Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2001 MÁNUDACUR HRAÐSOÐID 22 ANNA MARÍA BOGADÓTTIR, framkvæmdastjóri. Rappkeppni og ratleikur á Menningarnótt HVERNIG leggst Menningamótt í Þ'g? Hún leggst mjög vel í mig. Ég hef orðið vör við mikinn áhuga hjá fólki fyrir Menningamóttinni og margir virðast bíða í spenningi. Ég finn fyrir því að margir eru farnir að setja hana inn í dagatalið og reyna að vera í bænum. Menningarnótt, sem upphaf- lega byrjaði sem tilraunaverkefni, hefur fest sig í sessi og er orðinn einn af lykilviðburðum ársins. HVAÐ getur þú sagt mér um dags- skrána i ár? Dagsskráin er að vanda mjög fjöl- breytt og margir sem að henni koma. Boðið verður upp á allar listgreinar og ólíkustu miðla þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Eins og í fyrra verður Menningamóttin í sam- vinnu við Reykjavíkurmaraþon sem borgarstjóri ræsir klukkan tólf á há- degi. Stærri og smærri atburðir verða síðan á dagsskrá sem stendur aMan daginn og fram á rauða nótt. Klukkan ellefu um kvöldið verður efnt til sam- söngs á Amarhól og Hafnarsvæðinu undir stjórn Garðars Cortes. Hann mun leiða Ópemkórinn ásamt lúðra- sveit verkalýðsins og verða sungin lög sem allir kunna. Söngurinn er þó ekki endirinn á menningamótt því bæði verður boðið upp á miðnætur- tónleika og leiksýningu auk þess sem dansleikir verða haldnir víða um bæ- HVAÐ búíst þið við mörgum gestum? í fyrra komu um 100.000 manns en erfitt er að segja til um hvort að svo margir muni mæta í ár. í fyrra kom upp vandamál í sambandi við umferð- ina frá miðbænum en í góðu sam- starfi við lögreglu og strætó verður reynt að forðast að það endurtaki sig. Við vonumst líka til þess að fólk sýni tillitssemi og þá á þetta allt að ganga mjög vel. Anna María Bogadóttir er framkvæmdastjóri Menningarnætur. Auðæfi prins frá Brunei á ' uppboð: Gylltur klósettpappírs- haldari til sölu BANDAR SERI BECAWAN. BRUNEI. Auð- æfi glaumgosaprinsins Jefri Bolki- ah, yngri bróður soldánsins Hasss- anal Bolkiah sem fór á hausinn með fyrirtæki sitt nýverið, eru nú á leið til uppboðshaldara. Er gjaldþrots- málið talið mikil smán fyrir hið ríka Burnei sem grætt hefur á tá og fingri á olíuviðskiptum sínum. Allt frá gylltum klósettpappírs- haldara til slökkvibifreiða verða boðin upp og stendur uppboðið yfir í sex daga. ■ r?iií?ii^rróiícír Fasteignasalar bíða óþreyjufull- ir eftir því þessa dagana að fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, breyti reglugerð um húsbréf. Ráð- herra sagði í júlf- byrjun, þegar brunabótamatinu var breytt, að breytingin myndi eiga sér stað á næstu dögum en enn hefur ekkert til hennar spurst. Eftir breyting- una miðast upphæð húsbréfa við kaupverð í stað fasteignamats en eins og kunnugt er er oft ansi mik- ill munur þarna á milli. Að sögn fasteignasala sem Fréttablaðið hafði samband við er salan aðeins farin að glæðast eftir sumarið. Von um að reglugerðinni verði breytt hefur hins vegar leitt til þess að ansi margir kaupendur halda að sér höndunum og hafa frestað kaupunum. Breytingin á í síðasta lagi að ganga í gildi 15. september en fasteignasalar von- ast til þess að af verði fyrr. að getur tekið á menn að vera með atvinnustarfsemi sem flestum þykir lítið til koma - þó ekki sé talað um þegar fólk amast við rekstrinum. Einn af þeim sem þannig er ástatt um er Geiri á Maxim’s, eða Ás- geir Þór Davíðs- son. Honum var illilega brugðið þegar greint var frá því í fréttum að ungur portúgalskur maður hefði verið handtekinn í Leifsstöð