Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDAGUR ] HRAÐSOÐIÐ \ ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON rithöfundur vígin að falla HVERJU breyta ný tóbaksvarnarlög? „Þau breyta kannski því að eftirleiðis verður réttur hvers einstaklings til reyklauss umhverfis mun skýrari. Ekki síst á þeim örfáu opinberu stöð- um þar sem ennþá má reykja eins og t.d. á veitinga- og kaffihúsum. í því sambandi minni ég á að lög hafa ver- ið brotin á þessum stöðum síðan 1984. Það var því löngu orðið tíma- bært að flestir staðir taki sig á þótt margir hafi staðið sig feiknavel eins og t.d. Hótel Holt, Tveir fiskar og fleiri sem eru reyklausir." HVERNIG horfir þetta þá við hin- um almenna borgara? „Hann á t.d. að gera farið út á veit- ingahús án þess að þurfa að líða fyrir tóbaksreyk af völdum annarra þegar lögin taka gildi 1. ágúst n.k. Þá á fólk að geta farið í leikhús án þess að vera útbýjað í tóbaksreyk í leikhléi. Hing- að til hefur fólk verið laust við tó- baksreyk í bönkum, stofnunum, flug- stöðvarbyggingum, rútum, kvik- myndahúsum, og flugvélum. Þannig að síðustu vígin eru falla. Það er þó ekki nema að hluta til vegna þess að meirihluti rýma í veitinga- og kaffi- húsum á að vera reyklaus. Aðgengi að þeim á ekki að vera í gegnum reyksvæði. Þetta kallar því á tölu- verðar breytingar hjá veitinga- og kaffihúsum." HVAÐ með framkvæmdina. Verður hún ekki erfið? „Ég tel að allt eftirlit verði mun auð- veldara en áður. Það er m.a. vegna þess að það eru mun færri grá svæði en áður var. Það er síðan Vinnueftir- litsins og heilbrigðiseftirlits að taka á brotum gegn þessum lögum. Ég held þó að það séu engar ákveðnar upp- hæðir nefndar í sambandi við brot á þessum lögum.“ HVERS saknarðu einna helst í þess- um nýju iögum? „Það hefði átt að stíga skrefið lengra og gera veitinga- og kaffihús alveg reyklaus. Þá hefðum við orðið leið- andi í heiminum ásamt Bandaríkja- mönnum. Það er svo eðlilegt að allir geti borðað í reyklausu umhverfi. Þeir sem reykja geta þá farið afsíðis til þess. Þetta skref verður væntan- lega tekið síðar því það er það eina sem mér finnst vanta í nýju lögin.“ Þorgrímur Þráinsson hefur verið holdgervingur heilbrigðis og reyklauss lífs í starfi sínu hjá Tó- baksverndarnefnd. Hann er fyrrverandi lands- liðsmaður í fótbolta og lék lengi með meistara- flokki Vals. Þá er hann einnig þekktur sem rit- höfundur. Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval Verslunarmiðstöðinni Eiðistorgi Sími: 552 3970 Fór með Fréttablaðið til bankastjórans: Ættfræðingur skorinn úr snörunni ættfræði „Ég fór bara í bankann og veifaði Fréttablaðinu með umfjöllun- inni um mig og þeir afturkölluðu upp- boðið,“ sagði ættfræðingurinn Oddur Helgason í gær. Til stóð að bjóða upp eignir Odds vegna milljónaskulda sem hann seg- ist hafa stofnað til í þeirri trú að líf- tæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld myndi greiða honum fyrir út- lagðan kostnað við ættfræðivinnu. Oddur sagði að nú fengi hann sex til sjö mánaða frest til að ljúka vinnu I FRÉTTIR AF FÓLKl í- Bush Bandaríkjaforseti vill ekki beita sér fyrir því á alþjóða vettvangi að þrýst verði á lönd, sem hafa búið til skattaparadís fyrir fyrirtæki, að þau breyti skattastefnu sinni. Bandaríkja- menn segjast ekki styðja aðgerðir sem feli í sér fyrir- mæli um það hvernig sjálfstæð ríki byggi upp eigið skattkerfi. í vefriti fjármálaráðuneytisins segir að unnið hafi verið að því innan OECD að koma í veg fyrir skaðlega skattasamkeppni. Vinnuhópur á að móta samræmdar aðgerðir gegn skattareglum í aðildarlöndunum, stuðla að því að lönd