Fréttablaðið - 17.07.2001, Page 1

Fréttablaðið - 17.07.2001, Page 1
MENNING ÍÞRÓTTIR MIÐAUSTURLÖND Þjóðdansar eru skemmtilegir bls 18 Belgískur skurðlœknir leiðir Olympíuhreyfinguna bls 8 Sharon vill ekkifrið FRETTABLAÐIÐ 59. tölublað - 1. árgangur ÞRIÐ1UDAGUR Þriðja umferð hjá bresku íhaldi stjórnmál Breskir íhaldsmenn kjósa um formannsefni í þriðja skipti í dag. Þrír eru enn í kjöri: Michael Portillo, sem hlotið hefur flest atkvæði í fyrstu tveimur umferðunum; Iain Duncan Smith sem nýtur stuðnings hægri arms flokksins, og Kenneth Clarke, einn heisti evrópusinni flokksins. Vaxtadagur evrusvæðisins vaxtamál Evrópubankamenn koma saman til þýðingarmikils fundar í dag. Þá á að ákveða stýrivexti í löndunum 12, sem hafa evruna að sameiginlegum gjaldmiðli. VEÐRIÐ í DAC REYKIAVI'K Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og stöku skúrir. Hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Isafjörður O 2-4 Skúrir Q 10 Akureyri O 2-4 Léttskýjað Q10 Egilsstaðir O 2-6 Léttskýjað Q10 Vestmannaeyjar © 3-8 Skúrir Q 11 Gengið um dal og eyju göngur Göngufólki býðst í kvöld leiðsögn um austurhluta Viðeyjar. Þá efnir Orkuveitan til ferðar um Elliðaárdal þar sem hugað verður að gróðri og smádýralífi. Hvor tveggja gangan hefst kl. 19.30. Bikarkeppni kvenna FÓTBOLTI í kvöld verða leikin átta iiða úrslit í bikar- keppni kvenna í knattspyrnu. Þá mætast Breiðablik og ÍBV í Kópavogi, Haukar og Valur á Ásvelli, Stjarnan og KR í Garðabæ og Þróttur og FH í Laugardal. |KVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu margir á aldrinum 25 til 39 ára fengu dagblað á heimili sitt í morgun? Samkvæmt könnun PriceWaterhouseCoopers á útbreiðslu Fréttablaðsins og áskrift að Morgun- blaðinu virka daga. 70.00'0 eíntök 70,®/-'0 fölks les fc lci 72,5% IBUA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS A ALDRINUM 25 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆI 1 KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRA JÚlI 2001 3 Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Þriðjudagurinn 17. júli 2001 „I mínum huga al- gerlega óskiljanlegt“ Davíð Oddsson um mál Arna Johnsen. Segir Árna eiga engan grundvöll sem þingmaður ef hann nýtur ekki trausts kjósenda. Allar Msnertingar“ þingmannsins við opinbera kerfið rannsak- aðar hjá ríkisendurskoðanda. Eyjamenn slegnir yfir málinu. stjórnmál „Samband þingmanns og kjósenda snýst bara um traust, hann verður að hugleiða sína stöðu út frá því. Ef hann getur ekki áunnið sér traust kjósenda sinna þá á hann engan grundvöll," sagði Davíð Oddsson, forsaetis- ráðherra, í gær þegar hann var spurður að því hvort Árni John- sen ætti að segja af sér þing- mennsku. „Þetta er í mínum huga algerlega óskil- janlegt," segir Þegar hluta af Davíð um hegðun vörunum var Árna en segir að skilað aftur fékk hann beri traust Árni persónu- til Árna sem per- lega endurgreitt sónu. andvirði þeirra Halldór Blön- að upphæð 12 dal, forseti Al- þúsund krónur. þingis, sendi ríkis- ___^... endurskoðanda í gær beiðni Gísla S. Einarssonar, þingmanns, um út- tekt á stjórnsýslu og bókhaldi byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins án frekari fyrirmæla. „Við munum kanna allar