Fréttablaðið - 17.07.2001, Side 14

Fréttablaðið - 17.07.2001, Side 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 PRIÐJUDAGUR Vandræði í Stoke: Kavanagh vandar Stoke ekki kveðjurnar Þjóðarleikvangur Englands: Hætt við nýj- anWembley? ÞJÓÐARLEIKVANGUR Tessa Jowell, menningamálaráðherra Bret- lands, segir að breska ríkis- stjórnin muni ekki veita ómældu fé í gerð nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu sem leysa á hinn sögufræga Wembley af hólmi sem var rifinn niður fyrir níu mánuðum. Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 600 milljónir punda, sem er langt umfram því sem bú- ist var við og ákvað ríkisstjórnin því að draga saman seglin. Jowell segir að völlurinn sé á ábyrgð enska knattspyrnusambandsins FA en ekki ríkisstjórnarinnar. ■ knattspyrna Graham Kavanagh, fyrr- um leikmaður Stoke City og núver- andi leikmaður Cardiff, vandar for- ráðamönnum íslendingaliðsins ekki kveðjuna í viðtali við The Sentinel. Hann segir stjórn liðsins ekki hafa staðið fagmannlega að sölunni þegar hann fór til Cardiff eftir síðasta tíma- bil fyrir eina milljón punda. Kavanagh segist ekki hafa viljað yfir- gefa Stoke og hann sakar stjórnina um að hafa lofað öllu fögru en hafa svikið það þegar á reyndi. Hann segir liðið ekki hafa neina langtíma áæltun og að þjálfarar þess hafi ekki stillt upp bestu leikmönnum liðsins i síð- ustu leikjum tímabilsins. Auk þess segir Kavanagh að Nigel Pearson hafi verið gerður að blóraböggli þegar lið- ið náði ekki að tryggja sér sæti í 1. deildinni. Rob Peppitt, formaður aðdáenda- klúbbs Stoke, hefur tekið upp hansk- ann fyrir stjórn liðsins og segir að ummæli Kavanaghs væru ekki til að hjálpa liðinu og kæmu á vondum tíma. „Ef Graham vildi ekki yfirgefa liðið hefði hann átt að segja það áður en hann var seldur. Við verðum að sætta okkur við að það þurfti að gera ÓSÁTTUR VÍÐ SOLUNA Kavanagh segist ekki hafa viljað yfirgefa Stoke. Hann er afar ósáttur við stjórn og þjálfara liðsíns. breytingar á liðinu og Kavanagh var eftirsóttur," sagði Rob. Hann segir liðið hafa langtíma áætlun. „Síðustu tvö ár er eina skiptið sem ég hef vitað til þess að liðið hafi gert langtímaá- ætlun og eina skiptið sem þeir gerðu áætlun um að hafa samskipti við að- dáendur." ■ Tour de France: Heldur gulu treyjunni HJÓlreiðar Rússinn Serguei Ivanov kom fyrstur í mark á níunda legg í Tour de France hjólreiðakeppninni. Lance Armstrong sem sigraði tvær síðustu keppnir, lenti í 32. sæti. Hann er því rúmum 35 mínútum á eftir O’Grady í heildarkeppninni en O’Grady lenti í 6. sæti á níunda legg. Næstu fimm leggir eða 209 kílómetr- ar, verða hjólaðir í Frönsku Ölpunum og telur O’Grady að hann muni missa gulu treyjuna sem forystusauðurinn í heildarkeppninni ber. „Þetta er ekki mín sterka hlið. Ég held að ég eigi eft- ir að missa treyjuna á morgun [í dag] því þetta er alltof erfitt fyrir mig.“ ■ 1 molarH Emile Heskey og Michael Owen skoruðu fyrir Liverpool í sigri liðsins á Select XI frá Singapore í gær. Select XI var skipað færustu leikmönnum deildarinnar í Singapore. 