keppi um fyrirtæki með skattívilnunum eða skattleysi. Fyrir liggur listi yfir 47 skattaákvæði sem talin eru „hugs- anlega skaðleg" og skulu þau lag- færð eða afnumin fyrir lok apríl 2003. Þar á meðal eru íslensku lögin um alþjóðleg viðskiptafélög. Stefnubreyting Bandaríkjanna til skattaparadísa setur þessa vinnu í uppnám. Ekki er vitað á þessari stundu hvort af- staða þeirra eigi einnig við um skattareglur sem talin eru skaðleg. Davíð Oddsson sagði á aðalfundi Samtaka atvinnu- lífsins í vikunni að skattar á fyrirtæki hér á landi ættu að vera lágir og forsendur fyrirtækjarekstur það besta sem gerist í heimi. Þessa vikuna safnast saman í Stokkhólmi umhverfisráðherrar og diplómatar til að undirrita nýjan alþjóðlegan samning um bann og takmörkun á notkun lífrænna þrá- virkra eiturefnasambanda. Það eru efni á borð við PCB, dioxín og DDT, sem leysast ekki upp heldur safnast fyrir í lífríki sjávar. Vegna mikillar leysni í fitu og lítils útskilnaðar margfaldast styrkur margra þeirra því ofar sem lífverurnar eru í fæðu- keðjunni. Þessi efni hafa einnig mörg hver mikla eiturvirkni. Það verður erfitt fyrir þingmenn Vestfirðinga að koma heim eftir þing eftir að kvótasetntingu á ýsu og steinbít var ekki frestað. Málið strandaði á þingi eins og Fréttablað- ið hefur rækilega sagt frá. Það virð- ist vera mjög langt á milli þingmanna stjórnarflokkanna og menn eins og Kristján Pálsson sjá enga ástæðu til þess að hafa mörg kerfi í gangi við stjórnun fiskveiða, meðan Gunnar Birgisson, einnig úr Reykjaneskjör- dæmi trúir á að- gerðir innan skamms, eins og „bjargvætturinn" Einar Oddur Kristjánsson. Guðni Ágústsson FEGINN ÆTTFRÆÐINGUR Bankinn hefur gefið Oddi Helgasyni frest til að Ijúka vinnu sinni við söfnun ætt- fræðiupplýsinga. sinni við söfnun ættfræðiupplýsinga um íslendinga. Hann sagðist vilja að þau gögn sem hann hefði aflað í sam- vinnu við þjóðina sjálfa verði á end- anum sameign hennar allrar í sér- stakri sjálfseignarstofnun. ■ Urður Verðandi Skuld: Neitar ábyrgð á Oddi ættfræði Framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Urðar Verandi Skuldar, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, segir ekki rétt sem haft er eftir Oddi Helgasyni ættfræðingi í Fréttablaðinu í gær að fyrir- tækið hafi gert viðskipta- samning við Odd. „í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Odd Helgason ætt- fræðing sem segist hafa steypt sér í skuldir vegna lof- orða forráðamanna Urðar Verðandi Skuldar (UVS) um viðskipti við hann á sviði ætt- fræðirannsókna. Af þessu tilefni vill UVS koma eftirfarandi á framfæri: ENGINN SAMNINGUR. Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson. kannast ekki við neinskonar samninga „Enginn fótur er fyrir þeim fullyrðingum Odds Helgasonar að UVS hafi gefið honum loforð um viðskipti á sviði ættfræðirannsókna. Engir slíkir samningar hafa verið gerðir hvorki munnlegir né skriflegir. Hafi Oddur Helgason steypt sér í skuldir vegna væntinga sinna um við- skipti við UVS ber að harma það en UVS getur ekki borið ábyrgð á þeim ákvörðunum ættfræðingsins," segir í yfir- lýsingu sem Gunnlaugur Sæv- ar sendi frá sér fyrir hönd UVS í gær. Oddur heldur því fram að UVS hafi lofað sé greiðslum ■ KAFFISPJALL UM KONUR Hildur Helga og Una bentu blaðamönnum og konum á hvernig mætti auka hlut kvenna í fjölmiðlaumræðu og kynntu fyrir þeim nýj- an bækling sem gefin var út af nefnd um aukinn hlut kvenna f stjórnmálum. Aukinn hlutur kvenna í fjölmiðlum: Konur tregar til fullyrðinga konur Blaðamenn og -konur Frétta- blaðsins fengu góða gesti í heim- sókn. Þær Hildur Helga Gísladóttir