Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 22
HRAÐSOÐIÐ SIGRÚN CORA BARKER hjúkrunarfræðingur Fylgjandi dauðarefsingu HVAÐ finnst þér um aftöku Tímothy McVeigh? Mér fannst hún sanngjörn. Lögin höfðu ekkert að gera með hans ákvörðun. Ef menn eins og hann kjósa að taka líf annarra þá finnst mér að lög geti kveðið á um að taka beri hans líf. Því miður verð ég að teljast sammála dauðarefsingu. Því miður segi ég því hér í Dallas lifir maður og hrærist í þessu umhverfi „auga fyrir auga, tönn fyrir tÖnn“. HVER er réttlætingin? Hún er sú að fólk getur ekki tekið aðra manneskju af lífi og ætlast síðan til þess að borin sé virðing fyrir þeir- ra eigin Iífi. HVERNIG þótti þér framganga Ge- orge Bush í dómsmálum meðan hann var við völd í Texas? Sum ríki fella dauðadóma yfir seku fólki en framfylgja því síðan aldrei. Það kostar peninga að hafa fólk í fangelsi og George Bush var mjög harður á að framfylgja þeim dómum sem féllu í Texas á hans valdatíma. Þetta eru engar skyndiákvarðanir því að það tekur 8-9 ár að komast að þessari niðurstöðu á meðan viðkom- andi situr í fangelsi og á þessum tíma er verið að kafa ofan í allar hugsan- legar hliðar málsins. HVERJAR eru hugsanlegar ástæður fyrir þvi að aðstandendur fórnarlamba krefjist dauðarefsingar þess seka? Það var viðtal við aðstandendur Timothys í sjónvarpinu í gær þar sem þeir telja líðan sína geti verið betri nú þegar þeir hafa vitneskju um að morðinginn sé látinn. Þetta tel ég ekki rétt. Dauði ástvinar er ekki bærilegri þó sá sem hafi orðið valdur að honum sé látinn deyja líka. Þannig að tilfinningalega er aftaka eins og þessi ekki endilega rétt ákvörðun þó hún sé það að mínu mati út frá sjón- armiðum dóms, laga og réttlætis. Sigrún Cora Barker starfar sem hjúkrunarfræð- ingur á skurðdeild Medical City Hospital (Dallas og hefur verið búsett ytra sl. 12 ár. Hún varð margfaldur Islands og bikarmeistari í knatt- spyrnu með Val og körfuknattleik með KR, ayk þess að leika með fslenska landsliðinu í báðum greinum. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júní 2001 MIÐVIKUDAGUR Andstæðingar gagnrýna Blair 40% launahækkun að loknum kosningum tONDON. ap. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sætti harðri gagn- rýni andstæðinga sinna í gær. Ástæð- an er ákvörðun hans um að aflétta hömlum á launahækkunum ráðherrra og hækka hans eigin laun um 40% í kjölfarið, úr 116.000 ísl. kr. árslaun- um, andvirði 16,7 milljónum punda, í 163.000 punda árslaun, andvirði 23,4 milljóna ísl. kr. Ráðherralaunin hækka úr tæpum 100.000 pundum, andvirði 14,4 milljóna ísl. kr. í 117.000 pund, andvirði 16,8 milljóna ísl. kr. Blair ákvað á nýafstöðnu kjör- tímabili að frysta ráðherralaunin en í samræmi við ráðleggingar breska kjaradómsins sem skilaði skýrslu um málið í vetur verður þeirri stefnu hætt nú. Leiðtogar verkalýðsfélaga og stjórnmálaflokka segja tímasetningu ákvörðunarinnar vera afar slaka. „Þar fór auðmýktin sem forsætisráð- herra lofaði í upphafi kosningabarátt- unnar, um leið og hann hafði náð kjöri þá tekur gamli hrokinn við,“ sagði Michael Ancram, framvæmdastjóri íhaldsflokksins. EKKI Á FLÆÐISKERI STÖDD Leo Blair, yngsti sonur Tony og Cherie, í faðmi foreldranna sem samanlagt eru með um 400.000 pund í árstekjur, andvirði 57,5 milljóna ísl. kr. Sérfræðingar í breskum launa- rannsóknum benda hins vegar á að laun forsætisráðherra séu miklu lægri en tíðkist meðal framkvæmda- stjóra í einkageiranum. Ráðherrar í ríkisstjórn Blair, sem hafa þrýst á Blair um skeið að hækka launin, sner- ust hækkunum til varnar í gær. „Er ástæða til að gagnrýna að laun hafa ekki verið hækkuð í fjögur ár,“ sagði John Reid, ráðherra Norður-írlands í viðtali við BBC í gær. