Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 1
FRÉTTABLAÐIÐ 70. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — simi 515 7500____________________________________________________________IVIiðvikudagurinn 1. ágúst 2001 MIÐVIKUDAGUR Veðurklúbburinn bjartsýnn vEÐRiD Veðurklúbb- urinn á Dalvík er hæfilega bjartsýnn á veðrið í ágúst. Spáir hann jöfnu veðri með góðum dögum á milli. Samt er klúbburinn ekki sáttur við loftkuldann og meðan svo er sé ekki við miklu að búast. Forstjóri Istaks segir Ama hafa svindlað Sagnaskáldskapur í Lögbergi fyrirlestur Karl Guðmundsson leik- ari les upp úr sagnaskáldskap Vest- ur-íslendinga í stofu 201 í Lögbergi kl. 20. IVEÐRIÐ í DAGl R.EYKIAVíK Hæg suðlæg átt Lítilsháttar skúrir. *‘‘*‘**‘ Hiti 8 til 12 stig.. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 3-8 Skýað O10 Akureyri O 3-5 Skýjað Q13 Egilsstaðir O 2-4 Skýjað 0’3 Vestmannaeyjar O 5-10 Súld O10 Gítarorgía á V ídalín tónust Djassgítarhljómsveitin Jonah Hex spilar gítarorgíu með kántrí djass ívafi á Vídalin í kvöld kl. 22.30. Húmor verður undirtónn tónleikanna. Valur mætir toppliðinu knattspyrna Tveir leikir fara fram í Símadeild karla í kvöld. Valur, sem er í fimmta sæti deildarinnar tekur á móti toppliði Fylkis á Hlíðarenda klukkan 20 og á sama tíma leika ÍBV og Fram úti í Vestmannaeyj- um. ÍBV er í þriðja sæti deildarinn- ar, en Fram í því næstneðsta. KVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aidrinum 25 til 67 ára? Meðallestur á virkum dögum. 70.000 eintök 70% fólks les blaðið 172,5% IBUA HQFUÐBORGAR5VÆÐI5I''J5 A ALDRInUm 25 TIL 67 ARA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLl 2001. 72,5% 71,5% 10 <o iö <o 10 ro xi -D H3 e 9 » ■ 01 O LL S „Þetta er svindl“, segir Páll Sigurjónsson hjá ístaki. „Kerfisbundið" athæfi segir ríkisendurskoð- andi. Sakamál sæta ekki skattmeðferð á Islandi, segir skattrannsóknastjóri. rannsókn „ístak hefur verið mis- notað. Þetta er svindl,“ segir Páll Sigurjónsson forstjóri. „Ég get staðfest að þetta er ekki eina beiðnin frá okkur sem hefur ver- ið misnotuð." Framkvæmdasýsla ríkisins greiddi reikning frá Ista- ki sem bókfærður var á Þjóðleik- húsið vegna 400 þúsund króna viðskipta Árna Johnsen við tré- smiðju á Suðurlandi, sem smíðaði glugga og hurðir fyrir þingmann- inn. Reikning þennan er að finna í yfirliti ístaks vegna 12 m.kr. framkvæmda við Þjóðleikhúsið á þessu ári, að sögn RÚV. „Gögnin eru hjá Ríkisendurskoðun og ég tel ekki að það sé mitt hlutverk að greina frá hversu margar beiðn- irnar eru,“ segir Páll. Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi vill ekki ræða málið en segir þó að hér sé um „kerfis- bundið" athæfi að ræða. Ríkisendurskoðun hefur safn- að öllum bókhaldsgögnum sem snerta byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, Brattahlíð á Grænlandi og byggingu Stafkirkju í Vest- mannaeyjum. Verið er að ganga úr skugga um hvort vara og þjón- usta sem þeim tengist hafi skilað sér í réttan stað. Lokahnykkurinn hjá Ríkisendurskoðun mun bein- ast að málum sem standa út af. Síðan tekur við lögreglurann- sókn. Rannsóknaraðilar telja útilok- að að þingmaðurinn hafi nokkra möguleika til þess að stinga