Fréttablaðið - 21.08.2001, Síða 10
10
FRETTABLAÐIÐ
21. ágúst 2001 ÞRIÐJUDAGUR
Sœlustaðir í sumarferð um landið
I Rí I í Aí'í AI >íí >
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingaritostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt tilað birta allt efni
biaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
Svo fór að ferðasaga Huldars
Breiðfjörðs, Góðir Islendingar,
reyndist vinsælli förunautur í
hringferð, en sýnishorn úr íslend-
ingasögum. Vetrarferð Kaffibars-
stráksins úr 101 Reykjavík um
landið er skemmtileg dægrastytt-
ing í sumargrænni sólskinsför.
„Hjartað í hverjum einasta bæ
út á landi er bensínsjoppan", seg-
ir Huldar og virðing fyrir hlut-
verki hennar og afgreiðslufólks-
ins vex mjög við lestur ferðasög-
unnar sem út kom 1998. „Þetta er
langbesta, langbesta sjoppan sem
ég hef komið í. Hún er æði-slega
góð, „ sungu Grýlurnar og Stuð-
menn í klassískri vegamynd
Ágústar Guðmundssonar, „Með
allt á hreinu“,fyrir hálfum öðrum
áratug. Og enn er enginn skortur
á hamborgurum eða kjúklingum
með frönskum, salati og sósu í
vegasjoppunum, af misjöfnum
gæðum og oft borið fram af
áhugalausum ungmennum sem
bíða eftir næsta sveitaballi. Mun-
urinn er sá að nú á ferðafólk val á
gistingu og viðurværi af ýmsum
gæðaflokkum, allt eftir áhuga og
efnahag. Víða eru tjaldstæði og
bændagisting til fyrirmyndar, og
einnig hægt að komast í lúxusgist-
ingu eða glæsileg sumarhús, ef
pantað er með fyrirvara.
Matarmenningin hefur tekið
stórstígum framförum. Um það
geta menn sannfærst t.d.hjá
Ferðaþjónustunni á Hólum í
Hjaltadal, Café Nielsen á Egils-
MáLmanna
Einar Karl Haraldsson
rifjar upp matarminningar úr
_______ hringferð um landið
stöðum og Hótel Framtíðinni á
Djúpavogi þar sem fagmennska
er í fyrirrúmi. Svo mikið var af
ítölum á ferð um Norður- og Aust-
urland að hægt var að verða full-
numa í ítölsku á nokkrum dögum
við að hlusta á ánægjuhjal þeirra
yfir borðum á þessum stöðum. Er
hægt að fá betri meðmæli! Og það
er gaman að koma á vel ilmandi
kaffihús eins og Sólvík á Hofsósi,
Löngubúð á Djúpavogi og Templ-
arann á Fáskrúðsfirði. Flestir
þessir sælustaðir eru í reisuleg-
um timburhúsum frá danska tím-
anum á íslandi og mikil synd að
hlýjan í þessum húsum skuli ekki
hafa mótað húsagerðarlist síðari
áratuga meira en raun ber vitni. ■
| BRÉF TIL BLAÐSINS
OPINBERAR FRAMKVÆMDIR
Hafa menn aldrei heyrt getið um
tímaskýrslur hjá hinu opinbera, spyr
bréfritari?
Reglurnar eru
til en þeim
var ekkifylgt
Byggingaverktaki skrifar
verktaka Ég hef sem verktaki
unnið stór tilboðsverk fyrir ríkið
og mér blöskrar margt af því
sem fram hefur komið í máli
Árna Johnsen. Mín reynsla er sú
að það sé mikil formfesta, nán-
ast heragi, í samskiptum verk-
taka og opinberra aðila. Það eru
haldnir fundir vikulega, eða
jafnvel oftar, og haldnar fundar-
gerðir og eftirlitsmaður af hálfu
ríkisins fylgdist með því hvaða
verkþætti unnið væri við og
verklýsingu stranglega fylgt
fram. Ef féllu til aukaverk, sem
ekki voru samkvæmt útboði þá
voru þau unnin í tímavinnu og þá
þurfti að skila tímaskýrslu.
