Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 8
8 FRETTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 ÞRIÐHJDAGUR Alþjóðaólympíunefndin kaus nýjan formann í stað Samaranch: Belgískur skurðlæknir leiðir Olympíuhreyfinguna Eftirför: Keyrði á tvo lögreglubíla löcreclumál Lögreglan í Reykja- vík veitti ökumanni á fólksbifreið eftirför um áttaleytið á laugar- dagskvöldinu þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum á Miklu- braut við Skeiðarvog. Þegar lög- reglan gerði tilraun til að stöðva bifreiðina keyrði ökumaður utan í tvær lögreglubifreiðar. Eltingar- leikurinn endaði á Sæbrautinni en þar hafði bifreiðin affelgast vegna aksturslags ökumanns og lenti við það á steyptum kanti. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lögreglustöð og er hann grunaður um ölvun við akstur. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. ■ moskvu.ap Jacques Rogge, belgískur skurðlæknir, verður eftirmaður Juan Antonio Samar- anch, sem forseti Alþjóða ólymp- íunefndarinnar. Rogge naut stuðn- ings Samaranch í kjörinu. Nafnið Samaranch verður þó áfram á meðlimaskrá nefndarinnar því sonur og nafni hins fráfarandi formanns er meðal nýkjörinna nefndarmanna og sá gamli verður sjálfur heiðursforseti svo lengi sem hann lifir. Rogge hlaut tilskilinn meiri- hluta í annarri umferð atkvæða- greiðslu. Hann þurfti 56 atkvæði til að hljóta kosningu en hlaut 59. Aðrir frambjóðendur voru Kim Un-young frá Suður-Kóreu, Dick Pound frá Kanada, Pal Schmitt frá Ungverjalandi og Anita DeFranz frá Bandaríkjunum. Rogge, sem keppti þrívegis í siglingum á Ólympíuleikunum, hefur heitið því að herða barátt- una gegn lyfjanotkun í íþróttum og vill draga úr umsvifum í tengslum við Ólympíuleikana en NÝI OC HINN GAMLI Belginn Jacques Rogge, nýkjörinn formað- ur Alþjóðaólympíunefndarinnar, ásamt fyr- irrennara sínum, Juan Antonio Samaranch. hann segir komna of mikla pen- ingalykt af leikunum. Framundan eru erfið málaferli vegna meintr- ar mútuþægni nefndarmanna í tengslum við Vetrarólympíuleik- ana í Salt Lake City. ■ Dauðaslys í Slóvakíu: Eldingu laust niður ámæðgin BRATISLAVA. SLÓVAKÍA. AP. Ung móðir og þriggja ára sonur hennar létust af sárum sínum eftir að eldingu laust niður á þau í bænum Detva í Slóvakíu. Atvikið átti sér stað þeg- ar mæðginin voru stödd á hátíð í miðbænum þegar mikill stormur gekk yfir í skamma stund. Móðir konunnar slasaðist einnig eftir eldinguna og var flutt á sjúkrahús ásamt öðrum manni. ■ Álvershugmyndir í Reyðarfirði: Methagnað- ur hjá Hydro osló.ap Methagnaður varð á fyrri- hluta ársins af rekstri Norsk Hydro, fyrirtækisins sem horft er til í samningaviðræðum um álver í Reyðarfirði. Hagnaðurinn nam 582 milljón- um dollara, eða um það bil 58 milljörðum íslenskra króna og jókst um 31 milljón dollara frá sama tíma í fyrra. Tekjur fyrir- tækisins á tímabilinu námu um 880 milljörðum íslenskra króna. Eivind Reiten, forstjóri og stjórnarformaður, segir að þrátt fyrir methagnaðinn hafi aðstæður í efnahagslífi Bandaríkjanna haft neikvæð áhrif á markaði fyrir- tækisins á öðrum fjórðungi ársins en á því tímabili jukust tekjur þess aðeins lítillega. Fyrirtækið vinnur olíu og olíu- vörur, léttmálma og býr til áburð. Það hefur 37.000 starfsmenn og er hið næststærsta í Noregi. Norska ríkið á 44% hlut í því. ■ |lögreglufréttir| I^búar í Stakkholti urðu fyrir ónæði þegar ölvaður maður ruddist inn í hús þeirra og gerði sig þar heimakominn. Kallað var á aðstoð lögreglunnar í Reykja- vík sem handtók manninn og fékk hann að dúsa í fangageymsl- unni. ..