Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
13. ágúst 2001 MÁNUDAGUR
Landsliðshópurinn tilkynntur:
Jóhannes Karl og
Marel valdir
2. deild á Englandi:
Stoke tapaði
knattspyrna Stoke City mætti
Queens Park Rangers í fyrsta leik
þeirra á nýju leiktímabili 2. deildar í
Englandi í gær. Rangers sigraði með
einu marki gegn engu en liðið féll
niður um deild á fyrra tímabili. Það
hefur ekki spilað í 2. deild síðan árið
1967. Andy Thomson, leikmaður
Rangers, fékk sendingu frá liðs-
manni sínum Stuart Wardley, skaut
rétt fyrir utan vítateig. Boltinn flaug
örugglega í mark og markmaður
Stoke, Gavin Ward, kom engum
vörnum við.
Fjórir leikmenn Stoke fengu að
líta gult spjald. Rangers höfðu, að
sögn enskra fjölmiðla, tögl og hagld-
ir í öllum leiknum og hefðu átt að
koma boltanum oftar í mark Stoke. ■
Meistaramót ungmenna:
Þrjú
KNATT5PYRNA Atli Eðvaldsson til-
kynnti í gær hverjir skipa lands-
liðshópinn fyrir æfingaleikinn
gegn Póllandi.
Leikurinn fer fram á miðviku-
daginn klukkan 18. Tveir nýliðar
eru í hópnum, þeir Jóhannes
Karl Guðjónsson, sem leikur
með RKC Waalwijk og Marel
Baldvinsson, leikmaður Stabæk
í Noregi.
Helgi Kolviðsson, sem leikur
með FC Karnten og Ríkharður
Daðason, leikmaður Stoke, eru
hins vegar ekki í hópnum.
Þá gaf Helgi Sigurðsson, leik-
maður Lyn í Noregi, ekki kost á
sér vegna meiðsla. ■
NÝR LEIKMAÐUR
Marel Baldvinsson hefur staðið sig vel
með Stabæk í sumar og hefur nú fengið
verðskuldað tækifæri með landsliðinu.
[------------------------------------
HÓPURINN GEGN PÓLVERJUM:
Markverðir:
Árni Gautur Arason, Rosenborg
Birkir Kristinsson, IBV
Varnarmenn:
Eyjólfur Sverrisson, Herthu Berlln
Hermann Hreiðarsson, Ipswich
Arnar Þór Viðarsson, Lokeren
Auðun Helgason, Lokeren
Pétur Marteinsson, Stabæk
Miðjumenn:
Arnar Grétarsson, Lokeren
Tryggvi Guðmundsson, Stabæk
Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke
Jóhann B. Guðmundsson, Lyn
Jóhannes Karl Guðjónsson, RKC Waalwijk
Heiðar Helguson, Watford
Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
Andri Sigþórsson, Salzburg
Marel Baldvinsson, Stabæk
Boltinn rúllar í Bretlandi
Islands-
met féllu
frjálsar ÍÞRÓTTIR Meistaramóti
Islands í frjálsum íþróttum ung-
menna lauk í gær. Mikill fjöldi
tók þátt og voru þrjú íslandsmet
slegin. Öll metin voru slegin á
Kópavogsvelli, en þar kepptu 15
til 22 ára. FH sigraði í stiga-
keppninni með 469 stig.
Fannar Gíslason úr FH setti
met í sveinaflokki þegar hann
kastaði spjóti 54,56 metra.
Björgvin Víkingsson, einnig úr
FH, setti íslandsmet í 300 metra
grindahlaupi drengja. Hann
hljóp á 38,27 sekúndum. Loks
setti Kristín B. Ólafsdóttir úr
Fjölni met í þrístökki meyja.
Hún stökk 11,61 metra.
Sigurbjörg Ólafsdóttir úr
Breiðablik var sigursælust allra
keppenda mótsins með sex gull-
verðlaun og ein silfurverðlaun.
Breiðablik var í öðru sæti stiga-
keppninnar með 232 stig og HSK
í því þriðja með 196,5 stig. ■
mán Grindavik - Fram
Sfmadeildin kl. 18.45
Þri Mótorsport
kl. 19.30
>un Man. Utd. - Fulham
Enski boltlnn kl. 14.45
US PGA Meistaramótið i gotfi
kl. 18.00
mið England - Holland
kl. 20.10
mlð
kl. 22.30
mán Sfmadeildín
kl. 18.45
www.syn.is
eðalslma 515 6100
lau US PGA Meistaramótið í golfi
kl. 18.00
f6s Hestar 847
kl. 20.00
íþróttir
áSvn
13. ágúst - 20. ágúst
Enska knattspyrnutímabilið hafið. Fyrsta, önnur og þriðja deild í Englandi byrjuðu á laugardag.