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Talsvert gengisfall hefur orðið á flestum íslenskum stjórnmála- mönnum samkvæmt könnun DV í takt við fall ís- lensku krónunnar, minnkandi afla- kvóta og efna- - m hagslægð í kjölfar jk 7 y; • Æ góðæris: Þeir eru ' V hættir að skaffa! í ^ | Bretlandi hefur hins vegar ekki verið nein efna- hagslægð en samt eru stjórnmála- menn þarlendir með TonyBlairí broddi fylkingar ekki í hávegum hafðir ef dæma má eftir kosninga- þátttöku í nýafstöðnum þingkosn- ingum. Kosningaþátttan í Bret- landi náði ekki 60 % og er það í sjálfu sér falleinkunn fyrir bresk stjórnmál. Enn þá alvarlegra verð- ur málið þegar skoðuð er kosn- ingaþátttaka eftir aldurshópum. Ekki nema þrjátíu prósent ungs fólks á aldrinum 18-25 ára sá ástæðu til þess að mæta á kjör- stað. Þeir sem eru á aldrinum 25 - 35 ára voru undir meðaltalinu í kjörsókn, en það er ekki fyrr en menn eru komnir yfir 35 ára aldur sem kosningaþátttakan fer yfir 60 %. Þeir sem elstir eru mæta svo best. Hvað er að verða um þátt- tökulýðræðið? Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnaformaður Landsvirkjun- ar, lýsti því yfir snöfurlega í morgunfréttum sjónýarps að það væri ekki ofvaxið getu Landsvirkj- unar að byggja í einu Búðárháls- virkun, Norðlingá- öldulön og risa- framkvæmdina Kárahnjúkavirkj- un, sem er dæmi upp á 150 - 200 milljarða króna. Ástæðan er ein- föld: Landsvirkjun fær ríkisá- byrgð á þeim lánum sem þarf til frmavkvæmdanna og svo eru starfsmenn fyrirtækisins vanir menn í virkjunum og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Það er auðvelt að bera sig mannalega þegar hægt er að sækja í digra sjóði landsmanna ef illa fer. End- anlegur mælikvarði á væntanlega hagkyæmni framkyæmdanna Þorp á Vatnajökli Ein umfangsmesta auglýsingagerð erlendra aðila hérlendis fór fram upp á Vatnajökli um hvítasunnuna. kvikmynpagerð íbúatala Vatnajökuls margfaldaðist um hvítasunnuhelg- ina síðustu þegar um 60 íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn settu upp búðir á Skálafellsjökli. „Village Tahoe“ voru búðirnar kall- aðar, en hópurinn sem var frá bandaríska framleiðslufyrirtækinu Flying Tiger Films og íslensk- grænlenska framleiðslufyrirtæk- inu Location Greenland-Iceland, vann við kvikmyndatökur fyrir sjónvarpsauglýsingu um Chevy Tahoe frá General Motors. Hluti auglýsingarinnar var svo kvik- myndaður í framhaldinu á Græn- landi og fór hluti starfsliðsins af Vatnajökli með þangað. „Yfirleitt höfum við haldið til í byggð og ekið upp á jökla í svona verkefnum, en í þessu tilviki krafð- ist verkið mikillar viðveru á jöklin- um. Því var ákveðið að láta á það reyna að setja upp „þorp“ nálægt tökustaðnum með rafmagni og til- heyrandi, búa í fellihýsum og tjald- vögnum allan tímann. Búnað og tæki settum við í gáma, kerrur