Fréttablaðið - 17.07.2001, Síða 4

Fréttablaðið - 17.07.2001, Síða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 ÞRIÐJUPAGUR SVONA ERUM VIÐ UPPHÆÐ UPPCREIDDRA ÍBÚÐASJÓÐS- LÁNA A FYRRI HELMINGI ÁRSINS Heildarupphæð uppgreiddar lána á tyrri helmingi ársins dróst verulega saman á milli ára. Sigurður Geirsson hjá íbúðalána-' sjóði segir þetta að mestu stafa af því að fólk hafi þangað til fyrir um ári síðan talið sér hag í að yfirtaka ekki eldri húsbréf við húsakaup, heldur kaupa þau upp og taka ný lán. Að sögn Sigurðar var fólk lengi að átta sig á því að betra væri í flestum tilfell- um að halda gömlu bréfunum. Fyrsti vinningur hækkar: Dýrara að spila með í lottó cetraunir Fyrsti vinningur í Laug- ardagslottóinu mun ekki verða lægri en um þrjár milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá ís- lenskri getspá. Þar kemur einnig fram að íslenski bónusvinningur í Víkingalottóinu hækkar um helm- ing. Samfara hækkun vinninga mun verð hverrar raðar í Lottóinu hækka í 75 krónur og í Víkinga- lottóinu í 35 krónur. Samkvæmt fréttatilkynningu sem íslensk Getspá hefur sent frá sér segir að verðhækkun þessi sé til að fylgja eftir verðlagsþróun í landinu og að verð lottóraðarinnar hafi ekki hækkað í sex ár. ■ |lögreglufréttir[ Landsmóti UMFÍ lauk sl. sunnudag og að sögn lögregl- unnar á Seyðisfirði fór mótið vel fram í alla staði og urðu engin óhöpp á fólki. Að sögn talsmanns varð töluverð umferð þegar gestir lögðu í heimferð seinniparts sunnudags en gekk hún átakalaust fyrir sig. —♦... Umferðarátak er nú á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss og að sögn lögreglunnar á Selfossi er ætlunin að svo verði í allt sumar. Sagði lögregla að sam- starf yrði á milli lögreglunnar í Kópavogi og lögreglunnar á Sel- fossi þannig að nú mega öku- fantar fara að vara sig. Skemmdir voru unnar á trjám og öðrum gróðri í einkagarði í Vesturbænum. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík leikur grunur á að um nágrannadeilur sé að ræða. Loðna og kolmunni: Mikil veiði og ágætis búbót sjávarútvecur Mikil veiði hefur verið á loðnumiðunum fyrir vest- an og einnig á kolmunnaveiðum fyrir austan land. Þá hefur af- urðaverð einnig verið að nokkuð hátt auk þess sem gengisþróun hefur verið hagstæð, þ.e. að fleiri krónur fást fyrir hvert tonn af mjöli og lýsi en var áður en krón- an féll á gjaldeyrismörkuðum. Um 500 dollarar fást fyrir tonn af lýsi og 400-450 pund fyrir mjöltonnið. Heildarafli í loðnu nemur um 120 þúsund tonnum og nokkru meira í frjálsum veiðum í kolmuna. Arnar Sigurmundsson formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva segir að veiðin í sumar sé ágætis búbót fyrir vinnslur og útgerðir loðnuskipa. Fyrir vikið séu menn að fá eitthvað upp í þær fjárfest- ingar sem ákveðið var að ráðast í á góðæristímanum fyrir nokkru LOÐNUSJÓMENN Sjómenn loðnu- og kolmunnaskipa brosa breiðar en oft áður vegna góðs gengis á miðunum. síðan. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið að öðru leyti en því að menn vonast til að þessi góða veiði geti haldist eitt- hvað áfram með tilheyrandi at- vinnu- og gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið. ■ [lögreglufréttir[ Farþegaskipið Kólumbus kom til Ólafsvíkur um kl. átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunn- ar í Ólafsvík steig stór hluti far- þega á landi en þeirra biðu rútur og var farið með þá í útsýnisferð. Skipið fór aftur um tvöleytið og er næsti viðkomustaður Akur- eyri. Farþegaskipið Kólumbus er með innanborð um 377 farþega og áhöfnin er 177 manns. —♦— Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast fyrir hádegi í gærdag en þá þegar höfðu verið bókuð 58 mál. Að sögn talsmanns lögreglunnar var meirihluti af- skipti lögreglu af ökumönnum sem sinntu ekki stöðvunarskyldu og höfðu ekki spennt öryggis- belti. Veðurfar í Grikklandi: Hættuleg hitabylgja aþenu.ap Búist er við að hita- bylgja gangi yfir Grikkland á morgun. Innanríkisráðherra landsins hefur áminnt landsmenn um að gæta varúðar. „Veðurfarið mun gera fólki erfitt fyrir, sér- staklega börnum, gamalmennum og fólki með heilsufarsvanda- mál“, sagði innanríkisráðherr- ann. Búist er við að hitinn fari upp í 40 gráður í miðhluta Grikklands og öðrum hlutum landsins á morgun. Til að bæta gráu ofan á svart er búist við að vind lægi í vikunni. Heilbrigðisyfirvöld sendu frá sér viðvaranir nokkru sinnum í fyrra þegar hitabylgjan kom af stað skógareldum víðsvegar um landið. Reykmengunin í kjölfarið varð þess valdandi að hundruðir þurftu að leggjast inná sjúkra- hús. ■ lögreglufréttir! Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um innbrot í bifreið í austurborginni á áttunda tíman- um í gærmorgun. Við nánari skoðun kom í ljós að geislaspilara hafði verið stolið úr bifreiðinni. r->— Vinnuslys átti sér stað í fisk- vinnslufyrirtæki á Patreks- firði um tvöleytið í gær. Tildrög slyssins voru þau að stúlka á tví- tugsaldri var að vinna við stein- bítskinnavél og missti höndina í vélina með þeim afleiðingum að missa framan af fingrum. Að sögn lögreglunnar á staðnum var stúlkan flutt til Reykjavíkur. —4— Lögreglumaður á reiðhjólaeftir- liti á Fiskitanga á Akureyri kom að tveimur stúlkum um fjög- urleytið í fyrrinótt þar sem þær voru að næla sér í múrsteina af bretti sem stóð á athafnasvæði Flutningamiðstöðvar Norður- lands. Stúlkurnar voru ekki kærð- ar fyrir athæfið en atvikið er geymt í bókunum lögreglunnar að sögn talsmanns lögrelgunnar. ÞJÓFAR SPILLA FRÍI Ferðaskrifstofan hefur séð til þess að íslensku ferðalangarnir í Portúgal hafa fengið tjón sitt bætt og krafist hertrar öryggisgæslu á hótelinu. íslendingar rændir í Portúgal: • • Oryggishólf brotin upp þjófnaður Brotist hefur verið inn í sex íbúðir íslendinga sem dvelj- ast á íbúðahótelinu Paraiso de Al- bufeira. Brotist var inn í fjórar íbúðir íslendinga fyrir um tíu dögum og tvær síðastliðinn föstu- dag. Hótelið er nýtt og hið besta i alla staði en svo virðist sem þjófarnir hafi lykla því þeir kom- ast inn í íbúðirnar án þess að nokkur vegsummerki sjáist og spenna þar upp öryggishólfin eða bora út lásana. Þjófarnir hafa haft hundruð þúsunda íslenskra króna upp úr krafsinu en þeir hafa einnig tekið kreditkort og skartgripi. „Þetta hefur haft mikil áhrif á okkur og það má segja að heil vika hafi far- ið í þetta. Fólk er óöruggt og krakkarnir voru hræddir fyrstu dagana eftir innbrotið," sagði fjöl- skyldumaður sem á Paraiso de Al- bufeira. Hann segist þó vilja hrósa ferðaskrifstofunni fyrir hvernig brugðist var við. Að sögn Ómars Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra ferðaskrifstofunn- ar Sólar, hafa farþegarnir