Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ Friðrik Þór Guðmundsson: Steinar í götu rannsóknar skerjafjarðarslysid Að sögn Friðriks Þórs Guðmundssonar hefur það tafið starf erlendu sérfræðinganna frá Cranfield sem nú eru að rannsaka flugslysið í Skerjafirði að skort hefur á samstarfsvilja hérlendra aðila. „Rannsókninni miðar ágætlega ef frá er talin tregða sem upp er komin frá hendi flugslysanefndarinnar og Flug- málastjórnar að eiga við Bretana snurðulausa samvinnu þrátt fyrir lof- orð ráðherra um annað. Meðal annars virðast flugslysanefndin hér á landi hafa sigað norrænum kollegum sín- um á þá Frank Taylor og Bernie Forward sem annast rannsóknina, að því er ég tel í því skyni að hindra þá í störfum," segir Friðrik. ■ FÓRNARLAMBS MINNST Vínkona Cavin Bretts, sem talið er að hryðju- verkamenn úr hópi mótmaelanda hafi myrt, leggur blóm að staðnum þar sem hann var myrtur á mánudag. Brett var 18 ára. Oeirðir á Norður-Irlandi: Öfgafullir mótmælend- ur ábyrgir belfast. ap. David Ti’imble, leiðtogi Sambandsinna Ulster á Norður-ír- landi, segir öfgafulla mótmælend- ur bera ábyrgð á óeirðum í Belfast undanfarna daga. Þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að írski lýðveldisherinn, IRA, hefji afvopnun, sem er eitt skilyrða friðarsamkomulags á Norður-ír- landi. Slagsmál brutust út í fyrrinótt á milli kaþólskra íbúa og mótmæl- enda í norður Belfast. íbúar hver- fa andstæðra fylkinga kenna hvorir öðrum um átök undanfar- inna daga í Belfast. „Við getum ekki haldið áfram svona. Börnin eru ekki örugg,“ sagði Jean Coult- er, íbúi í hverfi mótmælenda. Fulltrúar lögreglu og breskra stjórnvalda héldu viðræðum um lausn á óeirðum á götum Belfast áfram í dag. Á morgun er búist við því að lögð verði fram tillaga Breta og íra um hvernig vernda megi friðarsamkomulagið á N-ír- landi en það hefur verið í hættu síðan David Trimble sagði emb- ætti sínu sem forsætisráðherra lausu, vegna tafa IRA á því að uppfylla skilmála friðarsam- komulagsins. ■ Frakkland: Atvinnu- leysi eykst parís. ap. Atvinnuleysi jókst um tæp 9% í Frakklandi í júní ,fór úr 0,1% í 8,8%. í>að er mesta aukn- ing í nær þrjú ár og þykir benda til þess að minnkandi hagvöxtur muni skila sér út í atvinnulífið. Tölurnar birtast á slæmum tíma fyrir Lionel Jospin, forsæt- isráðherra, sem ætlar sér að vinna forsetakosningarnar á næsta ári með því að vísa f gott efnahagsástand. Hagfræðingar segja að búast hafi mátt við hækkuninni, vinnumarkaðurinn hafi átt eftir að laga sig að snar- minnkandi atvinnuleysi í Frakk- landi undanfarin tvö ár. ■ Indland: Vajpayee dregur afsögn til baka nýja delhi. ap. Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, bauðst í gær til að segja embætti sínu lausu vegna erfiðleika í samstarfi ríkis- stjórnarflokkanna. Að sögn þing- málaráðherrans, Pramod Mahajan, sannfærðu þungavigtarmenn í flokki Vajpayees, Bharatiya flokknum, hann um að draga afsögn sína til baka. Þrýstingur hefur aukist á forsæt- isráðherrann undanfarna daga. Ráð- herrar í ríkisstjórn hans og starfsfólk hans hefur verið sakað um að bera beina ábyrgð á fjárhagskröggum stærsta opinbera sjóðs Indlands. Þar fyrir utan hefur árangursleysi við- ræðna Vajpayees og forseta Pakistan verið harðlega gagnrýnt. Mahajan sagði þó að málefni sjóðsins, United Trust of India, hefðu ekki borið á góma. Fyrr í mánuðinum voru stjórnarformaður og tveir fram- kvæmdastjórar sjóðsins