Fréttablaðið - 29.06.2001, Page 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
29. júní 2001 FÖSTUPAGUR
SPURNINC DACSINS
Hvað er frétt?
Frétt er frásögn af einhverju sem skiptir
máli og ekki hefur verið sagt frá áður. Ef
ekki hefur verið sagt frá því áður, þá er
sama hversu gamall atburðurinn er ef hann
skiptir máli. Það sem skiptir máli er í
ákveðnum skilningi afstætt, fréttnæmir at-
burðir snerta fólk i mismunandi mæli.
Þorbjörn Broddason er prófessor í félagsfræði við
Háskóla íslands
A SLYSSTAÐ
Sprengjusérfræðingar rannsaka ummerkin
við bankann I Madrid.
Spánn:
Sextán særast
í sprengju
maprip. ap. Sextán særðust, þar af
einn alvarlega þegar bréfsprengja
sprakk fyrir utan banka í Madrid í
gærmorgun í viðskiptahverfinu í Ma-
drid. Maðurinn sem særðist alvar-
lega er hershöfðingi í spænska hern-
um. Spænska lögreglan segir aðskiln-
aðarhreyfingu Baska bera ábyrgði á
tilræðinu.
Sprengjan var fest við reiðhjól og
sprakk um leið og hershöfðinginn sté
út úr íbúð sinni sem er hliðina á bank-
anum. Juan Jose Canela, vinur hers-
höfðingjans, var fyrstur á slysstað.
„Hann var algerlega óþekkjanlegur,"
sagði Canela og sagði allan líkamann
hafa verið brenndan. „Hann heyrði
ekki í okkur og gat ekki talað við okk-
ur. Hann var einungis með annað
augað opið en var með meðvitund." ■
......
Orkuveita Reykjavíkur:
Aformar
verðlækkun til
fyrirtækja
raforka Stjórn Orkuveitu Reykjavík-
ur hefur ákveðið að endurskoða
gjaldskrá sína og lækka raforkuverð
til fyrirtækja. Þessi áformaða verð-
lækkun mun einnig koma fyrirtækj-
um upp á Skaga til góða í framhaldi
af sameiningu orkufyrirtækja
Reykjavíkur og Akraness. Guðmund-
ur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunn-
ar gerir ráð fyrir að það muni koma í
ljós í nóvember-desember n.k. hver-
su mikil þessi verðlækkun getur orð-
ið. Um n.k.mánaðamót hækkar hins
vegar verð á hita og rafmagni um
4,9%. ■
| ERLENTl
Svínasótt hefur brotist út á býli í
neðra Saxlando í Norður-Þýska-
landi,. Að minnsta kosti 1.200 svín-
um verður slátrar til að koma í veg
fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins
og hefur býlið verið einangrað. Ver-
ið er að rannsaka hvort að villisvín
hafi smitað svínin. Greint var frá
svipuðu tilfelli á Spáni í þessum
mánuði.
Sala Landsbankans til útlendinga:
Verðmætið í dollurum hrunið frá því fyrir ári
einkavæðing Hefði hlutur ríkisins í
Landsbankanum verið seldur fyrir
ári síðan gegn greiðslu í dollurum
hefði fengist 72% hærri upphæð fyr-
ir bankann en markaðsvirði hans og
gengi dollarans segir til um í dag.
Fyrir ári var gengi hlutabréfa
Landsbankans á Verðbréfaþinginu
um 4,5 en var í gær 3,35. Gengi
bandaríkjadsals var í lok júní í fyrra
skráð á 77 krónur en er nú 103 krón-
ur.
Viðskiptaráðherra hefur sagt að
selja eigi a.m.k. þriðjungs hlut í
Landsbankanum til erlends kaup-
anda. Markaðsvirði þriðjungs hlutar
í bankanum í dag er um 7,6 milljarð-
ar króna en var 9,8 milljarðar króna
fyrir ári. Til þess að að greiða fyrir
þriðjungs hlut í fyrra hefði þurft 127
milljónir dollara, eða um 72% hærri
upphæð en í dag, þegar aðeins þyrfti
að greiða 74 milljónir dollara fyrir
þann hlut.
