Fréttablaðið - 02.07.2001, Side 2
KJÖRKASSINN
2
FRÉTTABLAÐIÐ
2. júlí 2001 MÁNUUPAGUR
VALGERÐUR SVERR-
ISDÓTTIR BANKA-
MÁLARÁÐHERRA
Naumur meirihluti
kjósenda er andvígur
ætlan stjórnarinnar að
selja útlendingum ráð-
andi hlut i Landsbank-
anum.
Er rétt að selja ráðandi hlut I
Landsbankanum til útlendinga?
Níðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Nei
46%
54%
Spurning dagsins í dag:
Þarf að efla þyrluflota gæslunnar?
Farðu inn á vísi.is og segðu
Stríðsglæpadómstóll:
Glæpir
Milosevics
ákærur Milosevic er, ásamt fjórum
nánustu samverkamönnum sínum,
sakaður um glæpi gegn mannkyninu.
í ákæru stríðsglæpadómsstólsins
er hann sakaður um að bera beina
ábyrgð á ýmsum glæpum þ.a.m.
brottrekstri 740.000 Kosovo-Albana
frá heimilum sínum í Kosovo. Þar að
fjöldamorðum á Kosovo-Albönum í
þorpunum Racak, Velika Krusa og
Bla Crvka.
Saksóknarar munu reyna að sýna
fram á að Milosevis hafi vitað og lagt
blessun sína yfir morðin og/eða hann
hafi vitað af þeim og ekkert gert neitt
til að stöðva framkvæmd þeirra.
Talið er að sækjendur munu reiða
sig á ýmis skjöl, framburð vitna og
gögn frá Atlantshafsbandalaginu auk
þess sem sífellt fleiri fjöldagrafir í
Kosovo hafa fundist. Talið er að verj-
endur Milosevic muni efast um hæfi
dómara dómsstólsins.
Carla del Ponte, aðalsaksóknari
stríðsglæpadómsstólsins hefur sagt
að hún sé nú með í undirbúningi fleiri
ákærur gegn Milosevic vegna mein-
tra stríðsglæpa í stríðunum í Króatíu
og Bosníu-Herzegóveníu. Talið er að
þessar kærur verði tilbúnar í októ-
ber. Einnig er verið að rannsaka
hvort að eigi að ákæra hann fyrir
þjóðarmorð í Bosníu.
Að mati sérfræðinga er einn
vandi við að færa sönnur á ábyrgð
Milosevic að sem forseti Serbíu bar
hann ekki beina lagalega ábyrgð
júgóslavneska hernum eða serbnesk-
um hersveitum í þessum löndum.
Hinn vandinn liggur í erfiðu að-
gengi að sönnunargögnum sem talið
er að finna megi í gögnum aðildar-
ríkja Atlantshafsbandalagsins.
Ákæru stríðsglæpadómsstólsins
má lesa á slóðinni www.un.org/icty/
milosevic. ■
Verkfall rútubílstjóra:
Dvöldu á annan sólar-
hring á Mallorkaflugvelli
mallorka „Þetta hefur nú ekki bitnað á
okkur nema að því leyti að við
komumst ekki í fyrirhugaða herra-
garðsveislu á Son Ámar á föstudags-
kvöldið. Það voru 70 manns sem mis-
stu af einni bestu fjölskylduskemmt-
un í heiminum," sagði Kjartan TVausti
Sigurðsson fararstjóri Urvals Útsýn-
ar á Mallorka, en þar stóð verkfall
langferðabílstjóra yfir frá því á föstu-
dag og þar tii á miðnætti síðastliðna
nótt. Verkfallið kom niður á um 300
þúsund manns sem áttu leið um flug-
völlinn í Palma, en íslendingar voru
svo heppnir að ekkert flug til eða frá
íslandi var áætlað um helgina. Hins-
vegar voru ferðamenn frá Bretlandi,
Þýskalandi og Skandinavíu á meðal
þeirra sem urðu illa fyrir barðinu á
verkfallinu. Því til stuðnings nefndi
Kjartan dæmi um hóp á vegum ferða-
skrifstofunnar Spies, sem afréð að
flytja farþega sína, en þeir áttu heim-
flug á laugardagsmorgni, út á flugvöll
á fimmtudagskvöldi um klukkan 22,
til að komast hjá verkfallinu sem átti
að hefjast á miðnætti aðfararnótt
föstudagsins.
