Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.07.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN 2 FRETTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 ÞRIÐJUPAGUR RANNSÓKN FARI FRAM Þrír af hverjum fjórum kjós- endum telja að fara eigi fram rannsókn á störfum Árna Johnsen í byggingar- nefnd Þjóðleikhússins. Rík- isendurskoðandi hefur þeg- ar hrint slíkri rannsókn af stað. Á að fara fram rannsókn á störfum Áma Johnsen við byggingamefnd Þjóðleikhússins? Niðurstöður gærdagsins á wvwv.vísir.is Spurning dagsins í dag: Á Árni Johnsen að segja af sér þingmennsku? Farðu inn á vísi.is og segðu | þína skoðun __________CQH3 TVÖ LÍK Kona lést í sjálfsmorðsárás á lestarstöð i borginni Binyamina i norðurhluta ísraels í gær. Að minnsta kosti fimm særðust í árásinni og var tvísýnt um líf sumra þeirra. Sjálfsmorðsárás í Israel: Sprengdi sig á lestarstöð ísrael ap Óljóst er hve margir fór- ust í sjálfsmorðsárás Palestínu- manns á lestarstöð í Norður-ísrael í gær. í ísraelskum fjölmiðlum kom fram að maðurinn var færð- ur að lestarstöðinni í bíl sem stað- næmdist snögglega, hleypti manninum út og ók síðan í hend- ingu í burtu. Lögreglan leitar bíls- ins. Sprengingin var sólarhring eft- ir að ísraelski herinn réðst inn á yfirráðasvæði Palestínumanna og eyðilagði fjórar lögreglustöðvar sem sérsveitir Yasser Arafat stjórna. Sú árás var til að hefna skotárás Palestínumanna á ísra- elskar öryggissveitir og land- nema. ■ | STUTT Gísli Helgason, starfsmaður Hljóðbókagerðarinnar, segist hafa átt nótulaus viðskipti við Árna Johnsen, að kröfu þing- mannsins, þegar hann vann við útgáfu á upptökum Stórhöfðasvít- unnar, tónverks eftir Árna í flutningi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Aö því er fram kom í frétt- um RÚV lét Gísli undan eftir að þingmaðurinn hélt kröfu um nótulaus viðskipti til streitu. Meðal flytjenda á plötunni var Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra. —*— Embætti ríkissaksóknara fyl- gist með máli Árna Johnsen, að því er haft var eftir Boga Nils- syni, ríkissaksóknara, í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi, og mun taka málið til opinberrar rann- sóknar ef tilefni þykir til, eða samkvæmt tilvísun frá Ríkisend- urskoðun. í Kastljósi sagðist Ei- ríkur Tómasson, lagaprófessor, telja að miðað við fram komnar fréttir gæti mál Árna sætt opin- berri rannsókn undir stjórn ríkis- saksóknara, auk rannsóknar af hálfu Ríkisendurskoðunar. I erlent 1 Uppúr slitnaði í viðræðum á milli Indlands og Pakistans um framtíð Kamírs eftir að patt- staða myndaðist í viðræðum leið- toga landanna í gærkvöldi. Mus- harraf, forseti Pakistans, yfirgaf fundinn og hélt heim á leið .“Við náðum engu samkomulagi" sagði Musharraf við fréttamenn áður hann yfirgaf Indland. Samningur ÍE og Roche undirritaður: Islendingar tekið okkur vel samnincur „Það er með ólíkindum hve vel Islendingar hafa tekið starfsemi íslenskrar erfðagrein- ingar, með örfáum undantekning- um þó,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagrein- ingar, þegar hann leit yfir farinn veg við formlega undirritun samnings við svissneska stórfyr- irtækið Roche Diagnostics í gær. Þá þakkaði hann Davíði Oddssyni, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir veittan stuðning í gegnum tíðina og tók fram að fyrirtækið ætti honum margt að þakka. í ræðu sinni sagði Davíð samn- inginn, sem tryggði viðgang ÍE, mikilvægari fyrir land og þjóð en margir landsmenn gerðu sér grein fyrir. Spáði hann því að í framtíðinni muni verða litið á samninginn sem eitt af stærstu skrefum sem tekið hafi verið ís- landi til heilla. Hann gæti orðið til þess að „fylla upp í þá mynd sem Islendingar hafa gert sér um þetta mikla fyrirtæki." Roche er fyrsta fyrirtækið sem samningur roche og íe undir- ritaður Heino von Prodzinski, frá Roche Diagnost- ics, minntist á það i ræðu sinni að mikil ábyrgð hvíldi á fyrirtækjunum vegna per- sónuupplýsinga sem þau hyggjast nota. tekur í notkun svokallað lífupp- lýsingakerfi íslenskrar erfða- greiningar, en það mun gera fyrir- tækjunum enn frekar kleift að rannsaka erfðaþætti sjúkdóma. ■ Flugleiðir: Selja eignir samgöncur Flugleiðir hafa selt hlutabréf sín i fjarskiptafyrirtæk- inu France Telecom fyrir 285 milljónir króna og flugvélavara- hluti fyrir 230 milljónir króna. í frétt frá Flugleiðum segir að seldur hafi verið hreyfill af Boeing 737-400 flugvél, en flug- vélar af þeirri tegund verða horfnar úr