Reglan er sú að annað hvort er
unnið samkvæmt útboði eða
samkvæmt tímavinnu og þá er
skilað inn tímaskýrslum á eyðu-
blöðum sem fást úti í Penna. Það
er komið fram að það sé einhver
600 þús. kr. lokagreiðsla án tíma-
skýrslu vegna grjóthleðslu við
Þjóðhildarkirkju. Þetta er fá-
heyrt að gera upp með einhverri
lokagreiðslu án þess að fram
komi gögn um fyrir hvaða vinnu
er verið að greiða, staðfest af
eftirlitsmanni. Árni virðist hafa
haft þetta allt galopið út og suð-
ur einsog honum sýndist og það
er auðvelt að ímynda sér hvers
vegna hann hefur viljað hafa
þetta allt í ringulreið þar sem
hann hefði sjálfur frítt spil. Sem
manni, sem hefur áralanga
reynslu af því að framkvæma út-
boðsverk, þá blöskrar mér.
Björn Bjarnason hefur kvartað
undan því að það séu ekki til
reglur en hér hafa strangar regl-
ur verið í þróun í rúm 20 ár og
síðan settir staðlar um útboð og
framkvæmdir, sem vísað er til
við framkvæmdina. í öllu þessu
máli koma opinberir aðilar fram
eins og bjánar. Það vantar ekki
reglurnar, það vantaði að haft
væri eftirlit með því að þeim
væri fylgt af Árna Johnsen eins
og öllum öðrum. Reglurnar eru
settar til þess að koma í veg fyr-
ir að menn geti fallið í freistni
og gert einmitt það sem Árni
Johnsen komst upp með að gera
á kostnað ríkissjóðs. ■
Heimildamynd um stéttleysingja á
Indlandi kostuð af Islendingum
Hjálparstarf skilar góðum árangri. Viðbrögð við kröfugöngu þrælabarna í vor hefur vakið
vonir um mikilvægar réttarbætur. Héraðsstjórinn í Kanchipuram afhendir 36 þrælabörnum
frelsisskjal.
mannréttindi Samtök stéttleys-
ingja, Dalíta, á Indlandi munu
sýna 30 mínútna heimildamynd,
sem kostuð er af söfnunarfé frá
íslendingum, á ráðstefnu Mann-
réttindastofnunar Sameinuðu
þjóðanna um kynþáttafordóma,
sem hefst í Durban í Suður-Afr-
íku í lok þessa mánaðar. „Það
hafa orðið þáttaskil í baráttu
samverkafólks okkar á Ind-
landi“, segir Jónas Þórir Þóris-
son framkvæmdastjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar, en hjálpar-
starfið hefur um margra ára
skéið unnið með samtökunum
Social Action Movement (SAM) í
indverska ríkinu Tamil Ladu.
„Starf þess í þágu þrælabarna,
sem eru ánauðug í silkivefstof-
um vegna skulda foreldra sinna,
hefur fengið margvíslega opin-
bera viðurkenningu á síðustu
vikum, og með gerð Fjölmiðla-
nets Dalíta á heimildamyndun-
um , sem kostaðar voru af ís-
lendingum, hefur málstaður
stéttleysingja fengið í hendur
öflugt upplýsingatæki."
Um er að ræða þrjár heim-
ildamyndir, þriggja klukkutíma
myndskráningu á kjörum Dalíta
og ofsóknum á hendur þeim, eins
klukkutíma mynd á tamílsku til
þess auka þekkingu Dalíta sjál-
fra á eigin högum, og 30 mínútna
mynd á ensku sem ber heitið
„Hið ósnertanlega land“.
Stúlkan Devi, sem er nýsloppin úr vinnuánauð, les kröfur þrælabarna á fundi eftir kröfu-
gönguna í Kanchipuram 1. maí sl.
Yfirvöld veita nú baráttu SAM athygli og stuðning, og hér er héraðsstjórinn að afhenda
börnum 2000 rúbia iausnargjald fyrir hönd SAM og hvetja þau til þess að hætta vinnu í
vefstofunum jafnvel þótt foreldrar þeirra vilji þvinga þau til þess.
JÓNAS ÞÓRIR ÞÓRISSON
Yfir 100 börn hafa nú verið leyst úr vinnuánauð, um þúsund stunda nám i kvöldskólum
SAM, og mikill fjöldi barna er i stuðningsnámi, auk þess sem unnið er með fjölskyldum
barnanna. íslendingar söfnuðu 30 milljónum króna til verkefnisins árið 1999 I páskasöfn-
un Hjálparstarfs kirkjunnar.