44 þús- und knattspyrnu- aðdáenda fylgd- ust með leiknum. Búist var við því að pressan yrði á leikmönnum Singapore en öllum að óvörum virtist Liverpool lenda i vand- ræðum. Hitinn á leikvanginum var gífurlegur og tók sinn toll á ensku leikmönnunum. „Þetta var eins og að ganga á vegg,“ sagði varnarmaðurinn Sami Hyypia. Þrátt fyrir góða vörn hjá Singa- pore náði Heskey að lauma inn skalla á 41. mínútu og Owen að skjóta í mark á 87. mínútu. Þetta voru góð úrslit fyrir Singapore en landsliðið tapaði fyrir Saudi Arabíu í síðustu viku, 3-0. Select XI leikur við Manchester United 24. júlí. Þjóðverjinn Christian Ziege sagði í gær að hann hefði fært sig frá Liverpool til Tottenham til að leika í betri stöðu. Hann fór í læknisskoðun hjá Tottenham í gær og ræddi samn- inginn við Glenn Hoddle knatt- spyrnustjóra. „Liðin eru búin að semja sín á milli og ég býst við því að skrifa undir bráðlega," sagði Ziege. „Ég ákvað að færa mig um set vegna þess að hér get ég spilað mína stöðu, vinstra megin á miðjunni." —♦— yrsti japanski leikmaðurinn sem mun spila í ensku úrvals- deildinni er Akinori Nishizawa. Bolton er búið að ganga frá láns- samningi við Cerezo Osaka og mun Nishizawa spila með Bolton í tólf mánuði. Talið er að samn- ingurinn hafi kostað Bolton 285 þúsund pund. Nishizawa hefur spilað 15 sinnum fyrir Japan og skorað átta mörk. Hann spilaði síðast fyrir land sitt á móti Frakklandi í úrslitaleik Álfu- keppninnar fyrir mánuði síðan. —♦— Landslið Kuwait hefur í hyggju að ráða fyrrum landsliðsþjálf- ara Þýskalands, Berti Vogts. Vogts leiddi Þýskaland til sig- urs í Evrópu- keppninni 1996. Hann er milli starfa eftir að Bayer Leverku- sen lét hann flak- ka eftir síðasta tímabil. Talið er að nú þegar hafi formaður Knatt- spyrnusambands Kuwait talað við Vogts og boðið honum væna fúlgu. Kuwait hefur verið án landsliðsþjálfara eftir að Tékkinn Dusan Uhrin var rekinn fyrr á árinu fyrir að mistakast að koma Kuwait á Heimsmeistarakeppn- ina í Japan og Suður-Kóreu á næsta ári. Frá Wuppertal til Dalvíkur Handknattleiksmaðurinn Heiðmar Felixsson hefur skorað tvö mörk fyrir Dalvík í 1. deildinni í knattspyrnu. Hann hlakkar mikið til komandi leiktíma- bils með KA í handboltanum og stefnir á að fara aftur út í atvinnumennsku. íþróttir Handknattleiksmaðurinn Heiðmar Felixsson, sem nýlega gekk til liðs við KA frá þýska úrvalsdeild- arliðinu Wuppertal, leikur nú knatt- spyrnu með liði Dalvíkur í 1. deild- inni. Heiðmar, sem leikur mest í sókninni, hefur leikið þrjá leiki með Dalvík og skorað 2 mörk, sem verður að teljast nokkuð vel af sér vikið, hjá manni sem leggur megináherslu á aðra íþróttagrein. „Ég hef alltaf leikið knattspyrnu með handboltanum fyrir utan síðustu tvö ár þegar ég var í Þýskalandi, sagði Heiðmar. „Þetta eru náttúrlega mikil viðbrigði en það er gaman að þessu. Það eru frábærir strákar í Dal- vík og góður mórall." Heiðmar sagðist ekki getað ein- beitt sér hundrað prósent að knatt- spyrnunni, þar sem hann væri byrj- aður að æfa með