handteknir. Meðlimir í samstarfsflokki Vajpa- yees í ríkisstjórn, Shiv Sena flokkn- um, hafa sakað starfsmenn forsætis- ráðherrans um að hafa átt þátt í slæmum fjárfestingum sjóðsins. ■ Hagkaupsfjöl- skyldan áberandi Eiríkur Sigurðsson fyrrverandi eigandi 10-11 greiðir hæstu gjöldin yfir landið. Ekkja Pálma í Hagkaup efst í Reykjavík og börn hennar og tengdabörn ofarlega á listum. Eigendur báta og kvóta eir skattar Skattakóngur íslands þetta árið er Eiríkur Sigurðsson kaupmaður á Seltjarnarnesi og fyrrverandi eigandi 10-11 keðj- unnar. Opinber gjöld hans fyrir síðasta ár eru rúmar 93 milljónir króna sem að mestu eru til komin vegna söluhagnaðar. Hagkaups- fjölskyldan er áberandi meðal hæstu skattgreiðenda. Skatta- drottning Reykjavíkur er Jónína 5. Gísladóttir ekkja Pálma Jóns- sonar í Hagkaup. Jónína greiðir rúmar 37 milljónir í opinber gjöld. Börn hennar og tengdabörn eru áberandi á listum yfir hæstu skattgreiðendur. Ingibjörg S. Pálmadóttir er áttundi hæsti skattgreiðandi í Reykjavík með tæpar 15 milljónir í opinber gjöld. Bróðir hennar Jón Pálmason er í 6. sæti á Reykjanesi með um 13 milljónir í opinber gjöld. Hjónin Lilja S. Pálmadóttir og Baltasar Kormákur eru meðal hæstu greið- enda sérstaks eignaskatts með tæpar 10 milljónir samtals. Sig- urður Gísli Pálmason og kona hans Guðmunda H Þórisdóttir greiða einnig níu og hálfa milljón í sérstakan tekjuskatt. lig áberandi Greiðendur hæstu gjalda eru flestir búsettir á Suð-vesturhorn- inu, en í fimmta sæti á landslist- anum er Kristjana Ólafsdóttir á ísafirði. Kristjana er 84 ára göm- ul og langhæsti skattgreiðandi á Vestfjörðum. Skattar hennar eru einkum vegna sölu rækjubáts á síðasta ári. Fyrir utan kaupsýslu- fólk og eigendur fasteigna er fólk sem tengist útgerð ofarlega á listum skattstjóranna. Næst hæsti skattgreiðandi landsins er Benóný Þórhallsson í Grindavík sem gerir út tvo báta en greiðsla hans í opinbera sjóði nemur 53 milljónum. Einkum er um að ræða söluhagnað vegna sölu báts og kvóta. í fjórða sæti á landinu er rúmlega fertug kona í Hafnar- firði Sólveig Edda Bjarnadóttir en hún tengist útgerð á Höfn í Hornafirði. Hún greiðir um 30 milljónir í opinber gjöld. í áttunda sæti á Reykjanesi er Steindór Haarde, verkfræðingur, en hann greiði bróður sínum Geir Haarde fjármálaráðherra tæpar 12 milljónir til vörslu í sameiginlegum sjóðum lands- manna. ■ Hæstir á Reykjanesi: 20m 30m 40m 50m 70m 90m 100m BrAifl* SistPísíwi faatOTurmii 8onq NtUknA anrafat* Eiríkur Sigurðsson, kaupmaður Hann er fyrrverandi eigandi 10-11 búðanna og greiðir langhæstu opinberu gjöldin þetta áriö. Sólveig Blda Bjarnadótdr, Halnardröi Hafstelnn E. Ingólfsson, Reyhjanesbæ Steinunn Pétursdóttir, Képavegi Jén Pálmason, Garöabæ Sigríöur H, Magnúsdéttir, Garðabæ Stelndór Haarde, Seltjarnarnesl Sigvaldi G. Jénsson, Reykj Guömundur Ragnarsson.Seltjarnarnesi Hæstir í Reykjaík: Ericsson, R320 Wap • Wap vatri • Ending rafhlöðu. allt að 160 klst. í bið. allt að 7 klst. í tali. INIOKIA • Þyngd 133 grömm • 100 númera minni í stmaskrá. • Raddstýring, titrari, klukka. • Wap 1.1, SMS chat. • Allt aö 3x lengri SMS texti ofl. Ericsson T28 • 900 & 1800 Mhz sem gengur í US • Þyngd 83 gr. 97 x 50 x 15 cm • 50 klst í biö & 2 klst í tali • Styöur VIT • Klukka, vekjari, skeiðklukka. SIEMENS Siemens S35 • Wap • Titrari • Dual band • Lithium rafhlaöa 111 [GERIfí NÝJAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.