Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 15. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Olga Yegorova vann 5000 metra hlaupið: Ahorfendur bauluðu friálsar Íþróttir Allir voru á móti Rússanum Olgu Yegorova þegar hún mætti Gabrielu Szabo og öðr- um í úrslitum 5000 metra hlaups- ins í Edmonton á laugardag. Mikla athygli vakti að hún féll á lyfja- prófi í París fyrir mánuði en það var gert ógilt vegna formgalla, mörgum til mikillar óánægju. Áhorfendur bauluðu á hana fyrir hlaupið á laugardag en hún lét það ekki á sig fá heldur sigraði örugglega. Gabriela Szabo dróst aftur úr Yegorova og öðrum þegar tveir hringir voru eftir og endaði ekki í verðlaunasæti. Þetta kom á óvart þar sem Szabo er tvöfaldur heimsmeistari í 5000 metrunum og vann 1500 metra hlaupið í síð- ustu viku. Hún kallaði suma hlau- parana, sem voru á undan henni í mark, vélmenni. „Yegorova er ekki meistarinn hér,“ sagði hún. Margir tóku undir þetta með henni og skiptust hlauparar brátt í tvo hópa, þeim sem fannst Yegorova ekki hafa unnið og þeim sem fannst þetta allt í lagi. „Lyfjaprófið í París voru mis- tök. Það er ekki hægt að ásaka einhvern fyrir eitthvað sem hann gerði ekki,“ sagði Yegorova. Þeg- ar hún kom í mark var fátt um fagnaðarlæti tæplega 50 þúsund áhorfenda, sem eru venjulega mikil. Yegorova kveið þó ekki fyr- ÓVÆNT ÚRSLIT Olga Yegorova sigraði örugglega á laugar- dag. Gabriela Szabo kallaði hana og fleiri hlaupara vélmenni. ir verðlaunaafhendingunni, sem var í gær. „Hvað? Átti ég að vera í öðru eða þriðja sæti til að þóknast áhorfendunum. Nei, ég er á toppn- um og ánægð með það.“ ■ --------------------\ Varmárskóli í Mosfellsbæ Við auglýsum síðustu kennarastöð- una við skólann á þessu skólaári. • Okkur vantar kennara á yngsta stigið. • Hlutastarf kemur til greina. FYRSTI AF HUNDRAÐ Marion Jones hafði unnið 42 100 metra úrslitahlaup í röð og hefði unnið heimsmeistaratitilinn í þriðja skipti í röð, hefði Pintusevich- Block ekki nælt í sigur. Marion Jones undir pressu: „Get ekki unnið öll hlaup“ frjálsar íþróttir Undir venjulegum kringumstæðum væri íþróttamað- ur hæstánægður með það að snúa heim af Heimsmeistaramótinu í Edmonton með tvö gull og eitt silf- ur. Ekki Marion Jones. Hún er 25 ára og ein sigursælasta hlaupakona sögunnar. „Eg kom hingað til að vinna þrjú gull og það klikkaði,11 sagði Jones eftir sigur kvennasveit- ar Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi. „Eg verð að kyngja því.“ Jones vann 200 metra hlaupið á föstudag og annað gull vannst í 4x100 metra boðhlaupi á laugar- dag. Þar kom hún í mark með fimm metra forskot. Bandaríska sveitin hljóp á 41,71 sekúndu, sem er það besta á árinu. Skugga var varpað á mótið hjá Marion þegar Zhanna Pintusevich- Block sigraði hana í 100 metra spretthlaupi á mánudaginn fyrir viku. Það þýddi að hún mátti ekki tapa hinum greinunum til að mótið væri ekki algjört klúður. Ástæðan fyrir þessarri gífurlegu pressu er að Jones gekk frábærlega á Ólymp- íuleikunum í Sidney, vann fimm verðlaun, þar af þrjú gull. „Ég get ekki unnið öll hlaup sem ég keppi í. Aðdáendur mínir virð- ast halda það og þannig væntingar eru ekki af hinu góða. Alltaf þegar ég er á brautinni fylgjast allir með mér.“ ■ • Góð vinnuskilyrði og starfskjör. • Kannið málið. Upplýsingar gefa Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri í s. 5666186 eða 8950701 og Þórhildur Elfarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Arna B. Arnardóttir og Guðrún Markúsdóttir stigstjórar í síma 5250701. __________________________________________/ AK Menntaskólinn við Hamrahlíð %f!Q} 105 Reykjavík sími 595-5200 • fax 595-5250 Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í ágúst 2001 sem hér segir: IVIiðvikudaginn 15. ágúst Kl. 17:00 Norðurlandamál og franska. Kl. 19:00 ítalska, spænska og þýska. Fimmtudaginn 16. ágúst Kl. 17:00 Stærðfræði skv. nýrri námskrá STÆ103, STÆ203 og STÆ263. Kl. 19:00 Enska. Tekið verður á móti skráningu í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma 595-5200 frá kl. 8:30 til 15:30 dagana 9. -14. ágúst. Prófgjald, kr. 3500 á hvert próf, greiðist hálftíma fyrir prófið. í Aðalnámskrá framhaldsskóla ef tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur veriö aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamála- ráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemend- ur sem fallið hafa á annar eða bekkjarprófi. www.mh.is D .. nGktor. Ivan Pedroso sigraði í langstökki: Algjörir yfirburðir FRJALSAR ÍÞRÓTTIR Kúbverjinn Ivan Pedroso vann fjórða heimsmeistaratitil sinn í röð í langstökki á laugardag. Banda- ríkjamaðurinn Savante Stringfellow var í öðru sæti og Portúgalinn Carlos Calado í því þriðja. Pedroso stökk 8.40 metra, sem er hans langbesta stökk á mótatímabilinu, sem nú er í fullum gangi. Hann stökk 16 senti- metrum lengra en Stringfellow. „Þetta er fyrsta góða niður- staða tímabilsins. Hún kom á réttum tíma,“ sagði Pedroso. Calado stökk 8.21, sem er einnig hans besta stökk á tímabil- inu. Þó að Pedroso, sem er 28 ára, hafi ekki stokkið vel að undanförnu sannaði hann að hann er góður í keppni. Hann var 14. á lista inn á mótið. Strax í annarri tilraun sýndi hann hvert stefndi, stökk 8.23, og hélt áfram í þriðju, stökk 8.35. Lengsta stökkið var í fimmtu tilraun og enginn átti 8.40 METRA SVIF Pedroso stökk lengst í fimmtu tilraun. Hann var 16 senti- metrum á undan næsta manni, þrátt fyrir að vera meiddur á hægra fæti. möguleika á að komast með tærn- ar þar sem hann var með hælana. „Samt var þetta erfið keppni, ég er meiddur á hægri fæti,“ sagði Pedroso. Á Ólympíuleikunum í fyrra vann hann gullið út á sitt síðasta stökk, það var 8.55. ■ ÖRYGGISKERFI: Stöð og hnappaborð-Hreyfiskynjari Hurðaseglar-r Kr. 65.000 ei Hurðaseglar-Fjarstýring-Bjalla og uppsetning. ida 5.417 x 12 mánuðir. I ISDN tenging: NT box ásamt stofngjaldi símans ISDN simi með tvo analog útganga uppsetning á NT boxi og sima. Kr. 29.000 eða 4.833 x 6 mánuðir. RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf. VERSLUN - HEILDSALA Hamarshöfða 1-110 Reykjavík - Sími 511 1122 - Fax 511 1123 Verkstæði og vörulager: 511 1124 - ris@simnet.is - www.simnet.is/ris

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.