Aðspurður um hvort verkfallið
hefði einhver áhrif á fyrirhugaða
heimferð íslendinga í dag, sagði Kjart-
an í gær; „þó að rútubílar hefji akstur
nú á miðnætti þá er ég ekki búinn að
sjá að allt verði komið í eðlilegt horf á
morgun þegar við eigum flug heim.“
Mikil seinkun hefur orðið á öllu flugi
um helgina, allt að 24 tíma, en það hef-
ur verið hægara sagt en gert fyrir far-
þega á heimleið að mæta á settum tíma
á flugvöllinn, þegar leigubílar og bíla-
leigubílar anna ekki eftirspurn. Jafn-
vel hefur frést af fólki sem hefur
SÓLDÝRKENDUR
Á Mallorka hafa margir orðið fyrir
barðinu á verkfalli rútubifreiðastjóra.
brugðið á það ráð ganga með farangur
sinn á flugvöllinn. Síðan verður seink-
un þessi keðjuverkandi og eykst stig
af stigi þar sem sömu flugvélar eiga í
hlut bæði við brottför og komu.
Talsmenn rútubifreiðafyrirtækja á
Mallorka segjast hafa gengið að öllum
kröfum bifreiðastjóranna, en þeir
fóru fram á 23% kauphækkun á þrem-
ur árum.
bryndis@frettabladid.is
Milosevic segist
fórnarlamb NATO
Milosevic er á bak við lás og slá í Haag. Hann mætir í dómssal í fyrsta skipti á morgun. Margir mánuðir eru þó í
að réttarhöld yfir honum heíjist. Stjórnarkreppa blasir við í Júgóslavíu eftir að forsætisráðherra landsins sagði af
sér í mótmælaskyni. Ljóst þykir hins vegar að stuðningur við Milosevic hefur snarminnkað.
MILOSEVIC STUDDUR
Forsetinn fyrrverandi nýtur enn töluverðs stuðnings þrátt fyrir að hann fari þverrandi. 6.000 stuðningsmenn hans
komu saman í Belgrað á föstudag.
haac, belgrað, ap. Slobodan Milosevic,
fyrrverandi forseti Júgóslavíu, mun
hitta einn .a'f lögfræðingum sínum í
dag til að undirbúa sig fyrir morgun-
daginn. Þá mætir hinn meinti stríðs-
glæpamaður í fyrsta en ekki síðasta
skipti, fyrir rétti í Haag. Að sögn lög-
fræðinga hans mun hann halda því
fram að réttarhöldin yfir honum séu
sýndarmennska, hann sé fórnarlamb
Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem
vilji hefna sér á honum vegna þess að
hann neitaði að láta Kosovo af hendi.
Milosevic er sakaður um að bera
ábyrgð á stríðsglæpum í Kosovo
1998. Á morgun mun Milosevic vera
lesnar ákærurnar gegn sér. Ekki er
talið að réttarhöldin sjálf mun hefj-
ast fyrr en eftir marga mánuði og þá
standa yfir í um ár.
Milosevic neitar að viðurkenna
réttmæti stríðsglæpadómsstóls Sam-
einuðu þjóðanna í Haag. Lögfræðing-
ur hans, Branimir Gugl, hefur eftir
Milosevic að réttarhöldin séu póli-
tískar ofsóknir, hann hafi verið að
vinna í þágu serbnesku þjóðarinnar
og sjái ekki eftir neinu. „ef hann yrði
þjóðarleiðtogi á ný myndi hann brey-
ta eins.“
Milosevic, sem verið hefur í haldi
í Belgrað, höfuðborg Serbíu, síðan í
apríl var framseldur til stríðsglæpa-
dómsstólsins í Haag sl. fimmtudag.
Þar er hann í einangrun og verður
a.m.k næstu 30 daga. Milosevic eru
undir stöðugu eftirliti en óttast er að
hann fyrirfari sér, rétt eins og báðir
foreldrar hans gerðu.
í kjölfarið framsalsins á fimmtu-
dag sagði forsætisráðherra landsins,
Zoran Zizic, í mótmælaskyni. Zizic er
frá Svartfjallalandi en óttast er að
sambandsríki Júgóslavíu liðist í
sundur. Zoran Djindjic, forsætisráð-
herra Serbíu, sagði á laugardag að að
sambandið væri i mikilli kreppu.
Zizic gaf þó í skyn að flokkur sinn,
Sósíalíski þjóðarflokkurinn, væri
reiðubúinn að taka þátt í uppstokk-
aðri ríkisstjórn til að koma í veg fyr-
ir að kjósa þurfi að nýju.