Sagt á annan hátt: Hver sá sem
kaupir þriðjungs hlut í Landsbankan-
um í dag fyrir 74 milljónir dollara
hefði aðeins fengið fimmtungs hlut í
bankanum fyrir þá upphæð fyrir ári.
Það borgar sig stundum að bíða - fyr-
ir suma. ■
HACSTÆÐARI KAUP
FYRIR DOLLARAEICENDUR
Markaðsvirði Landsbankans mælt í
bandaríkjadölum var 72% hærra fyrir ári.
Montesinos loksins
á bak við lás og slá
Montesinos var í gær fluttur í rammgerðasta fangelsi Perús. Þessi fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar
á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér vegna umfangsmikillar spillingar í embættistíð sinni.
ANDSTÆÐINGAR MONTESINOS
Verkamenn söfnuðust saman í Lima og brenndu líkkistu til að tákngera dauða Montesinos.
Innfellda myndin tekin af sjónvarpsskjá sem sýnir Montesino í fangaklefanum í Lima
hann kom upp í nær tíu ára valdatíð
sinni en hann var einn nánasti sam-
starfsmaður Fujimoris sem flúði land
sl. nóvember en tengsl hans við
Montesino urðu honum lokum að falli.
Talið er að málaferli yfir muni
standa í marga mánuði ef ekki ár en í
fjarveru hans söfnuðust kærur gegn
honum upp. Stjórnvöld í Perú vonast
til að yfirheyrslur yfir honum muni
einnig svipta hulunni af spilltum emb-
ættismönnum sem enn eru við störf í
stjórnsýslunni.
Nokkuð er síðan böndin bárust að
Venesúela sem dvalarstað Montesinos
en fram í apríl vildu þarlend stjórn-
völd ekkert við það kannast.
Ýmsar sögusagnir spruttu upp um
Montesinos í fjarveru hans, m.a. sú að
hann hefði látið breyta útliti sínu til að
forðast arm laganna. Sú saga reyndist
ekki á rökum reist. ■
SKRAUTLECUR FERILL
SPILLINGARKÓNGS
20. maí. 1945: Montesino kemur í
heiminn, nefndur Vladimiro Lenin, í
höfuðið á byltingaleiðtoganum sem
faðir hans dáði mjög.
Lok-áttu_n_da áratugarins: Yfirmaður í
perúska hernum. Sakaður um að selja
bandarísku leyniþjónustunni leyniskjöl
um vopnasölu Rússa til Perú sem þá
var undir vinstri stjórn. Leiddur fyrir
herrétt en slapp með eins árs fangelsi.
lima. ap. Peningaþvætti, eiturlyfja-
smygl, ólögleg vopnasala og stjórn
dauðasveita eru meðal þess sem Vlad-
miro Montesinos, fyrrum yfirmaður
leyniþjónustu Perú, þarf að svara til
saka fyrir nú þegar hann er hefur ver-
ið tekinn höndum. Montesinos var á
mánudag framseldur frá Venesúela til
Perú en þar var hann handtekinn sl.
laugardag eftir átta mánaða leit.
Montesinos var í gær fluttur í
rammgerðasta fangelsi Perú, sem
hann átti sjálfur þátt í að var reist og
var ætlað hryðjuverkamönnum.
Hann reyndi hvað hann gat að
forðast þann flutning, bauðst meðal
annars að afhenda perúskum yfirvöld-
um 30.000 myndbönd sem svipta
myndu hulu af spillingu í valdatíð Fu-
jimoris, fyrrum forseta Perú.
Montesinos verður í fangelsinu um-
kringdur föngum sem eiga harma að
hefna gegn honum og vilja hann
gjarnan feigan.
