af því að koma upp kaffihúsinu í turni Hallgímskirkju. Kaffihús í turni Hallgrímskirkju: Vöfflur í hæstu hæðum kaffihús í tengslum við Kirkjulistahá- tíð sem hefst nú á uppstigningardag verður komið á fót kaffihúsi í turni Hallgrímskirkju þar sem hægt verð- ur að fá ilmandi kaffi með vöfflum og öðru góðgæti. Kaffihúsið verður í nokkuð stóru rými þar sem komið er út úr lyftunni áður en gengið er upp í sjálft klukknahúsið efst í turninum. Hugmyndin er komin frá Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikara, sem er framkvæmdastjóri Kirkjulistahá- tíðar. „Það er náttúrlega alveg stórkost- legt útsýni þarna úr turninum og mikið ævintýri að vera þarna. Maður heyrir í klukkunum þegar þær hringja, það er ekki neitt svakalega hávært en þetta er viss stemmning," segir Inga Rós. Kaffihúsið á að verða til fjáröfl- unar fyrir þá margvíslegu starfsemi sem fram fer í Hallgrímskirkju. „Nú er Mótettukór Hallgríms- kirkju í mikilli fjáröflun fyrir Kanadaferð sína sem verður í beinu framhaldi af Kirkjulistahátíð," segir Inga Rós Ingólfsdóttir, „þannig að Kirkjulistahátíðin og Mótettukórinn reka þetta kaffihús í sameiningu meðan á hátíðinni stendur. En ef vel gengur þá ætlum við að halda áfram í sumar og draumurinn er að þetta verði starfrækt áfram í fjáröflu- narskyni fyrir starfsemina í kirkj- unni.“ ■ ÞRIÐJUDAGURINN 22. MÁÍ RÁÐSTEFNUR 13.00 Straumhvörf í dauðhreinsun. Matvælasetur Háskólans á Akur- eyri og Agard ehf. standa fyrir ráð- stefnu um nýtt dauðhreinsiefni sem kallast BYOTROL. Efnið er umhverfisvænt og hefur nánast 100 % virkni á gerla og sveppi. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Stephen Folder sem hefur helg- að sig tilraunum á BYOTROL. Ráð- stefnunni lýkur kl. 17. FYRIRLESTRAR______________________ 12.05 Lykt bragð og óhljóð í heimild- um nefnist fyrirlestur Matthíasar Viðars Sæmundssonar íslensku- fræðings á hádegisfundi Sagn- fræðingafélagsins í Norræna hús- inu. Allir velkomnir. 16.00 Á fundi Landverndar verður fjall- að um áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki. Fjallað verður um skýrslu um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar. Þetta er fyrsti fundur í fundaröð og verður hann haldinn á Grand Hótel Reykjavík. í forsvari fyrir umfjölluninni verður Hrefna Sigurjónsdóttir og Snorri Baldursson, líffræðingar. Einnig verður fyrsta umfjöllun um samfé- lagsáhrif framkvæmdanna og fjall- ar Þórólfur Matthíasson hag- fræðingur um það efni. Fulltrúum skýrsluhöfunda verður einnig boðið að taka þátt í fundinum og segja frá þeim rannsóknum sem unnar hafa verið. NÁMSKYNNINGAR_____________________ 15.00 Kynning á námi í heimspeki- deild verður á 2. og 3. hæð í Nýja Garði. Þar er hægt að kynna sér nám íslensku, sagnfræði, heim- speki, táknmálsfræði, málvísind- um, bökmenntafræði, ensku, þýsku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku, spænsku, ítölsku, frönsku, latínu, grísku og rússnesku. Kynn- ingin stendur til kl. 18. 15.00 Kynning á námi í guðfræðideild verður í stofu V á 2. hæð í Aðal- byggingu Háskólans. Kynnt verð- ur nám í guðfræði og djáknanám. Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum og eru allir hjartanlega velkomnir. TÓNLEIKAR_________________________ 20.00 Trio Nordica leikur verk eftir kon- ur í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs. Tríóið er skipað þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur selló- leikara og Monu Sandström sem leikur á píanó. Á efnisskránni verða verk eftir Karólínu Eiríks- dóttur, Clöru Wieck Scumann og hina sænsku Elfridu Andrée. FLYTJA ÞRJÚ PlANÓTRÍÓ Trio Nordica er skipað þeim Monu Sand ström píanóleikara, Auði Hafsteinsdótt- ur fiðluleikara og Bryndisi Höliu Gylfa- dóttur sellóleikara. Tíbrártónleikar í Salnum í kvöld: Konur spila verk eftir konur tónleikar í kvöld verður TVio Nor- dica með Tíbrártónleika í Salnum í Kópavogi. Á efnisskránni eru ein- göngu verk eftir konur, þær Kar- ólínu Eiríksdóttur, Clöru Wieck Scumann og hina sænsku Elfridu Andrée. Verkin eiga það sameigin- legt að vera öll þrjú píanótrío og að sögn Auðar Hafsteinsdóttur fiðlu- leikara tríósins, eru þau öll mjög falleg, verk Clöru Schumann og El- fridu Andrée eru rómantísk en Kar- ólína er ný af nálinni. „Við vorum í tónleikaferð í Svíþjóð og vorum beðnar um konuprógram," segir Auður aðspurð um verkefnavalið. „Líklega var það vegna þess að við erum allar konur.