Fréttablaðið - 29.06.2001, Page 14
FRÉTTABLAÐIÐ
29. júní 2001 FÖSTUDACUR
HVERNIG FER?
14
Formúlan í Frakklandi?
BENEDIKT
EYiÓLFSSON
í BÍLABÚÐ BENNA
„Ég held að Ralf fari nú
að vinna. Ég trúi því að
hann lendi í fyrsta saeti
og bróðir hans Michael
og Coulthard lendi I öðru
og þriðja."
SKÚLI GAUTASON
LEIKARI
„Ég held að Fisichella
komi sterkur inn og taki
þetta á endasprettinum.
Hakkinen vaknar úr Þyrni-
rósasvefninum og verður
í öðru sæti. Michael
Schumacher dettur út á
28. hring og Ralf bróðir
hans verður í þriðja."
| MOLAR ~|
Litháar halda Evrópubikarkeppni í
fjölþrautum í Kaunas um helg-
ina. Tveir íslenskir keppendur verða
meðal keppenda, þau Vilborg Jó-
hannsdóttir, UMSS, og Jónas Hlynur
Hallgrímsson, FH. Bæði eru þau ís-
landsmeistarar í sínum greinum á
þessu ári, sjöþraut og tugþraut. Vil-
borg hefur verið besta sjöþrauta-
kona landsins undanfarin ár og
Jónas Hlynur, sem er 19 ára, er
mjög efnilegur í tugþraut.
Diane Beruldsen er frumkvöðull Flag Football:
Konur með iána
ruðnincur Þessa dagana er Bandaríkja-
maðurinn Diane Beruldsen stödd hér á
landi. Diane er formaður og stofnandi
IWFFA (International Women’s Flag
Football Association). Hennar mark-
mið er að fá sem flestar konur til liðs
við sig til að spila „Flag Football”, eða
fánabolta.
Fánabolti er vægari útgáfa af amer-
ískum ruðningi. Allar reglur eru eins,
fyrir utan að í stað þess að fella leik-
manninn sem heldur á boltanum er
gripið í lítinn fána sem leikmenn bera í
belti. „Það getur verið mjög snúið að ná
taki á fánanum," segir Diane. Enginn
er með hlífar, eins og í ruðningi.
Diane kom hingað til lands í fyrra
og kynnti hóp kvenna fyrir íþróttinni.
Þessi hópur fór til Flórída í vor til að
taka þátt í móti. í ár er hún búin að
ferðast um öll Norðurlöndin og er búið
að stofna 33 lið í þeim löndum. Liðið í
Kaupmannahöfn, sem var stofnað árið
1997, heitir Copenhagen Mermaids en
íslenska liðið heitir Team Ice. Diane
segir rúmlega tuttugu manns hafa
mætt á æfingar á Miklatúni í vikunni.
„Þetta eru mest konur en það eru
líka nokkrir strákar. íslendingar eru
góðir íþróttamenn, snöggir. Þó steip-
urnar hafi enga þekkingu á íþróttinni
kasta þær boltanum vel. Það er gott að
kenna íslendingum. Þeir hugsa og fara
eftir fyrirmælum. Ameríkanar hlusta
ekki, þeir taia bara,“ segir Diane. Hún
vill stofna deild í íþróttinni hér heima
og hvetur því alla til að mæta á Mikla-
tún um helgina. ■
KONUR MÆTI Á MIKLATÚN
Diane Beruldsen hvetur allar konur að drífa sig á Miklatún. Þar æfir hún „Flag Football"
ásamt fríðu föruneyti á hverjum degi frá kl.18 til kl.19.30 þar til á mánudaginn, þegar
haldið verður mót.
Rikki skor aði fj ögur
mörk á móti Svíum
Norska knattspyrnuliðið Lyn hef-
ur keypt íslenska framherjann
og landsliðsmanninn Helga Sigurðs-
son frá gríska lið-
inu Panathinaikos.
Kaupverðið er á
milli 20 og 30 milj-
ónir króna. Helgi
fór til Ósló í gær í
læknisskoðun.
Hann mun að öllum
líkindum spila með
Lyn á móti Bryne næsta sunnudag.