Liverpool vann Manchester United í leik um Góðgerðarskjöldinn í gær.
knattspyrna Enska úrvalsdeildin
hefst næsta laugardag en knatt-
spyrnuáhugamenn fengu smjör-
þef af því sem koma skal í gær.
Liverpool og Manchester United
spiluðu um Góðgerðarskjöldinn,
þar sem krýndir eru meistarar
meistaranna. Miðar á Þúsaldar-
leikvanginn í Cardiff seldust upp
og voru það því 70 þúsund manns
sem fylgdust með risunum tveim-
ur takast á í hörðum leik. Liver-
pool sigraði með tveimur mörkum
gegn einu.
Liðið náði snemma tökum á
leiknum og fékk vítaspyrnu á
fyrstu mínútunum. Michael Owen
gaf boltann inn í teig á Danny
Murphy, sem var felldur. McAll-
ister skoraði úr vítinu. Michael
Owen skoraði annað mark Liver-
pool á 16. mínútu. Langt útspark
markvarðar Liverpool, Sander
Westerveld, kom vörn United úr
jafnvægi og sókn Liverpool endaði
á því að Owen rúllaði boltanum
framhjá Fabien Barthez. Sander
Westerveld stóð sig vel í marki
Liverpool og átti stóran þátt í því
að liðið vann. United kom tvíeflt
til leiks í seinni hálfleik og Ruud
Van Nistelro'oy minnkaði muninn á
Islandsmótið í höggleik:
Ornog
Herborg
sigruðu
golf íslandsmótið í höggleik hófst
á fimmtudag í Grafarholti og end-
aði í gær. Örn Ævar Hjartarson
GS og Herborg Arnardóttir GR
eru íslandsmeistarar.
Keppnin í kvennaflokki var
mjög jöfn og spennandi. Fyrir síð-
asta keppnisdag var Ólöf María
Jónsdóttir höggi á undan Kristínu
Elsu Erlendsdóttur, sem var höggi
á undan Herborgu Arnarsdóttur
og Þórdísi Geirsdóttur. í lok dags-
ins var það síðan ljóst að úrslitin
gætu ráðist á flötinni á 18. holu.
Herborg Arnarsdóttir spilaði vel
en Ólöf María Jónsdóttir brenndi
af þegar hún hefði getað tryggt
sér titilinn. Þær voru báðar með
26 högg yfir pari eftir fjóra
keppnisdaga. Því beið umspil
þeirra og þar var aldrei spurning
hvor myndi fara með sigur af
hólmi. Herborg spilaði vel en
Ólöf, sem varð íslandsmeistari
þegar mótið fór síðast fram í
Grafarholti 1997, náði sér ekki á
strik. Kristín Elsa var í þriðja
sæti eftir sigur á Ragnhildi Sig-
urðardóttur, tvöföldum íslands-
meistara, í umspili. Þær voru
jafnar í þriðja sæti á 29 höggum
yfir pari.
Fyrir síðasta dag var örn Ævar
með þriggja högga forskot á Har-
ald Heimisson GR. Örn lék vel í
gær. Hann spilaði alls á fjórum
51. mínútu. Liðið átti
nokkur góð tækifæri
það sem eftir var leiks
en náði ekki að jafna.
Liverpool spilaði án
Robbie Fowler, sem var
frá vegna meiðsla, og
Andy Cole, sem var frá
vegna persónulegra
ástæðna. Juan Sebastian
Veron spilaði ekki með
United þar sem hann
spilar er í æfingabúðum
landsliðs Argentínu
þessa dagana.
Leiktímabil fyrstu,
annarar og þriðju deild-
ar hófst á laugardag.
Liðin þrjú sem voru
send niður úr Úrvals-
deildinni, Manchester
City, Bradford og
Coventry, sigruðu öll í Michael Owen
fyrstu deild. Fyrrum
landsliðsþjálfari Englands, Kevin
Keegan, stjórnar nú Man. City og
gerði það vel á móti Watford, rúll-
aði yfir það. Man. City skoraði
þrjú mörk en Watford, sem er nú
undir stjórn Gianluca Vialli, ekki
neitt. Heiðari Helgusyni var skipt
inn á sem varamanni á 66. mínútu.
RÚLLAÐ FRAMHJÁ FABIEN
leikmaður Liverpool, skorar annað mark liðsins á Þúsaldarleikvanginum i gær. Jaap Stam,
leikmaður Manchester United, stendur álengdar og fær ekki rönd við reist.
