Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 IVIIÐVIKUPAGUR Arsenal á æfingaferðalagi á Ítalíu: Campbell til í slaginn Philadelpliia Gharge: Rakel lék allan leikinn KNflTTSPYRNA Lið Rakelar Ögmunds- dóttur og Margrét- ar Ólafsdóttur, Philadelphia Charge, sigraði í fyrrinótt New York Power með tveimur mörkum gegn einu. Rakel spilaði allan leikinn en á 74. mínútu kom Margréti inn á völl- inn sem varamaður. Sigurinn var tæpur hjá Charge, seinna markið kom á lokamínútu leiksins. Charge er nú í þriðja sæti WUSA- deildarinnar með 27 stig. ■ knattspyrna Sol Campbell varnar- maður Arsenal segist vera til í slaginn fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið í æfingaleik gegn Real Mallorca. Campbell, sem spilaði áður með Tottenham, kom inná í stað Igors Stepanovs þegar tíu mínútur voru eftir og sagðist vera að ná fyrra formi. „Ég hlakka til að spila aftur í þessari viku (gegn Roma). Ég hef jafnað mig á ökklameiðslum sem hafa hrjáð mig en ég þarf aðeins meiri tíma til að aðlagast nýjum samherjum mínum,“ sagði Camp- bell eftir leikinn sem enska liðið vann með tveimur mörkum gegn engu. „Það er mikill titringur í kringum Meistaradeild Evrópu og ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir." Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að Campbell myndi spila gegn ítölsku meisturnum í vikunni og undirstrikaði það hvers vegna varnarmaðurinn snjalli hefði valið Arsenal. „Sol er mjög metnaðarfullur leikmaður sem gekk til liðs við okk- ur vegna knattspyrnunnar. Það var mikill léttir fyrir hann að spila loks með okkur,“ sagði Wenger sem var mjög ánægður með sigur sinna manna. Fatith Akyel varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en það var svo Giovanni van Bronckhorst sem innsiglaði sigurinn með sínu fyrsta marki fyrir liðið. Arsenal mætir Middlesbrough þann 18. ágúst á Riverside leik- vanginum. ■ CÓÐIR Sol Campbell og Thierry Henry leikmenn Arsenal í æfingabúðum á Italíu. Það mun mikið mæða á þeim þegar enska ún/als- deildin hefst. Real Madrid: Um 200 m.kr. hurfu knattspyrna Endurskoðandaskrif- stofa, sem grandskoðaði skulda- stöðu spænska knattspyrnuliðs- ins Real Madrid, komst að því að í stjórnartíð Lorenzo Sanz hurfu um 200 milljónir króna. Flor- entino Perez formaður sagði að hvergi væri að finna kvittanir eða útskýringar á eyðslu þessarar upphæðar. „Ég vil ekki segja að þessir peningar hafi verið misnotaðir en við viljum komast að því í hvað þessir peningar voru notaðir," sagði Perez. Fjórðungur þessarar upphæðar er gróði vegna leikja árið 1998, þegar Real vann Meist- aradeild Evrópu í áttunda skipti. Spænska dagblaðið E1 Pais sagði í gær að félagið hefði stórskaddast í stjórnartíð Sanz og hefði nánast riðað til falls. Sanz vill ekki tjá sig um málið fyrr en hann er búinn að skoða skýrslu endurskoðand- ans. ■ Inger Steínson, Ólafur Ö. Pétursson ut jiifdtst jöii, ftífanitsijóri S. 691 0919 s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. s. 551 7080 ijvönduð og persónuleg þjonusta Jón Amar er að toppa á réttum tíma Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Edmonton á föstudaginn. Jón Arnar hefur ekki góða reynslu af heimsmeistaramótum en sagðist nú vera laus við öll meiðsli og að hann væri í góðu formi. frjálsar Tugþrautamaðurinn Jón Arnar Magnússon hélt í gær af