Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 24
SfMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 l/(Ð"SECjyÍÍ FRÉTTIR Fréttavefurinn á lflSII’-IS Fyrstur með fréttirnar Qfficfilsiifmrsforo OMD VMKA DAOA KL 819 • IAUGARDAGA KL 10-16 Skeifunni 17, 108 Reykjavík Furuvöllum 5, 600 Akureyri Sími 550 4100 Tæknival Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Einnota sker úr frauðplasti Það er góð og gild regla að lifa fyrir líðandi stund, láta hverjum degi nægja sína þjáningu, taka einn dag í einu, lifa hvern dag sem sinn síðasta, grípa augnablikið og allt það. Þetta er lífsspeki íslendingsins; í dag er gaman, skítt veri með morg- undaginn. Það er ekki einu sinni víst að ég verði hér á morgun! —4---- ÞANNIG VERÐUR STAÐUR OG STUND oft eins og einnota kaffibolli úr frauðplasti - veitir ómælda ánægju örskamma stund - bíður þess svo, sundurkraminn og brotinn í ruslakörfu, að fara á haug- ana. En hverjum er ekki sama í landi alsnægta og auðæfa? Hér er allt ein- nota, meira að segja skerið sem við skrimtum á. Við getum grafið sund- ur hálendið, lagt raflínur, fyllt mörg þúsund ára gömul gljúfur, búið til stöðuvötn, fangað fossa, breytt og bylt í von um að það veiti stundar- verkefni sem við getum haft gagn af ídag. ..♦— JÁ, MIKIÐ ERYNDISLEGTað búa á einnota skeri. Landsvirkjun hefur komist að þeirri niðurstöðu að „Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkj- unnar séu innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun mun skila þjóðinni og þeirrar atvinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir.“ Skiptar skoðanir eru um arðsemi af Kára- hnjúkavirkjun. Það eitt ætti að vera nóg til þess að ýta óþyrmilega við klókum peningamönnum. Langtíma- markmið náttúruverndar, sam- kvæmt náttúruvernd ríkisins, er að tryggja afkomendum okkar sömu möguleika og við höfum. Gerum við það best með stórfelldum og óaftur- kræfum framkvæmdum í virkjunum og stóriðju? eða er orðið tímabært að doka við, hugsa til morgundags- ins og leggja til hliðar freistandi skyndilausnir? —♦— Á VORDÖGUM KOMU GNÚPVERJAR saman og ályktuðu samróma að koma í veg fyrir frekari miðlunarframkvæmdir í Þjórsárver- um, en verin fóstra helming allra heiðagæsa veraldar. Þar höfnuðu menn frauðplastinu - kröfðust þess að fá að drekka áfram úr postulíns- bolla, vaska hann upp að kveldi og njóta að morgni. Afram Gnúpverj- ar! ■ Láttu það eftir þér -þú áttþað skilið! DEKK: 67MM82A LEGUR: ABEC 1 STÆRÐIR: 29-32 BARNASKAUTAR DEKK: 78MM78A LEGUR: ABEC 5 SKF STÆRÐIR: 37-46 HERRASKAUTAR DEKK: 74MM82A LEGUR: ABEC 4 STÆRÐIR: 36-42 KVENSKAUTAR DEKK: 70MM82A LEGUR: ABEC 1 STÆRÐIR: 30-39 BARNASKAUTAR DEKK: 76MM78A LEGUR: ABEC 5 SKF STÆRÐIR: 36-42,5 KVENSKAUTAR 3 g c£ cC 8 £ F KR.16.890 KR. 995 4 stk. DEKK: 55MM88A LEGUR: ABEC 3 STÆRÐIR: 36-45 HERRA- OG KVENSKAUTAR Sendum ípóstkröfu um land allt Mikið úrval af dekkjum DEKK: 78MM78A LEGUR: ABEC 5 SKF STÆRÐIR: 36-42,5 KVENSKAUTAR KR.15.990 UTILIF Kíktu við og láttu þaulvana línuskautamenn leiðbeina þérmeð rétt val á skautum, eftir getu og markmiðum. Munið fríkortið GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Breytir majónesi í merkasta framlag Islendinga til matarmenningar heimsins. Libby's - Bragðmikla tómatsósan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.