Fréttablaðið - 02.07.2001, Page 15
MÁNUPAGUR 2. júlí 2001
FRETTABLAÐIÐ
15
Fjórði flokkur UMFA á faraldsfæti:
Lentu í öðru sæti á Spáni
hanpbolti Fjórði flokkur karla hjá
Aftureldingu tók þátt í alþjóðlegu
handboltamóti í Granollers á Spáni
fyrir helgi. Strákarnir náðu frábær-
um árangri, öðru sæti. Fjölmörg lið
tóku þátt frá ýmsum þjóðum, t.d.
Rússlandi, Danmörku, Póllandi,
Rúmeníu, Frakklandi, Svíþjóð og
Bosníu ásamt heimamönnum.
Af átta leikjum sem UMFA spilaði
í keppninni sigraði það sjö. Liðið var
í efsta sæti í sínum riðli og fór því
beint í fjórðungsúrslit. í undanúrslit-
um mætti það rússnesku liði frá St.
Pétursborg og sigraði það með 15
mörkum gegn 13 í æsispennandi leik.
UMFA tapaði einungis fyrir heima-
mönnunum í Granollers í úrslita-
leiknum. Granollers sigruðu með 16
mörkum gegn 10.
Eftir því sem leið á mótið eignuð-
ust strákarnir fleiri og fleiri aðdá-
endur og í úrslitaleiknum voru um
þúsund manns samankomnir til að
hvetja þá áfram, þó þeir væru að
spila á móti heimamönnum. Ólympíu-
höllin í Granollers var undirlögð und-
ir óp áhorfenda þegar þeir hvöttu lið-
ið til sigurs: „Úmmfa, úmmfa!“
Þjálfari liðsins, Karl G. Erlings-
son, var að vonum ánægður með
frammistöðu sinna manna. „Miðað
við styrkleikann á mótinu hlýtur
þetta að vera einn besti árangur sem
íslenskt ungmennalið hefur náð.
Strákarnir voru alveg magnaðir,
sýndu einstaka baráttu og sigur-
vilja,“ sagði Karl.
Leikmaður UMFA, Magnús Ein-
arsson, var einnig valinn besti leik-
maðurinn í sínum aldursflokki. Hann
var vel að heiðrinum kominn, hafði
leikið frábærlega eins og félagar
hans.
Fjórði flokkur Gróttu tók einnig
þátt en datt út í riðlakeppninni.
Gróttustúlkur náðu hinsvegar þriðja
sæti. ■
VINSÆLIR STRÁKAR
Undir lok mótsins var UMFA búið að eign-
ast dyggan hóp stuðningsmanna. í úrslita-
leiknum öskruðu tæplega þúsund manns:
„Úmmfa, úmmfa!"
EG ER FRJALS!
Hernan Meija var skilað heilu og höldnu af uppreisnarmönnunum á fimmtudag. Hann fagnar hér með
dóttur sína Milena á vinstri hönd og kærustuna Paula Izquierda á hægri hönd.
Suður-Ameríkubikarinn áfram í Kólumbíu:
Frestað fram 1 janúar
knattspyrna Knattspyrnusamband
Suður-Ameríku tilkynnti á laugardag
að Suður-Ameríkubikarinn yrði ekki
haldinn í ár. Þessi ákvörðun var tekin
eftir tveggja og hálfs tíma fund í Bu-
enos Aires á laugardag þar sem for-
menn allra knattspyrnusambanda í
álfunni báru saman bækur sínar.
Keppnin átti að fara fram 11. til
29. júlí. Hún er haldin á tveggja ára
fresti og átti að halda hana í Kól-
umbíu, sem hélt hana síðast árið
1947. Á döfinni var að taka gest-
gjafaréttinn af Kólumbíu, en miklar
efasemdir um öryggi leikanna brut-
ust út eftir að Hernan Meija, varafor-
manni Knattspyrnusambands Kól-
umbíu, var rænt af uppreisnarmönn-
um í síðustu viku. Auk þess hefur
verið mikið um sprengjur á almanna-
færi að undanförnu. Meija var skilað
heilum og höldnu á fimmtudag og
flaug hann beint ti! Buenos Aires til
að sitja fyrrnefndan fund og sýna
formönnunum að hann væri enn
sprækur.