KA og væri með fjölskyldu og á fullu í hestamennsku. Hann sagðist mæta í leiki og á eina og eina æfingu. Heiðmar æfði knatt- spyrnu með yngri flokkum Þórs, en sagðist hafa skipt yfir í Dalvík þegar foreldrar hans fluttu þangað. Sem stendur byggi hann á Dalvík og því hefði hann ákveðið að leika með lið- inu í sumar. Aðspurður sagði Heiðmar að fátt væri líkt með knattspyrnu og hand- knattleik. „Það eru allt aðrar áherslur í knattspyrnunni. Ég hélt ég væri í toppformi þegar ég byrjaði að leika með Dalvík í lok júní, en annað kom á daginn. Fyrsti leikurinn var stremb- inn og daginn eftir var ég allur stífur og stirður." Sem stendur er lið Dalvíkur í næstneðsta sæti 1. deildar og sagðist Heiðmar sjá fram á erfitt sumar. Mikilvægir leikir gegn ÍR og Tinda- stóli hefðu tapast og því yrði á bratt- ann að sækja það sem eftir væri, þar sem bæði liðin væru á svip- uðum slóðum í deildinni og Dalvík. Heiðmar sagðist vera ánægður með að vera kominn aftur til íslands, þar sem dvölin í Þ ý s k a landi hefði verið erfið og í raun - hálfleiðin- fjölhæfur Heiðmar Felixsson segist allur hafa verið stífur og stirður eftir fyrsta leikinn með Dal- vík, þrátt fyrir að hann hefði haldíð að hann væri I toppformi. leg sökum þess hve liðinu gekk illa. Hann sagðist því hlakka mikið til komandi leiktímabils með KA í hand- boltanum. „Ég held það verði stórskemmti- legt. Það eru margir ungir strákar í liðinu, góður þjálfari og mér líst því mjög vel á þetta.“ Heiðmar sagðist stefna að því að fara aftur út í at- vinnumennsku, en að sem stæði myndi hann ein- beita sér að því að leika með K A næstu t v ö /*- ^ BCt árin. „Ég er ennþá svo ungur, ég á nóg eftir.“ ■ MOLAR Spænsk útvarpsstöð greindi frá því í fyrrakvöld að Deportivo La Coruna hefði í hyggju að næla sér í leikmenn Arsenal, Patrick Viera eða Robert Pires. Manuel Pablo er talinn vera lykillinn að því að landa þess- um frönsku stór- fiskum. Forseti Deportivo, Augu- sto Cesar Lendoiro hefur áður sagt að Spánverjinn Pablo fái ekki að fara nema að ákvæði í samningi hans um að 77 milljónir dollara verði að borga sé upp- fyllt. Hinsvegar greindi útvarps- stöðin frá því að Lendoiro vildi gjarnan skipta við Arsenal á Pablo og annaðhvort Viera eða Pires. Viera er byrjaður að æfa með liðinu eftir árásir sínar á lið- ið fyrr í sumar. Talið er að Real Madrid hafi einnig áhuga á að fá hann til sín. —♦— Varnarmaður Real Madrid, Geremi, segir lítið vanta upp á það að hann sé á leiðinni til Chelsea. Claudio Ranieri hjá Chel- sea er lengi búinn að vera á höttun- um eftir þessum 22 ára manni frá Kamerún. „Sam- kvæmt minni vit- neskju er færslan til Chelsea næst- um því í höfn. Félögin eiga að- eins eftir að ganga frá smáatrið- um,“ sagði Geremi. Hann var ráðinn til Real eftir að vera upp- götvaður þegar hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Genclerbirligi. Hann var í landsliði Kamerún sem sigraði Afríkubikarinn í fyrra. Ameríkubikarinn: Brasilía sigraði loks knattspyrna Brasilíska þjóðin getur loks andað léttar eftir 2-0 