Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 IVHÐVIKUDAGUR Jóhanna Björg Hansen staðgengill forstjóra Framkvæmda- sýslu ríkisins. Við Hfum á tfmum stöðugra breytinga. METSÖLULISTI | MEST SELDU ÁSTARSÖGURNAR A AMAZON.COM OLinda Howard OPEN SEASON OLinda Howard MR. PERFECT ODiana Gabaldon OUTLANDER OJulia Quinn AN OFFER FROM A GENTLEMAN OJane Dawkins LETTERS FROM PEM- BERLEY, THE FIRST YEAR ©Barbara Delinsky THE VINEYARD OBertrice Small THE DUCHESS ODee Davis JUST BREATHE ONora Roberts REFLECTIONS AND DREAMS Anna Maxted GETTING OVER IT EITT VERKA LÓU Myndirnar eru teknar ofanfrá, eins og úr flugi farfugla yfir framandi slóðír sem endalaust taka breytingum. Hafnarhúsið: Tekur hluti úr sínu vanalega samhengi uósmynpir í sal félagsins íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnar- megin stendur ljósmyndasýning Ólafar Bjarkar Bragadóttur, Lóu, Á sýningunni eru ijósmyndir teknar á flóamarkaðnum í borg- inni Montpellier í Suður-Frakk- landi. Á myndunum má finna hluti sem teknir eru úr sínu vanalega samhengi og eru að sögn höfundar komnir á nýjan stað þar sem þeir segja hver öðrum sína sögu og hafa þannig um stund stofnað nýja fjölskyldu, nýtt landslag. Lóa nam kvikmyndafræði við Université Paul Valery í Frakk- landi frá 1991-93. í framhaldi af því nam hún myndlist í École des Beaux-Arts í sömu borg og lauk þaðan mastersgráðu í júní á síð- asta ári. Lóa hefur haldið nokkrar sýningar í Frakklandi og á íslandi, síðast á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hún er nú kennari í myndlist við Menntaskólann á Egilsstöðum ásamt því sem hún vinnru að eig- in myndlist. ■ Gallerí Gorgeir: Ut úr turni Skálholtskirkju mynplist Þorgerður Sigurðardóttir sýnir nú stafrænt þrykk í Gallerí Gorgeir á Korpúlfsstöðum. Þrykkið er unnið úr einni af Guð- brandsbiblíunum sem geymdar eru í turni Skálholtskirkju. Verkið er úr myndröð Þorgerðar sem nefnist Ur turni Skálholtskirkju og er nú sýnd í Skálholtsskóla. Það sýnir áritun Guðbrands á biblíu sem hann hefur gefið Þorkeli frænda sínum. Guðbrandur Þorláksson Hóla- biskup lét prenta veglega Biblíu- útgáfu 1584 með þróuðustu tækni síns tíma. Hann er sjálfur talinn hafa skorið hluta prentmótanna og gæti þannig talist fyrsti ís- lenski grafíklistamaðurinn. Myndröðina vann Þorgerður eftir heimsókn í bókasafnið í turni Skálholtskirkju. Þar er geymt gott safn elsta prents á ís- landi. Safnið er að stofni til safn Þorsteins Þorsteinssonar sýslu- manns Dalamanna. Kári Helga- son keypti safnið, jók það nokkuð og endurbætti og beitti Sigur- björn Einarsson biskup sér fyrir því að Þjóðkirkjan keypti safnið EITT VERKA ÞORGERÐAR Verklð sýnir áritun Guðbrands biskups á Biblfu til frænda slns. af Kára 1965 eftir almenna fjár- söfnun meðal þjóðarinnar og var því þá fundinn staður til bráða- birgða í turni kirkjunnar þar sem það er enn varðveitt í eldtraust- um hirslum. Safnið er ekki opið almenningi. Gallerí Gorgeir er opið á mið- vikudögum frá kl. 12 - 18 en á þeim tíma eru einnig vinnustofur myndlistarmanna á Korpúlfsstöð- um opnar og geta gestir hitt myndlistarmennina og skoðað vinnustofur þeirra og verk. ■ OFURSVALUR KUREKI Jonah Hex var ekki að grínast eins og Lukku Láki, var meira í anda Blástakks," segir Ragnar Emilsson um fyrirmynd hljómsveitarinn- ar. Hana skipa einnig Jóhann Asmundsson, Róbert Reynisson og Helgi Svavar Helgason. Kántrídjass á Vídalín: Skemmtilegur kántrílitur tónleikar í kvöld kl. 22.30 hefjast tónleikar hljómsveitarinnar Jonah Hex á Vídalín (gamla Fó- getanum). Hljómsveitin sam- anstendur af fjórum tónlistar- mönnum úr smiðju FÍH, Ragnari Emilssyni gítarleikara, Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara, Helga Svavari Helgasyni trommuleikara og Róberti Reyn- issyni gítarleikara. Tónleikarnir í kvöld eru haldnir vegna þess að Róbert heldur brátt til Svíþjóðar í eins árs nám. „Við eigum eftir að sakna Róberts," segir Ragnar. „Hljómsveitin heitir Jonah I-Iex í höfuðið á kúrekateikni- myndablöðum sem ég og bróðir minn lásum á okkar yngri árum,“ segir Ragnar. „Jonah Hex var ekki að grínast eins og Lukku Láki, var meira í anda Blástakks. Þetta voru forláta blöð, við vorum þeir einu sem lásum þau. Ég sagði Róberti frá þessu þegar við gengum framhjá búðinni í Bankastræti sem seldi blöðin. Hann hreifst af sögunni, samdi kántrílag og við stofnuð- um hljómsveitina í kjölfarið á því.