Fréttablaðið - 29.06.2001, Blaðsíða 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
29. júní 2001 FÖSTUPAGUR
Tælönsk móðir:
Segir eðlu vera son sinn
endurholdgaðan
Karlmaður í Dubai:
Notaði sms-skilaboð til
að skilja við konuna
erlent. íbúar bæjarins Nonthaburi í
Tælandi flykkjast nú að heimili konu
nokkurrar til að líta augum eðlu sem
hún segir að sé 13 ára gamall sonur
sinn endurholdgaður. Eftir að lík-
brennslu sonarins, sem lést í mótor-
hjólaslysi, var lokið tók móðirin,
Chamlong Taengniem, eftir því að
eðla nokkur elti hana heim og sofnaði
í rúmi sonarins. Síðar tók Chamlong
eftir því að eðlunni fannst ekkert
betra en að drekka kalda mjólk og
jógúrtdrykk sem vill svo til að voru
uppáhaldsdrykkirnir sonarins.
Að því er segir á fréttavef
Reuters hafa hátt í 200 manns flykkst
að húsinu undanfarna daga til að líta
eðluna augum og hafa margir hverjir
komið með gjafir handa henni, enda
er hún sögð færa fólki gæfu. Sumir
klappa eðlunni á magann á meðan
aðrir freista gæfunnar og leita að
lottótölum næstu helgar á skinni
hennar. Nágranni konunnar, sem
trúði því ekki fyrst að eðlan væri son-
urinn endurholdgaður, hefur nú snar-
lega skipt um skoðun eftir að hafa
tekið eftir hvernig hún bregst við
þegar nafn sonarins er kallað. „Eðlan
er mjög kurteis, alveg eins og dreng-
EÐLA TIL SÝNIS
Móðirin heldur eðlunni á lofti, en í bak-
grunni má sjá mynd af látnum syninum.
Ætli það sé einhver svipur með þeim?
urinn var,“ sagði nágranninn". „Þeg-
ar eðlan þarf að fara á klósettið
skríður hún úr rúminu og fer inn á
baðherbergið til að gera þarfir sín-
ar,“ bætti hann við. ■
DóMSMÁL. Dómstóll í Dubai úrskurð-
aði nýverið að skilnaður manns við
konuna sína hafi verið gildur eftir að
hann notaði sms-skilaboð úr farsím-
anum sínum til að segja henni tíðind-
in. Er þetta fyrsta mál sinnar tegund-
ar í landinu. Fylgir þó sögunni að
manninum hafi skömmu síðar snúist
hugur og eru hjónin enn hamingju-
samlega gift með eina dóttur. Eftir að
manninum hafði snúist hugur fóru
hjónin til dómara til að fá úrskurðað
hvort þau hefðu verið löglega skilin á
þeim tímapunkti sem hann sendi
henni skilaboðin: „hvers vegna ertu
sein? Þú ert skilin." Islömsk Shaira-
lög greina frá því að maður geti skil-
ið við konuna sína ef hann segir eða
skrifar orðin „Ég ætla að skilja við
þig,“ þrisvar sinnum, ef sérstök skil-
yrði eru uppfyllt. Ef hann segir setn-
inguna aðeins tvisvar getur hann
breytt ákvörðuninni innan þriggja
mánaða. Á fréttavef Reuters kemur
fram að aðeins karlmenn hafi þessi
réttindi í landinu. Að sögn talsmanns
fjölskyldudómstólsins í Dubai var
skilnaðurinn talinn gildur, en þar sem
hann skipti um skoðun skömmu síðar
hefði málið ekki farið lengra. ■
1 FRÉTTIR AF FÓLKI
Abyrgð Norðurlanda á umhverfinu
í hnattrænu samhengi er þema
Umhverfisverðlauna Norðurlanda-
ráðs að þessu sinni.
Frestur til að til-
nefna verðlauna-
hafa er útrunninn
og bárust 16 tilnefn-
ingar um 13 aðila.
Fjórir eru tilnefndir
frá Danmörku, þir
frá Noregi og sex
frá Svíþjóð. Til
nokkurs er að slægjast því verðlauna-
upphæðin er kr. 3.5 milljónir. Athygli
vekur að enginn er tilnefndur frá ís-
landi enda þótt úr nógu sé að velja
eins og tilnefning Braga Árnasonar
prófessors til Tækniverðlauna á
Topp-tækniráðstefnunni og verðlaun-
in sem Davíð Oddsson forsætisráð-
herra fékk úr hendi Gorbatsjovs fyr-
ir áformin um íslenska vetnsisamfé-
lagið bera órækt vitni. Lokaákvörðun
um það hver hlýtur Umhverfisverð-
laun Norðurlandaráðs verður tekin á
fundi í Helsinki 3. október næstkom-
andi.
Nú er búið að leggja af staðarhald-
ara í VÍöey og færa Viðeyjar-
stjóm inn á kontór í ráðhúsinu. Af-
leiðingarnar láta ekki á sér standa. í
kvöldgöngu í Viðey sl. þriðjudags-
kvöld mættu á annað hundrað manns,
en leiðsögukona hafði búist við 25. Og
ekki var ástandið betra en svo að
gjallarhorn það sem Þórir Stephen-
sen staðarhaldari notaði í 20 ár hafði
sungið sitt síðasta og ekki heyrðist úr
því hljóð. Sannast þar að ekki batnar
stjórnunin með því að lengja boðleið-
irnar. Sjá margir eftir Þóri og sögu-
fróðleik hans úr eynni.
