Fréttablaðið - 13.08.2001, Blaðsíða 23
MÁNUPAGUR 13. ágúst 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
23
Ungir skákmenn að gera það gott:
„Þetta hefur allt geng-
ið upp hjá okkur“
skák Ungir íslenskir skákmenn hafa
verið að gera það gott í sumar. Tveir
þeirra, Bragi Þorfinnsson og Stefán
Kristjánsson, eru komnir með tvo
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
og ef allt gengur upp hjá þeim gætu
þeir báðir klárað dæmið á Heims-
meistaramóti ungmenna sem fer
fram í Aþenu 16.-29. ágúst og komið
þaðan með meistartitilinn.
„Þetta hefur allt verið að ganga
upp hjá okkur í sumar,“ segir Bragi
Þorfinnsson. „Ég er búinn að ná
tveimur áföngum núna í sumar, fyrst
í Makedóníu á Evrópumóti þar og
ÍfrIttir af fólki I
síðan núna nýlega í Tékklandi á
Czech Open. Þannig að þetta hefur
allt gengið mjög vel hjá mér í sum-
ar.“
„Ég er ekki sá eini, því Stefán
Kristjánsson náði líka öðrum áfanga
sínum í Tékklandi á Olomouc-hátíð-
inni þar,“ segir Bragi. „Síðan var
Arnar Gunnarsson líka að ná fyrsta
áfanga sínum í Bergen á Norður-
landamótinu, þannig að það er mikil
uppsveifla í skákinni núna.“
Næst á dagskrá hjá þeim Braga
og Stefáni er svo Heimsmeistaramót
ungmenna, tuttugu ára og yngri í Aþ-
BRAGI ÞORFINNSSON
Einn þriggja ungra skákmanna sem hafa
verið að mjakast nær alþjóðlegum
meistartitli í sumar.
enu. „Það er svaka mót og við ætlum
að reyna að klára þetta þar. Við gæt-
um báðir komið með meistartitil
þaðan og ætlum að minnsta kosti að
blanda okkur í toppbaráttuna þar.“ ■
a ■■ íslensk Auðlind
■ Lækjartorgi
Hótel - Suðurland
Vorum að fá í sölu öflugt og glæsilegt hótel sem staðsett er á Suðurlandi.
Fyrirtækið er með fína viðskiptavild. Ýmis skipti möguleg.
Öflug fatahreinsun
Vorum að fá í sölu trausta og öfluga fatahreinsun sem staðsett er í út-
hverfi Reykjavíkur. Fyrirtækið er vel tækjum og búnaði búið í alla staði.
Veitingaskip
Erum með í sölumeðferð gott og þekkt veitingaskip með fínni viðskipta-
vild. Skipið er smekklega innréttað.
Erum með mikið úrval fyrirtækja á söluskrá okkar. í hönd fer mjög góður
sölutími.
Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta
Hafnarstræti 20. 2h
101 Reykjavík
561-4000
www.audlind.is
Meira úr klámheimum. Nú mun
styttast í það sem margir hafa
spáð - það er að nektarstöðum
muni fækka. Rekstur þeirra er
ekki lengur sami gróðavegur og
hann var. Kunnugir segja að frétta
af lokun nokkurra staða sé að
vænta.
Gestir Galdrahátíðarinnar á
Ströndum um helgina láta vel
af hátíðinni og segja uppákomur
þar hafa verið
mjög vel heppnað-
ar. Tónleikar
hljómsveitarinnar
Sigurrósar á föstu-
dagskvöld munu
hafa verið mjög
magnaðir. Hljóm-
sveitin spilaði í
ljósaskiptunum og
var stemmingin engu lík. Veð-
urguðirnir fóru nú ekki vel með
hátíðagesti en það skipti ekki máli
segja gestir, heimamenn tóku svo
vel á móti þeim. Meðal þeirra sem
stigu á stokk á laugardeginum var
Megas sem spilaði gamalt og nýtt
efni í bland. Meistarinn sló í gegn
og var víst margklappaður upp.
