Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 4
SVONA ERUM VIÐ
ALDUR ÖKUMANNA f BANASLYSUM
1998-2000.
Hlutfall ökumanna á aldrinum 17-24 ára er
mest, eða 31% af heildarfjölda látinna.
Eftir það hættulega aldurskeið lækkar
hlutfallið nokkuð en rís aftur á aldursbilinu
45-54. Þess má geta að árið 2000 voru
40% þeirra sem létust í umferðarslysum
án bílbelta.
100%
65+ ára
Mismikil breyting:
Hækkar mest á
höfuðborgar-
svæðinu
fasteignamat Mat fasteigna og bruna-
bótamat breytist verulega við endur-
mat. Fasteignamatið á að spegla bet-
ur en fyrr raunveruleg verðmæti
fasteigna og brunbótamatið kostnað
við endurbyggingu. Eins og sjá má á
eftirfarandi töflu er misjafnt hversu
miklar breytingar verða eftir sveit-
arfélögum. Brunabótamat lækkar í
flestum tilvikum, en Svínavatns-
hreppur sker sig úr hvað það varðar,
en þar breytist matið um 214 %,
hvorki meira né minnar. Að neðan má
sjá breytingarnar sem verða. ■
BREYTINGAR
Á MATI FASTEIGNA
Reykjavík:
Mannvirkjamat............. 13%
Landmat .................. 27%
Brunabótamat............. -13%
Kópavogur:
Mannvirkjamat.............. 1%
Landmat ................. 110%
Brunabótamat............... 1%
Seltjarnarnes:
Mannvirkjamat.............. 6%
Landmat .................. 72%
Brunabótamat.............. -8%
Garðabær:
Mannvirkjamat.............. 1%
Landmat ................. 113%
Brunabótamat.............. -1%
Hafnarfjörður:
Mannvirkjamat.............. 4%
Landmat .................. 91%
Brunabótamat............... 0%
Mosfellsbær:
Mannvirkjamat.............. 3%
Landmat ................. 232%
Brunabótamat.............. -5%
ísafjörður:
Mannvirkjamat.............. 5%
Landmat .................. 55%
Brunabótamat.............. -4%
Svívatnshreppur
Mannvirkjamat............ -22%
Landmat .................. 12%
Brunabótamat............. 214%
Akureyri
Mannvirkjamat.............. 5%
Landmat .................. 74%
Brunabótamat.............. -4%
Vestmannaeyjar
Mannvirkjamat.............. 6%
Landmat ................. 109%
Brunabótamat.............. -1%
' :
FRÉTTABLAÐIÐ
29. júnf 2001 FÖSTUDAGUR
Kjaradeila þroskaþjálfa
A annað hundrað
þroskaþj álfar í verkfalli
kjaramál Verkfall þroskaþjálfa hjá
ríkinu hófst í gær og bættust þá um
90 starfsmenn við þá sem fyrir voru í
verkfalli. „Mér telst til að nú séu 134
þroskaþjálfar hjá ríki og sjálfseigna-
stofnunum komnir í verkfall og fyrir
barðinu á því verða vel yfir þúsund
þjónustuþegar á einn eða annan
hátt“, sagði Guðný Stefánsdóttir tals-
maður þroskaþjálfafélagsins. Um
þessar mundir er verið að kynna og
greiða atkvæði um samning þroska-
þjálfa og launanefndar sveitarfélaga,
sem gerður var síðastliðinn föstudag.
Guðný átti frekar von á því að hann
yrði samþykktur. Á mánudag er ráð-
gerður fundur þroskaþjálfa með
samninganefnd ríkisins, en nokkrar
sjálfseignastofnanir eru háðar fjár-
framlögum frá ríkinu svo hægt sé að
ganga til samninga. „Það er mjög
óraunhæft að ætla annað en að fyrst
verði að ganga frá samningum við
ríkið, áður en hægt er að ljúka kjara-
málum þroskaþjálfa hjá sjálfseigna-
stofnunum, til dæmis verður ríkið að
samþykkja þær hækkanir sem kveð-
STAÐAN 1 KIARADEILUM ÞROSKAÞJALFA:
Reykjavíkurborg í verkfalli Samningur í atkvæðagreiðslu Samn.frágengnir X
Launanefnd sveitarfél. X
Ríkinu X
Sjálfseignastofnunum X
GUÐNÝ STEFÁNSDÓTTIR TALSMAÐUR
ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAGSINS.
