Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 7
MIÐViKUDACUR 1. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Guðmundur Halldórsson á Bolungarvík: Gegn öllum miðlunartillögum SMÁBÁTAR „Mér líst mjög illa á þetta,“ segir Guðmundur Hall- dórsson, formaður Eldingar á Bolungarvík, og á þar við miðlun- artillögur Árna Mathiesens um frjálsa steinbítsveiði á næsta fiskveiðiári og aukningu á ýsu- kvóta um 1.800 tonn. Hann segir hefð hafa myndast um frestun gildistöku laganna um kvótasetn- ingu smábáta. Menn hafi verið farnir að miða fjárfestingar sín- ar við óbreytt ástand, en með gildistöku verði fótunum kippt undan strandbyggðum um allt land. „Varðandi frjálsar stein- bítsveiðar þá vitum við að menn hafa verið að landa tómum hæng og eyðileggja með því hrygning- arslóðina," segir Guðmundur og bendir á að Fiskistofa fylgist ekkert með og dæmi séu um eyði- leggingu stofna vegna slíkra veiða. Þá gefur Guðmundur lítið fyrir miðlunartillöguna sem lýt- ur að auknum ýsuafla. „Árni er að tala um að bæta við 1.800 GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON Það er Ijóst að kvótakerfið hefur reynst okkur illa. Við erum að veiða minna nú en fyrir 17 árum, segir formaður Eldingar á Bolungarvík. tonna kvóta en það yrði samt sem áður 100% aflaniðurskurður frá því sem verið hefur i ýsunni. Það er verið að tala um að afskrifa landsbyggðina með svokölluðum miðlunartillögum," segir Guðmundur. ■ stjórnmál Eftirlaun Árna hækka á hverjum degi þar sem hann hefur ekki sagt af sér enn þá. Árni hefur setið á þingi í samtals 14 ár, fyrst frá 1983 til 1987 og svo frá 1991 til dagsins í dag. Sam- kvæmt lögum um eftirlaun þingmanna skulu þingmenn fá 40 prósent af þingfarar- kaupi sínu eftir að hafa set- ið á Alþingi í 12 ár eða 129.600 krónur af 324.000 króna þingfararkaupi. „Eftir 12 ár fá menn 40 prósent af þingfararkaupi en eftir 15 ár fá menn 50 prósent. Falli menn þarna Á hverjum degi hækka eftirlaun Árna þannig að því lengur sem hann dregur að segja af sér, því meira hefur hann i eftírlaun. hvers staðar á milli er það reiknað hlutfallslega,“ sagði Karl Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis. Bíði Árni með það að segja af sér til dagsins í dag mun hann einnig fá laun fyrir ágústmánuð en sam- kvæmt lögum um laun þing- manna greiðist þingfara- kaup mánuði fram í tímann. Ákveði Árni að bíða með að segja af sér fram í janúar mun hann hækka eftirlaun- in sín um 10 prósent sem þýðir að hann muni fá 162.000 krónur á mánuði frá ein- 65 ára aldri. Eftirlaun Árna Johnsen: Hækka á hverjum degi Ekkert að frjálsum steinbítsveiðum Skil ekki afstöðu þeirra Vestfirðinga sem hafa brugðist ókvæða við þessu, segir Kristinn Pétursson á Bakkafirði. Einfalt að leysa málið með svæðalokunum. Sú staðreynd að Hafró hefur týnt 600.000 tonnum af þorski á tveimur árum ætti að gefa stjórnvöldum nægt tilefni til að flýta sér hægt í kvótasetningu smábáta. smábátar „Ég er á þeirri skoðun að betra væri að fresta gildistöku laga um kvótasetningu smábáta að sinni,“ segir Kristinn Péturs- son, framkvæmdastjóri Gunnólfs á Bakkafirði og fyrrverandi al- þingismaður, og tekur fram að einu faglegu og vitrænu rökin í málinu séu að engin ástæða sé til að skella á kvótakerfi sem byggist á röngum upplýsingum frá Haf- rannsóknarstofnun. Stærra málið sé að kvótakerfið hafi í heild sinni brugðist hvað varðar uppbygg- ingu fiskistofna og þVí engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta núna varðandi kvótasetn- ingu smábáta. Hann bendir á að enginn viti hvað muni koma út úr MW' M KRISTINN PÉTURSSON fiskveiðistjórnun síðustu ára byggir á vísindalegum kenningum sem m, . H hafa reynst hæpnar. Timi er kominn á aðrar aðferðir, segir fram- B||i I' H kvæmdastjóri Gunnólfs á Bakkafirði. þeirri endurskoðun sem nú fer sem gefi sér niðurstöðuna fyrir- fram á vinnuaðferðum Hafró, fram. nema ef vera skyldi einhverjir „Hafró hefur nýlega týnt 600.000 tonnum þorski og það er aðalatriði þessa máls. Þeir hafa farið með rangt mál og stefna þeir- ra hefur mistekist. Af þeirri ástæðu einni er full ástæða til að fresta gildistökunni," segir Krist- inn. Þá segist hann segist ekki skilja kollega sína á Vestfjörðum sem talað hafa gegn frelsi í stein- bítsveiðum á næsta fiskveiðiári. Einstrengingsleg afstaða þeirra í málinu hjálpi ekki málstað þeirra gegn kvótakerfinu. „Ég hef oft verið sammála mál- flutningi Vestfirðinga, en ég skil ekki afstöðu þeirra varðandi stein- bítinn, þeir ættu að þakka fyrir þetta. Þeir eru að tala um að þeir vilji ekki það sem þeir vilja þegar þeir fá þetta upp í hendurnar," seg- ir Kristinn, en setur þann fyrir- vara að beita verði svæðalokunum þar sem það eigi við, enda sé sú að- ferð sé betur fallin til fiskveiði- stjórnunar á grunnslóð heldur en kvótakerfið. „Það er hugsanlega hægt að ganga nærri steinbítnum með einlægum ásetningi þar að lútandi, en auðvelt væri að koma í veg fyrir það með svæðalokun- um,“ segir hann og spyr að lokum: „Af hverju eigum við að taka ákvarðanir núna rétt áður en nið- urstöður koma úr endurskoðun Hafró sem gætu breytt forsendum sem áður lagu til grundvallar?" mattiafrettabladid.is UTSALA UtsöluDAGAR Merkjavara og tískufatnaður á Verðdæmi Bull Boxer X-18 Noname Destroy Bassotto skór sandalar skór skór skór Levis Diesel Amazing Morgan Kookai Kookai In Wear Matinique oakkaföt Draktir gallabuxur 3.500 gallabuxur 3.500 gallabuxur 1.900 skyrtur 1.900 toppar 990 bolir 1.900 jakkar 5.900 bolir 990 12.500 5.800 Gerðu góð kaup! OUTLET Opið mán. - fös. 12-18 laugardag 11-16 FAXAFEN110 Ekki er greitt fyrir ódýrustu flíkina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.