með fjölda e-taflna og við fréttina var bætt að talið væri að sá portú- galski tengdist nektardansstað. Geira, sem rekur tvo slíka staði, var brugðið þar sem hann telur sig ekkert hafa með þann portú- galska að gera. Meðal þeirra sem starfa innan þessa heims þykir víst á stundum að um þá sé fjallað án þeirra tillittssemi sem mörgum öðrum er sýnd. GULL OG GERSEMAR Myndatökumaður tekur myndir af auðæf- unum sem eins og sjá má eru ekki af lakari endanum. Hong Kong: Bjargið Falun Gong! hong kong. ap. Meðlimir í Falun Gong söfnuðinum eru duglegir að minna á hlutskipti sitt. Sl. föstu- dag söfnuðust 20 saman í Hong Kong og kröfðust þess að kín- versk stjórnvöld létu Chan Yok-to, félaga þeirra, lausan. Chan Yok-to var handtekinn í Peking 12 júlí sl. Þátttakendur í mótmælunum hvöttu kínversk stjórnvöld til að láta af ofsóknum á hendur liðs- mönnum Falun Gong á megin- landinu. Söfnuðurinn er bannaður í Kína en reyndar leyfður í Hong Kong. ■ MÓTMÆLT Á spjöldunum eru ofsóknir Kinverja gegn Falung Gong gagnrýndar. Skora á fólk að tapa ekki sýn á gildi góðleikans Jóna Rúna Kvaran, sjáandi, hefur nýverið hleypt af stokkunum vefsíðu. A henni er að finna kærleiksríkt og uppbyggilegt efni eftir hana af ýmsum toga. Ekki er vanþörf á því í netheimum að mati Jónu Rúnu. vefsíður „Þetta er fjölskyldukær síða,“ segir Jóna Rúna .“Það get- ur öll fjölskyldan sest niður fyr- ir framan tölvuna og fundið eitt- hvað við sitt hæfi.“ Á heimasíðu hennar, sem hleypt var af stokk- unum sl. vor, er að finna alls kyns efni sem hún hefur skrifað, lífsleiknipistla, gamanmál og ýmislegt fleira. „Eg á mjög mik- ið efni sem ég hef skrifað undan- farin ár. Margir hafa hvatt mig til þess að gefa það út en ég hef aldrei haft áhuga á því.“ Jóna Rúna segir að hins vegar hafi henni þótt útgáfa efnisins á Netinu verið frábærlega góð hugmynd. „Ég vil gefa fólki kost á að nýta sér hugverk mín án kvaða." Hún segir að verkefnið hafi farið af stað fyrir tilstuðlan þriggja ungmenna, þeirra Jóns Þorsteins Sigurðssonar, netum- sjónarmanns og kerfisstjóra, Ásgeirs Sigurðssonar, kerfis- fræðings og kerfisstjóra og Nínu Rúnu Kvaran, söngkonu, talsímavarðar og dóttur Jónu Rúnu. „Þau hafa lagt á sig ómælda vinnu utan vinnutíma og við höf- um átt einstaklega ánægjulegt og jákvætt samstarf. Við köllum okkur í gamni fjögurra laufa srnára." segir Jóna Rúna. Að hennar mati er ekki van- þörf á jákvæðu og uppbyggilegu efni á Netinu. „Það er mikil freisting að nota þennan vett- vang í auglýsinga og áróðurs- skyni. Fólk er orðið dálítið þreytt á allri þessari nei- kvæðni,“ segir Jóna Rúna sem vonar að efnið á síðunni auðveldi fólki að takast á við hversdag- inn. „Fólk getur sest niður hvar sem það er statt og skoða síðuna. Á henni er kærleikshvetjandi og uppbyggilegt efni og áskorun í þá átt að tapa ekki sýn á gildi góðleikans." Síðan var opnuð sl. vor og segir Jóna Rúna að hún hafi fengið alveg ótrúleg viðbrögð, . þrátt fyrir að hún hafi ekki ver- 1 ið kynnt neitt að ráði. „Svo er hægt að senda mér skilaboð sem ríkir að sjálfsögðu alger trúnað- ur um.“ Slóð heimasíðunnar er www.jonaruna.com. sigridur@frettabladid.is Pöntunarlínan er opin alla daga milli 9 og 22 Freemans • Bæjarhrauni 14 • sími 565 3900 • www.freemans.is Nýi haust- og vetrarlistinn er kominn út. Vorum að opna nýja og glæsilega Freemans versl- un að Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði. Full búð af nýjum vörum. 'wm AP/ANAT GIVON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.