„Þeir frestuðu kepninni en tóku
hana ekki af okkur,“ sagði Meija eft-
ir fundinn á laugardag.
„Skoðanirnar voru mjög skiptar,"
sagði Jorge Correa, forseti aðal-
nefndar keppninnar. Argentína,
Brasilía, Úrúgvæ, Paragvæ og Perú
vildu allar ólmar flytja keppnina frá
Kólumbíu. Búist er við að keppnin
verði haldin í janúar, sex mánuðum
áður en Heimsmeistarakeppnin fer
fram í Japan og Suður-Kóreu. ■
Ensku meistararnir með kaupæði:
Veron vill til Man. Utd.
knattspyrna Juan Sebastina Veron
lýsti því yfir á laugardaginn að
hann vilji ganga til liðs við ensku
meistaranna Manchester United. í
samtali við The Mirror segist
argentíski miðvallarleikmaðurinn
ætla að fara að ráðum Sven Göran
Ericsson, en hann þjálfaði Lazio
áður en hann tók við enska lands-
liðinu. Ef Veron gengur til liðs við
Man Utd. þarf Alex Ferguson lík-
lega að greiða 23 milljónir punda
fyrir leikmanninn og verður
Argentínumaðurinn þar með dýr-
asti leikmaður ensku deildarinnar.
United hefur verið á höttunum eft-
ir Veron í nokkra mánuði en hann
gat ekki skipt um félag þar sem
hann var grunaður um að hafa átt
þátt í vegabréfafalsi. Hann var
hinsvegar sýknaður og standa hon-
um því allar dyr opnar.
„Ég vil ganga til liðs við
Manchester United," sagði Veron í
samtali við The Mirror. „Ég mun
fyllast stolti ef ég fæ að klæðast
rauðu treyjunni. Ég er búinn að
tala við Ericsson og hann gaf mér
nokkur ráð og útskýrði ýmislegt
fyrir mér. Hann leggur áherslu á
að ég komi og spili á Englandi.“
Veron á einnig að hafa talað við
David Beckham, Roy Keane og
Paul Scholes, leikmenn ensku
meistaranna.
Beckham segist vera spenntur
að spila með Veron. „Ég vona að
Veron taki þátt í undirbúnings-
tímabilinu með okkur. Hann er
mjög góður leikmaður og ég er
meira að segja tilbúinn að segja að
Veron er mjög eftirsóttur leikmaður. David
Beckham, fyrirliði Englands, segir hann
einn besta leikmann heims.
hann sé frábær leikmaður. Hann er
einn sá besti í heimi.“
United virðist ætla að eyða
miklum peningum fyrir næsta
tímabil því fyrir utan Veron og Ni-
stelrooy hefur Ferguson mikinn
áhuga á Paulo Di Canio, leikmanni
West Ham og Patrick Viera, leik-
manni Arsenal. ■
Bræðurnir aftur
saman á pallinn
Michael Scumacher sigraði í Frakklandi í gær. Ralf var í öðru sæti.
FORMÚiA i Það skipti ekki sköpum þó
litli bróðir, Ralf Schumacher, hafi stað-
ið sig best í tímatökum á afmælisdag
sinn laugardag og náð ráspólnum í
fyrsta skipti á Magny Cours brautinni í
Frakklandi. Michael Scumacher vann
upp forskot hans í viðgerðahléi og náði
sjálfur forystunni. Hann er búinn að
vinna fimm af síðustu átta kappökstr-
um á Magny Cours.
