Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2001 MÁNUPAGUR | SPURNING PACSINS Heldurðu að KR falli? Nei, ég er alveg harður á því að þeir falli ekki. Ég hef trú að því að mannskapurinn rífi sig upp og klári þetta. ■ Níels Hafsteinsson veitingastjóri og KR-ingur Minnismerki við Höfða fjarlægt eftir að bent var á nafnarugl: Otrúleg handvömm nafnarucl Minnismerkið við Höfða þar sem Mikhail Gorba- stjov er rangnefndur Nikolaj var tekið niður sl. föstudag, í kjölfar fréttar Fréttablaðsins. Hildur Kjartandóttir, móttökustjóri Höfða, segir með ólíkindum að þessi villa skyldi eiga sér stað. „Textinn var sendur Árna Berg- mann til þýðingar og síðan send- ur í prófarkalestur til Ingibjarg- ar Haraldsdóttur," segir Hildur. „Maður er algerlega háður sér- fræðingunum þegar rússneska er annars vegar og þessi handvömm hjá þeim er með ólíkindum." Gerður verður nýr steinn og segir Hildur það vera huggun harmi gegn að það sé ekki dýr að- gerð. „Það vill líka svo heppilega til að steinsmiðjan á rússneskt granít til.“ Hildur segist búast við því að steinninn verði kominn á sinn stað innan tíðar en segir erfitt að segja til um nákvæm- lega hvenær. Minnismerkið var afhjúpað í árslok 2000 og hafði enginn bent á villuna fyrr en Stanislav Smirnov hafði samband við Fréttablaðið og eftir það hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig. ■ SORG Rússneskur sjóliðsmaður huggar móður eins fórnarlambanna sem létust í slysinu þann 12. ágúst fyrir ári siðan. Ar liðið frá því Kúrsk sökk í Barentshaf: Fórnalamba Kúrsk minnst MURMANSK, RÚSSLANPI, AP. Fjöl- skyldur þeirra 118 fórnarlamba sem fórust með rússneska kjarn- orkukafbátnum Kúrsk, söfnuðust í gær saman til að minnast þess að eitt ár er liðið síðan atburðurinn átti sér stað. í bænum Vidayevo þar sem áhöfn Kúrsk hafði aðset- ur sitt lögðu hermenn blómsveiga við minnismerki sem sett hefur verið upp um þá sem létust. Um þessar mundir vinna menn að því að hífa kafbátinn upp úr Barents- hafi en sú vinna hefur gengið heldur hægar en til var ætlast. ■ —♦— Ölfunarakstur: Slasaðist í bílveltu UMFERÐARSLYS Maður sem er grun- aður um ölvun við akstur velti bíl sínum skammt frá Dalvík á að- faranótt sunnudags. Ökumaður- inn var einn í bílnum og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður. Lögreglan á Akureyri segir vont til þess að vita að öku- menn láti sér ekki segjast og séu að aka undir áhrifum áfengis - þrátt fyrir sláandi fordæmi og mikinn áróður. Lögreglan á Akureyri tók fimm ölvaða ökumenn um helgina. ■ Eigendur HeiðarQalls hyggjast leita til Mannréttindadómstóls Evrópu verði máli þeirra gegn bandarískum stjórnvöldum vísað frá héraðsdómi. Eigendurnir vilja að Bandaríkjaher hreinsi Qallið af úrgangi frá ratsjárstöðinni sem þeir yfirgáfu árið 1970. Halldór Asgrímsson segir HeiðarQall hafa verið hreinsað í samræmi við kröfur þess tíma. pómsmál Að sögn Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra ræddu þeir Colin Powell utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna ekki á fundi sínum í síðustu viku úrgang- inn sem Bandaríkjaher skildi eftir sig á Heiðarfjalli á Langanesi árið 1970. Þá yfirgaf herinn fjallið eft- ir að hafa rekið þar fjölmenna rat- sjárstöð frá árinu 1954. Eigendur Heiðarfjalls stefndu í sumar Powell ásamt George Bush Bandaríkjaforseta og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrir héraðdóm Reykjavíkur og kröfðust þess að þeir fjarlægðu úrganginn. Banda- rísk stjórnvöld sendu ekki fulltrúa sinn fyrir dóminn og í haust má því búast við því að dómur verði felldur