Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUPAGUR 1. ágúst 2001 Leikmannakaup: Geremi ekki til Chelsea knattspyrna Real Madrid hefur hafnað um 7 milljóna punda til- boði Chelsea í varnarmanninn Geremi. Jorge Valdano, stjórnar- maður hjá Real Madrid, sagði að liðið hefði ákveðið að hætta við að selja varnarmanninn, sem getur bæði leikið sem hægri bakvörður og miðvörður. Talið er að miðjumaðurinn Santiago Solari verði frekar seld- ur til Real Zaragoza, en Madridar- liðið þarf nauðsynlega að selja einhverja leikmenn eftir að hafa eytt duglega í nýja leikmenn á undirbúningstímabilinu. ■ EKKI Á FÖRUM Real Madrid hefur ákveðið að selja ekki varnarmanninn Geremi til Chelsea. KYNÞOKKAFYLLSTUR David Beckham er ekki bara vinsæll hjá stuðningsmönnum og forrðáðamönnum Manchester United. Hann var valinn kynþokkafyllsti leikmaðurinn í vali samkynhneigðra knattspyrnuáhugamanna á Englandi. Þegar bíltæki skipta máii Hvemig hljómar uppáhalds tónlistin þín? Verð frá24.900,- ísetning fylg/r /^iorteer TS-E1695- 220w - 16cm - þrískiptur NVTT Aoneer TS-E6995 - 300w - 6"x9" - þrískiptur NÝTT E-motion hátalararnir eru bylting hvað varðar glæsilegt útlit og framúr- stefnulega hönnun. Nýjasta tækni er notuð í hátölurunum sem leiðir til skarps tónflutnings með lítilli bjögun. Þessi nýja lína bryddar upp á nýjungum eins og 30 Magnesium Hybrid keiluna, sem hefur einstaklega tæran hljóm samfara lítilli bjögun, og hinn svokallaða Titanum Dome hátíðnihátalara, sem býður upp á sérlega tæran hljómburð. Framtíð landsliðsfyrirliðans ráðin: Beckham áfram hjá Man. Utd. knattspyrna Framtíð knatt- spyrnumannsins David Beck- hams virðist loks vera ráðin. Ensku meistararnir í Manchester United eru vissir um að Beck- ham, sem er 26 ára, skrifi undir nýjan samning við liðið en svo getur farið að það verði ekki fyrr en um næstu jól. „Við höfum átt nokkra fundi með umboðsmönnum Davids og þeir eru mjög jákvæðir," sagði Peter Kenyon stjórnarformaður Man. Utd. í samtali við breska fjölmiðla. „Við höfum ekki farið leynt með það að við viljum halda í David og við vitum að hann vill vera hjá okkur.“ Kenyon segist vilja ganga frá samningnum áður en tímabilið hefst en ef það gengur ekki upp vilja þeir gera það eins fljótt og mögulegt er. Ensku meistararnir vilja gera langtímasamning við Beckham, sem er fyrirliði enska landsliðsins, en hann á aðeins tvö ár eftir af núgildandi samningi. David Beckham nýtur gríðar- legra vinsælda hjá stuðnings- mönnum liðsins en samkvæmt The Guardian er hann líka mjög vinsæll hjá samkynhneigðu fólki. Hann var a.m.k. kjörinn kyn- þokkafyllsti knattspyrnumaður- inn, ásamt Alan Smith hjá Leeds, í kjöri félags samkynhneigðra knattspyrnuáhugamanna á Englandi. Rúmlega 500 félagar völdu þá kynþokkafyllstu en í þriðja sæti varð James Beattie, leikmaður Sunderlands, og í því fjórða varð Michael Owen leik- maður Liverpool. Leikmenn Arsenal virðast ekki jafn losta- fullir því liðið er talið það ljótasta og fremstur meðal jafningja er miðjumaðurinn Ray Parlour. ■ AC Milan: Ekki fleiri Brasilíumenn knattspyrna Italska knatt- spyrnuliðið AC Milan mun ekki kaupa brasilískann leikmann á næstunni nema um nýjan „Pele“ verði að ræða. Adriano Galliani, varaforseti fé- lagsins, sagði að góðir brasilískir leikmenn væru alltof uppteknir með landsliðinu og að það kæmu niður á þeim félags- liðum sem þeir léku með. „Það er ósanngjarnt að brasilískir leikmenn geti leikið 21 leik á ári með landsliðinu," sagði Galli- ani. „Liðið hefur leikið fjölda æfingaleikja undan- ROQUE JUNIOR Varaforseti Mil- an segir að Roque Junior og Dida hafi verið alltof upp- teknir með landsliðinu und- anfarið. undankeppni Heimsmeist- arakeppninnar og í Amer- íkukeppninni." Þrír brasilískir leikmenn leika með Milan, miðjuleik- maðurinn Serginho, varnar- maðurinn Roque Junior og markvörðurinn Dida. Þeir tveir síðarnefndu hafa báðir leikið mikið með landsliðinu undanfarið og vegna þessa samdi Milan í gær við dans- ka varnarmanninn Martin Laursen, en hann á að vera varamaður fyrir Junior. Dida varð hins vegar uppvís að vegabréfafalsi og ef hann fær árs bann gæti hann verið á leiðinni frá farið auk þess sem það keppir í Milan til Alaves á Spáni. I Komdu við og hiustaðu! Lágmúla 8 • Sími 530 2800 T RBO C O M P A C T MHG söluaðilar á íslandi Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.