sigurleik knattspyrnulandsliðsins gegn Perú í Ameríkubikarnum í Kólombíu í gær. Brasilía hafði tapað fjórum leikjum í röð áður en það kom að leiknum í gær, en það hafði ekki gerst síðan árið 1921. Það voru þeir Guilherme og Denilson sem skoruðu mörk Brasilíu, sem stillti upp 5 mönnum í vörn eftir tapleikinn á móti Mexíkó á fimmtu- daginn. Brasilía er nú komið með 3 stig og dugar jafntefli gegn Paragvæ til þess að komast áfram. Mexíkó gerði jafn- tefli við Paragvæ í gær og er efst í B- riðli með 4 stig. Á sunnudaginn sigraði Chile lið Venezuela 1-0 í A-riðli og Kólumbía sigraði Ekvador með sömu marka- tölu. Liðin hafa unnið báða sína leiki í keppninni og eru því komin áfram. í FAGNAÐ Luiz Felipe Scolari, þjálfari Brasílíu, fagnar marki Denilson, sem leikur í treyju númer 11. Miðvallarleikmaðurinn Juninho Paulista, númer 10, tekur þátt í fagnaðarlátunum. nótt fóru fram tveir leikir í C-riðli. Úrugvæ eru bæði með þrjú stig og Úrugvæ lék gegn Kosta Ríka og gátu því tryggt sig áfram með sigr- Hondúras gegn Bólivíu. Hondúras og um. ■ Símadeild karla í gærkvöldi: Valsmenn í þriðja sætið Enski boltinn: Kanu til Olympiakos? +knattspyrna Gríska liðið Olympi- akos hefur hug á að krækja í níger- íska framherjan Nwankwo Kanu frá Arsenal. Kanu, sem mátti sætta sig við að sitja á varamannabekknum mest allt síðasta tímabil, hefur lýst því yfir að hann vilji ekki eyða öðru ári á bekknum. Það er því ekki talið ólíklegt að hann fari frá Arsenal, ekki síst í ljósi þess að Arsenal festi nýlega kaup á enska framherjanum Francis Jeffers frá Everton, en auk hans eru Thierry Henry, Sylvain Wiltord og Dennis Bergkamp að berjast um stöðu í liðinu. Talið er að Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, muni setja um 10 milljóna punda verðmiða á Kanu, en Olympiakos þarf nauðsyn- lega á framherja að halda fyrir kom- andi leiktímabil, þar sem þeir líkt og Arsenal leika í Meistaradeild Evr- ópu. Kanu, sem er rétt tæplega 2 metra hár, gekk til liðs við Arsenal árið 1999 frá Inter Milan, en þar áður lék hann með Ajax í Hollandi. Hann hefur átt misjöfnu gengi að fagna hjá Arsenal síðan hann kom, en alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá áhangendum Arsenal. ■ knattspyrna Tveir leikir fóru fram í gærkvöldi í Símadeild karla. Valsmenn skutust úr sjötta sætinu í það þriðja með 3:2 heima- sigri á Fram. Eftir að Ármann Smári Björnsson gerði þriðja mark Valsmanna á 54. mínútu, sitt annað í leiknum, virtist stórsigur vera í uppsiglingu. Framarar börðust þó vel á lokakaflanum og uppskáru tvö víti sem Ágúst Gylfason misnotaði ekki. í Kefla- vík unnu nágrannarnir frá Grindavík 2:0 sigur, með mörkum SÍMADEILD KARIA LEIKIR U J T MÖRK snc Fylkir 9 5 3 1 14:5 18 ÍA 10 5 2 3 15 :9 17 Valur 10 5 2 3 14:12 17 ÍBV 10 5 2 3 7:8 17 FH 9 4 3 2 9: 7 15 Keflavik 10 4 2 4 14 :15 14 Grindavík 7 4 0 3 11:9 12 KR 9 3 2 4 8:10 11 Breiðablik 10 2 1 7 8:17 7 Fram 10 i 1 8 10:18 4 frá Sverri Þ. Sverrissyni og Grét- ari Hjartarsyni. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.