Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.08.2001, Qupperneq 1
FÓLK Einleikur undrabarns í Sydney bls 22 MENNING Á slóðum Sölva Helgasonar bls 18 ÚTLÖNP Fjölmiðlasirkus í kjölfar nauðgunarmáls bls 8 una.ner FRETTABLAÐIÐ 1 1 83. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — simi 515 7500 Þriðjudagurinn 21. ágúst 2001 ÞRIÐJUDAGUR Þýskur sjávarút- vegsráðherra hér HEIMSÓKN Sjávarútvegsráðherra Þýskalands, Renate Kiinast sem jafnframt er land- búnaðar og neyt- endamálaráðherra þar í landi kemur í opinbera heim- sókn til íslands í dag, í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Frú Kunast tók við embætti í ársbyrjun en hún er í flokki Græningja sem myndar ríkisstjórn Þýskalands ásamt Sósí- aldemókrötum. Fær Goði frest? PÓMSMAL { dag fer fram málflutn- ingur í Héraðsdómi Reykjavíkur um ósk Goða um framlengda greiðslustöðvun. Hornfirskur bóndi legst gegn framlengingunni. !VEÐRIÐ í DACl REYKJAVÍK Hæg breytileg átt síðdegis og skúrir. Hiti 10 til 15 stig. fsafjörður Akureyrí Egilsstaðir VINDUR ÚRKOMA Q 5-10 Skúrir Q 8-13 Skúrir © 13-18 Skýjað Vestmannaeyjar ij 1-3 Skúrir HITI O" Ql3 0'3 Menntcimálaráð- herra prentar FORVARNIR Björn Bjarnason menntamálaráðherra ræsir nýja prentvél og prentar fyrstu eintök veggspjalds og litabókar sem dreift verður ókeypis til allra sex ára barna á landinu. Veggspjaldinu og litabókinni er ætlað að vekja börn- in sem eru að byrja í skóla, til um- hugsunar um hætturnar í umferð- inni og hvernig rétt sé að bregðast við. Konurnar sparka knattspyrna Þrír leikir verða í símadeild kvenna í dag og hefjast allir leikirnir klukkan 18:00. Valsar- ar fá KR-inga í heimsókn, Stjarnan fer til Vestmannaeyja og Blikar taka á móti Grindvíkingum. fÍGVÖLDIÐ I KVÖLD | Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu margir á aldrinum 25 til 39 ára fengu dagblað á heimili sitt í morgun? Samkvaemt könnun PriceWaterhouseCoopers á útbreiðslu Fréttablaðsins og áskrift að Morgun- blaðinu virka daga. 70.000 eintök 70% fólks les blaðið !í 72,5% IBUA HOFUÐBORGARSVÆÐISIN5 A ALUKINUM 25 TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLÍ 2001. wBfflBfssmmŒM. Fjögur létust í veiði- húsi í Veiðivötnum Þrír karlmenn og ung kona létust aðfaranótt sunnudags. Vörður kom að þeim látnum á sunnu- dagskvöld þegar hann fór að svipast um eftir þeim. Gaseitrun talin líklegasta dánarorsökin. ÞAU LÉTUST banasiys Fjórir ferðamenn, karlmenn og ein kona, lét- ust í veiðiskála í Veiðivötn- um um helgina. Lík fólksins fundust um kvöldmatar- leytið á sunnudag en talið er að fólkið hafi látið lífið aðfaranótt laugardags og er gaseitrun líklegasta dánar- orsökin. Fólkið hafði komið í Veiðivötn á föstudag og leigði veiðiskála til að dvelja þrír helgina meðan það var við veiðar. Þegar tók að líða að kvöld- mat á sunnudag fór veiði- vörður að svipast um eftir þeim en hann var þá farið að lengja eftir að fólkið skil- aði af sér skálanum. Vörð- urinn kom að fólkinu látnu og tilkynnti lögreglu. Þrír lögréglumenn fóru frá Hvolsvelli ásamt lækni og sjúkrabíl auk þess sem í yfir tveir lögreglumenn komu frá Sel- Dyr veiðiskál- ans voru lok- aðar, sem og gluggar, þegar að var komið og svo virðist sem logað hafi á gasprimus. Þeir sem létust hétu Sigurður Jónsson, fæddur 1. febrúar 1951, búsettur í Fjallalind 105 í Kópa- vogi; Eva María Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, fædd 