Fréttablaðið - 21.06.2001, Page 2

Fréttablaðið - 21.06.2001, Page 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMIVITUDAGUR ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Netverjar eru ekki á því að Þjóðhagsstofustjóri og hans fólk sé óþarf- lega svartsýnt á efna- hagsástandið. Er Þjóðhagsstofnun of svartsýn? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Nei 28% 72% Spurning dagsins í dag: Skila átök gegn umferðarslysum árangri? LOÐNUBAÐ Viðar Karlsson á nótaskipinu Víkingi var bjartsýnn á komandi vertíð þótt ekki gæfi hann í skyn að sjómenn ættu eftir að synda í loðnu með sama hætti og ungi maðurinn hér að ofan Loðnuvertíðin: Nokkur skip við leit siflVflRúTVEGUR Fyrstu skipin hófu leit að loðnu upp úr miðnætti aðfaranótt miðvikudags, um leið og loðnuvertíð- in hófst. Skipin hafa verið að leita á austurslóð en þar hafði þó engin loðna fundist í gærkvöldi. Skipum á leitarsvæðinu fer óðum fjölgandi enda mörg skip á leiðinni á leitar- svæðið. íslensk skip á svæðinu voru fá í gær en auk þeirra munu nokkur erlend skip vera mætt á svæðið til leitar og veiða. Viðar Karlsson er skipstjóri á nótaskipinu Víkingi frá Akranesi sem nú er á leið á miðin. Þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær- kvöldi var ekki annað á honum að heyra en að hann væri bjartsýnn á að skammur tími liði þar til loðnan fynd- ist. „Undanfarin fjögur ár hefur veið- in byrjað um þetta leyti. Það hefur nokkurn veginn verið hægt að ganga að loðnunni á tiltölulega þröngu svæði“, segir Viðar en tekur fram að hitastig sjávar ráði miklu um hversu dreifð loðnan er og hversu vel gangi að finna hana og slíkt sé breytilegt frá ári til árs. ■ —4— Heilbrigðisstarfsfólk: Atta sviptir starfsleyfi LYFJAMiSFERii Fimm læknar og þrír hjúkrunarfræðingar hafa verið svipt- ir starfsleyfum síðustu þrjú árin vegna neyslu á lyfseðilsskyldum lyfj- um, fölsunar lyfseðla og ofskrifaðra lyfjaávísana að því er fram kemur 1 nýjasta tölublaði tímaritsins Skýs. Læknar á íslandi eru um þúsund tals- ins og því hefur um hálft prósent þeir- ra verið sviptur starfsleyfi á síðustu árum. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru um 1.800 talsins og því einn af hverjum 600 verið sviptur starfsleyfi undanfarin ár af þessum sökum. ■ 1 LÖGREGLUFRÉTT | Karlmaður á níræöisaldri slasað- ist alvarlega um miðjan dag í gær þegar keyrt var á hann. Maður- inn var að ganga yfir Reykjavíkur- veg þegar bíll sem kom aðvífandi keyrði á hann þannig að maðurinn kastaðist upp á vélarhlíf bflsins. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slysið en var ekki talinn í lífshættu. Fj ármálaeftirlitið: Hægt að neita fólki um verðbréfakaup viðskipti „Fjármálafyrirtækjum ber að ganga úr skugga um að kaupendur verðbréfa búi yfir þekkingu og reynslu af verðbréfaviðskiptum sem nægir til að þeir geri sér grein fyrir áhættunni og í framhaldi af því, ef talið er að kaupandinn hafi ekki nægilega þekkingu eða reynslu ber að synja honum um kaupin" segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri fjár- málaeftirlitsins, um ný laga- og reglugerðarákvæði um verðbréfavið- skipti. Lögin skilgreina betur hvaða skil- yrði fyrirtæki þurfa að uppfylla í út- boði verðbréfa til almennings. For- sendur til eftirlits eru gerðar skýrari og fjármálaeftirlitinu heimilt að bregðast við, t.d. með opinberri yfir- lýsingu eða dagsektum, uppfylli fyr- irtæki ekki útboðsreglurnar. Páll segir að margir hafi talið tímabært að endurskoða þær reglur sem giltu um almennt útboð og verð- bréfakaup almennings. Margir hafi haft áhyggjur af örri þróun verð- bréfamarkaðarins undanfarin ár og að almenningur hafi getað keypt í miklu mæli hlutabréf án þess að hafa þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Nokkur dæmi eru um slíkt eins og til dæmis kaup almennings á bréf- um í deCode. ■ STYRKARA EFTIRLIT MEÐ VERÐBRÉFAKAUPUM Ekki er útilokað frekar en áður að almenn- ingur eignist verðbréf sem ekki fóru í al- mennt útboð segir Páll Cunnar Pálsson SKÍFsfbr m\ ÍSLANDSFLUC Háir reikningar vegna sjúkraflugs hafa komið forráðamönnum sjúkrahúsa á landsbyggðinni í opna