Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 11
FÖSTUDAGUR 29. júril 2001
Morðingi
fóstureyðmgalæknis:
Mælt með
framsali Kopp
rennes. frakklanpi. flp. Franskur dóm-
stóll hefur mælt með að James
Charles Kopp, sem ákærður er fyrir
að hafa myrt bandarískan fóstureyð-
ingalækni árið 1998, verði framseld-
ur til Bandaríkjanna. Kopp, sem var
á meðal 10 eftirlýstustu sakamanna í
Bandaríkunum, var handsamaður í
Frakklandi í mars sl. eftir að hafa
verið á flótta í tvö og hálft ár. Dóm-
stóllinn mælti með framsalinu með
því skilyrði að ekki yrði farið fram á
dauðadóm yfir Kopp í Bandaríkjun-
um, en bandarísk yfirvöld hafa þegar
lýst því yfir að þau muni ekki dæma
hann til dauða. ■
MÓTMÆLT Á VESTURBAKKANUM
„Colin Pomell, morðingi barna í írak"
stendur á miðanum sem andstæðingar
ísraels og Bandaríkjanna brenndu
i mótmælum í gær.
Mið-Austurlönd:
Powell styður
erlent eftirlit
með friðarferli
RflMALLflH. ap. Colin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir
fund sinn með Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, í gær að hann
væri hlynntur því að erlendir eftir-
litsmenn yrðu kallaðir til þess að
hafa eftirlit með vopnahléi á milli
ísraela og Palestínumanna. Hann
hvatti einnig ísraela og Palestínu-
menn til þess að leggja grunn að friði
í Mið-Austurlöndum hið snarasta.
ísraelar hafa farið fram á algeran
frið áður en tekið verður til við að
fylgja eftir friðartillögum Mitchell-
skýrslunnar. fsraelar hafa raunar
einnig verið mjög andsnúnir erlend-
um eftirlitssveitum í ísrael og á sjálf-
stjórnarsvæðum Palestínumanna. ■
TÖLURNAR MISJAFNAR
Japis og Skífan bítast á um tónlistarunn-
endur á islenska markaðinum og sam-
kvæmt smásölutölum leiðir Skífan mark-
aðinn með 77 prósent hans fyrstu 13 vikur
þessa árs.
Sölutölur
á hljómplötumarkaði:
Skífan stærri
plötuútgáfa Sé heildarsölu innlendrar
og erlendrar tónlistar fyrstu 13 vikur
ársins skipt á milli Japis og Skífunn-
ar kemur í ljós að hlutur Skífunnar er
rúmlega 77 prósent á íslenskum
hljómplötumarkaði á móti tæpum 23
prósentum Japis. Þetta kemur fram í
smásölulista sem fenginn er frá
verslunum Músík og mynda, Hag-
kaups, Bónus, Japis og Skífunnar. í
frétt Fréttablaðsins fyrr í mánuðin-
um kom fram að Japis hefði sótt
verulega á Skífuna, og var sú frétt
byggð á upplagseftirliti hljómplötu-
framleiðenda. Menn innan Skífunar
hafa beint á að þarna sé um heildsölu-
lista að ræða en ekki smásölulista og
því endurspegli könnunin ekki raun-
verulegar sölutölur.
Rétt er að benda á að hvorki heild-
sölulistinn né smásölulistinn hefur
verið yfirfarinn af endurskoðendum
PriceWaterHouseCoopers. Endur-
skoðendur fyrirtækisins munu ráðast
í að endurskoða tölurnar á næstu
dögum og verður endurskoðaður listi
birtur í byrjun júlí. ■
FRÉTTABLAÐIÐ ------------ 11
KARL OC WALTER LAGRAND
Arizona-fylki neitaði að fresta aftökum þýsku bræðranna árið 1999.
Aftaka þýskra bræðra árið 1999:
Bandaríkin brutu alþjóðalög
PAUÐAREFSiNGAR Alþjóðadómstóllinn í
Haag dæmdi í vikunni að Bandarík-
in hefðu gerst brotleg við Þýska-
land með því að virða að vettugi
rétt tveggja þýskra bræðra til að-
stoðar frá opinberum sendifulltrú-
um þjóðar sinnar, en bræðurnir
voru líflátnir í Arizona árið 1999
fyrir glæpi sína. Niðurstaðan var að
Bandaríkin hefðu meðal annars
gerst brotleg við Vínarsáttmálann
með því að taka ekki til greina
kröfu bæði Þýskalands og Alþjóða-
dómstólsins um að fresta seinni af-
tökunni.
Forsaga málsins er að bræðurn-
ir Karl og Walter Lagrand frömdu
misheppnað bankarán í Arizona-
fylki árið 1982, myrtu bankastjór-
ann og voru báðir dæmdir til dauða.
Þýskaland tók við sér eftir að Karl
var tekinn af lífi í febrúar 1999, en
tókst þó ekki, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir, að koma í veg fyrir að
dóminum yfir Walter yrði fullnægt
tveimur mánuðum síðar. Gilbert
Guillaume, forseti dómsins, segir
viðleitni Bandarikjanna til að koma
til móts við Þýskaland hafa verið
„verulega ábótavant." Ljóst er að
dómurinn undirstrikar mismunandi
viðhorf Evrópusambandsþjóða og
Bandaríkjanna til dauðarefsingar
og segja sérfræðingar málið hafa
fordæmisgildi. Auðveldara verði í
framtíðinni fyrir Evrópuþjóðir að
aðstoða þegna sína sem komast í
kast við lögin í Bandaríkjunum. ■
TJALDBÚAR
Það er ódýrt að notast við tjaldsvæðin þegar ákveðið er að leggja land undir fót. Meðalverð á mann er í kringum 600 krónur. Þjóðverjar eru I meirihluta þeirra sem sækja tjaldsvæði (s-
lands en Bretum og Frökkum virðist líka fjölga á tjaldsvæðinum.