Það rigndi á Wimbledon í gær og
þurfti að gera hlé á þeim leikjum
sem stóðu hæst í dembunni. Andre
Agassi slapp þó við
bleytuna og sigraði
Bretann Jamie
Delgado 6-2, 6-4 og
6-3. Lindsav Daven-
port vann Astral-
ann Alicia Molik 6-
4, 6-2. Lleyton
Hewitt vann Taylor
Dent 1-6, 7-5, 3-6, 6-
7 og 6-3. Venus
Williams vann
Slóvakann Daniela
Hantuchova 6-3 og
6-2. Frakkinn
Amelie Mauresmo
og Grikkinn Eleni
Dandilidou þurftu
að gera hlé á leik sínum í dembunni.
Mauresmo kom sterkari til baka og
vann 6-3, 6-2. Þá vann Þjóðverjinn
Nicolas Kiefer Danann Kristian
Pless 7-6, 6-2, 6-4. Ástralinn Patrick
Rafter vann Tékkann Slava Dosedel
7-5, 4-6, 6-4 og 6-1. Svíinn Thomas
Enqvist vann Frakkann Stephane
Huet 6-2, 6-6 og 6-1.
Varaforseti Knattspyrnusam-
bands Kólumbíu, Hernan Meija,
var ekki enn kominn í leitirnar í
gær. Honum var
rænt af uppreisnar-
mönnum á mánu-
dag. Knattspyrnu-
samband Suður-
Ameríku tilkynnti í
gær að vegna ör-
yggisástæðna væri
ólíklegt að Suður-
Ameríkubikarinn yrði haldin í Kól-
umbíu.
Franski miðvallarleikmaðurinn
Youri Djorkaeff er alveg búinn
að fá nóg af þjálfara Kaiserslautern,
Andreas Brehme. Þess vegna grát-
biður hann yfirmenn félagsins að
sleppa sér lausum. Samningurinn
hans við félagið rennur út á næsta
ári. Yfirmenn félagsins segjast
þurfa á honum að halda. „Youri er á
samningi, sem verður ekki tekinn úr
gildi," sagði Robert Wieschemann,
stjórnarformaður félagsins. „Það er
kannski þeirra skoðun en ég get
bara ekki unnið með Brehme leng-
ur,“ sagði Djorkaeff. „Ég vil ekki
fara í stríð við Kaiserslautern. Það
er betra fyrir alla aðila að finna
lausn á bessumáli."
50 ár eru liðin frá glæsilegum sigri íslendinga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Ríkharður Jónsson riíjar upp
þennan merkisatburð.
tImamót í dag eru liðin 50 ár frá einum
glæsilegasta sigri í íþróttasögu lands-
ins. íslendingar báru þá sigurorð af
Dönum og Norðmönnum í landskeppni
í frjálsum íþróttum á Bisletleikvangin-
um í Osló og Svíum í knattspyrnuleik á
Meiavellinum með fjórum mörkum
gegn þremur. Ríkharður Jónsson skor-
aði öll mörk íslendinga í
leiknum og man ennþá eft-
ir mörkunum. „Tvö komu
utan af hægri kanti og voru
bæði gerð með vinstri. Eitt
var skallamark eftir frí-
spark sem Kalli Gúmm tók.
En síðasta markið var skot
af löngu færi upp í þaknet-
ið. Það var trúlega svolítið
fast,“ sagði Ríkharður. Hann lýsir
leiknum þó eins og hluta af hinu dag-
lega amstri. „Þetta gerðist nú bara eins
og þegar menn fara í vinnuna. Taka
kaffibrúsann með sér, drekka kaffið á
ákveðnum tíma og fara svo heim. Við
fórum bara beint úr vinnunni og suður
á völl. Klæddum okkur úr, spiluðum
við Svía og fórum svo aftur að vinna“
Móðir Ríkharðs dreymdi leikinn
kvöldið áður. „Hún sagði mér þetta allt
klukkan tíu um morguninn. Hún sagði
að við myndum vinna Svía og annað-
hvort gerði ég flest ef ekki öll mörkin
eða ætti stóran þátt í þeim öllum. Það
rættist." Ríkharður segist hafa hlegið í
hljóði eftir leikinn en hann nefndi þetta
við samherja sína úr Skagaliðinu á leið-
inni suður. „ Þeir brostu bara eins og
ég.“
Þeir sem voru
staddir á Melavellin-
um þenna umrædda
dag vissu ekki hvernig
leikar höfðu farið í
Osló fyrr en í hálfleik.