♦— Kalla þurfti á lögregluaðstoð á veitingastað í Hafnarstræti á sunnudagsmorgun þegar einn gesta hússins tók upp á því að kasta flösku í gesti staðarins. Hafði honum verið vísað út vegna framkomu sinnar en hóf þá að grýta flöskum. Maðurinn var handtekinn og fluttur í fanga- geymslu. Ein kona leitaði sér að- stoðar á slysadeild í kjölfar at- burðanna. —♦— Dyraverðir veitingastaða við Tryggvagötuna áttu fótum sínum fjör að launa um helgina en margir voru um hituna að vilja lumbra á þeim. Til dæmis sást í eftirlitsmyndavélum lög- reglu hvar maður sló til dyra- varðar og var sá handtekinn og fær málið frekari rannsókn. Einnig var annar árásarmaður handtekinn en honum var sleppt eftir tiltal lögreglu. Lögreglan þurfti einnig að sinna fleiri út- köllum um helgina þar sem veit- ingahús á TVyggvagötunni komu við sögu. Slagsmál brutust út á einum staðanna og þurfti einn gestanna að leita sér aðstoðar á slysadeild vegna áverka á andliti. —♦— Brotist var inn í sumarbústað í Brynjudal um helgina og það- an stolið borðbúnaði og einnig hafði verið rótað í persónulegum hlutum. Höfðu þeir sem voru að verki brotið rúðu til að komast inn í bústaðinn. Þá var brotist inn í veitingastað á Amtmannsstíg aðfaranótt laugardagsins og farið í sjóðsvél hússins.. Rúða var brot- in við verknaðinn. SKIPULAGÐIR PJOFNAÐIR Innbrot i bíla á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víða annars staðar eru fjölmörg. Dæmi eru um að þjófar hafi kerfisbundið skráð niður bílnúmer, fundið heimilisföng eigenda og látið greipar sópa um bílana nóttina eftir. Þjófar leita ýmissa leiða: Hugsa eins og við löggurnar, nema með öðrum formerkjum LÖCREGLUMÁL „Ef menn sem stun- da innbrot eru sæmilega greindir þá leita þeir þeirra leiða sem vænlegastar eru til að ná árangri í starfi,“ sagði Gunnleifur Kjart- ansson, lögreglufulltrúi, þegar hann var inntur eftir þeim orðró- mi sem gengur nú fjöllunum hærra, að óprúttnir menn séu farnir að taka upp á því að fylgj- ast með jarðafaratilkynningum og láta síðan greipar sópa þegar fólk fer að heiman til að kveðja sína nánustu. Gunnleifur sagðist þó ekki geta nefnt nein sérstök tilfelli þar sem þetta hefur komið upp á. „Annars fer maður varlega í fjalla um mál af þessu tagi því ekki viljum við gefa þjófunum einhverjar hugmyndir sem þeir hafa ekki þegar fengið.