Perúsk yfirvöld upplýstu í gær að
bandaríska alríkislögreglan hafi verið
búin að ganga frá því við líf-
verði Montesinos að þeir kæmu
honum í hendur þeirra gegn því
að farið yrði vel með þá. Rétt
eftir að þeir lögðu af stað með
Montesinos hurfu þeir sjónum
en tveimur klukkustundum síð-
ar hringdi forseti Venesúela í
forseta Perú og sagðist hafa
handsamað Montesinos. Ekki er
alveg ljóst hvað gerðist í millitíðinni
en innanríkisráðherra Perú, Antonio
Ketin Vidal, sagði það ekki skipta
meginmáli, aðalatriði væri að
Montesinos væri kominn á bak við lás
og slá. Ljóst er hins vegar að FBI átti
hlut að máli í að upplýsa dvalarstað-
inn en FBI fylgdist með hreyfingum á
bankareikningi Montesinos í Flórída.
Montesinos á yfir höfði sér lífstíð-
arfangelsi vegna spillingarvefs sem
1978: Látinn laus úr fangelsi, gerist lög-
fræðingur fyrir eiturlyfjabaróna.
1990: Kynntur fyrir Fujimori. Hjálpar
honum að vinna forsetakosningarnar.
Tiundi áratugurinn: Kemur stuðnings-
mönnum þeirra til valda í hernum. |
Nær tökum á eiturlyfjakóngum Perú
en tekst jafnframt að telja Bandaríkja
mönnum trú um að hann sé liðsmað-
ur þeirra í baráttunni gegn eiturlyfjum. i
Byggir upp nef njósnara, nær tökum á |
dómsvaldinu í Peru, þingmönnum og
stórum hluta perúskra fjölmiðla með
mútum og alls kyns greiðasemi.
2000: Hagræðir úrslitum forsetakosn-
inga í Perú þannig að Fujimori vinnur
sitt þriðja kjörtímabil. Fujimori slítur
tengslin við hann þegar myndbönd
þar sem Montesino sést múta þing-
mönnum koma fram í dagsljósið. Fu-
jimori er svo flæktur í spillingavef
Montesino að hann neyðist til að flýja
land.
September 2000: Flýr til Panama en
neitað um landvistarleyfi.
Október 2000: Flýr Perú.
Júnf 2001: Handtekinn í Venesúela og
fluttur til Perú.
Umboðsmaður Alþingis um landbúnaðarráðuneytið:
Brotið á leigu-
liða ríkisjarðar
rIkisiaroir Umboðsmaöur Alþingis
segir landbúnaðarráðuneytið ekki
hafa gætt vandaðra stjórnsýsluhátta
þegar það neitaði leigjenda ríkisjarð-
ar um kaup á jörðinni vorið 1999 og
vill að ráðuneytið rétti hlut mannsins.
Maðurinn hafði haft jörðina á
leigu frá því árið 1993 ög kostað þar
nokkru til uppbyggingar húsakosts.
Hann leitað til landbúnaóarráðuneyt-
isins í desember 1998 með kaup á
jörðinni í huga og ráðuneytið síðan
aflaði heimildar í fjárlögum til sölu
jarðarinnar með vísan í ósk manns-
ins. Þegar á hólminn var komið neit-
að ráðuneytið hins vegar að selja
manninum jörðina þar sem bæði Um-
boðsmaður Alþingis og ríkisendur-
skoðun hefðu sagt sölu ríkisjarða án
undangenginna auglýsinga ólöglega.
Umboðsmaður Alþingis komst hins
vegar að því að landbúnaðarráðuneyt-
ið hefði selt ríkisjarðir án auglýsingar
á sama tíma og manninun var neitað
um kaupin. Benti umboðsmaður m.a. á
að Hæstiréttur hefði lagt blessun sína
yfir fræga sölu á ríkisjörðinni Kamb-
seli án auglýsingar.
Umboðsmaður Alþingis segir ráðuneyti
Guðna hafa ekki gætt vandaðra stjórn-
sýsluþátta.
Umboðsmaður segir að aðstæður
mannsins hafa verið með áþekkum
hætti og í tilvikum þar sem ekki hafi
verið talin ástæða til að auglýsa fyrir
sölu. ■