Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2001 MÁNUDACUR Margir á leið norður: 24 teknir fyrir hraðakstur umferð Töluverð umferð var um Borgarnes um helgina og telur lögreglan að sex til sjö þúsund bílar hafi ekið um, flestir voru á leið norður. Tuttugu ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akst- ur á norðurleið. Þeir virðast hafa ekið hægar sem voru á leið suð- ur í gærdag, en fjórir höfðu ver- ið teknir fyrir of hraðan akstur um kvöldmatarleytið í gær - en samkvæmt reynslu lögreglunn- ar ekur fólk yfirleitt á skikkan- legum hraða fram eftir degi en herðir aksturinn frekar á kvöld- in þegar minna er um umferð. ■ • Efnahagsstjórn: Taki mið af spám - ekki gömlum tölum SIGURÐUR EINARSSON Hagstjórn byggir á röngum forsendum þegar frekar er litið til fortíðar en framtíðar. efnahagsmál Við teljum að við efnahagsstjórn eigi að taka meira mið af því sem verður í framtíðinni en af því sem hefur orðið í fortíðinni", segir Sigurð- ur Einarsson, forstjóri Kaup- þings, en í tilkynningu um sex mánaða uppgjör fyrirtækisins var hátt vaxtastig gagnrýnt harkalega og sagt að til þess að hagstjórn skili árangri verði að miða aðgerðir við aðstæður eins og talið er að þær muni þróast fremur en að miða þær við það sem hefur verið að gerast. í tilkynningu Kaupþings segir að vegna þess að hagstjórnarað- gerðir komi ekki fram af fullum þunga fyrr en nokkru eftir að til þeirra er gripið þurfi að horfa til framtíðar frekar en fortíðar. „Þegar maður horfir á hagstjórn víða annars staðar sjáum við að menn horfa frekar til vísbend- inga um framtíðarþróun, svo sem pantanir fyrirtækja og fjöl- da atvinnuumsókna, sem gefa vísbendingu um hvernig þróunin verður en hagtölum um það sem þegar hefur gerst“, segir Sigurð- ur sem segir ekki ástæðu til að óttast að lækkun vaxta verði til þess að spár um lækkandi verð- bólgu gangi ekki eftir. ■ „AFGANISTAR STOPPIÐ HANDTÖKUR." Handtöku starfsmanna hjálparstofnana var mótmælt á Italíu. Afganistan: Samsæri umtrúboð kabúl. ap. Talibanar hafa vestræn hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar grunaðar um að vera í samsæri um að snúa Afgönum til kristinnar trúar. Vika er síðan stjórnvöld fangelsuðu átta starfs- menn hjálparstofnana vegna meints trúboðs þeirra „Því miður skýla sum samtök sér á bak við hjálparstarf en eru að prédika kristna trú,“ sagði utanríkisráð- herra Afganistan, Wakil Ahmed Muttawakil í gær. Að hans sögn hafa stjórnvöld fundið mikið af sönnunargögnum sem sýna fram á trúboðið sem er ólöglegt í Afganistan. ■ —— Tíu teknir fyrir of hraðan akstur: Mikil umferð um Blönduós blönpuós Tíu ökumenn voru tekn- ir fyrir of hraðan akstur en mikil umferð var um Blönduós um helg- ina. Nokkur hundruð manns voru í bænum til að fylgjast með Bylgjulestinni og torfærukeppni og voru um 300 manns mættir á dansleik um kvöldið. Margir voru á tjaldstæðinu, flest fjölskyldu- fólk. N Ögurstund Keikós Sigli Keikó ekki sinn sjó í vikunni mun hann aldrei verda frjáls. Verkefnið hefur tekið þrjú ár og miklu hefur verið til kostað til þess að hvalurinn syndi burt með bræðrum sínum og systrum. Eyjamenn sáttir við Keikó þrátt fyrir að ferðamannastraumurinn hafi ekki aukist með komu hans. dýravernd Kvikmyndastjarnan, Islandsvinurinn og hvalurinn Keikó fær í þessarri viku sitt síð- asta tækifæri til þess að njóta frelsis í villtri náttúrunni með öðrum hvölum. Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Futures samtak- anna, segir að miklu verði kostað til þess að Keikó nýti sér þetta tækifæri sem hann fær nú í síð- asta sinn. Hann segir að ólíklegt sé að verkefninu verði haldið áfram næsta sumar ákveði hvalurinn ekki að grípa frelsið nú á síð- sumardögum. „Það bendir allt til þess að Keikó verði í Klettsvík- inni í vetur en ég tel það ólíklegt að hann fái annað tækifæri annað sumar. Við munum endurmeta stöðuna þegar sumri lýkur og það er allt sem bendir til þess að hann fari eitthvað annað - fari hann ekki út í villta náttúruna - annað hvort hér á landi eða er- lendis," sagði Hallur en bætti því við að ótímabært væri að gefa upp hvaða sveitarfélög koma til greina sem framtíðardvalarstað- ur hvalsins hér á landi. Aðstandendur Keikó eru ekki vonlitlir um að hann sigli sinn sjó í þessarri viku en Hallur segir að búið sé að vinna að þessu verkefni í þrjú ár og mikið átak þurfi til þess að þetta takist nú. —#— „Það bendir allt til þess að Keikó verði í Klettsvíkinni í vetur en ég tel það ólíklegt að hann fái annað tæki- færi annað sumar. Við munum end- urmeta stöð- una þegar sumri lýkur og það er allt sem bendir til þess að hann fari eitthvað annað." -■•2*»-—!«*".- j*. sagði ekki að g efa að SfÐASTI SÉNS Keikó mun halda til í Klettsvíkinni I vetur en mjög ólíklegt er að hann muni fá annað tækifæri næsta sumar til þess að njóta frelsisins I villtri náttúrunni. í vetur verða engar ferðir farnar með Keikó þar sem þeir háhyrn- ingshópar sem eru við Eyjar verða flestir farnir. Líklegt er að Keikó verði fluttur annað hvort úr landi eða í annað sveitarfélag á íslandi til frambúðar næsta vor en hvaða sveitarfélög koma til greina fæst ekki upp gef- ið að svo stöddu. Er hægt hætta honum éta og opna Klettsvík- ina? „ Þ a ð verður ekki gert því þá verður hann eins og hver annar heimalingur sem verð- HALLUR HALLSSON Ólíklegt að Keikó fái séns að ári. ur svolítið til óþurftar," Hallur. Eyjamenn eru ánægðir með Keikó þrátt fyrir að tilraunin hafi ekki lukkast enn sem komið er. Um 30 manns hafa starfað við verkefnið og hefur veltan á verk- efninu verið 130 milljónir á ári. „Samstarf Ocean Futures við okkur hefur gengið afar vel og þetta er stórt og gott fyrirtæki sem hefur skapað hér mikla at- vinnu og við vissum að það var ekki hægt að veðja beint á þetta túristalega. Nú er ögurstund í verkefninu og við vonum að Keikó nýti sér hana,“ sagði Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri Vestmanna- eyja, og sagði það af og frá að Keikó hafi valdið Eyjamönnum vonbrigðum. omarr@frettabladid.is kríH^ír í símAfi b-ýfW? f weíra wiíkin wítma muníð sð tltboðin giicta í &ina vikuf öpið afla vírkm ðaga frá kí. 9 tH 10 á miðvikudðgum frá kt. &tit 20 Þýskaland: Berlínar- múrsins minnst berlín, ap. Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, CDU, í Þýskalandi, varaði við hættunni á því að arftakar austur-þýska kommúnistaflokksins, kæmust til valda í borgarstjórn Berlínar. „Berlín verður að vera frjáls, það eru skilaboð okkar,“ sagði Merkel við athöfn sem haldin var í Berlín í gær til að minnast Berlínar- múrsins. í dag eru 40 ár liðin síð- an hersveitir Austur-Þýskalands lokuðu landamærunum í Berlín með gaddavír, þar sem múrinn reis síðar. Arftakar austur-þýskra kommúnista, Lýðræðislegi jafn- aðarmannaflokkurinn, PDS, hafa sætt ámæli í Þýskalandi fyrir að rRJNNEIW HEISST FRflMÍTT VKRTFltH - 4A u**#***té»* Stowwftiwo mrft ,4*; biðjast ekki afsökunar á fram- ferði austur-þýskra stjórnvalda við Berlínarmúrinn. ■ VIÐ CHECKPOINT CHARLIE Stuðningsmenn CDU komu saman I gær til að minnast Berllnarmúrsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.