snert- ingar þingmannsins við opinbera kerfið,“ sagði Sigurður Þórðar- son, ríkisendurskoðandi, um rann- sókn á embættisfærslum Árna Johnsen sem formanns bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Davíð sagði að með framgöngu sinni hefði Árni gert það að verk- um að óhjákvæmilegt væri að fara ofan í alla þá þætti sem snúa að umsýslustörfum Árna. Sigrún Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa slegna yfir þessu máli og telur að það muni efldust bera á góma meðal sjálfstæðis- manna í bæjarpólitíkinni í Eyjum. Halldór Blöndal sagði að þing- helgi kæmi ekki í veg fyrir að rannsaka mætti mál sem snerta alþingismenn enda hafi það hvað eftir annað verið gert. „Dæmi eru um að mál hefur verið höfðað gegn alþingismanni í þinghléi en nú er sú breyting að Alþingi star- far allt árið. Þá geta komið upp álitamál, sem ég þori ekki að segja um að óathuguðu máli,“ sagði Halldór. Stefán Baldursson, þjóðleik- hússtjóri, krafðist svara frá BM- Vallá í gær varðandi viðskipti Árna Johnsen við fyrirtækið á undanförnum vikum og mánuðum í nafni byggingarnefndar Þjóð- leikhússins. I svari fyrirtækisins segir að Árni hafi keypt óðals- steina fyrir 160 þúsund krónur á reikning byggingarnefndarinnar. Þegar hluta af vörunum var skilað aftur fékk Árni persónulega end- urgreitt andvirði þeirra að upp- FORSÆTISRÁÐHERRA TJÁIR SIC UM HITAMÁL Davíð Oddsson kallaði blaðamenn á sinn fund í stjórnarráðinu síðdegis í gær til að greiða frá viðhorfum sínum til mála Árna Johnsen hæð 12 þúsund krónur. Stjórnar- andstaðan segir málið dapurlegt og kalli á að öllum steinum verði velt við. nánar bls. 2, 6 og 10. Islandsbanki um Islandssíma: Vill fá skýringar HLUTABRÉF „Við vitum af því að stjórnendur Íslandssíma hafa ver- ið að vinna af kappi í sínum mál- um síðustu daga. Við höfum áhuga á nánari skýringum á frávikinu ekki síður Verðbréfaþing ís- lands," segir Jóhann Magnússon, yfirmaður fyrirtækjaþróunar ís- landsbanka, og tekur með því und- ir að skýringum Íslandssíma hafi að ýmsu leyti verið ábótavant. í blaðinu í gær kom fram að fyrir- tækið hafi fengið undanþágu frá reglum VÞÍ um skráningu á aðall: ista þingsins. Jóhann segir VÞÍ starfa samkvæmt reglum og að bankinn hafi ekki átt þátt í þeirri ákvörðun. Aðspurður segist Jóhann telja of snemmt að tala um skaðabóta- skyldu bankans eða Íslandssíma gagnvart hluthöfum, en tekur fram að frumupplýsingar vegna útboðsins hafi komið frá fyrirtæk- inu og hafi bankinn orðið að treysta þeim. Þannig beri fyrir- tækið sjálft ábyrgð á útgefnum hlutabréfum þrátt fyrir að ís- landsbanki hafi aðstoðað þá við út- boðið. ■ 1 ÞETTA HELST | Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, segir nýjan samning ÍE og Roche mikilvægari en_ margir geri sér grein fyrir. í framtíðinni verði litið á hann sem eitt af stærstu skrefum sem tekið hafi verið íslandi til heilla. bls. 2. —+— Mikil veiði hefur verið á loönumiðum fyrir vestan land og kolmunnamiðum austan lands. Afurðaverð er hátt og gengisþróun hagstæð. bls. 4. —♦— Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að framlengja ekki vínveitingaleyfi nektardansstað- arins Club Clinton. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.