Fréttablaðið - 22.05.2001, Page 19

Fréttablaðið - 22.05.2001, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. maí 2001 Frumsýning: Karlmenn í krísu leikhús Um hádegið í dag verður leik- ritið Rúm fyrir einn frumsýnt í Há- degisleikhúsinu í Iðnó. Leikritið ger- ist í rúmaverslun í Reykjavík þar sem nýfráskilinn maður ætlar að kaupa sér rúm og lendir á trúnó með afgreiðslumanninum. Rúm fyrir einn fjallar um karlmenn í krísu. Píkan hefur fengið málið en sögurnar sem hún segir eru ekki allar sannar. Hverju eiga karlmenn að trúa? Hvenær er konan fullnægð? Sýningar verða í hádeginu, húsið opnar klukkan tólf og þá er matur borinn á borð, en hann er innifalinn í miðaverði. Stuttu síðar hefst sýning- in sem stendur í tæpa klukkustund. ■ SÝNINGAR________________________ Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er islenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. Ljósmyndasýningin Varnarsamstarf í 50 ár stendur nú í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin er haldin í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá gerð varnarsamnings Is- lands og Bandaríkjanna. Hún er sam- starfsverkefni utanríkisráðuneytisins og varnarliðsins á íslandi og veitir yfirlit yfir þróun varnarmála undanfarin 50 ár. Sýningin stendur til 6. júní. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Sýningin stendur til 2. júní. IVtYNPLIST______________________ Sumarsýning Listasafns íslands, And- spænis náttúrunni, var opnuð um helg- ina. Á henni eru verk eftir ísendinga í eigu safnsins og fjallar hún um náttúr- una sem viðfangsefni ísienskra lista- manna á 20. öld. Verkin á sýningunni eru eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar á nýliðinni öld, frá Þórarni B. Þorlákssyni til Ólafs Elíassonar. Opið frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánu- daga. Sýningin stendur til 2. september. í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, opnaði um helgina sölusýning á um 80 verkum eftir marga af fremstu lista- mönnum landsins. Á sýningunni eru m.a. málverk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunn- laug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Finn Jónsson, Jón Engilberts og hátt á annan tug málverka eftir Jóhannes S. Kjarval. Einnig eru á sýningunni abstraktverk eftir Guðmundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Svavar Guðnason og Valtý Pét- ursson. Loks eru teikningar og vatnslita- myndir eftir ýmsa listamenn svo sem Snorra Arinbjarnar, Flóka, Jón Engilbert og þrykk eftir þekkta erlenda listamenn svo sem Robert Jakobsen og Bram van de Velde. Sýning þessi er í samvinnu Listasafns Kópavogs og Guðmundar Ax- elssonar. Hún opin alla daga nema mánudaga frá 11 - 17 og lýkur laugar- daginn 2. júní. Svipir lands og sagna nefnist sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var um helgina í Listasafni Reykjavíkur Ásmundarsafni. Á sýning- unni eru verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þá þróun sem varð á list hans í gegnum tíðina. Safnið er opið daglega 10-16 og stendur sýn- ingin til 10. febrúar á næsta ári. liisisisuy sisssmssn iiIiiiSiSISS HÁSKÓLI ÍSLANDS * 191 1 - 2001 Viltu stunda nám í sagnfræði, íslensku, heimspeki, málvísind- um, bókmenntafræði, táknmálsfræði eða einhverju erlendu tungumáli? Kennarar og nemendur sitja fyrir svörum um nám í heimspekideild á 2. og 3. hæð í Nýja Garði í dag þriðjudaginn 22. maí kl. 15:00-18:00 Sjá nánar: www.hi.is VEIST ÞÚ HVAR SKAL LEITA? Getur verið að þú sért villtur þegar kemur að því að velja bestu leiðina til að vekja athygli á fyrirtæki þínu. Góðar merkingar eru besta leiðin til þess að auðvelda viðskiptavinum þínum að finna þig. Nota bene hf. hefur um árabil verið leiðandi í hönnun og framleiðslu merkinga og skreytinga, hvort sem um er að ræða smíði stórra Ijósaskilta, framleiðslu sérhæfðra innréttinga eða prentun lítilla merkinga. Sem dæmi um verk, sem Nota bene hf. hefur unnið má nefna breytingar á Nýkaupsverslunum, Ijosaskilti Kringlunar, smíði neonljósastanda fyrir 10-11 og merkingar verslana, innan og utanhússmerkingar verslana Símans, Popeye's, Hagkaups, Tals ofl. ofl.. Við bjóðum upp á alla almenna skiltasmíði, glugga og bílamerkingar, hágæðaprentun í yfirstærðum og silkiprentun límmiða. Á.VtfrÍKUH ÓOCI nota bene SÚÐARVOGUR 6 104 REYKJAVÍK SÍMI 533 2444 FAX 533 2445 WWW.NOTABENE.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.