Bradford vann Barnsley 4-0 og
Coventry, sem datt niður úr Úr-
valsdeild í fyrsta skipti í 34 ár,
vann Stockport 2-0. Aðrir leikir:
Gillingham 5, Preston 0; Grimsby
1, Crewe 0; Millwall 4, Norwich 0;
Nottingham Forest 1, Sheffield
United 1; Rotherham 2, Crystal
Palace 3; Walsall 2, West Brom 1;
Wimbledon 3, Birmingham 1; Wol-
verhampton 2, Portsmouth 2.
í þriðju viku skosku deildarinn-
ar eru meistararnir í Celtic enn
taplausir. Þeir mættu Hearts og
unnu leikinn með tveimur mörk-
um Henrik Larsson gegn engu. ■
Fótbolti helgarinnar:
Ekkert gengur hjá
Vesturbæingum
VERÐSKULDAÐUR SIGUR
Herborg Arnardóttir stóð sig vel á mótinu
og átti sigurinn skilinn eftir góðan leik.
höggum yfir pari en Haraldur
Heimisson var á sjö höggum yfir
pari. Björgvin Sigurbergsson GK,
Islandsmeistari fyrra árs, var í
þriðja sæti á átta höggum yfir
pari.
Þess má til gamans geta að fyr-
ir mótið spáðu valinkunnir
kylfingar um úrslitin. Þar var
Björgvin Sigurbergsson spáð
sigri í karlaflokki og Haraldur
Heimisson var í öðru sæti. í
kvennaflokki var það Ragnhildur
Sigurðardóttir, sem var talin sig-
urstranglegust en Ólöf María og
Herborg voru einnig taldar líkleg-
ar. ■
knattspyrna Tveir leikir fóru
fram í Símadeild karla í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. KR tók á
móti Eyjamönnum í Frostaskjól-
inu en heimavöllurinn dugði ekki
til að knýja fram sigur. ÍBV vann
leikinn með tveimur mörkum
gegn engu. Atli Jóhannsson skor-
aði á 43. mínútu og Tómas Ingi
Tómasson bætti við öðru marki á
54. mínútu. Eyjamaðurinn Páll
Almarsson leit rautt spjald á 74.
mínútu. Eftir þessi úrslit er fall-
barátta KR-inga staðreynd. Liðið
er aðeins einu stigi frá fallsæti
og ljóst er að ef ástandið breytist
ekki verma meistararnir brátt
falls£6ti
FH tók á móti Keflavík í
Kaplakrika og endaði leikurinn
með jafntefli. Þórarinn skoraði
fyrir Keflavík á sjöttu mínútu og
Guðmundur bætti öðru við á 27.
mínútu. í hálfleik sneri leikurinn
SÍMAPEILPIN
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Fylkir 12 7 4 1 23:8 25
lA 12 7 2 3 18:9 23
IBV 13 7 2 4 11:11 23
FH 13 6 4 3 15:12 22
Grindavík 11 6 0 5 18:17 18
Valur 12 5 2 5 15:17 17
Keflavik 13 4 4 5 18:20 16
KR 12 3 2 7 9:16 11
Fram 12 3 1 8 15:20 10
Breiðablik 12 2 1 9 11:23 7
við og heimamenn svöruðu fyrir
sig. Jóhann Möller skoraði fyrra
mark FH á 57. mínútu og Jón Þor-
grímur Stefánsson jafnaði á 70.
mínútu.
Þór/KA/KS tók á móti Breiða-
blik á Þórsvelli í gær. Líkt og hjá
KR dugði heimavöllurinn ekki til
og Blikastúlkur unnu leikinn með
þremur mörkum gegn engu.
Bryndís Bjarnadóttir, Erna Björk
Sigurðardóttir og Eyrún Odds-
dóttir skoruðu fyrir Breiðablik.
í fyrstu deild karla lauk 13.
umferð um helgina. Dalvík tók á
móti ÍR á föstudaginn á Dalvík-
urvelli. Heimamenn sigruðu með
einu marki gegn engu. Samdæg-
urs vann Stjarnan Víking með
fjórum mörkum gegn einu á
Stjörnuvelli í Garðabæ. Á laugar-
dag vann Þróttur Þór með tveim-
ur mörkum gegn einu á Valbjarn-
arvelli. ■
I. PEILP KARLA
Lið Leikir u J T Mörk Stig
KA 13 9 3 1 33:11 30
Þór A. 13 8 2 3 37:15 26
Stjaman 13 7 5 1 27:13 26
Þróttur R. 13 6 4 3 20:16 22
Víkingur R. 13 4 4 5 22:19 16
Dalvík 13 5 1 7 18:29 16
IR 13 2 8 3 23:28 14
Leiftur 13 4 2 7 16:22 14
Tindastóll 13 3 3 7 19:31 12
KS 13 0 2 11 8:39 2