Fréttablaðið - 29.06.2001, Page 24
FRÉTTABLAÐ
Skeifunni 17, 108 Reykiavík I
Simi 550 4100
Furuvöllum 5, 600 Akureyrl |
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
una.net
Tæknival
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
Hvar liggja
mörkin?
Erlendir ferðamenn setja nú svip
sinn á miðbæ Reykjavíkur. Á
hverju horni má heyra erlend mál
töluð eða sjá fólk sem rýnir í kort af
borginni. Þetta er árviss sumarboði
og heldur notalegur. Enn er þó ekki
þannig komið að ferðamennirnir séu
í meirihluta í borginni, sem betur
fer.
—♦—
MARGAR ÞEKKTUSTU ferða-
mannaborgir Evrópu sitja í þeirri
súpu að ferðamenn eru þar mun
fjölmennari á götunum en heima-
menn. Þetta finnst mér gefa stöðum
þann blæ að þeir séu ekki alveg al-
vöru. Á dögunum kom ég til dæmis í
gríðarlega fallega borg í Þýskalandi
á leið sem hefur verið markaðssett
undir heitinu Rómantíski vegurinn.
Borgin er vissulega fögur eins og
systurborgir hennar á leiðinni en
þetta yfirbragð hennar, að sjá nán-
ast ekkert nema ferðafólk á götun-
um, gerði hana á einhvern hátt
óekta. Þarna var, eins og nærri má
geta, býsna margt til sölu og sumt á
uppsprengdu verði. Til dæmis keyp-
ti ég þar einhvern dýrasta en um
leið versta kaffibolla sem ég hef
fengið um dagana. í sömu ferð kom
ég á marga aðra fallega staði, til
dæmis borga á svipuðum slóðum
sem voru kannski ekki eins massað-
ar af gömlum byggingum en samt
mjög fallegar og göturnar fullar af
fólki sem þar átti heima, í bland við
okkur hin.
—♦—
MILLIVEGURINN ER vandratað-
ur og við viljum að sjálfsögðu fara á
fallegustu og skemmtilegustu stað-
ina ef við á annað borð leggjum land
undir fót. Hér heima viljum við líka
fá sem mest út úr ferðaþjónustunni,
enda er hún ört vaxandi atvinnu-
grein. Við erum hins vegar fá og
synd þætti mér ef við sætum uppi
með það einn daginn að vera eins og
gestir í eigin landi.
—♦—
ÖLL UPPLIFUM við að vera bæði
heimamenn og ferðamenn og ég held
að flest kjósum við að tilheyra meiri-
hlutanum þegar við erum heima en
minnihlutanum að heiman. Útlend-
ingar sem koma hingað til að ferðast
um landið eru margir einmitt komn-
ir til að upplifa ósnortna náttúru og
fámenni. Við þurfum því að reyna að
stýra hinum sívaxandi ferðamanna-
straumi okkar þannig að dreifing
hans verði sem mest um landið. Það
er nefnilega svo víða vert að koma á
íslandi. ■
KJÖT I MEXlCO KRyDDLEGI
afsláttur
yið kassann
" Lærissneiðar
Læri • Tvírifjur
Helgarsteik
Svínahnakksneiðar
Svínakótilettur
Mexicokryddad
kjöt frá SS
er sérstaklega
framleitt fyrix
NOATUN