í málinu á grundvelli þeir- ra gagna sem landeigendurnir hafa lagt fram nema að málinu verði einfaldlega vísað frá. „Landinu var skilað á sínum tíma. fslenska ríkið tók við því. Það voru allt aðrar kröfur þá en í dag,“ segir Hallór Ásgrímsson. Hann lítur ekki á það sem skyldu íslenskra stjórnvalda að hreinsa til á Heiðarfjalli: „Það eru banda- rísk stjórnvöld sem höfðu þær skyldur og það var gert í samræmi við þær kröfur sem þá voru. Það voru allt aðrar kröfur á þeim tíma en eru í dag. Þetta á við víðar eins og við Straumnesfjall. Það var ekki hreinsað til þar af því marki sem gert er i dag.“ Björn Erlendsson, einn fimm eigenda Heiðarfjalls, segist telja afar góðar líkur á að Mannrétt- indadómstóll Evrópu taki málið fyrir verði því vísað frá héraðs- dómi í haust. „Mannréttindómstól- inn hefur áður fengið málið til um- fjöllunar en sagði þá að leita bæri frekari úrlausna í heimalandinu. Ef það tekst ekki virðist sem dóm- urinn sé tilbúinn að líta á málið áfram,“ segir hann. Björn segir Bandaríkjaher hafa gert samning við embættismenn íslenska utanríkisráðuneytisins sem afsalaði öllum skaðabótarétt- indum íslenskra þegna vegna veru hersins á Heiðarfjalli og banda- rísk stjórnvöld hafi síðan vísað til þess. „Lögfræðilegt álit segir hins vegar að embættismennirnir hafi ekki haft rétt til að afsala réttind- um íslenskra borgara á þennan hátt. Bandaríkjamenn eiga úr- ganginn sem er í heimildarleysi á landi okkar og þeir eiga að fjar- lægja hann,“ segir hann. MENCUN Á HEIÐARFJALLI Alls kyns rusl frá veru Bandarlkjahers á Langanesi er á Heiðarfjalli en langstærsti hlutinn er falinn undir yfirborði fjallsins. Björn segir gríðarlegt magn margs kyns hættulegra spillefna hafa fallið til á starfstíma ratsjár- stöðvarinnar. Úrgangurinn hafi verið grafinn leynilega og án heimildar landeigenda á fjögurra til fimm metra dýpi á tveggja hektara svæði. gar@frettabladid.is Ráðherrar ræddu ekki mengun á Heiðarfjalli LAURA ASHLEY Síðustu dagar útsölunnar. * 20% aukaafsláttur af útsölufatnaði þessa viku. * LAURA ASHLEY Bæjarlind 14-16, Kópavogi. ___________s. 551 6646_______ Opið mán - föst. 10-18, lau 11-15 Framkvæmdastjóri Goða hættir: Forsendur eru brostnar starfslok „Forsendur fyrir veru minni hérna eru brostnar. Ég hef klárað það sem ég tel að þurfi að klára og koma öllu í þann farveg að ég sé fyrir endann á því og á þeim tímapunkti tel ég að ég geti farið frá fyrirtækinu,“ sagði Kristinn Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri Goða, sem nú hefur gert starfslokasamning við eigendur fyrir- tækisins og væntir þess að hverfa frá Goða fyrir árslok. Kristinn Þór hefur starfað fyrir Goða frá nóvember 2000. í starfsloka- samningi Kristins er gert ráð fyrir því að Kristinn fylgi FARINN Kristinn Þór seg- ir að hann hafi fengið rangar upplýsingar um stöðu Goða þegar hann tók við stjórnar- taumunum. JAFNVÆCI f CREININNI Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdarstjóri Goða, telur að hann hafi vakið fólk til umhugs- unar um stöðu sauðfjárræktunar á islandi. greiðslustöðvun Goða, og því er úr henni kemur, til enda og hætti svo. Aðspurður segir Kristinn að hann gerir ekki ráð fyrir því að fyrir- tækið endi í gjaldþroti. Kristinn segir að þær upplýsingar sem hann fékk um stöðu fyrirtækisins við ráðningu hafi „klárlega verið rang- ar.“ „Menn gerðu ráð fyrir því að á seinni helmingi ársins 2000 næðist jafnvægi í rekstrinum en félagið var keyrt á sama tíma upp í 430 milljón króna tap,“ sagði Kristinn Þór. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.