„Ég man eftir því
að Baldur Jónsson til-
kynnti það í hálfleik,
mig minnir staðan þá hafi verið 2-0 fyr-
ir okkur, og ég man bara eftir öskrun-
um í fólkinu því það var svo margt á
vellinum,” segir Ríkharður um
stemmninguna. Hann minnir að á milli
5-7000 manns hafi verið á Melavellin-
um. „Það voru yfirleitt 5-6000 manns á
Melavellinum þegar við Skagamenn
spiluðum þar. Það er öðruvísi núna
enda margt breytt. Ekki hægt að hanga
yfir sjónvarpi eða neinu.“ ■
MELAVÖLLUR
íslendingar unnu glæstan sigur á Svíum á Melavellinum. Um 6-7000 manns sáu leikinn.
Sjöunda umferð Símadeildarinnar kláraðist í gær:
Jafntefli í Frostaskjóli
knattspyrna Tveir leikir fóru fram í
Símadeild karla í gærkvöldi. Breiða-
blik heimsótti KR-inga í Frostaskjól
og Valsmenn fóru til Keflavíkur,
ákveðnir eftir sigurinn gegn KR á
mánudaginn. Báðir leikir enduðu í
jafntefli, 1-1.
Viðureign KR gegn Breiðablik var
fyrsti leikur liðsins undir stjórn Dav-
id Winnie eftir að Pétur Pétursson
sagði upp störfum. KR hafði ekki tap-
að leik á heimavelli í langan tíma og
Breiðablik sömuleiðis ekki unnið á
útivelli.
Blikar voru ekki lengi að komast
yfir. Kristján Brooks skallaði í mark
á 7. mínútu. Guðmundur Benedikts-
son jafnaði síðan fyrir KR úr víta-
spyrnu á 35. mínútu. Tveir leikmenn
Breiðablik, Þorsteinn Sveinsson og
RENNT í BOLTA
Leikmaður Breiðablik, Kristófer Sigurgeirsson, reynir að ná boltanum af Guðmundi Bene-
_______diktssyni, leikmarini KR.^^
Guðmundur Örn Guðmundsson
fengu sitt annað gula spjald í leiknum
og þurftu því að víkja af velli. Mikið
var um gul spjöld hjá Breiðablik.
„Þetta var ekki ánægjulegur leik-
ur að horfa á,“ sagði Mörður Árnason
íslenskufræðingur eftir leikinn. „KR
leit vel út í byrjun og var í samfelldri
sókn allan tímann. Mark Kristjáns
Brook var gegn gangi leiksins. Það
var síðan ótrúlegt
að horfa upp á síð-
ari hálfleik. 11
menn gegn níu en
ekkert gekk. Þetta
var framhald þess
stanslausa lánleysi
sem er búið að hrjá
liðið í allt sumar,“
sagði Mörður.
Eftir leikinn er
KR ennþá í áttunda
sæti og Breiðablik í
því níunda. Stemmn-
ingin í stúkunni var, að sögn Marðar,
ágæt. Þó mættu færri en þegar best
lætur. „Nú reynir á hverjir eru sann-
ir KR-ingar. Linda, konan mín, er
meira að segja búin að hóta því að
hætta að mæta á leiki. Þá hljóta þeir
að taka sig á.“
í Keflavík skoraði Kristinn Lárus-
son fyrir Val á 18. mínútu en Magnús
Þorsteinsson jafnaði fyrir heima-
menn á 43. mínútu. Keflavík er því í
fimmta sæti en Valur í því fjórða. ■
MÖRÐUR
ÁRNASON
„Framhald af
stanslausu lán-
leysi KR."
MOLAR
BESTUR
Ólafur lék feikilega vel með Magdeburg f
vetur og átti stóran þátt í velgegni liðsins.
Leikmaður ársins í
, Þýskalandi:
Olafur bestur
handknattleikur Ólafur Stefánsson,
handknattleiksmaður hjá Mag-
deburg, var valinn besti leikmaður
þýsku úrvalsdeilarinnar af þýska
tímaritinu Handball Magazin. Það
voru leikmenn og þjálfarar sem tóku
þátt í valinu og sigraði Ólafur með
yfirburðum og hlaut 79 atkvæði. í
öðru sæti varð Jan Holpert hjá Flens-
burg með 43 stig, því þriðja Markus
Baur hjá Wezlar með 26 stig og
Kyung-Shin Yoon hjá Gummersbach
varð fjórði með 22 stig.
Magdeburg varð þýskur meistari
og Evrópumeistari félagsliða á af-
stöðnu tímabili undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar. Ólafur átti stóran þátt í
velgengninni og skoraði 225 mörk í
37 leikjum. ■