“ Gunnleifur sagði þjófana leita ýmissa leiða til að ná árangri í starfi. Því til stuðnings sagði hann frá tilfelli sem upp kom fyr- ir 6-8 árum þar sem þjófar fóru kerfisbundið út á kvöldin í þeim tilgangi að skrá niður bílnúmer á bifreiðum af dýrari kantinum. „Þetta var undirbúningsvinnan. Daginn eftir hringdu þeir í gamla bifreiðaeftirlitið, gáfu upp bíl- númerin og fengu uppgefið heim- ilisfólk eigenda bifreiðanna. Nóttina eftir létu þeir síðan greipar sópa um bílana. Menn sem stunda þjófnaði velta vöng- um yfir hlutum af þessu tagi eins og við löggurnar, en auðvitað með öðrum formerkjum," sagði Gunnleifur að lokum. ■ Rússar og Kínverjar: Vináttusamningur undirritadur MOSKVA, AP. Vladimir Putin, forseti Rússlands og Jiang Zemin, forseti Kína, undirrituðu í gær sérstakan vináttusamning sem styrkja á samstöðu þjóðanna. Samningur- inn er talinn hafa verið gerður vegna vaxandi áhrifa Bandaríkj- anna í heiminum og vegna eld- flaugavarnaráætlunar Bandaríkj- anna sem valdið hefur þjóðunum miklum áhyggjum undanfarið. Er þetta fyrsti samningurinn sem Rússland og Kína gera sín á milli frá því að gömlu Sovétríkin liðu undir lok. í sameiginlegri yfirlýs- ingu eftir að samningurinn var undirritaður í Kreml í Rússlandi, sögðust Putin og Zemin vonast eftir „réttlátu og skynsömu nýju skipulagi í alþjóðamálum." Þeir lögðu þó áherslu á að þjóðirnar tvær höfðu ekki í hyggju að fara í náið samstarf á næstunni. „Þessi INNILEGT FAÐMLAG Putin og Zemin innsigla nýundirritaðan samning með innilegu faðmlagi. Rússar og Kínverjar hafa lagt áherslu á að samkomulagi þeirra sé ekki beint gegn Bandaríkjunum einu og sér. vináttusamningur á milli þjóð- ríkjasamkomulags," sagði í yfir- anna tveggja er ný tegund milli- lýsingunni. ■ Bandarískir geimfarar: Hleri festur á alþjóðlega geimstöð HOUSTON. ap. Bandarískir geimfar- ar vinna nú hörðum höndum við að festa nýjan 164 milljón króna lofthlera á alþjóðlegu geimstöðina Alpha, en reiknað er með því að hlerinn komist í gagnið síðar í vik- unni. Lofthlerinn, sem vegur 6,5 tonn, er smíðaður í Bandaríkjun- um, en með tilkomu hans mun möguleikum geimfara á geim- göngum fjölga. Munu þeir geta farið í geimgöngur frá stöðinni í bandarískum geimbúningum, en hingað til hafa þeir farið í göngur frá rússneskum hluta geimstöðv- arinnar í rússneskum búningum, en bandarískir geimbúningar eru ósamrýmanlegir því rússneska kerfi sem er að finna í geimstöð- inni. Geimfararnir fóru út í geim á geimskutlunni Atlantis fyrir helgi og er reiknað með að það taki þá viku að festa hurðina kyrfilega á geimstöðina. ■ ÚTI ( GEIMNUM Bandarfski geimfarinn Michael Gemhardt vinnur við að festa lofthlerann, sem fengið hefur nafnið Quest, fyrir utan alþjóðlegu geimstöðina Alpha I fyrradag. —♦— Tillitslausir ökumenn: Hægja áferð lögreglu lögreglumál Ökumenn sýna ekki nægilega tillitssemi við lögreglu í útkalli að mati lögreglunnar á Blönduósi. Brögð eru að því að menn víki ekki úr vegi fyrir lög- reglubílum, jafnvel þótt sírenur séu á. Sömuleiðis vantar mikið upp á að bílar sem koma úr gagn- stæðri átt víki nægilega til að lög- reglubílar komist framúr. Sem betur fer á þetta ekki við þegar sjúkrabílar eru á ferð en ef lögreglubíll er með sírenurnar á þýðir það að miklu skiptir að lög- regla komist sem fyrst á vettvang og alvarlegt er ef ökumenn hindra eða hægja för hennar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.