Fréttablaðið - 02.07.2001, Qupperneq 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
2. júli 2001 MÁNUUDACUR
SPURNINC DACSINS
Verkalýðsfélagið Hlíf:
Svik við verkafólk
Langar þig til Færeyja?
Já, gjarnan. Ég hef komið þangað einu sinni
en hafði þá stutta viðdvöl. Það væri gaman
að fara aftur og skoða þá landið betur. Svo
er maðurinn minn hálfur Færeyingur, þan-
nig að það væri tilvalið að bregða sér þang-
að í heimsókn til skyldmenna fjölskyldunn-
ar.
Ragnheiður Víkingsdóttir, sjúkraþjálfari og nýráðin
þjáifari kvennaliðs Vals í knattspyrnu.
verkalýðsmál Sigurður T. Sigurðsson
formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar
í Hafnarfirði telur einsýnt að verka-
lýðshreyfingin muni krefjast leið-
réttinga á launum þeirra lægst laun-
uðu þegar kemur að endurskoðun
kjarasamninga á næsta ári. Annað
sé hreinlega svik í ljósi þeirra þró-
unar sem orðið hefur í efnahagsmál-
um með tilheyrandi verðhækkunum
og auknum álögum.
Hann segir að með þessari þróun
sem veriö að koma aftan að fólki
miðað við þær forsendur sem lágu
til grundvallar við gerð gildandi
kjarasamninga. Þá góðu samninga
séu stjórnvöld að eyðileggja og ljóst
að fólk muni ekki taka þvl þegjandi,
enda verði náð í það sem upp á vant-
ar þegar árið verður gert upp. Sem
dæmi um ráðleysið og „bjánahátt-
inn“ bendir hann á að það sem var
heilagt fyrir nokkrum árum sé geng-
ið til baka eins og t.d. stefnan um
dreifða eignaraðild með sölu á hlut
ríkisins í Landsbankanum. Þess í
stað sé verið að leita að stórum
kaupenda. Því til viðbótar sé verið
að flýta öllu í þessu máli einungis til
þess að fá peninga í „hítarbrjálæð-
ið.“ Hann segir fólk vera mjög
hneykslað á þessu. ■
SIGURÐUR T. SIGURÐSSON
FORMAÐUR HLÍFAR
Munum krefjast leiðréttinga á launum
|löcreglufréttir|
Mikil umferð var í Borgarfirði yfir
helgina. Tveir voru teknir grun-
aðir um ölvun við akstur og að sögn
lögreglunnar í Borgarnesi var mikið
um að menn væru að keyra eftir einn.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
var ekki margt um manninn í
bænum um helgina. Þrátt fyrir það
var mikill sláttur á þeim sem sóttu
skemmtistaði miðborgarinnar og ölv-
un mikil. Nokkuð var um að slagsmál
brytust út þannig að kalla þurfti til
lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás
á Tryggvagötunni þar sem maður
hafði verið sleginn í andlitið og nef-
brotnaði hann. Hópmyndun varð fyrir
utan lítinn skemmtistað í Austurstræti
og varð lögregla að hafa afskipti af
fólki. Á sama stað sló maður kven-
dyravörð utan undir þegar hún hugð-
ist taka af hönum bjórflösku.
Sóltúnsmálið tekið fyrir:
Munnleg-
ur mál-
Sálarró fólks ekki
flutningur
sóltúnsmálið Málsaðilar í svokölluðu
Sóltúnsmáli skiluðu greinargerðum
til héraðsdóms á sl. föstudag vegna
lögbannskröfu þriggja hluthafa í
Lyfjaverslun íslands á kaup fyrir-
tækisins á Frumafli. Málshöfðendur
telja að verið sé að kaupa eignalaust
fyrirtæki allt of háu verði.
í dag fer fram munnlegur mál-
flutningur í málinu en engrar niður-
stöðu er þó að vænta strax. Lárus
Blöndal, lögfræðingur hluthafanna
þriggja og einn málsaðila, telur að
niðurstöðu sé að vænta seinna í vik-
unni. ■
—♦—
Danskar sjónvarpskonur:
Gagnrýndar
fyrir óbeina
auglýsingu
auclýsingar Nokkrar danskar sjón-
varpskonur hafa mátt sæta gagnrýni
þar í landi fyrir þátttöku í óbeinni
auglýsingu. Konurnar þáðu Gucchi-
úr að gjöf, eða á ótrúlega lágu verði.
Danska dagblaðir Politiken segir að
hin þekkta sjónvarpskona Cecile
Frpkjær hafi t.d greitt einungis 650
dkr. fyrir úrið, andvirði tæplega
8.000 ísl.kr. en úrið kostar 5.250 dkr,
andvirði rúmlega 62.000 ísl. kr. úr
búð. f stað afsláttarins reiknar inn-
flytjandi úranna með því að konurnar
séu með úrin á skjánum og er því um
óbeina auglýsingu að ræða. Danska
blaðamannafélagið telur að sjón-
varpsfólk eigi að hafna tilboðum sem
þessum, þau samræmist ekki siðferð-
isreglum blaðamanna. ■
| INNLENT |
Hæstiréttur hefur dæmt að farið
verði að kröfu manns sem
ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn
dreng að kallaður verði til sérstakur
yfirmatsmaður til að leggja mat nið-
urstöðu sálfræðimats á drengnum. ■
mæld í peningum
Samgönguráðuneytið mun ekki aðstoða aðstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjarfirði íjárhagslega.
