Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.06.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VIÐ -------------- FRÉTTABLAÐIÐ 21. júní 2001 FIMMTUPAGUR SKIPTING TILKYNNTRA OFBELDISBROTA EFTIR SVÆÐUM INNAN BORGARINNAR Rúmlega 50% tilkynntra ofbeldisbrota áttu sér stað í póstnúmeri 101, þar af 95% í og við miðborgina. ( öðru sæti kom svæði 105, eða Hlíðar, Holt, Tún og Teigar, með 7,6% tilkynntra ofbeldisverka. Friðsælast virðist hafa verið á Seltjarnarnesi (1%), en þar er Reykjavíkurlögreglan með útibú. 170 | 1,0% 107 | 1,3% 103 11,7% 104 # o ■ 109 # r— •í ■ 110 ■ 4ai 1 111 1 4,8% 108 5,4% 112 ■ 6,6% 105 ■ 7,6% 101 HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA LÖGREGLUSTJ. I RVK. 2000 Hagstofan: 6% hækkun BYGGINGARKOSTNAÐUR VÍSÍtala byggitlg- arkostnaðar hækkaði um 0.3% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsing- um Hagstofu íslands. Hækkun vísi- tölunnar síðustu þrjá mánuði jafn- gildir 9,1% árshækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,9%. ■ Hás'kólinn í Reykjavík býður upp á „nám með vinnu“: Fleiri sækja um skólamál Fleiri sækja um nám við Há- skólann í Reykjavík fyrir skólaárið 2001-2002 en í fyrra. Nú sóttu 645 námsmenn um skólavist, um 50 ein- staklingum fleiri en í fyrra. Lítill kynjamunur er á umsóknum í hefð- bundið nám, konur eru rúmlega 41% og karlar tæp 59%. Konur sækja meira í viðskiptadeild en karlar í tölvunarfræðideild, en í síðar- nefndu deildinni hafa 158 sótt um fjarnám. Að sögn Þóris Hrafnssonar for- stöðumanns markaðs og kynningar- sviðs skólans hafa nú þegar borist um 100 umsóknir í „nám með vinnu“ en frestur rennur út 1. júlí. Hægt er að ljúka 27 einingum á einu ári, en þá fer námið fram frá kl. 4-7 þrjá daga vikunnar allt árið. „Það er til dæmis hægt að útskrifast sem viðskiptafræðingur á þremur árum og einu sumri“, segir Þórir sem telur einkum tvo hópa sækja í námið. Ann- arsvegar þeir sem hafa háskólapróf af öðrum sviðum og vilja breyta um áherslur og hinsvegar þá sem hafa stúdentspróf „en reka sig síðan á vegg þegar kemur að stöðuhækkun og þess háttar.“ ■ ÞÓRIR HRAFNSSON FORSTÖÐUMAÐUR MARKAÐS OG KYNNINGARSVIÐS HÁSKÓLANS í REYKJAVÍK. Hann er ánægður með góðar viðtökur náms með vinnu. Þrælar nasista fá loksins skaðabætur Gatnahreinsun: Fossvogurinn hreinsaður umhverfismál Kapparnir sem vinna við gatnahreinsun ætla að beina kröftum sínum á göturnar í Fossvog- inum í dag. Hreinsunin hefst í Gaut- landi og endar í Blesugróf. Hreinsunin verður frá kl. 8.30 til 12 og kl. 12.30 til 16.30 og er fólk beð- ið að færa bíla sína og sýna þá þolin- mæði að leggja þeim ekki aftur fyrr en 1-2 klst. síðar. ■ —-♦—- 34,047 1999 2000 2001 Lántökur rikissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins (í milljónum króna) Ríkissjóður: Fékk lánaða 34 milljarða ri'kissjóður Ríkið tók 34 milljarða að láni fyrstu fimm mánuði ársins. Það er 21 milljarði meira en fyrstu fimm mánuði ársins 2000. Rúmir 24 millj- arðar voru fengnir erlendis frá en tæpir 10 milljarðar hérlendis. Stærsti hluti erlendra lána fór í að greiða niður aðrar erlendar skuldir. Ríkissjóður borgaði fyrstu fimm mánuði ársins niður lán fyrir um 21,5 milljarð króna. Á sama tíma í fyrra nam þessi upphæð rúmum 19 millj- örðum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR | Lögreglan í Reykjavík stöðvaði mann í fyrrakvöld þar sem hann virti ekki stöðvunarljós á tveimur gatnamótum á Miklubrautinni auk þess sem hann keyrði á of miklum hraða. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Utafakstur varð í gærmorgun sunnan Hólmavíkur. Að sögn lögreglunnar í Hólmavík björguðu beltin ökumanni sem hafði sofnað undir stýri. Bíllinn er mikið skemmdur. Hver um sig fær tæpa hálfa milljón króna. Baráttan fyrir bótunum hefur staðið yfir í hálfa öld. MÁLINU LOKIÐ Roman Kent (tv) er einn þeirra gyðinga sem lifði helförina af og einn samningamanna gyðinga um bætur frá Þjóðverjum. Hér er hann ásamt Dieter Kastrup, sendiherra Þjóðverja hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi þar sem málalyktir voru kynntar new YORK. AP. Þúsundir eftirlifandi fórnarlamba helfararinnar hafa nú fengið fyrstu skaðabótagreiðslurnar fyrir að hafa verið hnepptir í þræl- dóm af nasistum í síðari heimstyrj- öldinni. Greiðslurnar koma úr sjóði sem settur var saman af þýska ríkinu og þeim fyrirtækjum sem hlut áttu að málinu. Var sjóðurinn settur á stofn til að stöðva fjölda lögsókna í Bandaríkjunum þar sem þýsk fyrir- tæki voru krafin um bætur vegna mála sem tengdust helförinni. Greiðslurnar, sem nema um hálfri milljón króna á mann, voru sendar frá New York til um það bil 10 þús- und gyðinga í 25 löndum, auk þess sem greiðslur voru sendar til 10 þús- und Tékka sem þræluðu fyrir nas- ista. Til stendur að senda greiðslur til Pólverja þann 28. júní. „Hvað varðar þetta mál, þá er ekkert réttlæti til“ sagði Greg Schneider, aðstoðarforstjóri skaða- bótasamtaka gyðinga sem meðal ann- arra hafa staðið í baráttunni fyrir greiðslunum. „Þrátt fyrir að talað hafi verið um milljónir í greiðslur og væntingar hafi verið miklar, þá munu engir eftirlifendanna verða ríkir og auðvitað munu engar greiðslur geta bætt fyrir þá atburði sem áttu sér stað.“ „í 60 ár hafa saklaus fórnar- lömb sem hafa þurft að þola ómæld- an sársauka, barist fyrir réttlæti í sinn garð,“ sagði Schneider. Alls sjá sjö samtök um dreifingu greiðslnanna; fimm sem staðsett eru í Austur-Evrópu fyrir þau fórnar- lömb sem þar búa, skaðabótasamtök gyðinga, sem sér um allar greiðslur til gyðinga og alþjóðasamtök fólks- fiutninga, sem sjá um dreifingu greiðslna til annarra fórnarlamba víðsvegar um heiminn. Skaðabótasamtök gyðinga reikna með að allt að 160 þúsund gyðingar sem lifðu af helförina eigi rétt á greiðslum allt að 500 milljarða dala. Alls er talið að um 1,5 milljónir manna eigi rétt á bótum, flestir í Mið- og Austur-Evrópu. Þýskaland hefur áður borgað þeim sem urðu illa úti í helförinni skaðabætur, en þeir sem þræluðu fyrir nasista hafa hins vegar alltaf orðið útundan. Þýsk fyrirtæki neituðu lengi að hafa borið ábyrgð á þrælahaldinu og sögðust hafa haft þræla vegna þrýst- ings frá nasistum. „Mikilvægum kafla er lokið, en ég vil að það sé ljóst að siðferðislega mun málinu aldrei ljúka,“ sagði Dieter Kastrup, sendi- herra Þýskalands hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við megum ekki láta hræðilegan atburð sem þennan koma fyrir aftur.“ ■ Orkuveita Reykjavíkur: Orkureikningurinn hækkar um 2700 krónur verðlag Alfreð Þorsteinsson stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur einsýnt að borgaryfirvöld verði að yfirfara allar gjaldskrár hjá sér í ljósi aukinnar verðbólgu og kostnaðarhækkana. Gert er ráð fyrir að borgarstjórn muni sam- þykkja á fundi sínum í kvöld, fimmtudag, að gjaldskrá Orkuveit- unnar fyrir hita og rafmagn verði hækkuð um 4,9% frá og með næstu mánaðamótum. Það mun þýða að orkureikningurinn hjá meðalfjöl- skyldu mun hækka um 2700 krónur á ársgrundvelli, eða um rúmar 200 krónur á mánuði. Athygli vekur að með þessari hækkun er verið að taka til baka um helminginn af þeir- ri 10% lækkun sem varð á gjald- skránni þann 1. mars. sl. Alfreð Þorsteinsson stjórnarfor- maður Orkuveitunnar segir að ástæðan fyrir þessari hækkun sé einkum vegna kostnaðarhækkana og aukinnar verðbólgu svo ekki sé minnst á 4,9% verðhækkun á raf- magni frá Landsvirkjun sem kemur til framkvæmda um mánaðamótin. Hann segir að efnahagsmunhverfið sé þvl mikið breytt frá því í desem- ber í fyrra þegar ákvörðun var tek- in um 10% verðlækkunina. ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON STJÓRNARFORMAÐUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR Borgin verður að yfirfara gjaldskrár sínar i Ijósi verðlagsþróunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.