Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 8
I Rí I Í AB1.A0IÐ 8 FRETTABLAÐIÐ 13. júní 2001 IVIIÐVIKUOACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fréttadeifd: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. - 595 6500 Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á ménuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. j BRÉF Tll BLAÐSINS~[ SAGNFRÆÐI Smiður varðist alilengi en hann var fræk- inn maður og vopnfimur. - Mynd úr grein um Grundarbardaga. Sagnir með sögu Áhugamaður um sögu skrifar: sagnfræði í fyrsta hefti Sagna, tíma- rits sagnfræðinema, sagði svo í rit- stjóraspjalli: „Nú er það í heiminn borið og það er þitt lesandi góður og sögunema framtíðarinnar að kveða á um hvort það eigi skilið að eignast systkini eður ei.“ Nú eru systkinin orðin 20 því 21. áragangshefti glæsi- legasta nemendatímarits við Háskóla íslands er nýkomið út. Þetta er veg- legt rit sem ber metnaði sagnfræði- nema fagurt vitni. Útskriftarnem- andi við Listaháskóla íslands, Jó- hanna Erla, var fengin til þess að „flikka" upp á útlit blaðsins og inni- haldið er fjölbreytt að vanda. Þar er að finna hugleiðingar um heimildar- gildi tölvupósts, sem er sendibréf nú- tímans, hlutverk menntamanna fyrir og eftir Balkanstríð og annað sem snertir skráningu samtímasögu, og svo umfjöllun um þjóðleiðir og at- burði á Sturlungaöld. Egget Þór Bernharðsson, einn af fyrstu ritstjórum Sagna, segir í tíma- ritinu að ófáir sagnfræðingar hafi stigið sín fyrstu skref í Sögnum. Lausleg talning sýni að ríflega 300 höfundar hafi átt efni í Sögnum út- gáfuárin 20 eða að meðaltali um 15 höfundar í hverju hefti. Óhætt er að mæla sérstaklega með sögnum því það er eitt áhuga- verðasta tímarit sem út kemur með sagnfræðilegu efni, og gefur vís- bendingar um þær áherslur sem verða munu uppi í sagnfræðirann- sóknum á næstu árum. ■ Fréttablaðið rœtt á fótboltavellinum Kvöldsól, hæg gola og ilmur úr nýslegnu vallargrasi á Hlíðarenda. Enginn kvartar þó að skyggna þurfi yfir augun til þess að fylgjast með leiknum. Valur og ÍA etja kappi. Að réttu lagi ætti ég að styðja Val, búandi í Reykjavík, en vegna vensla inn í knatt- spyrnuættir á Akra- nesi held ég með Skagamönnum í fót- bolta. Hjörtur Hjart- arson afgreiðir Valsmenn með tveimur viðstöðulausum skotum „í skrefinu" eins og það er kallað í upphafi síðari hálfleiks. Sagt er að hann leiki í Skalla- grímspeysu innanundir Skagapeys- unni því hann var aðalmarkaskorari Borgnesinga um árabil, þótt hann sé al- —♦— „Og svo les maður auglýs- ingarnar í því líka." —4.— inn upp í knattspyrnubænum. Eftir mörkin færa Skagamenn sig aftar á völlinn og verjast. Þeir eru búnir að „klára dæmið“ og áhuginn á leiknum dofnar meðal áhorfenda. Og um hvað tala menn þá? Auðvitað Fréttablaðið! Fyrir framan mig spjalla nokkrir herramenn fjálglega um blað- ið og hafa áhyggjur af því að efna- hagslægðin geti orðið því að fjörtjóni. „Það þurfti að byggja upp alveg nýtt dreififyrirtæki og það er dýrt. Og svo kreppir að.