Fréttablaðið - 02.07.2001, Page 10

Fréttablaðið - 02.07.2001, Page 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 2. júlí 2001 MÁNUUDACUR ERLENT Stærsti mjólkurvöruframleiðandi Evrópu, Arla Foods, tilkynnti í síðustu viku að 19 mjólkurbúum þess yrði lokað. Það þýðir að 1050 manns í Danmörku og Svíþjóð verð- ur sagt upp. Lokanirnar eru hluti af fimm ára áætlun fyrirtækisins sem hyggst færa út kvíarnar á alþjóða- vettvangi. Fyrirtækið varð til í fyrra með samruna danska fyrir- tækisins Arla og sænska fyrirtæk- isins MD Foods. 39.000 Danir gengu í hnappheld- una á síðasta ári. Það er 9,6% aukning síðan árið á undan. Ekki hafa fleiri gengið í hjónaband síðan 1969. 857 hjón skildu hins vegar á siðasta ári. Einkaframkvæmdir sveitarfélaga: Bókhaldsreglur í smíðum hjá Páli Arsreikningar Nefnd á vegum félags- málaráðuneytisins er að vinna að gerð reglna um það hvernig einka- framkvæmd skuli færð í bókhald og ársreikninga sveitarfélaga. Þessi reikningsskila- og upplýsinganefnd ráðuneytisins tók við af bókhalds- nefnd Sambands íslenskra sveitar- félaga sem gaf á sínum tíma út leið- beiningar til sveitarfélagana. Sá eðl- ismunur er á starfi þessara nefnda að þær reglur sem ráðuneytisnefnd- in mun gefa út um málið hafa ígildi reglugerðar. Óvíst er hvenær þessar reglur verða gefnar út. Gunnlaugur Júlíus- son hagfræðingur Sambands ís- lenskar sveitarfélaga sem situr í nefndinni af hálfu sambandsins seg- ir að verið sé að vinna að gagna- og upplýsingasöfnun um efnið. í því skyni hafa margir sveitarstjórnar- menn komið til fundar við nefndina að undanförnu. Meðal sveitarstjórn- armanna eru skiptar skoðanir um það hvort einkaframkvæmd eigi að færa í bókhald sem fjárfesting eða rekstur. Harðar deilur hafa orðið um þetta og m.a. í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. ■ RÁÐHERRANN OC FORMAÐURINN Verið er að bregðast við nýrri hugsun í vinnubrögðum sveitarfélaga. Undarlegur knattspyrnusamningur: Þarf að borða soðinn kindaheila Ipróttir. Ljóst er að nýundirritaður samningur knattspyrnumannins Spencer Prior við enska liðið Cardiff City verður lengi í minnum hafður sem einn sá undarlegasti sem um get- ur. Samkvæmt sérstöku ákvæði í samningnum þarf Prior á samnings- tímanum að leggja sér til munns hrútspunga og soðinn kindaheila. Ákvæði þetta var sett í samninginn fyrir tilstuðlan eiganda félagsins, hins líbanska Sam Hamman, sem trú- ir því að hnossgætið muni hjálpa leik- mönnum liðsins við að komast upp úr 2. deildinni. Á frét'avef Reuters kem- ur fram að Prior, sem keyptur var frá Manchester City á .im 150 milljónir króna, hafi hins vegar neitað að borða matinn hráan, eins og fyrst var lagt til í samningnum. „Þetta hlýtur að vera skrýtnasti samningurinn í sögu knattspyrnunnar," sagði Prior. „En ég hef alltaf verið til í að prófa eit.hvað nýtt.“ ■ Stór hluti Aðalstrætis verður að hlutabréfum Reykjavíkurborg er þátttakandi í Minjavernd hf. og greiðir hlutaféð, 107 milljónir króna, með mörgum eignum í miðborginni. minjavernð Minjavernd, sem var sjálfseignarfélag, hefur verið breytt í hlutafélag. Reykjavíkurborg er meðal hluthafa og á um 40 prósenta hlut í félaginu, að verðmæti 107 milljónir króna. Borgin greiddi sitt hlutafé með eignum, en þær eru; Geysishúsið, en það er fasteignin Aðalstræti 2 og Vesturgata 1 ásamt lóðum, Grjótagötu 4 ásamt lóðarrétt- indum, lóðirnar Aðalstræti 14, 16 og 18 og Túngötu 2 og 4, samtals um 1.800 fermetrar og húsinu Aðalstræti 16. Auk þessara eigna verður stór hluti fasteignagjalda og gatnagerðar- gjalda felld niður í sex ár. Þetta er metið á 10 milljónir. Samningurinn var gerður síðastliðið haust og í hon- um segir að endurskoðandi Minja- verndar hf. hafi; „metið eignirnar og staðfest með skýrslu sinni að þær séu hæfileg greiðsla fyrir hlutabréfin." Gerður var leigusamningur um