Á föstudag fékk Júgóslavía og vil-
yrði fyrir fjárhagsaðstoð að upphæð
1,28 milljarða dollara. Framsal
Milosevic var skilyrði fyrir aðstoð-
inni. Djindjic sagði stjórnvöld ekki
hafa átt annars kost en að framselja
Milosevic, annars hefði landið ein-
angrast.VojisIav Kostunica forseti
Júgóslavíu gagnrýndi framsalið
harðlega. í yfirlýsingu til fjölmiðla á
laugardag sagðist hann ekkert hafa
vitað um það og gagnrýndi ráðamenn
Serbíu fyrir að hafa hunsað bann
dómstóla við framsalinu. Kostunica
mun hefja viðræður í dag um nýja
skipan ríkisstjórnar Júgóslavíu. ■
Ástráður Haraldsson:
Vitlaus frávísunarkrafa og ekki á rökum reist
fslensk Auðlind
L æ k j a r t o r g i
Hafnarstræti 20. 2h
101 Reykjavík
www.audlind.is
Blóma og gjafavöruverslun
Vorum að fá á söluskrá okkar glæsilega blóma og gjafavöruverslun sem rekin er í leiguhúsnæði
á frábærum stað í úthverfi Reykjavikur. Fyrirtækið er með ffna viðskiptavild.
Söluturn með bílalúgu
Erum með á söluskrá okkar glæsilegan söluturn með bílalúgu. Fyrirtækið er í öflugu hverfi.
Traust og gott fyrirtæki með fína viðskiptavild.
Matsölustaður
Vorum að fá á söluskrá okkar glæsilegan skyndibitastað, frábærlega staðsettan, vel tækjum og
búnaði búinn í eigin húsnæði. Fyrirtækið er þekkt á sínu sviði.
Fatahreinsun
Erum með á söluskrá okkar vel tækjum búna fatahreinsun sem rekin er í mjög öflugu úthverfi
Reykjavíkur. Fyrirtækið er með fína viðskiptavild.
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir fyrirtækja á söluskrá.
Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta
así „Mér finnst þessi frávísunarkrafa
mjög vitlaus, en ég er auðvitað ekki
hlutlaus í málinu" segir Ástráður
Haraldsson hæstaréttarlögmaður um
frávísunarkröfu ríkisins vegna
stefnu ASÍ á hendur því. ASÍ stefnir
sjávarútvegsráðherra fyrir hönd ís-
lenska ríkisins og krefst þess að við-
urkennt verði að með lögum um
verkfall og samningsrétt sjómanna
frá ló.maí hafi stjórnvöld brotið
gegn samningsfrelsi og verkfalls-
rétti.
„Frelsi stéttarfélaganna til að
semja um kaup og kjör félagsmanna
sinna er hluti af því félagafrelsi sem
félögin eiga aö njóta samkvæmt
stjórnarskránni og stjórnvöld hafa í
þessu máli brotið gegn,“ segir Ást-
ráður og bætir við að ofangreint sé
stutta útgáfan af stefnunni. Ýmislegt
fleira er að finna í stefnunni. Til
dæmis að þó viðurkennt sé að stjórn-
völdum sé undir einhverjum kring-
umstæðum heimilt að grípa inn í
ÁRNI MATHIESEN
Lögmaður Alþýðusmbandsins segir frávís-
unarkröfu ráðherrans ekki á rökum reista
frjálsan samningsrétt stéttarfélaga
hafi með þeirri aðferð sem beitt var
ekki verið gætt réttra sjónarmiða við
meðferð málsins og ríkisvaldið ekki
gengið fram í samræmi við það sem
það á að gera samkvæmt reglum um
réttláta málsmeðferð og meðalhóf,
samkvæmt því sem Ástráður segir.
Frávísunarkrafan verður tekin
fyrir í héraðsdómi í dag eöa næstu
daga og sagði Ástráður ómögulegt að
spá fyrir um niðurstöðurnar, hann
hafi séð of mörg dæmi um frávísanir
sem honum þykja vitlausar. „Ríkið
hefur að minnsta kosti tryggt sér
ákveðna töf á málinu því þannig er,
að það er sama hversu ástæðulaus
frávísunarkrafan er, þá leiðir hún
sjálfkrafa til þess að dómari verður
að taka afstöðu til hennar áður en
farið verður að fjalla um málið efnis-
Iega.“ Ef krafan nær ekki fram að
ganga þá hefst aðalmeðferð í málinu
líklega í næstu viku. Hinsvegar ef
málinu er vísað frá í þessu formi
„kemur ekkert í veg fyrir að málinu
sé stefnt aftur, því frávísun felur
ekki í sér efnislega úrlausn á því“
sagði Ásráður. ■