Kappaksturinn í gær var sá tíundi á
árinu og er Michael búinn að vinna sex
þeirra. Enn eru þó eftir 7 kappakstrar
áður en tímabilið er búið. Sigurinn í
gær var sá fimmtugasti á ferli hans og
á hann því einungis eftir að vinna einu
sinni til að jafna met Alain Prost.
Ralf Schumacher lenti í öðru sæti
og er þetta því í annað skipti á árinu
sem þeir bræður skipa fyrsta og annað
HEIMSMEISTARAKEPPNI ÖKUMANNA fl
1 Michael Schumacher 78
2 David Coulthard 47
3 Ralf Schumacher 31
4 Rubens Barrichello 30
5 Juan Pablo Montoya 12
6 Nick Heidfeld 9
6 Mika Hakkinen 9
8 Jarno Trulli 9
9 Jaques Villeneuve 7
10 Kimi Raikkonen 7
11 Heinz-Harald Frentzen 6
12 Olivier Panis 5
13 Eddie Irvine 4
14 Jean Alesi 3
15 Jos Verstappen 1
15 Pedro de la Rosa 1
15 Giancarlo Fisichella 1
18 Jenson Button 0
19 Luciano Burti 0
20 Tarso Marques 0
21 Enrique Bernoldi 0
21 Fernando Alonso 0
sæti. Ralf var í fyrsta sæti í Kanada í
síðasta mánuði og Michael í öðru.
Ralf sagðist sáttur með annað sæt-
ið. „Dekkin sem ég fékk í fyrstu skipt-
ingu voru ómöguleg. Þó ég hefði haldið
forystunni hefði ég átt erfitt með að
halda henni. Þetta var erfitt og því er
ég ánægður með útkomuna," sagði
Ralf.
Skotinn David Coulthard sigraði í
Frakklandi í fyrra. í gær tapaði hann
baráttunni um þriðja sætið naumlega
fyrir félaga Michael hjá Ferrari,
Rubens Barrichello. Coulthard kom í
HEIMSMEISTARAKEPPNI BÍLASMIÐA |
1 Ferrari 108 stig
2 McLaren 56 stig
3 Williams 43 stig
4 Sauber 16 stig
5 Jordan 15 stig
6 BAR 12 stig
7 Jaguar 5 stig
8 Prost 3 stig
9 Arrows 1 stig
9 Benetton 1 stig
11 Minardi 0 stig
SCHUMI KEMUR I MARK
Hann var með 10,4 sekúndna forrystu á
næsta mann. Næsti kappakstur verður eftir
tvær vikur í Bretlandi á Silverstone braut-
inni.
mark einungis 70 sekúndubrotum á
eftir Barrichello. Hann byrjaði
kappaksturinn í þriðja sæti en tapaði
sætinu þegar honum var refsað fyrir
að keyra of hratt á viðgerðasvæðinu.
Kólumbíski nýliðinn Juan Pablo
Montoya var á 31. hring í fjórða sæti
og á undan félaga sínum Ralf
Schumacher þegar hann neyddist til að
hætta. Finninn Mika Hakkinen var ein-
nig óheppinn sem endranær. Hann
lenti strax í ræsingu í vandræðum með
gírkassann og þurfti að hætta við að
taka þátt og gefa eftir fjórða sæti í
startinu. Hakkinen er því aðeins búinn
að klára fjóra kappakstra í ár og fá níu
stig. „Ég er vonsvikinn. Óhöpp gerast
alltaf en þau virðast elta mig sérstak-
lega núna,“ sagði Hakkinen sár. Jarno
TVulli, ökumaður Jordan, lenti í fimmta
sæti og Nick Heidfeld, ökumaður
Sauber, í því sjötta. ■
Nú eru 4 dagar f
Moorhuhn mótið
á Vísi.is!
vísir.is
góöuf purtktut'!
.htaxtaW #E5'Í!8 '
fȒ*- r