Fréttablaðið - 29.06.2001, Page 1

Fréttablaðið - 29.06.2001, Page 1
i FASTEICNIR Ongþveiti í uppsiglingu bls 4 STRÍÐSGLÆPIR Milosevic framseldur LISTAMAÐUR Kinversk áhrif bls 7 bls 22 SlS ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS HEIMAGÆSLA Sími 530 2400 FRETTABLAÐIÐ 47. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 29. júní 2001 FÖSTUDAGUR Skyndikynni við Erró USTUNNENÐUR Flutt verður kynning um yfirlitssýninguna sem nú stendur í yfir kl. 12. Ekkert aukagjald er tekið fyrir þátttöku. Kaffistofa Lista- safnsins verður af þessu tilefni með tilboð í hádeginu. Engin vörumerki á tunglið nAmskeið Tveir þekktir evrópskir auglýsingamenn halda fyrirlestur á Grand Hóteli kl. 13-16 í dag um eðli og takmörk auglýsinga. Gnótt skondinna dæma er lofað á nám- skeiðinu. Námskeiðið er helst ætlað fyrir fólk úr íslenska auglýsinga- heiminum. iVEÐRIÐ j PAG| REYKJAVlK Hæg breytileg átt eða gola, en bjart með köfl- um yfir daginn. Þoka með kvöldinu. Hiti 8 til 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjörður 9 3-5 Bjartviðri Q 13 Akureyri O 3 5 Léttskýjað Q 10 || Egilsstaðir O 3-5 Léttskýjað Q 8 I VestmannaeyjarO 3-5 Léttskýjað Q 15 Danskir djass- geggjarar í Salnum tónleikar Hinn þekkti Benjamin Koppel Quartet frá Danmörku heldur tónleika kl. 20.30 í Salnum í Kópavogi. Kvartettinn leikur blön- du af nýrri tónlist og gömlum núm- erum af gleði, fimi og tilfinningu. Þór/KA/KS- stúlkur mæta IB V knattspyrna Sameiginlegt lið norð- anstúlkna er enn án stiga í Síma- deild kvenna og tjalda að líkindum öllu gegn eyjastúlkum kl. 20 á Ak- ureyri. ÍBV getur með sigri komist að toppi deildarinnar. | KVÖLDIÐ I' KVÖLD [ Tónlist 18 Bló 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 Erlendu fyrirtæki falið að selja Landsbankann Líklegast er að íslensku fyrirtækin sé of tengd Landsbankanum og samkeppnisbönkum hér á landi. Viðsnúningur frá 1998. Kemur okkur ekki á óvart, segir formaður bankaráðsins. LANPSBANKINN Utboðslýsing og ráð- gjafaútboð vegna sölu þriðjungs hlut- ar í Landsbanka íslands verða opnuð í dag og send völdum erlendum ráð- gjafafyrirtækjum. Heimildir Frétta- blaðsins herma að íslensku fjármála- fyrirtækin verði ekki hæf til verksins - vegna tengsla - ýmist við Lands- bankann eða samkeppnisbanka hér á landi og þess vegna er hætta á hags- munaárekstrum. Auk þess að senda málið til erlendra fyrirtækja verður, ekki síst formsins vegna, auglýst eft- ir seljendum hér á landi. Það erlenda ráðgjafafyrirtæki sem verður falin salan mun útfæra nánar sölufyrirkomulag á Landsbank- anum í samvinnu við einkavæðingar- nefnd og annast sölu hans. Það sem mun ráða vali einkavæðingarnefndar á ráðgjöfum er þekking þeirra á al- þjóðlegum og íslenskum fjármála- markaði og það verð sem sett verður upp fyrir þjónustuna. Eftir að frestur til að bjóða í hlut ríkisins rennur út mun fara fram for- val á tilboðunum sem berast og skoð- að hverjir uppfylla best skilyrðin um að efla samkeppnishæfni íslensks fjármagnsmarkaðar og styrkja bank- ann sjálfann. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að sala bankans hafi verið rædd á banka- ráðsfundi í fyrradag. „Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Það lá alltaf fyrir að þetta myndi gerast. Við mun- um vinna með einkavæðingarnefnd að þessum málum.“ Helgi segist vona að nýir aðilar passi inn í það form sem búið er að móta en getur ekki sagt til um það hvort hann eigi von á að erlent fyrir- tæki kaupi í Landsbankanum. Val- gerður Sverrisdóttir hefur áður sagt að markmið ríkisstjórnarinnar sé að efla samkeppni með sölu bankans til erlendra aðila. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í ágúst 1998 að hann teldi ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30- 40% eignarhlut í bankastofnun. Með því að leita til eins aðila nú hefur rík- isstjórnin horfið frá þessari stefnu. bjorgvin@frettabladid.is ÓLAFUR RAGNAR I ÞÓRSHÖFN Færeysk mey færir Dorritt Moussaeff blómvönd ( Þórshöfn f gær. Ólafur Ragnar stendur hjá ásamt Helgu Hjörvar, forstöðukonu Norræna hússins I Færeyjum, og eiginmanni hennar Úlfi Hjörvar. Slðar um daginn var haldin móttaka fyrir íslendinga í Norræna húsinu. Móttaka í Norræna húsinu í Færeyjum: Islendingar íjölmenntu færeyjar Það var mál manna í móttöku sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hélt í færeyska Norræna hús- inu að ekki hefðu fleiri fslendingar komið saman í Færeyjum áður. Ólafur heiðraði við tækifærið fimm einstak- linga með Stórriddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu. Á meðal þeirra voru Anfinn Carlsberg, lögmaður Færeyja, Paul Mohr, athafnamaður, og Helga Hjörvar, forstöðukona Nor- ræna hússins. Heimsókn Ólafs Ragnars hefur vakið mikla athygli í Færeyjum. í leið- ara dagblaðsins Dimmalætting var skrifað að dagurinn hafi verið einn sá merkasti í sögu Færeyja. Þá fékk það nokkra umfjöllun í Færeyskum dag- blöðum að Paul Mohr neitaði að vera viðstaddur komu Ólafs. í forsíðuvið- tali við dagblaðið Fregnir sagði Mohr ástæðuna vera að hann vildi ekki stan- da fyrir aftan danska sendiherrann, en Mohr er mikill sjálfstæðissinni. Ólafur Ragnar og Vigdís Finn- bogadottir eru einu íslensku forse- tarnir sem heimsótt hafa Færeyjar opinberlega. ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu lengi staldrar fólk við hverja opnu í blöðunum? Miðað við þann tíma sem fólk sagðist verja til lestrar blaðanna og stærð þeirra þann tíma sem könnun Gallup stóð í maí 2001. 27,5 sek. 70.000 prentuð eintök 70% fólks les blaðið 69,2% IBUA HOFUÐBORGARSVÆÐISINb A ALDRINUM I 18 TIL 80 ÁRA LESA FRÉHABLAÐIÐ ALLTAF EÐA OFT SAMKVÆMT KÖNNUN GALLUP FRÁ MAÍ 2001. Skipulag Vatnsmýrar: Flugvöllur verður á 70 hekturum aðalskipulac Blönduð byggð verður á 56 hektörum í Vatnsmýri fram til 2024 samkvæmt drögum að nýju aðal- skipulagi Reykjavíkur, en 70 hektarar bíða ákvörðunar um ráðstöfun þar til eftir að skipulagstímabilinu lýkur. „Þetta er einhver „framsóknarað- ferð“ til að komast hjá því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni", segir Örn Sigurðsson arkitekt, stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð, „enda bendir margt til þess að veriö sé að opna möguleika til að völlurinn geti verið þarna eftir 2016.“ Friðrik Pálsson formaður Hollvinasamtaka Reykjavíkurflugvallar segir að áform borgaryfirvalda komi ekki á óvart, og samtökin séu ekki búin að segja sitt síðasta orð. í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að alhliða þjónustu- og sam- göngumiðstöð verði byggð við Öskju- hlíð og sá rekstur sem tengdur er nú- verandi flugstöð leggist af. Sjá einnig bls. 8 FÓLK | IggyPop segist saklaus SÍÐA 16 Rikki skoraði fjögur mörk SÍÐA 14 ÞETTA HELST | Frumafl á fátt annað en samning við rikið. Samt er það metið á hátt í milljarð króna. Sjá bls. 2 —.4.— Verkalýðsforingjar segja sveitar- félögin velta launahækkunum út í verðlagið. Sjá bls. 4 —♦— Verðmæti Landsbankans langtum lægra en fyrir ári síðan. Sjá bls. 6 —4— Þrír menn ákærðir fyrir að hafa reynt að smygla til landsins 30 kílóum af hassi. Sjá bls. 12 Islandsbanki fellur frá fyrri ákvörð- un um kaup á meirihluta í lettnesk- um banka. Sjá bls. 13

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.