Næsta skref er að Ijúka samningamálum .
við ríkið.
ið verður á um í samningum þroska-
þjálfa við Styi'ktarfélag vangefinna
og Skálatún." sagði Guðný. ■
Öngþveiti á fasteigna-
markaði án breytinga
Brunabótamatið skekkir verðmyndun á markaði. Nýja matið mun hafa alvarlegar afleiðingar verði reglum
Ibúðarlánasjóðs ekki breytt. Seðlabankinn mun skoða málið upp á nýtt verði til hans leitað.
Birgir ísleifur
segir að ekki
hafi verið leit-
að til þeirra
vegna nýja
matsins en að
sjálfsögðu
verði málið
skoðað verði
leitað eftir
nýrri umsögn.
fasteignamarkaður Lækkun bruna-
bótamatsins hefur veruleg áhrif á
fasteignamarkaðinn ef reglur íbúða-
lánasjóðs breytast ekki þegar matið
tekur gildi 15. september. „Miðað við
—♦— að reglurnar séu
óbreyttar verður
öngþveiti á fast-
eignamarkaðnum,“
segir Guðrún Árna-
dóttir formaður fé-
lags fasteignasala.
Hún segir að fjöldi
eigna verði óseljan-
legar ef áfram verði
miðað við bruna-
bótamat við úthlut-
un húsnæðislána.
„Það sér það hver
maður í hendi sér að þetta getur ekki
gengið svona.“ Fasteignasalar segja
að viðmiðunin við brunabótamat
skekki verðmyndun á markaði, þar
sem eignir verða eftirsóknarverðar
vegna þess að brunabótamat sé hátt
og því betri Iánamöguleikar fyrir
hendi, en ekki vegna gæða eða stað-
setningar eignarinnar.
Guðrún segist hafa trú á því að
þessu verði breytt og því sé ekki
ástæða fyrir fólk að taka fljótræðisá-
kvarðanir í kjölfar matsins. Ástæða
sé líka til að minna fólk á að kæru-
frestur er til 15. september, en þá
tekur nýtt mat gildi. Páll Pétursson
félagsmálaráðherra sagði í viðtali við
Fréttablaðið í gær að hann teldi að
núverandi viðmið stæðust ekki og
fiað þyrfti að skoða málið. Stjórn
búðalánasjóðs hefur viljað breyta
þessu og hefur sú afstaða verið ítrek-
uð. Félagsmálaráðherra hefur leitað
umsagnar Seðlabanka í tvígang um
málið. Seðlabankinn hefur talið slíkt
óráðlegt. Birgir ísleifur Gunnarsson
Seðlabankastjóri segir að málið hafi
ekki verið skoðað í Ijósi nýja matsins.
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR. FORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA
Húsnæðislán sem miðast við brunabótamat skekkja markaðinn og munu gera eignir með lágt brunabótamat óseljanlegar.
„Okkar afstaða byggðist á því að það
væri óvarlegt að láta lánin fylgja
markaðsverðinu.“ Hann segir að kúf-
ur hafi myndast í verðinu og vegna
áhættusjónarmiða hafi menn talið
óvarlegt að miða við hæsta topp. „Það
fóru ýmsar lánastofnanir illa út úr
því til dæmis á Norðurlöndunum í
byrjun síðasta áratugar." ■
Landssambönd ASI:
Opið í Austurveri
frá 8:00 á morgnana
fil 2:00 eftir miðnætti
Ahyggjur af
efnahagsþróun
verkalýðsmál Formenn landssam-
banda ASÍ funduðu í gær um stöðuna
í efnahagsmálunum og munu hittast
á ný á n.k. mánudag. Grétar Þor-
steinsson forseti ASÍ segir að menn
hafi áhyggjur af þróun þessara mála,
spádómum um verðlagsmál og hvað
sé hugsanlega til ráða í þeim efnum í
ljósi þeirra sífelldu verðhækkana
sem eiga sér stað.
í þeim efnum bendir hann m.a. á
þær þjónustuhækkanir sem fram
hafa komið af hálfu sveitarfélaga
umfram það sem menn hafa þegar
skynjað. Þár hafa sveitarfélögin
væntanlega verið að velta launa-
hækkunum út í verðlagið. Þá telur
hann að það sé ekki hægt að réttlæta
allar verðhækkanir á vöruverði með
vísan í gengisþróun krónunnar, þótt
vissulega megi búast við því að geng-
islækkun krónnunnar skili sér að ein-
hverju leyti út í verðlagið. Hins veg-
ar sé það íhugunarefni af hverju hátt
GRÉTAR ÞORSTEINSSON FORSETI ASf
Kemur til álita að ræða ástandið við ríkis-
stjórnina
gengi krónunnar í fyrra hefði ekki
skilað sér sem skyldi í lægra vöru-
verði. Grétar telur að þar hefði menn
auðvitað átt eitthvað inni í raun. ■