“ Ég hugsaði sem svo: Þeir gá ekki að því að Fréttablaðið þarf ekki að skera af sér neina góðærisfitu. Við erum eins og þvengmjóir veðhlaupa- hundar sem leggja allt í sölumar til þess að ná í mark og fá sína umbun. Fyrir framan mig héldu þeir áfram: „En það er afslappandi að fletta Frétta- Mál...manna. Einar Karl Haraldsson hlýddi á mál manna sem horfðu á leik Vals og ÍA blaðinu og maður þarf ekki að setja sig í hátíðlegar stellingar við að lesa það,“ sagði einn. „Og svo les maður auglýs- ingarnar í því líka,“ sagði annar. Mæltu mann heilastur, hugsaði ég. Það er ein- mitt mergurinn málsins. Fréttablaðið er besti miðillinn fyrir tilboðsauglýs- ingar sem býðst í dag. Og það em ein- mitt auglýsingarnar sem blíva í lægð- um og kreppum. Samspil-Nótan aug- lýsti t.d. hjá okkur útsölu á hljóðfærum sl. mánudag og seldi fjögur trommu- sett á fyrsta degi. Það þýðir um 1400 trommusett á ári ef svo heldur áfram. Guði sé lof að maður er ekki með bíl- skúr, hugsaði ég! ■ Æfleiriflýja Austurland m m m 1. Kerskáli 1.240.000 t/ári 2. Kerskáli 11. 120.000 t/ári 3. Hreinsivirki 4. Afriðilstöð 5. Aðalspennistöð 6. Steypuskáli 7. Verkstæði 8. Rafskautaverksmiðja - bökun 9. Skautsmiðja 10. Kerskálaþjónusta 11. Skrifstofur/starfsmannaaðstaða 12. Hráefnisgeymslur 13. Kerbrotaförgun 14. Hliðvarsla 15. Málmgeymsla 16. Vinnubúðir 17. Rafskautaverksmiðja - blöndun Dr. ívar Jónsson um áhrif álvers í Reyðarfirði: Austurland í sömu stöðu eftir 6 ár álver Þann 1. desember bjuggu tæplega 8.300 manns á Mið-Aust- urlandi og hafði íbúum fækkað um nærri 1000 manns frá því á árinu 1990, segir Þjóðhagsstofnun. í mati Nýsis hf. á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum álvers í Reyðarfirði segir að brottfluttir umfram aðflutta hafi verið 2000 á sama tímabili. Fjöldi brottfluttra umfram aðflutta var 2,2 % á ári all- an áratuginn en 2,6% árið 2000 eða 2,6%. Af 8300 Ibúum búa 6000 til 6500 manns í 30-40 mínútna akstursfjar- lægð frá fyrirhuguð álveri á Reyð- arfirði, og þykir það heldur lítið uppland „eða borgarsvæði" fyrir svo stórt fyrirtæki. Helsti veik- leiki svæðisins hefur falist í skorti á fjölbreytilegum störfum, tak- mörkuðum tækifærum til mennta og fábreyttu menningarlífi í sam- anburði við höfuðborgarsvæðið, segir Þjóðhagsstofnun. Stofnunin reiknar með að fram- tíðarvinnuaflsþörf í álverinu og beinni þjónustu við það nemi um 630 mannárum. Að auki er reiknað með að vegna óbeinna áhrifa geti orðið 450-550 störf á svæðinu. Óbein áhrif álversins geta einnig komið fram í hærri launum, fjöl- breyttara atvinnu- og menningar- lífi og hagkvæmari rekstri opin- berrar þjónustu. Til lengri tíma er reiknað með að mannfjöldi á Mið- Austurlandi gæti vaxið um 2000 - 2500 manns vegna álversins. Sam- kvæmt þeirri spá gæti mannfjöldi orðið 9000 til 10.000 manns árið 2010 í stað 7000 til 7500 manns án álvers eða annarrar uppbyggingar. Gagnrýnt hefur verið að ekki hafi verið gerð tilraun af matsaðilum til þess að greina fórnarkostnað ál- versframkvæmdanna og meta hvort hægt sé að verja fé á Austur- land með öðrum hætti til þess að efla þekkingarsamfélag og þekk- ingarhagkerfi á svæðinu. ■ álver „Innan fimm til sjö ára er Mið- Austurland komið í nákvæmlega sömu stöðu og í dag, þrátt fyrir fjár- festingar í Kárahnjúkavirkjun og Reyðaráli, sem munu kosta nálægt 300 milljörðum auk kostnaðar vegna náttúruspjalla sem ekki fæst metinn af neinum aðilum málsins", segir ívar Jónsson dósent við Við- skipaháskólann á Bifröst. „Fyrir- hugað álver í Reyðarfirði er stærsta tækifærið sem er í sjónmáli til að snúa byggðaþróun á Austurlandi við og auka samkeppnishæfni svæðis- ins þannig að það laði til sín fjár- magn og atgervisfólk", segir 1 mats- skýrslu Nýsis hf. á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum álvers í Reyðarfirði. í skýrslu Nýsis