mál- um undir stól eða spilla sönnunar- gögnum. „Það tíðkast ekki hjá ístaki", segir Páll Sigurjónsson þegar blaðið spurði hvort sá háttur væri hafður á að umbuna umsjónarað- ilum framkvæmda sem unnin væru út í reikning með úttektum sem síðan væru skrifaðar á við- komandi verk. Skúli Eggert Þórð- arson skattrannsóknarstjóri kannast ekki við að upp hafi kom- ið mál þar sem verktakar hafi verið staðnir að því að umbuna umsýslumönnum með slíkum hætti. Hann segir að samkvæmt íslensku réttarfari sé ekki um skattlagninu að ræða í málum sem ætla má að séu sakamál. Þeim sem sannur er að fjárdrætti sé gert að greiða ríkinu til baka sem því nemur er undan var stungið ásamt áætluðum ávinn- ingi. ■ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál: Afhendi frumgögn SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Úrskurðar- nefnd um upplýsingamál hefur lagt fyrir Flugmálastjórn að af- henda Friðriki Þór Guðmundssyni athugasemdir stofnunarinnar við frumskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslysið í Skerja- firði í fyrra. „Fyrir okkur sem höfum skoð- að þessi mál og gagnrýnt rannsókn flugslysanefndar er þetta ákafleg- ur mikilvægur úrskurður því við teljum það vera eitt af aðalatriðum májsins að það urðu óútskýrðar og óeðlilegar breytingar frá frum- skýrslu nefndarinnar 29. desem- ber til lokaskýrslu 23. mars. Meðal annars fækkaði sérmerktum or- sakaþáttum flugslyssins úr ellefu í fimm og það sem þó var að finna í frumskýrslunni um ábyrgð flug- málastjórnar var að mestu leyti horfið. f drögunum sagði til dæmis að flugvélin hefði ekki verið loft- hæf en það var eitt þeirra atriða sem var hreinsað út,“ segir Friðrik. Friðrik hefur enn ekki fengið gögnin frá flugmálastjórn í hendur en stofnunin hefur frest fram að helgi til að ákveða hvort hún af- hendir gögnin eða leitar til dóm- stóla. ■ FÓLK Sigur Rós gerir myndband ÍÞRÓTTIR Jón Arnar í toppformi SÍÐA 14 Tel Aviv: Atta létust í fyrirsáti byssumanna miðausturlönp Hörð átök urðu í gærkvöldi á Vestubakkanum. Svo virðist sem palentískir byssu- manna hafi gert þeim fyrirsát við landamæri Vesturbakkans. ísraelski herinn skaut sprengj- um í gærdag á skrifstofur Hamas samtakanna í Nablus og létust að minnsta kosti átta Palestínumenn í árásinni. Þar á meðal var hátt- settur yfirmaður samtakanna á Vesturbakkanum. Að lokinni árásinni flykktust reiðir Palestínumenn á götur og torg og létu sorg og reiði í ljós. ■ FÓRNARLAMB Maður borinn inn á splt- ala i Tel Aviv í gærkvöld eftir að hafa orðið fyrir byssukúlum Palestínumanna. Svo virt- ist sem setið hafi verið fyrir manninum. I ÞETTA HELST | T Tilhjálmur Egilsson segir að V það sé verk Framkvæmda- sýslu að finna störfum sínum far- veg. Steingrímur J. spyr hvort rétt sé að hafa hana undir stjórn fjármálaráðuneytisins. bls. 2 --4--- Eigendur Klæðningar ehf. eru sagðir hafa svikið loforð um að flytja starfsemi fyrirtækisins úr leiguhúsnæði í Garðabæ. Það hefur frest til 11. ágúst til að flyt- ja eftir dómsátt í málinu. bls. 4 —♦— Fréttamönnum Skjás Eins hef- ur verið sagt upp störfum og Morgunblaðið íhugar fleiri upp- sagnir með haustina. bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.