þegar fengið bætta þá peninga sem þeir misstu í hendur þjófanna en ekki er vitað til að misyndismennirnir hafi getað fénýtt þau kreditkort sem voru tekin. Starfsmenn ferðaskrifstofunnar hafa einnig verið hinu óheppna fólki til að- stoðar eftir því sem þörf hefur verið á. „Við höfum séð til þess að þessum farþegum hefur verið bætt sitt tjón eftir því sem kostur er og óskað eftir því við hótel- stjórnina að öryggisgæsla á hótel- inu verði efld og er okkur kunnugt um að það hafi verið gert. Jafn- framt hefur verið sett í gang lög- reglurannsókn á því með hvaða hætti innbrotsþjófarnir komust inn í þessar íbúðir,“ sagði Ómar Kristjánsson og vildi brýna fyrir fólki af þessu tilefni að loka alltaf gluggum og svalarhurðum á íbúð- um og taka vel í hurðarhúninn eft- ir að það hefur læst íbúðum á leið frá íbúðinni. Hann sagði þekkt vandamál í ferðaþjónustu að þjóf- ar létu greipar sópa á hótelum á sólarströnd, jafnvel á hótelum eins og Paraiso þar sem eftirlit væri með því mesta sem þekkist í Portúgal; svæðið girt af og eftirlit mikið með óviðkomandi manna- ferðum. ■ Reykjavík: Braut rúðu í íbúð nágranna með hamri Kjarasamningur lögreglumanna: Urslit um miðjan næsta mánuð lögreclumál Maður, sem var ölv- aður og á við geðræn vandamál að stríða, braut rúðu í íbúð ná- granna síns með hamri í gær- morgun. íbúðareigandinn sagði í sam- tali við Fréttablaðið að unnusta hans hefði verið ein í íbúðinni þegar maðurinn, sem býr í næsta húsi, kom inn í garð þeirra með hamar á lofti, ógnaði konunni í gegnum rúðuna og lét hamars- höggin dynja á rúðunni svo gler- brot þeyttust um íbúðina. Konan gat leitað á náðir nágranna, sem kölluðu til lögreglu. Lögreglan í Reykjavík sagði að maðurinn ætti við geðræn vanda- mál að stríða og vildi sem minnst tjá sig um málið. íbúðareigandinn sagðist telja að vegna ófremdarástands í geð- heilbrigðisþjónustu fengi maður- inn ekki viðeigandi meðferð og stuðning og sagðist hann sjálfur og fleiri nágrannar hafa þungar áhyggjur af málinu enda fyndi fólk ekki til öryggis á heimilum sínum meðan von væri á uppákomum af þessu tagi. Hann hafði fengið upp- lýsingar um að maðurinn yrði lát- inn laus síðdegis í gær. ■ JÓNAS MAGNÚSSON FORMAÐUR LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA Um átta mánuðir liðu á milli gamla og nýja samningsins. kjaramál Gert er ráð fyrir að byrjað verði að kynna nýjan kjarasamning á milíi Landsam- bands lögreglumanna og ríkisins fyrir lögreglumönnum í næstu viku. Jónas Magnússon formaður sambandsins býst við að niður- staða í atkvæðagreiðslu um samn- inginn muni liggja fyrir um miðj- an næsta mánuð. Hann segir að verið sé að fara yfir samninginn og hvað hann hefur í för með sér fyrir þá fjölmörgu einstaklinga sem í hlut eiga með nýja launa- kerfinu sem samið var um. Það sé m.a. vegna þess að ýmis ákvæði samningsins lúta að persónuleg- um kjörum hvers og eins með til- liti til starfsaldurs og líftíma. Kjarasamningurinn er að öðru leyti á svipuðum nótum og aðrir gerðir samningar með 6,9% upp- hafshækkun og síðan 3% árlega og 1,5% á síðasta ári, en samning- urinn gildir frá 1. júlí sl. til 30. apríl 2005. Með samningunum fylgir einnig yfirlýsing ríkis- stjórnar um breytingar á lögum um starfsaldur lögreglumanna úr 70 árum í 65 ár. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.