skjöldu. Verðsprenging hefur orðið á sjúkraflugi Allt að 60% hækkun á sjúkraflugi frá Vestfjörðum. Kostaði 112 þúsund með Leiguflugi ísleifs Ottesen en 180 þúsund með Islandsflugi. heilbrigðismál Kostnaður sjúkrahúsa á landsbyggðinni og Tryggingastofn- unar vegna sjúkraflugs hefur aukist töluvert frá því íslandsflug tók við þessari þjónustu af Leiguflugi ísleifs Ottesen. Sem dæmi má nefna að sjúkraflug frá ísafirði til Reykjavík- ur hefur hækkað úr 112 þúsund í 180 þúsund krónur, eða um 60%. Þessu til viðbótar þarf að greiða 90 þúsund krónur ef útkall flugvélar varir leng- ur en í tvo tíma. Eins og kunnugt er þá ákvað ríkið að leysa Leiguflug ís- leifs Ottesen undan samningi um sjúkraflug í framhaldi af rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði með 10 milj- óna króna greiðslu. Ekki liggur fyrir hvað þessi um- skipti munu hafa í för með sér mikil fjárútlát fyrir Tryggingastofn- un og einstaka sjúkrahús á landsbyggðinni. Það minnsta hefur það ekki enn verið tekin saman í heilbrigðisráðuneyti og m.a. vegna þess að ráðu- neytið hefur ekki yfirlit yfir fjölda sjúkrafluga. Engu að .. Kvartað hefur verið yfir þess- ari óvæntu hækkun við ráðuneytið ----4--- sjúkrahússins á ísafirði kvartað yfir þessari hækkun við ráðuneytið, enda hefði hún komið þeim í opna skjöldu. Aftur á móti hefur verið fátt um svör hjá ráðuneytinu. Dagný Brynjólfs- dóttir í heilbrigðisráðuneytinu segir að samningurinn við ís- landsflug gildi til 30. apríl á næsta ári. Hún telur líklegt að sjúkraflugið verði boðið út að þeim tíma liðnum. Hún segir að viðkomandi sjúkrahús greiði kostnað við sjúkraflug síður hafa forráðamenn Fjórðungs- á innrituðum sjúklingi en að öðrum kosti fellur reikningurinn á Trygg- ingastofnun. í báðum tilvikum sé hins vegar um að ræða opinbera fjármuni. Leiguflug ísleifs Ottesen átti á sínum tíma lægsta tilboðið í sjúkra- flug á Vestfjörðum og á Suðursvæð- inu, þ.e. Snæfellsnes og Suðurland að Höfn í Hornafirði. í þeim efnum hafði það betur í samkeppninni við íslandsflug sem bauð einnig í þessa þjónustu. Flugfélag íslands sinnir hins vegar sjúkraflugi á Norður- og Austurlandi í framhaldi af útboði. grh@frettabladid.is ASÍ átelur verkfallstal forsætisráðherrans: Davíð einbeiti sér að stöðugleikanum EFNAHAGSMÁL Miðstjórn Alþýðusam- bands fslands hefur hvatt Davíð Oddsson forsætisráðherra til að ein- beita sér að því að tryggja stöðug- leika í efnahagslífinu og segir það vekja undrun að ráðherrann reyni að beina athyglinni frá ábyrgð stjórn- valda á efnahagsstjórninni með því að hefja umræðu um tíðni verkfalla. „Langflest verkföllin eru háð á þeim tveimur sviðum þar sem stjórn- völd sjálf koma beint að málum, ým- ist með tíðum inngripum og lagasetn- ingum eða sem annar samningsaðila. Á almennum vinnumarkaði eru verk- föll að verða næsta fátíð enda búið að skilgreina markmið um stöðugleika og uppbyggingu kaupmáttar," segir í ályktun ASÍ. Að sögn ASÍ er nærri helmingur tapaðra daga vegna verkfalla opin- berra starfsmanna og tæplega helm- ingur verkfallsdaga vegna fiski- manna þar sem inngrip stjórnvalda í kjaradeilur séu tíðari og meiri en í öðrum greinum. Hagdeild ASÍ telur að áhrif geng- islækkunar síðustu mánaða séu að miklu leyti komin fram og að gengi krónunnar sé nú lægra en efnahags- legar forsendur standi til og muni styrkjast. „Horfur er því vonandi ekki eins svartar og Þjóðhagsstofnun reiknar með,“ segir í ályktun ASÍ. ■ GRÉTAR ÞORSTEINSSON Horfurnar eru vonandi ekki eins svartar og Þjóðhagsstofnun reiknar með, segir formaður ASÍ og félagar hans. Nasdaq: deCode hækkar um fjórðung hlutabréf Hlutabréf í deCode Genet- ics, móðurfyrirtæki íslenskrar erfða- greiningar, hækkuðu um 25,56% í gær og voru metin á 9,04 dollara þeg- ar mörkuðum var lokað. Verð bréfanna við opnun markaða var metið á 7,2 dollara og nemur hækkunin því nær tveimur dollurum á hvert bréf. Alls gengu 161.600 hlutabréf í fyrirtækinu kaupum og sölum í gær. Nasdaq og Dow Jones vísitölurnar hækkuðu einnig nokkuð í gær, Nasdaq um 38,5 stig eða 1,93% og Dow Jones um 50,66 stig eða 0,48%. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.