Fréttablaðið - 02.07.2001, Page 13
MÁNUDAGUR 2. júlí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
13
Danir þykja tefja fyrir Færeyingum
Svar danska forsætisráðherrans við viljayfirlýsingu Færeyinga um að taka að sér yfirstjórn mennta- og félags-
mála vekur litla ánægju í Færeyjum. Lögmaðurinn fagnar jákvæðum punktum bréfsins opinberlega en
embættismenn segja Dani gera hvað sem þeir geta til að teíja fyrir fullveldisáætluninni.
fullveldi Færeyingar eru ekki alls
kostar ánægðir raeð svör Poul-Nyrup
Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur, við bréfi Anfinns Karlsbergs,
lögmanns Færeyja, þar sem hann lýsti
því yfir að Færeyingar vildu taka að
sér yfirstjórn mennta- og félagsmála
og óskaði eftir viðbrögðum forsætis-
ráðherrans.
Rasmussen staðfestir í bréfi sínu
að Færeyingar hafi lagalegan rétt til
að taka stjórn þessara málaflokka að
sér samkvæmt lögum um heima-
stjórnina. Hann leggur hins vegar
áherslu á að áður en af því verður hafi
Færeyingar samráð við menntamála-
og félagsmálaráðherra Danmerkur
um hvernig skuli staðið að yfirfærsl-
unni. Samhliða því að Færeyingar
vilja taka yfirstjórn málaflokkanna að
sér leggja þeir til að fjárlagastyrkur
úr ríkissjóði Danmerkur vgrði lækk-
aður um 356 milljónir danskra króna
eða um 36% af því sem Færeyingar
hafa hingað til fengið. Rasmussen tek-
ur undir hvoru tveggja en segir að
málin þurfi að skoðast betur áður en
yfirfærslan eigi sér stað.
Karlsberg hefur fagnað því í fjöl-
miðlum að Rasmussen viðurkenni rétt
Færeyinga til að stjórna málum sjálf-
ir og segir að það sé punktur sem
hægt sé að vinna út frá. Af viðtölum
við fólk í færeysku stjórnsýslunni
komst blaðamaður Fréttablaðsins hins
vegar að raun um að talsverðrar óá-
nægju gætir með svar danska forsæt-
isráðherrans. Hann er sagður hafa
dregið að svara bréfi lögmannsins og
þegar svarið loksins berst sé það með
þeim hætti að draga málið enn frekar.
Þeir sem Fréttablaðið ræddi við segja
að það liggi ljóst fyrir að Færeyingar
geti einhliða samþykkt lög og tekið
málin í sínar hendur. Danir hafi hins
vegar valið að draga lappirnar og gera
allt sem í sínu valdi stendur til að tefja
fyrir því að Færeyingar stígi næstu
skref í átt til fullveldis. Hefur þetta
framferði Dana valdið mikilli óá-
nægju í færeyska stjórnkerfinu og
ljóst að þolinmæði margra er á þrot-
um. ■
binni@frettabladid.is
ANFINN KARLSBERG,
LÖGMAÐUR FÆREYJA
Lögmaðurinn hefur lýst þvi yfir opinberlega
að bréf danska forsætisráðherrans sé já-
kvætt. í stjórnsýslunni gætir hins vegar mik-
illar óánægju með hvernig málið hefur tafist.
í Færeyjum
leimsókn
æreyja lögðu áherslu á gott samstarf þjóðanna í nútíð og
3togi kæmi í opinbera heimsókn til Færeyja.
FYRSTA FORSETAHEIMSÓKNIN TIL MYKINESS
Þétt þoka lagðist yfir Mykines á laugardag þegar forsetinn og fylgdarlið hans
skoðaði eina afskekktustu eyju Færeyja.
ÆTLAR ÞÚ
AÐ MÁLA í
SUMAR ?
Ef þú vilt vanda vinnuna veldu þá
hágæða verkfæri. Penslarnir frá
Penslaverksmiðjunni eru handunnir
úr ekta ólituðum svínshárum,
og þú færð þá í helstu byggingar-
og málningarvöruverslunum iandsins.
Góð verkfæri og vönduð vinnubrögð,
tryggja þér góða útkomu.
Penslaverksmiðjan ehf
sími 5551645
eitt yerð með öllu og fyrir alla
í