“ Jonah Hex spilar kántrídjass og aðra gítarvæna tónlist. Strák- arnir eru allir vanir menn, Ragn- ar spilar einnig með hljómsveit- inni Þrír, Róbert með 200.000 naglbítum, Jóhann með Mezzof- orte og Helgi með Funkmaster 2000. „Tónleikarnir verða með húmorundirtón. Það eru vissir eiginleikar í kántrítónlistinni sem henta vel fyrir gítar og blan- da skemmtilegum lit inn í djass- inn,“ segir Ragnar. Jonah Hex spilar í tvo tíma í kvöld. Gamli Fógetinn fékk nýlega nafnið Vídalín og síðan þá hafa nokkrir tónleikar verið haldnir þar. Ragnari lýst vel á staðinn og lof- ar laufléttri stemmningu. ■ MIÐVIKUDAGURINN I. AGÚST FYRIRLESTRAR 20.00 Karl Guðmundsson leikari og þýðandi les upp úr sagnaskáld- skap Vestur-íslendinga á vegum Vináttufélags fslands og Kanada. Lesturinn er í stofu 201 í Lögbergi, Háskóla íslands. TÓNLEIKAR 21.00 Jasssöngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir verður með tónleika á Múlanum í kvöld. Tilefnið er að hún er nú að hljóðrita fyrsta sóló- disk sinn. Djassgítarhljómsveitin Jhonha Hex spil- ar gítarorgíu með kántrí djass ívafi. Skemmtun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meðlimir hljómsveitar- innar eru þeir Jóhann Ásmundsson, Ró- bert Reynisson, Ragnar Örn Emilsson og Helgi Svavar. SÝNINGAR Handritasýning f Stofnun Ama Magn- ússonar stendur í Ámagarði við Suður- götu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á i vitneskju okkar um helstu mérkisatburði þjóðarsögunnar og beina athygli sérstaklega að handritum og sögúm um fólk og viðburði serri fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafundunum. Sýningin er opin kl. 11 til 16 mánudaga til laugardaga og stendur til 25. ágúst Sýning á lækningamunum í Nesstofu. Þar er meðal annars endurgert apótek frá 18. öld, fæðingaráhöld, aflimunar- tæki, augnlækningatæki og fleira frá fyrri tíð. Safnið er opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 13 til 17. Á efri hæð Hafnarborgar stendur sýning á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist fsland 1951 og er í samvinnu við Þjóðminjasafn ís- lands. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 27. ágúst í Sverrissal Hafnarborgar stendur sýn- ing á skotskífum úr fórum Det Kong- elige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum 1787-1928 með íslensku myndefni eða frá íslenskum fé- lögum skotfélagsins. Sýningin er I sam- vinnu við Þjóðminjasafn íslands og er opin alla daga nema þriðjudaga. Henni lýkur 6. ágúst í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. I Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavikur - frá býli til borgar. í Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. í Líkn er sýningin Minningar úr myndlist í dag klukkan 13 opnar listakonan Magnea Ásmundsdótt- ir sýningu á verkum sínum í Þjóð- arbókhlöðunni. Þetta er önnur sýningin í sýningaröðinni Felling- ar sem er samstarfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbóka- safns íslands - Háskólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Hver sýning stendur í einn mánuð og er tvískipt. Annars veg- ar á Kvennasögusafninu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóðarbókhlöð- unni og hins vegar í anddyri Þjóð- arbókhlöðunnar. Auk þess eru þar upplýsingar um þá listakonu sem sýnir hverju sinni, upplýsingar um Kvennasögusafnið og einnig tölu- húsí. Sýníngin í Suðurgötu 7 ber yfir- skriftina: Til fegurðarauka. Sýning á út- saumi og hannyrðum. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu í húsinu um 1930. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- Sýningaröðin Fellingar: VETTVANGUR SÝNINGARINNAR Kvennasögusafnið er til húsa I Þjóðarbók- hlöðunni og er sýning Magneu Asmunds- dóttur bæði í húsnæði safnsins og I and- dyri bókhlöðunnar. legar staðreyndir sem er ætlað að varpa ljósi á hlut kvenna í íslenskri listasögu. Listakonurnar sem taka þátt í Fellingum afhenda Kvennasögu- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem I vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. safninu gögn um listferil sinn. Með því vilja þær hvetja konur til að safna gögnum um eigin sögu. Magnea Ásmundsdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands áriðl993. Hún var í Kunstakademiet í Trondheim í Noregi til 1995 og þar af 6 mánuði í Statliche Academy Der Kunste í Karlsruhe í Þýskalandi sem skiptinemi. Árið 1996 lauk hún námi í uppeldis og kennslufræði frá Háskóla íslands. Magnea hefur starfað að myndlist sinni og við kennslu. Opnunartími Kvennasögusafns- ins er milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru allir velkomnir. ■ MYNDLIST Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. I Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum er sýning sem ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistar- maður og prófessor við Listaháskóla íslands. A sýningunni getur að líta mis- munandi myndir Heklu sem sýndar eru hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. sep- tember. Fjórir listamenn sýna í Nýlistasafninu. Þeir eru Daniel Þorkell Magnússon í Gryfju, Ómar Smári Kristinsson á palli, Karen Kirstein í forsal ogPhilip von Knorring í SÚM-sal. Birtan í rökkrinu nefnist sýning Huldu Vílhjálmsdóttur I Gallerí Horninu í Hafnarstræti. Sýningin stendur til 9. september. Sýning franska myndlistarmannsins Paul-Armand Gette Mind the volcano! - What volcano? stendur nú í Ljósaklifi vestast í Hafnarfirði. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfsbraut. Sýningin stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00. Guðný Rósa Ingimarsdóttir sýnir nú á galleri@hlemmur.is. Opnunartimi galleri@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Hlutur kvenna dreginn fram

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.