“ Trio Nordica er, auk Auðar, skip- að þeim Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström sem leikur á píanó. Það hefur starf- að í um það bil 8 ár og á þeim tíma hefur það komið víða fram, bæði í Evrópu og Ameríku. Tríóið fékk frá- bæra dóma fyrir tónleika sína í Sví- þjóð fyrr á árinu en í dómi þar sagði meðal annars: „Nákvæmlega svona á kammertónlist að hljóma; sam- stillt en þó þrír sjálfstæðir einstak- lingar." Trio Nordica hefur gefið út einn geisladisk og er annar væntan- legur. Einnig er fjöldi tónleika framundan hjá þeim stöllum. Áhugafólk um tónlist getur því átt von á ljúfum tónleikum í Salnum í kvöld og ástæða er til að hvetja konur sérstaklega til að koma og hlusta á konur spila konur. ■ LEIKHÚS____________________________ 12.00 Leikritið Rúm fyrir einn eftir Hall- grím Helgason verður frumsýnt í dag í Hádegisleikhúsi Leikfélags fslands í Iðnó. Leikstjórinn er Magnús Geir Þórðarson og leik- arar Friðrik Friðriksson og Kjart- an Guðjónsson. 20.00 Gamanleikritið Með vífið í lúkun- um verður forsýnt í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri verksins er Þór Túliníus en Árni Ibsen þýddi það. 20.00 Rannsóknarstofa í kvennafræð- um býður upp á Hefnd kynja- fræðikennarans í Hlaðvarpan- um. Þetta er einkonuleikur I höndum Bonnie Morris, doktors í kvennasögu og prófessors við George Washingon háskóla í Bandaríkjunum. Leikritið er skop- ádeila á hinar fjölmörgu klisjur um kvennafræði og feminisma. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 20.00 Aukasýning verður á leikritinu Píkusögur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Höfundur leikritsins er Eve Ensler og Sigrún Edda Björns- dóttir leikstýrir því. Leikarar eru Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vígdís Arnardóttir. LEIKSYNING Fjölbreyttar píkur Hlutfall kvenna á sýningar Borgarleikhússins á Píkusög- um er hátt. Heilu saumaklúbbarn- ir mættir að hlýða á leikkonurnar flytja eintöl píkunnar. Umgjörð sýningarinnar er kaffileikhús þar sem gestir sitja við borð og dreypa á veigum. Verkið hentar vel því formi, en húsnæðið sjálft er ekki nógu skemmtilegt; rýmið þröngt og mann langar ekki að sitja áfram að sýningu lokinni. Allt um það. Flutningur Hall- dóru, Jóhönnu Vigdísar og Sóleyj- ar var frábær og leikgleðin mikil. Píkurnar hafa frá mörgu að segja, bæði sorg og gleði. Píkan er áleit- in, fyndin, heit, reið, sorgmædd, glöð og gröð. Hún er konan sjálf í Pikusögur Staður: Borgarleikhúsið öllum margbreytileik sínum. Það þarf ekki að hvetja konur til að sjá þessa sýningu, en karl- menn ættu að flykkjast á hana til að auka skilning sinn. Píkuna verðum við að skilja. Þaðan kom- um við og þar viljum við vera. Hafliði Helgason Frábær flutningur þriggja leikkvenna á efni sem er í senn skemmtilegt og áleitið. Grúskað í heimildum: Lykt, bragð og óhljóð heimildir Matthías Viðar Sæ- mundsson íslenskufræðing- ur telur að málvitund fólks hafi verið mun líkamlegri fyrr á dögum, samofin trú og lífsreynslu. Matthías heldur í dag fyrirlestur í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafé- lags íslands um heimildir. Fyrirlesturinn nefnir hann Lykt, bragð og óhljóð í heim- ildum. Spurt verður um tengsl munn- legra gjörninga og ritaðra minja, rætt um blætisdýrkun fræðimanna og áhrif líkamlegrar reynslu á heirns- mynd íslendinga. Matthías veltir fyr- ir sér þýðingu þess að rit voru lesin fyrir fólki, bæði við messur og á kvöldvökum, að móttaka texta var bundin framsögn og hlustun en ekki sjón og lestri. Vísur Æra-Tobba verða notaðar sem dæmi um hefð- bundnar hugmyndir um að mælt mál hafi búið yfir sér- stöku kraftseðli umfram það ritaða. Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er aðgangur ókeypis. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.