kemur fram að í álveri Reyðaráls muni skapast 610 störf og 395 afleidd störf á Austur- landi miðað við báða áfanga álvers- ins. í allt muni því skapast yfir þús- und störf. Dr. fvar dregur þessar tölur í efa. í erindi á vegum Land- verndar taldi hann líklegt að nei- kvæð áhrif á starfsemi fyrirtækja á svæðinu vegna aukinnar eftirspurn- ar og hærra launastigs, muni leiða til fækkunar fleiri starfa en skapast í formi afleiddra starfa. Þjóðhags- stofnun reiknar hins vegar ekki með að álverið geri undirstöðuatvinnu- greinunum á svæðinu erfiðara um vik að laða til sín starfsfólk þegar til lengri tíma er litið. Hún gengur út frá þeirri forsendu að samkeppni um vinnuafl sé fyrst og fremst við höfuðborgarsvæðið og álverið geti bætt samkeppnishæfni svæðisins. í máli ívars kom fram að 150 manns á vinnualdri flytjast frá Mið-Austur- landi árlega, en 140 nýliðar komi á vinnumarkað. Hann gerir ráð fyrir að þörf á nýjum störfum á ári sé um 100 - 140 manns, sé tekið tillit til þeirra sem myndu flytja burt jafn- vel þótt störf við hæfi væru í boði. ívar segir síðan að jafnvel þótt sú forsenda sé viðurkennd að 1000 ný störf verði til þá dugi þau skammt til þess að leysa vandann. Þar sem gera megi ráð fyrir að fjórðungur eða meira af störfunum verði mann- aður aðkomufólki geti verið um að ræða 750 störf fyrir heimamenn. Það þýði að aðeins tekur um 6 ár að veita heimamönnum störf. ■ STOFNA.tJ 167! VÍNCENTVAN gogh AU'HONSE MUCHA ORÐRÉTT Hve lengi enn sœkja Vestfirðingar sjóinn? sjóivienn Það myndi sjálfsagt hljóma undarlega í eyrum þeirra sem barátt- una leiddu til sigurs að svo vaeri kom- ið fáeinum áratugum eftir að íslend- ingar fóru að ráða einir hvaða skipan gilti um veiðar og vinnslu að Vest- firðingar gætu þurft að óttast að ekki væri unnt til lengdar að treysta á sjávarútveg í þessum fjörðum, að á sjómannadaginn væri spurt með heil- um huga en ugg í brjósti hve lengi enn Vestfirðingar geti sótt sjóinn? Það má efalaust ætíð deila um þær reglur sem hæfa best þegar ákveða skal hvernig veiðar og vinnsla skili mestum arði í þjóðarbú en erfitt mun reynast að koma því heim og saman að sú skipan sé sann- gjörn og hagkvæm sem gerir vest- firskum byggðum svo erfitt fyrir að hætta sé á að sjósóknin leggist að mestu af hér, að Vestfirðir sem allt frá upphafi íslandsbyggðar hafa ver- ið matarkista og kennileiti um feng- sæl mið verði á nýrri öld hornreka í þessum efnum. Við hljótum að valda því verki, VESTFIRÐIR Hljótum að geta skapað sóknarfæri fyrir vestfirskar byggðir, sagði forseti íslands. bæði þing og þjóðin öll, að finna skip- an sem sameinar í senn sóknarfæri fyrir vestfirskar byggðir og sáttar- gjörð sem allir una. Sú lýðræðishefð sem færði ís- lendingum fullveldi og formlegan rétt, yfirráð yfir hafsvæðum kring- um landið og farsæld í þróun þjóðar- bús hlýtur einnig að nýtast okkur við að finna lausn á þeim vanda sem einkum brennur á Vestfirðingum. Hér fara saman fengsæl mið og hæfni og atorka fólksins sjálfs, hin hagstæðustu skilyrði til að gera sjáv- arútveg áfram að arðbærri iðju og því hljótum við að finna leiðir sem duga til að gera Vestfirðinga og þjóð- ina sátta við þann grundvöll sem sjó- sókn og fiskvinnslu verður fundinn hér vestra. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands i ræðu sem flutt var við helgistund i fsa- fjarðarkirkju á sjómannadaginn 2001

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.