og tjöld og ekki má gleyma baðað- stöðu og heitum nuddpotti! “segir Vilborg Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri verksins hjá Location Greenland-Iceland. FJÖLÞJÓÐALIÐ í fSHEIMUM Um 60 manns dvöldu helgariangt ( þessu þorpi á Vatnajökli við gerð auglýsingar fyrir Chevrolet Tahoe jeppann Auglýsingagerðin á Vatnajökli er örugglega með umfangsmeiri erlendu verkefnum í auglýsinga- gerð hérlendis. Starfsliðið var mjög fjölþjóðlegt. Auk íslendinga og Bandaríkjamanna voru tveir Bretar, tveir Grænlendingar, einn ítali og einn Belgi í hópnum að sögn Vilborgar. Fyrirtækið hefur á undanföm- um sex árum sérhæft sig fram- kvæmd og skipulagningu kvik- myndatöku á jöklum og í heim- skautalandslagi fyrir erlendar sjónvarpsauglýsingar og starfað fyrst og fremst á Grænlandi. „Þessi framkvæmd á Vatnajökli nú tókst í alla staði vel, þrátt fyrir leiðindaveður á brottfarardegi. Reyndar vorum við svo algerlega sjálfbjarga að það þurfti ekki nema einu sinni að fara á Höfn eftir nýju brauði. En svona framkvæmd gengur heldur ekki upp nema með margra vikna skipulagningu og samhentum hópi,“ segir Vilborg. ■ fengist hins vegar þá fyrst ef inn- lendir og erlendir aðilar vildu hætta fé sínu í framkvæmdina í skiptum fyrir framtíðarágóða. rúverandi ríkisstjórn hefur það I á stefnuskrá sinni að draga úr ríkisumsvifum og selja ríkisfyrir- tæki sem eru í samkeppni á fram- leiðslu- og þjón- ustumarkaði. í ný- k. legri skýrslu Sam- « keppnisstofnunar J||l kemur á hinn bóg- inn fram að ríkis- umsvif hafa aukist í tíð ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar. Það skýrist af því að öflug ríkisfyrir- tæki eru í þeim geirum atvinnu- lífsins sem hafa þanist hvað mest út, svo sem á orku-,fjarskipta- og fjármálasviði. Nægir þar að nefna Símann og ríkisbankana, Lands- banka og Búnaðarbanka. Hægt gengur að einkavæða þessi fyrir- tæki enda þótt það sé á stefnuskrá, m.a. vegna þess að illa árar á hlutabréfamarkaði um þessar mundir. Þó má ætla að fyrir næstu kosningar verði einkavæðing Sím- ans og bankanna afstaðin að hluta. En einkavæðingarmenn verða ekki lengi í paradís. Fari svo að Jóhannesi Geir verði að ósk sinni um ríkisábyrgðir vegna þrig- gja virkjana samtímis, Káran- hjúkavirkjunar, Búðarhálsvirkjun- ar og Norðlingaöldulóns, verður um mestu aukninga ríkisumsvifa að ræða sem um getur í sögunni. Einkavæðing á hlutum í Símanum og ríkisbönkunum verður hreint krækiber miðað við risa -ríkisá- byrgðir vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Því gæti svo farið að sjálfur einkavæðingarflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, gengi til kosn- inga sem mesti ríkisumsvifaflokk- ur sögunnar. Og ekki er þá annað við hæfi en að Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og fjármálaráð- herra, sem á sínum yngri árum mótaði kjörorðið „Báknið burt“ standi fyrir metinu í ríkisumsvif- um. ÞRÚÐA ríinmpil númn / Utsala á hljóðfœrum 11. - ló.júní Við eigum 1 árs afmæli. Af því tilefni bjóðum við afslátt sem um munar, einnig á nýjum vörum. 20 - 50 % afsláttur Tónlistafólk komið og gerið góð kaup. „Pabbi, ég hef alltaf sagt að mér finnst þú vera góður faðir. Hvernig fyndist þér að vera Frábær faðir?"

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.