stað til Edmonton í Kanada þar sem heimsmeistaramótið í frjáls- um íþróttum fer fram, en mótið hefst á föstudaginn. í samtali við Fréttablaðið sagðist hann vera laus við öll meiðsli og í nokkuð góðu formi. Reyndar liti allt út fyrir að hann væri jafnvel að toppa á réttum tíma, en keppni í tugþraut hefst á mánudaginn. Jón Arnar sagðist hafa tekið þátt í litlu móti á Kópavogsvellin- um á fimmtudaginn, þar sem hann hefði náð sínum bestu tímum á ár- inu í 100 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi. Hann hefði hlaupið 100 metrana á 10,77 sek- úndum og grindahlaupið á 14,30 sekúndum. „Þetta er töluvert mikið betra en ég hef verið að gera undanfar- ið, ég átti ekki nema 14,99 best í grindinni á þessu ári og 11,00 í 100 metrunum," sagði Jón Arnar. „Þá átti ég mína bestu langstökkseríu frá upphafi á Landsmótinu á Eg- ilsstöðum, þannig að það er eitt- hvað að gerast." Annars sagðist Jón Arnar legg- ja megináhersluna á að komast klakklaust í gegnum þrautina. „Ég hef ekki mjög góða reynslu af heimsmeistaramótum. Ég hef aldrei komist í gegn. Ég hef ann- aðhvort dottið úr leik eða meiðst. í Sevilla tognaði ég í nára, í Grikk- landi tognaði ég á ökkla og í Sví- þjóð var ég dæmdur úr leik.“ Jón Arnar sagðist ekki vita bet- [ GÓÐU FORMI Jón Arnar Magnússon náði sínum bestu tímum i 100 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi á fimmtudaginn. Hann er ómeiddur og virð- ist vera I góðu formi fyrir átökin á mánudaginn, en þá hefst tugþrautarkeppnin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Edmonton. ur en að allir bestu tugþrauta- kappar heims yrðu með á mótinu í Edmonton fyrir utan Chris Huffins sem væri hættur keppni. íslandsmet Jóns Arnar í greininni er 8.573 stig, en Jón Arnar sagði að allt í kringum 8.400 stig væri viðunandi árangur, ef hann yrði vel stemmdur ætti hann að geta hoggið nærri metinu. Þá mætti hann hins vegar ekki verða óhepp- inn og ekki lenda í miklum sveifl- um á milli greina. „Það hefur stundum gerst að maður hefur klúðrað greinum eins og kringlukasti, sem maður á ekkert að vera að gera. Samanber Evrópumeistaramótið 1998, þegar ég henti gullverðlaununum í burtu í kringlukastinu." trausti@frettabladid.is Toppslagur Valur Fylkir Hlíðarenda miðvikudaginn 1 .ágúst kl 20.00 Snæðið kvöldverð fyrir leik beint af grillinu á Hlíðarenda undir harmoníkuleik Ólafs B Ólafssonar. Ameríkukeppnin: Portúgal vill vera með knattspyrna Forseti knattspyrnu- sambands Portúgal, Gilberto Madail, játar því að landið hafi áhuga á að taka þátt í Ameríkubik- arkeppninni en því var boðið að taka þátt fyrir skömmu. Gilberto sagði það vera heiður fyrir Portúgal að taka þátt í þes- sari virtu keppni en dagsetningar mættu ekki stangast á við aðrar áætlanir. „Þessi möguleiki er ekki nýr af nálinni Nicolas Leoz, forseti keppninnar, talaði við mig um þetta árið 1998,“ sagði Gilberto. „Það er fínt ef þetta er á tímabil- inu 2002 til 2004. Þá eigum við tíma aflögu en síðan skipuleggj- um við Evrópukeppnina árið 2004.“ Talið er að Spánn og Ítalía hafi einnig áhuga á að taka þátt en engar viðræður hafa verið milli þeirra og aðstandenda keppninn- ar ennþá. ■ RUI COSTA Svo gæti farið að Rui Costa og félagar hans í portúgalska landsliðinu verði með í næstu Amerikukeppni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.