Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.08.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 MIDVIKUPACUW BESTA PLATAN KORMÁKUR GEIRHARÐSSON stórkaupmaður Kwesi í Sigtúni „Ég var búinn að hugsa um Linton Kwesi Johnson í tvö ár þegar ég rölti nýlega inn í búð og fann plötuna Forces of Victory. Ég sá hann í Sigtúni '81 þegar Grammið fiutti hann inn, átti aldrei plötu en hafði heyrt þær hjá vin- um mínum. Nú er ég búinn að komast að því að maður þarf ekki að reykja til að hlusta á hann." ■ BEOYNCE KNOWLES Destiny’s Chíld var spáð út af topp tíu bres- ka listans fyrir mánuði síðan. Þær eru ein- nig ofarlega á listanum í Bandaríkjunum. Hrókeringar í poppinu: Örlagafljóð í skýjunum tónlist Breytingar urðu á toppi breska hljómplötulistans í síðustu viku. Mjúki Kaninn Usher vék fyrir íðilvöxnum samlöndum sín- um í Destiny’s Child. Þetta sætti tíðindum þar sem Örlagafljóðin komust fyrst á topp listans í byrj- un maí og eru síðan búnar að lafa inni á topp tíu. Nýja smáskífan, Bootylicious, fellur greinilega í kramið hjá kaupendum. Þær sitja öruggar á toppnum aðra vikuna í röð og Usher fellur hratt niður. Wyclef Jean, sem spilaði eitt sinn með félögum sínum í Fugees f Höllinni, kom nýr í tólfta sæti með plötuna The Ecleftic - Two Sides to a Book í síðustu viku og hækkar nú um eitt. Super Furry Animals og N’Sync mæta báðar með nýjar plötur þessa vikuna, Rings Around the World fer beint í þriðja sætið en Bretar hleypa bandarísku poppstjörnunum ekki nema í tólfta sætið með Celebrity. Rings Around the World er fimmta plata hinnar velsku Super Furry Animals. Þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Fuzzy Logic, árið 1995 hafði hún safnað stórum aðdáendahóp í kringum sig og um leið og hún kom út vakti tónlistin, sem er blanda af kraftpoppi, pönki, teknó og framúrstefnulegu rokki, mikla athygli. ■ ALFABAKKA 8, SIMI S87 tf*U0 www.samfiim.is m/ensku tali kL 4,6,8 og 10 m/íslensku tali kl. 4 og 6 Sýnd kL 4,6,8 og 10 vit243 Sýnd kl. 4,6,8 og 10 (enskt tal) vit 244 [SHREK (ísltaí) kl. 4,6,8 og 10[|24^ jPRIVEN FRÉTTIR AF FÓULI I o*-o Shaquille O’Neal ætlar að taka upp lag með þýsku söngkon- unni Sabrinu Setlur, fyrrum eig- inkonu tennisleikarans og Bravó stjörnunnar Boris Becker. O’Neal hafði samband við hana eftir að sjá myndband með henni Honum finnst hún vera ákaflega kynæsandi eins og hann orðaði það sjálfur. Að sögn dagblaðsins The Bild sagði kappinn: ,Tyrst og fremst viljum við fara í hljóðver og taka upp lagið.“ Anna Kournikova sem bæði á að vera búin að gifta sig- og ekki- sást með giftingarhring á tennismóti í Kaliforníu um síð- ustu helgi. Rússneska stjarnan tvítuga keppti í tvímenningsleik með Martinu Hingis, sem var einnig með gift- ingarhring. Haft var eftir slúður- tímaritinu The Sun í síðustu viku að Kournikova hefði gifst ís- hokkíleikaranum Sergei Federov, í leynilegri at- höfn en hann er ellefu árum eldri. Bæði faðir hennar og tals- maður frá fyrirtækinu sem sér um markaðsmál hennar neituðu fréttunum en svo virðist sem The Sun hafi haft rétt fyrir sér. UNGMENNAFÉLAGIÐ Það ríkti sannkölluð ungmennafélagsstemmning í Hvalfirðinum i gær við tökur á myndbandinu og fjöldi sveitunga var mættur til að styða við bakið á sínu liði Metnaður fyrir fegurð frekar en peningum Stefán