og Una María Óskarsdóttir mættu í kaffispjall með blaðamönnum/kon- um og kynntu fyrir þeim nýtt rit sem nefnist „Konur og fjölmiðlar" eftir Sigrúnu Stefánsdóttur, fjöl- miðlafræðing. Ritinu er ætlað að hjálpa bæði konum í sínum sam- skiptum við fjölmiðlafólk og fjöl- miðlafólki í samskiptum sínum við konur - að auka veg kvenna í um- fjöllun fjölmiðla. Útgefandi ritsins er nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, en nefndin var sett á laggirnar af félagsmálaráðherra í samræmi við ályktun Alþingis árið 1998. Hildur, sem er formaður nefndarinnar, og Una, fram- kvæmdastjóri hennar, bentu blaða- mönnum/konum á leiðir til þess að auka hlut kvenna í fjölmiðlaum- fjöllun og blaðamenn/konur komu með ábendingar sem þeir/þær töldu að gætu nýst gestunum. í bæklingn- um er minnt á að konur hafi ekki síður þörf en karlar að koma mál- um sínum á framfæri í fjölmiðlum, og þær séu helmingur þeirra sem fylgjast með fréttum. Konur vilji oft fá lengri undirbúningstíma fyr- ir viðtal en karlar og meiri upplýs- ingar um framgangsmáta viðtals- ins. Þetta megi ekki verða til þess að fram hjá konum sé gengið. Þá er sagt að konur séu gjarnan varkárar í viðtali og tregar til stórra fullyrð- inga. Fréttavinnsluna þurfi að laga að þessari staðreynd. Á Fréttablað- inu telja blaðakonur rúm 30 pró- sent. ■ starfandi formaður Framsóknarflokks- ins hefur hins veg- ar enga trú á að tekið verði á mál- inu fyrr en þing kemur saman í haust úr því það strandaði á vor- þinginu. Látið er að því liggja að málið hafi stöðvast á þvergirðings- hætti Kristins H. Gunnarssonar, þingflokksformanns Framsóknar- flokksins, en það er þó heldur lang- sótt skýring. Og yfir öllu þessu ati minni spámanna kringum þetta mál ríkir þögn Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar. Fréttablaðsins hef- ur Lúðvík sjálfur staðið í fasteigna- braski og hefur hann m.a. átt eign- ir í miðbænum. Munu menn velta því fyrir sér hvort það hafi verið í hans eigin hagsmunatilgangi að grennslast fyrir um hverjar leigu- tekjurnar vegna Borgartúns 21 voru, en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum gerði ríkið leigusamning við Eykt til 20 ára, sem metinn er á 2,4 milljarða, en leigufjárhæðin er bundin vísitölu neysluverðs. Ekki er gott að segja hvað Lúðvíki gekk til en vonandi var það gott eitt. IHagmálum, riti úskriftarnema í hagfræði, ritar Ingjaldur Hanni- balsson, prófessor við Háskóla ís- lands, grein þar sem hann sýnir fram á að íslend- ingar hafa ekki fylgt alþjóðaþróun eftir á síðustu árum og að milliríkja- viðskipti hafi vaxið hægar hér en annars staðar. Niðurstaða Ingjalds er að alþjóðavæðingin á íslandi hafi ekki náð að mæta eðlilegum vænt- ingum. Útflutningur sem hlutfall af landsframleiðslu hafi nánast staðið í stað hér á landi meðan þetta hlutfall hafi hækkað í samkeppnislöndum. Kyoto-bókunin var samþykkt 1997. Samkvæmt samningnum verða bönnuð eða lagðar strangar takmarkanir á notkun 12 efna. Til að samningurinn verði að alþjóðalög- um þurfa 50 ríki að fullgilda hann. Ekki er að efa að Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og íslensk stjórn- völd munu fullgilda þennan samn- ing við fyrsta tækifæri enda hafa þau unnið mjög vel að framgangi þessa máls frá upphafi og hann skiptir verndun hafsvæða norður- hafa miklu. Mörgum í fasteignaheiminum þótti skjóta skökku við að Lúð- vík Bergvinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, skyldi gagnrýna leigusamning ríkisins vegna Borg- artúns 21, jafn harkarlega og raun bar vitni. Samkvæmt heimildum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.