flugflota félagsins eft- ir tvö ár. Þangað til verður unnið að því að selja hluta af vara- hlutalager þessarar flugvélagerð- ar. ■ Ohjákvæmilegt að fara ofan í alla þætti starfa Ama Þingseta veltur á trausti kjósenda, segir Davíð Oddsson. Myndi sjálfur segja af sér ef slíkt traust vantaði. Best fyrir Arna að umsýslustörf hans verði rannsökuð. Nefndarformaður hafði ekki heimild til að valsa um með prókúru. stjórnmál „Samband þingmanns og kjósenda snýst bara um traust, hann verður að hugleiða sína stöðu út frá því. Ef hann get- ur ekki áunnið sér traust kjós- enda sinna þá á hann engan grundvöll," sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, þegar hann var spurður áð"því hvorr Árni Johnsen ætti að segja af sér þing- mennsku. Hann sagði Árna enn njóta síns trausts: „Hann sem persóna nýtur míns traust og ég finn afskaplega mikið til með honum.“ Þó væri hegðun Árna í „Það er ekki upphæðin sem fer í taugarnar á mér, það er verkið sjálft og hvernig um það hef- ur verið fjall- að af Árna." sínum huga „gjörsamlega óskil- janleg." Þannig má segja að Davíð hafi ekki tekið beina afstöðu til þess —»— hvort Árni ætti að segja þingsæti sínu lausu, sú ákvörðun lægi hjá kjósendum. „Það er nú þannig að það getur enginn mannlegur máttur látið þingmann segja af sér, vilji hann það ekki ___^ sjálfur, nema kjós- endur hans,“ sagði Davíð. Hann tók þó fram að ef hann sjálfur risi ekki undir trausti kjósenda þá myndi hann segja af sér. „Með framgöngu sinni hefur Árni gert það að verk- um að óhjákvæmilegt er að fara ofan í alla þá þætti sem snúa um- sýslustörfum Árna,“ sagði Davíð og tók fram að þrátt fyrir að ekki væri rétt að trúa ýmsum sögum sem um málið ganga að óreyndu þá væri best fyrir Árna að um- sýslustörf hans yrðu rannsökuð. „Um er að ræða 160 þús. krón- DAVfÐ ODDSSON Árni Johnsen var í Eyjum að hugsa málið þegar Davíð ræddi við blaðamenn síðdegis í gær. Hann segir Árna aðeins geta kennt sjálfum sér um stöðu mála. ur í þessu tilviki," sagði Davíð og vísar þar til óðalssteins sem keyptur var fyrir almannafé og Árni hefur viðurkennt að hafa notað í eigin þágu. „Það er ekki upphæðin sem fer í taugarnar á mér, það er verkið sjálft og hvernig um það hefur verið fjall- að af Árna.“ Að sögn Davíðs er málið ein- nig undarlegt í ljósi þess að mjög var dregið úr umboði byggingar- nefndar Þjóðleikhússins árið 1996 þegar hún var endurskipuð. „Nefndin hefur ekki umboð til að starfa með þessum hætti,“ sagði hann. Efnislega hafi hlutverk nefndarinnar eftir breytingu ver- ið takmarkað við áætlanagerð. „Ég tel ekki að nefndin hafi haft heimild til þess að láta nokkurn mann valsa um með prókúru eða umboð,“ sagði Davíð. matti@frettabladíd.ís Páll Sigurjónsson forstjóri ístaks: Borgarráð: Viðvik fyrir Arna Johnsen ekki greidd af Istaki verktaka „Nei, ekki það ég veit“, sagði Páll Sigurjónsson forstjóri verktakafyrirtækisins ístaks, þegar Fréttablaðið bar undir hann frásagnir undirverktaka af því að ýmis viðvik fyrir Árna Johnsen hefðu verið skráð á önnur verk hjá fyrirtækinu. „Hér er um að ræða einyrkja sem unnið hafa verk á okkar vegum, m.a. sjálfsagt fyrir Árna eins og fjölmarga aðra, og þá eru reikningar færðir hjá okkur á liðinn „ýmis verk“, sem við að F VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Við borgum einyrkjum en rukkum hjá verkbeiðanda, segir Páll Sigurjónsson forstjóri sjálfsögðu innheimtum hjá verkbeiðanda en einyrkjarnir fá eðlilega greitt frá okkur. „Mér vitanlega höfum við ekki verið að borga Árna fyrir mein- ta greiða með vinnuframlagi frá ístaki," sagði Páll. í Fréttablaðinu í gær var mis- sagt að Stafkirkja Norðmanna í Vestmanneyjum hefði verið reist af ístaki, en það gerðu norskir sérfræðingar. ístak endurgerði húsið Landlist á Skansinum í Vestmanneyjum og byggði Þjóðhildarkirkju á Grænlandi. ■ Clinton fær ekkileyfi NEKTARDANS Borgarráð Reykja- víkur synjaði á síðasta fundi sín- um umsókn nektardansstaðar- ins Club Clinton um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga. I bók- un bæjarráðs segir að lögreglu- stjóri mæli gegn veitingu leyfis- ins en þann 19. júní sl. hafi lög- reglustjóri veitt staðnum áminningu vegna margítrekaðra brota á reglum um heimilaðan veitingatíma áfengis og slit skemmtunar. „Er ljóst af mála- vaxtalýsingu að um sterkan brotavilja umsækjanda er að ræða,“ segir ennfremur og að í ljósi þessa hafni borgarráð um- sókninni. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.