Andrea Gylfadóttir, Ragnhildur
Gísladóttir og fleiri góðir gestir
vöktu líka lukku. Hátíðinni lauk
svo með verki Hilmars Arnars
Hilmarssonar sem sérsamið var
fyrir hátíðina.
Björn B jarnason, menntamála-
ráðherra, er lítt hrifinn af
grein Lindu Vilhjálmsdóttur,
skáldkonu, sem birtist í Lesbók
Morgunblaðsins
um helgina. Linda
fjallar þar um
kosti eins kjör-
dæmis í öllu land-
inu og þykir ráð-
herra röksemdir
þær illa studdar.
Ráðherra telur
einnig að af grein-
inni megi ráða að „Stjórnmála-
sannfæring og vilji til að fylgja
henni fram“ sé það sem Linda ótt-
ist mest, því hún telji blikur á lofti
í Reykjavík vegna þess að „vin-
stri/grænir „eru með illa dulbúnar
hótanir um að kljúfa sig frá
Reykjavíkurlistanum ef þeir fá
ekki allt sem þeir vilja.“ Með öðr-
um orðum, vinstri/grænir eiga að
láta af stjórnmálasannfæringu
sinni en aðhyllast einvörðungu
valdapólitík gegn Sjálfstæðis-
flokknum, annars er R-listinn í
hættu,“ segir í pistli Björns sem
lýkur þessum hluta hans með
spurningunni. „Þurfti kreppu
skálds og rúmar tvær síður í Les-
bók Morgunblaðsins til að útlista
þau gömlu sannindi um íslenska
vinstrisinna, að andúðin á Sjálf-
stæðisflokknum er hið eina, sem
þeir eiga sameiginlegt?"
amstarf vinstri flokkanna í
Reykjavík er einnig umfjöllun-
arefni Þórlindar Kjartanssonar
pistlahöfunds Deiglunnar. í pistlin-
um spáir Þórlindur því að samstarf
muni takast um R-listann, eftir
mikil hrossakaup. En R-listinn tapi
svo kosningunum næsta vor og
vinstri/grænir slíti samstarfinu við
Samfylkinguna að þeim loknum ....
Skráning er hafin á
tolvunamskeið BSRB
Grunnnámskeið 60 stundir
Námskeið þar sem áhersla er lögð á almennt
tölvulæsi.
Windows stýrikerfið
Word ritvinnsla
Excel töflureiknirinn
Outlook Express tölvupóstforritið
Internetið frá A-Ö
30 stundir
^ Gagnagrunnur og glærugerð
Námskeið þar sem farið er í:
• Power Point glærugerð
■ Access gagnagrunn
| Fjarnám
Félagsmönnum gefst kostur á því að taka öll
ofangreind námskeið í fjarnámi á Internetinu.
Þessi kostur er spennandi fyrir þá sem vilja
ráða ferðinni sjálfir.
Kennd er undirstaða bók-
halds, uppgjör virðisauka-
skatts og verslunar-
reikningur.
| T0K - Tölvuökuskírteini
Námskeiðin veita félagsmönnum rétt á að taka
TÖK- próf, sem eru alþjóðlega viðurkennd og geta
í mörgum tilfellum einfaldað ráðningaferli.
Fyrstu námskeiðin hefjast 3. september á
höfuðborgarsvæðinu og Selfossi.
Námskeiðin eru félagsmönnum BSRB að
kostnaðarlausu samkvæmt rétti þeirra í
starfsmenntasjóðum sínum.
[ Upplýsingar og skráning
IMýi tölvu- og viðskiptaskólinn
- Hafnarfirði - sími 555 4980
- Kópavogi - sími 544 4500
- Selfossi - sími 482 3937
Skrifstofa BSRB veitir einnig
upplýsingar í síma 525 8300.
Upplýsingar um námskeiðin
er að finna á heimasíðu
BSRB: www.bsrb.is
Námskeið á
landsbyggðinni
verða kynnt síðar.
Í! - U?|>| *} Qet