Margir hafa lagt leið sína í Bíla-
naust um dagana í leit að vara-
og fylgihlutum í bifreiðar sínar. Nú
standa þar miklar breytingar fyrir
dyrum því ný verslun verður opnuð
að Bíldshöfða 12 um miðjan næsta
mánuð um leið og Bílanaust í Skeif-
unni 2 og Bíldshöfða 14 loka. í 550
fermetra húsnæði verður úrval af
varahlutum, pústvörum, rafmagns-
vörum, efnavöram og verkfærum.
Starfsmenn nýju verslunarinnar
verða Gylfi Sigurjónsson og Vil-
mundur Jónsson sem margir kannast
við úr Skeifunni, Geir Guðmundsson
sem stjónar vörubifreiðadeild, sem
opnuð verður í haust, og Ellert Hlfð-
berg verslunarstjóri sem hefur verið
starfsmaður Bílanausts til margra
ára og starfaði síðast í versluninni að
Bíldshöfða 14.
að vakti athygli við formlega opn-
un Búnaðarbanka íslands í Lúx-
emborg að þar mætti fyrir hönd rík-
isstjórnarinnar
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
en ekki Valgerður
Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra sem
sat heima á Greni-
vík. Sagt er að þetta
sé til vitnis um það
að forráðamenn
Búnaðarbankans séu enn mjög sárir
út í viðskiptaráðherra fyrir tillögur
hennar um sameiningu Búnaðarbank-
ans við Landsbanka, sem gengu til
baka fyrir atbeina
Samkeppnisstofnun-
ar, og ákvörðunar
hennar um að láta
einkavæðingu bíða
þar til stjórn Búnað-
arbankans væri
búin að gera hreint
borð vegna ýmissa
ásakana um óvönduð vinnubrögð sem
höfð hafa verið í frammi vegna ver-
bréfaviðskipta bankans.
RBO
C O M P A C T
MHG söluaðilar á Islandi
Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is
OPNUNARTILBOÐ
25% afsláttur af rafmagnssláttuvélum, -orfum og
-hekkklippum. Erum einnig með bensínsláttuvélar á
góðu verði frá kr. 19.900
Öflugu Flymo bensín-loftpúðavélarnar eru komnar. 3 stærðir
MHG verslun Dalvegi 16a Kópavogi
sími 544-4656
T RBO
Mikið fjör í
Neskirkju
Stuttmyndagerðin slær í gegn - frumsýnt tveimur
dögum eftir tökur.
leikjanámskeið „Ég held það sé að-
alatriðið þegar unnið er með börn-
um að vera svolítið barn sjálfur",
sagði Guðjón Davíð Karlsson einn
fjögurra stjórnenda leikjanám-
skeiðs á vegum Neskirkju. Leikja-
námskeið þetta hefur notið mik-
illa vinsælda í sumar, uppselt er í
þau öll og margir þurft frá að
hverfa. Hér er um tvenns konar
vikulöng námskeið að ræða, sem
standa yfir frá klukkan 13-17 á
daginn. Annars vegar eru þau fyr-
ir börn 6-10 ára og hinsvegar æv-
intýranámskeið fyrir 10-12 ára
börn. í ævintýranámskeiðunum
þar sem 15 eru í hóp, er meðal
annars farið í hjólreiðatúra, dorg-
veiði og hellaskoðunarferðir en
námskeið yngri aldurshópanna
eru byggð upp á annan hátt. Einn
dag námskeiðsins fá börnin, sem
eru um 30 talsins, að velja annað
tveggja viðfangsefna, stutt-
myndagerð eða föndur. Hið fyrr-
nefnda hefur slegið í gegn, börnin
leika þekktar sögur sem færðar
eru í nútímabúning, eins og Mis-
kunnsama samverjann. „Börnin
standa sig ótrúlega vel, algerlega
óheft, hugmyndafrjó og alveg
ófeimin við að leika. Síðan tökum
við stuttmynd og frumsýnum
tveimur dögum síðar“ sagði Guð-
jón, sem sjálfur sér um upptökur,
leikstjórn og klippingu. Börnin
taka auk þess þátt í ýmsum leikj-
um, spilað er á gítar og sungið,
farnar rútuferðir og fleira. Báð-
um námskeiðum lýkur svo á
föstudögum „með stæl, þá er grill-
að og mikið stuð og fjör,“ sagði
Guðjón ennfremur. Sjö starfs-
menn koma að námskeiðum þess-
um og hafa þeir flestir tekið þátt í
unglingar og barnastarfi kirkj-
unnar yfir vetrartímann. Guðjón,
sem fer í leiklistarskólann í haust,
er nú að stýra leikjanámskeiði í
þriðja sinn og segir þátttökuna
alltaf hafa verið mjög mikla.
Starfið segir hann mjög gefandi,
en til að njóta samvista við börn
og hafa gaman af því sem þau eru
að fást við sé lykilatriðið að varð-
veita barnið í sjálfum sér. ■