Arni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson leikstýra myndbandi við lagið Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós. „Vildum frekar eyða peningum í tæknihliðina,“ segir Stefán. Ghris Martin söngvari hljóm- sveitarinnar Coldplay kom fram með skosku sveitinni Travis á tónleikum í Singapore fyrir j stuttu. Þar söng hann lagið The Band’s The Weight með Skot- unum við ágætar undirtökur. Mart- in hafði áður troð- ið þar upp með Coldplay en var eitthvað illa fyrir kalllaður. Hann yrti varla á áhorfendur nema til að segja þeim að slökkva á kveikjurum þegar þeir hugðust mynda róm- antíska stemmningu. „Við erum ekki Bon Jovi, ef þið vitið hvað ég á við,“ sagði Martin. Hann hresstist þó örlítið við þegar líða fór á tónleikanna og þegar sveitin spilaði lagið Yellow kastaði hann sér út í áhorfendaskarann við mikinn fögnuð. myndbanp „Þetta er myndband um tvo stráka í sama fótboltalið- inu sem er héðan úr Hvalfjarð- arsveitinni. Og það er eiginlega það sem gerist. Eg veit eiginlega ekki hvað ég má segja mikið, það er Sigur Rósar að ákveða enda er þetta þeirra myndband," sagði Stefán Árni Þorgeirsson, leik- stjóri, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær, en hann í félagi við Sigurð Kjartansson leikstýrir myndbandi við lagið Viðrar vel til loftárása með hljómsveitinni Sigur Rós. „Það vildi svo skemmtilega til að ég og Siggi vorum búnir að viðra það okkar á milli að það væri gaman að gera eitthvað fyrir Sigur Rós og ætluðum að tala við þá um litla hugmynd sem við vorum með,“ sagði Stef- án Árni um aðdragandann að samstarfinu. „Síðan hitti ég Jónsa á veitingastaðnum Á næstu grösum og spurði hann hvort við gætum ekki unnið fyr- ir þá.“ Jón Þór söngvari tók vel í hugmyndina og sagði Stefáni frá hugmynd sem hljómsveitarmeð- limir höfðu sjálfir unnið að. „Þá var það einmitt svona fót- boltahugmynd, mjög svipuð hug- myndinni okkar Sigga. Eini mun- urinn var aldursmunurinn.” Myndbandið á að gerast um miðja öldina og er að sögn Stef- áns sýnt mjög hægt. „Myndbandið er allt í gegn rosa slow motion og með miklum tilfinningasveiflum, „ segir Stef- án. „Annars erum við ekki að hafa of miklar áhyggjur af raun- verulegri tímasetningu." Fjöldinn allur af fólki kemur nálægt myndbandinu, tvö fót- boltalið, áhorfendur, foreldrar drengjanna tveggja sem fara með aðalhlutverk og fleiri. Stef- án segir þetta frekar lítið verk- efni, þó það teljist sennilega stórt miðað við íslensk mynd- bönd. „Það er svolítið snúið að gera svona periodumyndir. Það fer mikill tími og fyrirhöfn í að gera búninga, greiða fólkinu, redda leikmyndinni og allt kost- ar þetta peninga." Stefán segir þá frekar hafa viljað eyða pen- ingum í tæknihliðina en þeir leigðu kvikmyndatökuvél frá fyrirtæki sem þróar myndavélar fyrir Bandaríkjaher. Stefán Árni og Sigurður hafa unnið að auglýsingagerð erlend- is s.l. tvö ár og hafa m.a. unnið fyrir gallabuxnafyrirtækið Lev- is og nú í apríl unnu þeir fyrir hársnyrtifyrirtækið Salon Sel- ective sem er mjög þekkt vöru- merki í Bandaríkjnum. „Síðan gerðum við líka auglýsingu fyrir Ericsson sem fór á Asíumark- að,“ segir Stefán. Hann segir það vel borgað starf að gera auglýs- ingar en sömu sögu sé ekki að segja af myndbandagerð. „Það

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.