Fréttablaðið - 17.07.2001, Page 19

Fréttablaðið - 17.07.2001, Page 19
PRIÐIUPACUR 17. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Bók frá Bjarti: Ungur indver- skur höfundur BÆKUR OLAFUR JÓHANN OLAFSSON SÖáÐ list Bókin Túlkur tregans í þýðingu Rúnar Helga Vignissonar er komin út á vegum bókaútgáfunnar Bjarts. Höfundurinn, Jhumpa Lahiri, er ung kona af indversku bergi brotin og er þetta fyrsta bók hennar. Höfundurinn túlkar í bók sinni trega þeirra sem gista tvo heima, fólks sem býr fjarri heimalandi sínu. Bókin hefur farið sigurför um heiminn og sjaldgæft er að útgáfa smásagnasafns hafi vakið jafn- mikla athygli. Jhumpa Lahiri hlaut meðal annars Pulitzerverðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, árið 2000 fyrir þessa bók. Einnig var hún valin í hóp fremstu rithöfunda Bandaríkj- anna af tímaritinu The New Yor- ker. Jhumpa Lahiri er fædd í Englandi árið 1967 og eru foreldrar hennar indverskir innflytjendur. Síðar flutti hún til Bandaríkjanna þar sem hún býr nú. Rúnar Helgi Vignisson þýddi bókina. ■ ÞÝÐANDINN Rúnar Helgi Vignisson hefur þýtt bók hin- nar liðlega þrítugu Jhumpa Lahiri. Meira, meira Slóð fiðrildanna er dramatísk saga. Atburðarrásin er hæg, mörgum sögurn fer fram í einu eða öllu heldur fylgist lesandinn með aðalpersónunni, Dísu, á mörgum skeiðum ævi hennar. Þannig er persónan dregin upp og lesandinn kynnist henni smám saman og sótt er að loka- punktinum frá mörgum hliðum. Slóð fiðrildanna er vel skrifuð bók. Til dæmis var skemmtilegt hvað höfundurinn virðist hafa til- einkað sér vel bókmál þess tíma sem sagan gerðist. Það var eigin- lega eins og sagan væri skrifuð á fæðingarári höfundarins. Slóð fiðrildanna er ein þeirra bóka sem ekki verður sleppt fyrr 1-lL^DANNA SLÓÐ FIÐRILDANNA:____________________ Ólafur Jóhann Ólafsson: Slóð fiðrildanna Vaka Helgafell, kiljuútgáfa 2001 (1. útgáfa 1999) 367 blaðslður að lestri loknum þótt húm kre- fjist ekki mikillar yfirlegu. Ólaf- ur Jóhann hlýtur að hafa stækk- að lesendahóp sinn með þessari bók og nú viljum við meira. Steinunn Stefánsdóttir nýlokið námi frá Listaháskóla íslands og tengist yfirskrift sýningarinnar þema sem þær unnu að í lokaverkefnum sínum. Sýndir eru leirskúlptúrar og grafísk verk. Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 18 og kl. 14 til 18 um helgar. Henni lýkur 3. ágúst. Eggert Pétursson sýnir blómamyndir sínar gallerfi i8 Klapparstíg 33. Sýningin stendur til 28. júlí. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Guilsmiðju Hansínu Jens að Laugavegi 20b. I Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni stendur nú sýning á verkum Gerðar Helgadóttur, Gleriist og höggmyndir. í tilefni sýningarinnar er kynning á minja- gripum sem hópur hönnuða hefur unnið út frá verkum Gerðar. Minjagripirnir eru silfurmunir, postulín, slæður, bolir og minnisbækur og verða þeir til sölu í safninu. Sýningin stendur til 12. ágúst. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 11-17. íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar Safns Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 i Reykjavík. Á sýningunni eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum listamanns- ins og þar má sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Sýningin stendur til 1. sept- ember. í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöð- um er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýningunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. í miðrými Kjarvalsstaða er sýning sem ber yfirskriftina 1461 dagur. Þar sýnir Grétar Reynisson vaxtarverkefni af þeir- ri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress." Sýningin stendurtil 19. ágúst. Hafliði Sævarsson sýnir í Gallerí Geysi ! Hinu húsinu. Sýninguna nefnir hann Kinakrakka og sýnir hann aðallega mál- verk en einnig skúlptúra og teiknaðar skissur. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur f Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Fjórir listamenn sýna nú í Nýlistasafn- inu. Þeir eru Daniel Þorkell Magnússon í Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kirstein í forsal ogPhilip von Knorring i SÚM-sal. Málverkasýning Lárusar H. List, Vitund- arástand stendur i Veislugallery og Listacafé í Listhúsinu í Laugardal. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 9.00 til 19.00 og stendur til 31. júlí. Sýningin List frá liðinni öld stendur yfir í Listasafni ASf. Á sýningunni eru önd- vegisverk úr eigu safnsins. Sýningin stendur til 12. ágúst Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og ný- sköpun. Þar má sjá úrval verka eftir Sig- urjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930-1960. Safnið er opið alla daga milli klukkan 14 og 17, nema mánudaga. Sumarsýning Listasafns fslands nefnist Andspænis náttúrunni. Á henni eru verk eftir íslendinga i eigu safnsins og fjallar hún um náttúruna sem viðfangs- efni íslenskra listamanna á 20. öld. Opið er frá kl. 11 til 17 alla daga nema mánu- daga og er aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Sýningin stendur til 2. sept- ember. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar i Listasafni Reykjavikur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega 10-16 og stendur sýningin til 10. febrúar á næsta ári. Tölvugrunnur fer. 16.900 Helstu hugtök einkatölvu. Uppbygging og hlutverk stýrikerfa. Notkun iykiaborös, músar, diskadrifs, prentara, skanna. 20 kennslustundir Word I kr. 16.900 Grundvallaratriði ritvinnsluforrita. Innsláttur texta og leiðréttingar. Útlitsmótun stafa, efnisgreina, blaðsíðna. Prentun. 20 kennslustundir Word II kr. 17.900 Staðsetning og notkun mynda í ritvinnsluskjali. Stöðluð stílsnið texta og málsgreina. Notkun og uppsetning flýtihnappa. Töflur og dálkar. Haus- og fótlína. 15 kennslustundir I kr. 16.900 Grundvallaratriði töHureikna. Innsláttur gagna og tilfærsla. Gerð formúla og myndrita. Útlitsmótun. Prentun. 20 kennslustundir II kr. 17.900 Framsetning tölulegra upplýsinga á myndrænan hátt. Flóknari formúlugerð og föll. Síun og röðun. Tengingar á milli skjala. 15 kennslustundir Powcr Point fer. 16.900 Gerð vandaðra glæra, litskyggna, námsgagna fyrir skjásýningar. Notkun bakgrunna og mynda. Hreyfing og hljóð. 20 kennslustundir Excel Excel KENNSLA FER FRAM í TÖLVUVERI BoJtaa/UuUiufáUa Námsbeiö hefjast þriðjudaginn 7. ágúst, 2001 Námskeiðin eru haldin mánudaga til fimmtudaga, Eftirmiðdaga fel. 13:00-16:00 eða fel. 13:00-17:00 Kvöld fel 18:00-21.00 eða fel. 18:00-22:00 Skráning og upplýsi i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.