Geysishúsið og gildir hann til 1. októ- ber 2002. Reykjavíkurborg hefur húsið á leigu vegna reksturs Hins Hússins. Óhjákvæmilega vaknar sú spurn- ing hvað Minjavernd hf. ætlist fyrir með þessum eignum. í samningnum segir að fyrirtækið hyggist nota þær; „til að styrkja rekstur félagsins og gera það öflugra til að..stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvist- arleifa...sem hafa menningarsögu- legt gildi í víðtækasta skilningi." Ennfremur segir að í undirbúningi sé samstarfssamningur milli Minja- verndar hf. og Þyrpingar um bygg- ingu hótels á lóðunum við Aðalstræti 14, 16 og 18 og Túngötu 2 og 4. Ráð- gert er að leigja rekstur hótelsins til þriðja aðila. Fyrsta skrefið í þessa átt var stigið með fornleifarannsóknum sem stóðu yfir á lóðunum í vetur. Áætlað er að Reykjavíkurborg kanni; „kosti þess að gera bílastæðahús á lóðinni Suðurgötu 2, sem hugsanlega nái inn undir lóðirnar Túngötu 2 og 4.“ bryndis@frettabladid.is Tí/RB C O M P A C T MHG söluaðilar -lymo á íslandi Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is OPNUNARTILBOÐ 25% afsláttur af rafmagnssláttuvélum, -orfum og -hekkklippum. Erum einnig með bensínsláttuvélar á góðu verði frá kr. 19.900 Öflugu Flymo bensín-loftpúðavélarnar eru komnar. 3 stærðir MHG verslun Dalvegi 16a Kópavogi sími 544-4656 AÐALSTRÆTI 2. Geysishúsið svokallaða er eitt þeirra sem áður voru eign Reykjavíkurborgar en eru nú í eigu Minjaverndar hf. „Minjavernd hæfust til uppby ggingar segir Ingibjörg Sólrún um gömlu húsin í miðbænum minjavernp „Samningurinn var gerður vegna þess að við leggjum meginá- herslu á að þessi eldri hús í Kvosinni verði byggð upp og Minjavernd hefur þá þekkingu sem þarf og hún hefur líka haft lag á því að leigja út og koma starfsemi í húsin. ísafoldarhúsið, sem hún tók að sér og flutti í Aðalstrætið, er órækasti vitnis- burðurinn um það. Við teljum að Minja- vernd hafi þá fag- legu burði sem þarf til að halda vel á þessum málum. Þetta er því sam- starf félagasamtaka á þessu sviði, ríkis og borgar,“ segir INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR BORG- ARSTJÓRI. Hún segir engan vafa á því að Minjavernd standi faglega best að vígi við endurgerð hinna gömlu fast- eigna í hjarta borgarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri um samning Reykjavíkurborg- ar og Minjaverndar. Hlutur rikis og borgar er svipaður í fyrirtækinu, um það bil 40% hvor, að sögn Þorsteins Bergssonar fram- kvæmdstjóra þess. Auk þeirra eiga Minjar, sem er sjálfseignastofnun, að- ild að því, en segja má að þar sé niður- kominn hinn veraldlegi afrakstur ann- arra en ríkissjóðs, sem skapaðist í rekstri Torfusamtaka frá 1979 og Minjaverndar sem sjálfseignastofn- unar frá 1985-2000. f samningi Reykjavíkurborgar og Minjaverndar kemur fram að endur- skoðandi Minjaverndar hafi metið eignirnar og staðfest að þær væru hæfileg greiðsla fyrir hlutabréfin. Varðandi þetta mat segir Ingibjörg Sólrún borgina hafa haft ákveðnar hugmyndir um það áður en til samn- ingsins kom hvert væri eðlilegt end- urgjald fyrir þessar fasteignir og hvert yrði hlutafé borgarinnar í Minjavernd. Endurskoðandi Minja- verndar féllst síðan á það mat. „Mark- miðið var að styrkja Minjavernd til að takast á við þessi verkefni sem eru mörg í Kvosinni og þeir hafa þá reynslu og burði til að gera það með hagkvæmari og betri hætti en borgin hefði sjálf getað gert það.“ Aðspurð um starfsemi Hins Húss- ins í Geysishúsinu sagði borgarstjóri; „starfsemin sem er í Geysishúsinu er óháð því hvort það er borgin sem á þetta eða Minjavernd. Minjavernd leigir út húsnæðið og þess vegna væri hægt að leigja húsið út vegna starf- semi á vegum borgarinnar þannig að ég lít á starfsemi Hins Hússins og eignarhald á Geysishúsinu sem tvö aðskilin mál.“ bryndis@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.