Auknar kröfur ferðamanna
Þjóðverjar í meirihluta þeirra ferðamanna sem gista tjaldsvæði landsins. Sumarið fer heldur rólega af stað á flest-
um stöðum. Fullkominni aðstöðu komið upp fyrir ferðamenn á Höfn.
FERPflMÁL Sumarið fer rólega af stað á
tjaldsvæðinu í Laugardal. Katrín
Björg Guðbjörnsdóttir, starfsmaður
tjaldsvæðisins, sagði að hún byggist
þó við því að þetta væri einungis
lognið á undan storminum.
„Ferðamenn eru þó heldur seinna
á ferðinni nú en sl. sumur,“ sagði
Katrín. Megnið af þeim ferðamönn-
um sem tjalda í Laugardalnum eru
frá Þýskalandi en einnig koma nokkr-
ir frá Hollandi, Belgíu, Norðurlönd-
unum og loks Bandaríkjunum.
Úti á landsbyggðinni una rekstr-
araðilar tjaldsvæða vel við sitt. í Vík
í Mýrdal hefur aðsóknin verið góð á
tjaldsvæðið og segir Guðrún Olafs-
dóttir að þar séu það helst Þjóðverjar
sem tjalda.
„íslendingarnir eru ekki eins dug-
legir við að heimsækja tjaldsvæðið
hjá okkur það sem af er suntri. Það er
þó von að það breytist nú um mán-
aðamótin en í júlí og fram yfir versl-
unarmannahelgi er mest af ferða-
mönnum hér,“ sagði Guðrún.
Á tjaldsvæðinu á Höfn er Sigrún
Kapitola Guðrúnardóttir annar
rekstraraðila.
„Miðað við sama tíma í fyri’a eru
110 fleiri gestir á tjaldsvæðum nú og
yfir 127 fleiri gistinætur nú miðað
við sama tíma í fyrra," sagði Guðrún.
Hún bætti því við að minna væri um
Þjóðverja á svæðinu í ár en í fyrra,
en heldur meira af Bretum og Frökk-
um.
„Af hverju þetta er veit ég ekki en
við tökum auðvitað vel á móti öllum -
Þjóðverjum, Frökkum, Bretum eða
íslendingum,“ sagði Guðrún. Auknar
kröfur ferðamanna endurspeglast í
aðstöðunni sem komið hefur verið
upp á Höfn en þar má finna raf-
magnstengla fyrir húsbíla, síteng-
ingu við Internetið, fullkomna hrein-
lætisaðstöðu og þvottavélar og þur-
rkara.
„Fólk hefur verið ótrúlega þakk-
látt fyrir aðstöðuna - sérstaklega
Internetið. Kannski hefur fólk verið
á ferðinni lengi og hvergi komist í
tölvupóstinn sinn og því tekur það
þessu fagnandi," sagði Guðrún og lít-
ur nú björtum augum fram á veginn.
omarr@frettabladid.is
Fjármálaráðuneytið um skattalækkanir:
Heildarskattbyrðin hefur þyngst
skattkerfisbreytingar Fjármálaráðu-
neytið er ekki sammála greinagerð
Seðlabankans, sem kom út fyrir síð-
ustu helgi, að gengislækkun megi
rekja til skattalækkana ríkisstjórnar-
innar í kjölfar kjarasamninga árið
1997. Fjármálaráðuneytið segir að
það sem skiptir rnáli varðandi áhrif
skattbreytinga á eftirspurn í efna-
hagslífinu, og þar með viðskiptahall-
ann, sé ekki hvernig einstök skatt-
hlutföll hafa þróast heldur hvernig
heildarskattbyrði hefur breyst.
Þegar skoðuð er þróun heildar-
skattbyrðar sem hlutfall af lands-
framleiðslu kemur í ljós að hún hefur
hækkað úr 27% 1997 í 30,6% árið
2000.
Það eru því ekki léttari skattyrðar
sem orsaka aukna eftirspurn heldur
aðrir þættir eins og miklar launa-
SKATTBYRÐI
SEM HLUTFALL
AF LANDSFRAMLEIÐSLU
27% 27,9 30% 30,6%
1997 1998 1999 2000
hækkanir, bygging stóriðju og fleira
samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Fjármálaráðuneytið telur veiga-
mikil rök hníga að frekari skattkerf-
isbreytingum. Nefnd er frekari
lækkun skatta eins og tekjuskatt fyr-
irtækja, eignaskatt og stimpilgjöld
ýmiskonar. ■
Bónstöðin TEFLON jfl
GSM 821 4848
Sími 567 8730
Lakkvörn
2. ára ending
z
■■Rnmp o
Teflonhúðun Djúphreinsun J
Blettanir Mössun Alþrif UL
Opið alla virka daga 8.30-18.00 Ul
www.teflon.is • Krókhálsi 5 • Toughseal umboðið