Niðurstöður ICAO áfellisdómur yfir rannsókninni segja aðstandendur.
Fullnægjandi niðurstöður liggja fyrir segir ráðherra.
flugslys Samgönguráðuneytið birti á
föstudaginn bréf og skýrslu Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar,
ICAO, vegna flugslyssins í Skerja-
firði 7. ágúst í fyrra. í tilefni skýrsl-
unnar sagði Sturla Böðvarsson, sam-
gönguráðherra, að; „niðurstaða sér-
fræðingar ICAO er sú að rannsókn
og skýrsla Rannsóknarnefndar flug-
slysa um flugslysið standist fylli-
lega þær kröfur sem unnið er eftir í
flugheiminum." Að mati sérfræð-
inganna er ekki ástæða til frekari
rannsókna á flugslysinu í Skerja-
firði.
Aðstandendur fórnarlamba flug-
slyssins hafa óskað eftir frekari
rannsókn á slysinu og gert samning
við menn sem starfa við Cranfield
College for Aeronautics um að þeir -
sem einstaklingar - standi að rann-
sókninni. Aðstandendurnir leituðu
til samgönguráðuneytisins og ósk-
uðu þess að það tæki þátt í rann-
sókninni en á þeim tíma var rann-
sókn ICAO ekki lokið og leit ráðu-
neytið því svo á að ekki væru for-
sendur til frekari rannsókna.
Ráðherra sagði að ráðuneytið
myndi ekki taka þátt í kostnaði rann-
sóknarinnar en bætti því við að
ráðuneytið myndi þó vera aðstand-
endum og rannsóknaraðilum innan
handar varðandi upplýsingar og að-
gang að gögnum.
Þegar ráðherra var spurður af
því hvort að hann - sem einstakling-
ur - myndi láta fé af hendi rakna í
söfnun aðstandenda sagði hann að
hann væri of tengdur málinu og því
væri ekki eðlilegt að hann gæfi
nokkuð upp með það.
„Það er ekki hægt að mæla sál-
arró þessarra fjöldskyldna í pening-
RANNSÓKN LOKIÐ
Forseti Alþjóðaflugmálastofnunarinnar segir í bréfi til samgönguráðuneytisins að allir þættir sem skipta máli í málinu hafi verið rannsak-
aðir og að rannsóknin hafi tekið skemmri tíma en svipuð mál í öðrum málum. Aðstandendur fórnarlamba flugslyssins una ekki niður-
stöðunum og hafa fengið menn innan Cranfield rannsóknarstofnunarinnar til þess að rannsaka slysið.
um. Aðalatriði málsins er þó það að
fullnægjandi niðurstöður liggja fyr-
ir,“ sagði ráðherra.
Friðrik Guðmundsson, einn að-
standenda, segir að niðurstöður
ICAO séu áfellisdómur yfir rann-
sókninni sem fór fram og að niður-
stöðurnar séu „vægast sagt ófull-
nægjandi. ICAO kannaði formgerð-
ina en ekki hina eiginlegu frammi-
stöðu og vantar þar mikið á. Fram
kemur að mikið af gögnum var á ís-
lensku og stofnunin því ekki fær til
að meta þau gögn,“ sagði Friðrik.
omarr@frettabladid.is
Lokað í daa
hefst á moraun
Hverfisgö
Hverfisgötu 78, síml 552 8980
Opiðfrá kl. 8.00-19.00
Beinþynning:
Skokk gerir gagn
washington. AP. Bein ungra manna
styrkjast við það að stunda skokk og
þannig draga þeir úr líkum þess að fá
beinþynningu. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn sem birtist í tímarit-
inu American Journal of Public
Health. Þar segir að beina manna á
fertugsaldri sem fara út að hlaupa að
minnsta kosti níu sinnum í mánuði
verði a.m.k 5% sterkari en þeirra
sem fara sjaldnar út að hlaupa.
Ef miðað er við letibykkkjurnar,
menn sem stunda nær enga hreyf-
ingu er munurinn enn meiri eða 8%.
í rannsókninni voru röntgen-
myndir af mjaðmabeinum mannanna
skoðuð og samanburður gerður á
þeim sem skokka og þeim sem skok-
ka ekki.
Beinþynning er algengust meðal
eldri kvenna en heldur ekki óalgeng
meðal manna. Bandarískar tölur
sýna að tíu milljónir manna Banda-
ríkjamanna þjást af beinþynningu,
en 80% þeirra eru konur. Að sögn
Michael E. Mussolino, vísindamanns-
ins sem leiddi rannsóknina, þá er
ekki hægt að draga þá ályktun af
rannsókninni að annars konar hreyf-
ing skili sama árangri en almennt er
talið að hreyfing hjálpi til við að
koma í veg fyrir beinþynningu.
Mennirnir sem tóku þátt í rann-
sókninni voru allir á fertugsaldri. Al-
HLAUPIÐ STYRKIR
Ein helsta niðurstaða rannsóknarinnar er
sú að menn þurfa ekki að hreyfa sig sér-
lega oft til að styrkja beinin.
mennt kom í ljós að þeir sem stund-
uðu skokk reglulega lifðu heilbrigð-
ara lífi en hinir. ■