23. septem- ber 1976, einnig til heimilis í Fjallalind; Óli Ágúst Þorsteinsson, fæddur 23. september 1963, bú- settur að Hjarðarhaga 46 í Reykja- vík; Örn Sigurbergsson, fæddur 13. desember 1951 búsettur að Beykihlíð 19 í Reykjavík. Karlarnir þrír voru láta eftir sig eiginkonur og börn en Eva María bjó í foreldrahúsum. Dyr veiðiskálans voru lokaðar, sem og gluggar, þegar að var kom- ið og svo virðist vera að logað hafi á gasprímus. Að sögn Gils Jó- hannssonar lögregluvarðstjóra á Hvolsvelli verður gasbruni við slíkar aðstæður sem getur myndað kolsýrling. Kolsýrlingurinn sljóvg- ar fólk og svæfir án þess að það verði þess vart og því hætt við slysum við slíkar aðstæður. Veiðivötn eru á Landmannaaf- rétti í Rangárvallasýslu norðan Tungnaár. Vötn og pollar á svæð- inu eru um 50 talsins og standa þau í hátt í 600 metra hæð yfir sjó. Vötnin eru vinsæll ferðmannastað- ur enda talsverð silungsveiði í vötnunum. binni@frettabladid.is omarr@frettabladid.is fossi - annar þeirra rannsóknar- lögreglumaður. Þegar á vettvang var komið úrskurðaði læknirinn fólkið látið vegna súrefnisþurrðar og er líklegast talið að um gaseitr- un hafi verið að ræða. Talið er að þrennt af fólkinu hafi látist í svefni en fjórði aðilinn er talinn hafa ver- ið að búa sig undir að fara að sofa. LOGAÐI Á GASPRÍMUS Allir gluggar veiðihússins voru lokaðir þegar að var komið og þá voru tvær hurðir einnig aftur. Talið er fullvíst að fólkið hafi kafnað vegna súrefnisþurrðar en í húsinu logaði á gasprímus þegar veiðivörður kom að. EVA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ÖRN SIGURBERGSSON ÓLl ÁGÚST PORSTEINSSON SIGURÐUR JÓNSSON Tveir menn týndir: Leitað norðan Vatnajökuls leit Björgunarsveitarmenn og flug- vél leituðu í gær og í nótt tveggja manna sem lögðu af stað frá Kverk- fjöllum á sunnudagsmorgun og voru væntanlegir til Húsavíkur þá um kvöldið en höfðu ekki komið fram. Að sögn Sigurðar Brynjólfsson- ar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, eru menn að reyna að þrengja leit- arsvæðið um mennina en um gríð- arlega stórt svæði er að ræða. „Finnist þeir ekki fyrir miónætti [í gærkvöldi] verður kölluð saman svæðisstjórn björgunarsveita og blásið til stórleitar í birtingu. Þá verður leitinni haldið áfram undir öðrum formerkjum þar sem kallað- ur verður út meiri mannskapur og leitin verður kerfisbundnari en áður,“ sagði Sigurður. Mennirnir sem um ræðir voru á ferðalagi í Toyota Hilux-jeppa og samkvæmt heimildum lög- reglu voru þeir ekki með útilegu- fatnað né nesti. Lögreglan tekur fram að í fyrrinótt hafi ekki verið mjög kalt á leitarsvæðinu en örlít- il rigning. Mennirnir eru ekki kunnugir á svæðinu og talið er að þeir hafi villst, enda eru margar leiðir á svæðinu fáfarnar og erfitt að rata um þær í myrkri. ■ SÍÐA 16 SÍÐA 14 Fáir á frum- sýningar ÍÞRÖTTIR Eiturlyfin mestu mistökin FÓLK ÞETTA HELST Tíu íslendingar létu lífið af slysförum dagana 11. til 19. ágúst. bls. 11. —♦.... Traustsyfirlýsing á Flugmála- stjórn sem ítrekað var lögð fram í flugráði í framhaldi af Skerjafjarðarslysinu var dregin til baka eftir að ljóst varð að ekki næðist samstaða um samþykkt hennar. bls. 2. ..♦— Náttúruverndarsamtök íslands lýsa eftir rökstuðningi Dav- íðs Oddsonar fyrir því að úr- skurður Skipulagsstofnunar vegna Kárahnúkavirkjunar sé ekki samkvæmt lögum. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.