Fyrsta maí sl. vöktu aðgerðir
þrælabarna mikla athygli í borg-
inni Kanchipuram, en þar er fjöl-
di silkivefstofa. Fimm hundruð
börn úr vefstofunum gengu fylktu
liði um götur borgarinnar, dreifðu
upplýsingaefni, og héldu dans- og
söngskemmtun í ráðhúsinu þar
sem margir foreldrar og forráða-
menn SAM slógust í hópinn. Börn-
in afhentu síðan fulltrúum héraðs-
stjórnarinnar skjal með kröfum
sínum, m.a. um tveggja daga frí
frá vinnu á viku. Síðan var sam-
eiginleg máltíð sem öllum þótti
mikið til koma.
Laugardaginn ellefta þessa
mánaðar hélt síðan héraðsstjórinn
mikilvægan fund í Kancipuram
þar sem saman voru komnir full-
trúar héraðsstjórnarinnar, kenn-
arasamtaka, verkalýðshreyfingar
og frjálsra félagasamtaka. Á
fundinn komu einnig eigendur
nokkurra stærstu vefstofanna
sem nota börn við vefnað. Eftir
miklar og strangar umræður urðu
helstu niðurstöður þessar:
1. í september fer fram skráning
á öllum „þrælabörnum“ í
Kanchpuram.
2. Héraðsstjórnin mun setja af
stað herferð til þess að koma í
veg fyrir að „þrælabörnum"
fjölgi.
3. Kvöldskólar SAM verða viður
kenndir sem „Brúarskólar“ og
veitir vist í þeim beinan að
gang að ríkisskólum.
4. Opinberar nefndir sem eiga að
vinna gegn barnavinnu verða
settar upp víðsvegar um héraðið.
Eigendur stóru vefstofanna sjá
ekkert því til fyrirstöðu að börnin
fá tvo frídaga á viku en telja að
reka þurfi áróður í hópi undir-
verktaka til þess að ná fram því
markmiði. í framhaldi af þessum
fundi er ljóst að stjórnmálamenn í
Tamil Ladu eru farnir að taka mál-
efni „þrælabarnanna" upp á. sína
arma og er það verúlegur áfangi í
baráttu Social Action Movement,
segir Jónas Þórir hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar. ■
|ORÐRÉTT
Hvati til að nota þekkinguna heima
bygcðaþróun „Því miður trúi ég því
ekki að flóttinn (frá Austfjörðum -
—ý-— aths. Fréttablaðs-
„Kerfi sem ins) verði stöðvað-
bauð mennta- ur við það eitt að
fólki betrí fólki bjóðist að
námslán gegn vinna í álverum og
því að það þjónustustörfum
sneri aftur." tengdum þeim Það
er ekki skortur á
atvinnu fyrir austan, þvert á móti
hafa vinnuveitendur þurft að ráða
erlent vinnuafl til að manna plássin
í fiskvinnslunum og líklega verður
það sama upp á teningnum þegar
kemur að því að manna kerskálana
í álverunum.
Ungt fólk sem hefur áhuga á að
mennta sig fer til Reykjavíkur í há-
skólanám því ekki er það í boði í
þeirra heimabæ. Að því námi loknu
heyrir til undantekninga að þetta
sama unga fólk, nú reyndar fjórum
árum eldra og með gráðu úr Há-
skólanum, hafi áhuga á því að
vinna í kerskála á Reyðarfirði og
alveg af sömu ástæðu og bræður
þeirra og systur snéru ekki heim til
að vinna í fiskvinnslunni., Það er
skortur á fjölbreytilegum atvinnu-
tækifærum sem skapar lands-
byggðarvandann ekki skortur á ál-
verum.
í Noregi horfði fólk upp á sama
vandann fyrir . nokkrum; áratug-
um. Norðui'-Noregur var að leggj-
ast í eyði. Ríkisstjórnin greip í
taumana og kom á kerfi sem bauð
menntafólki betri námslán gegn
því að það sneri aftur til Norður-
Noregs eftir námið og notaði
þekkingu sína þar. Vandinn var
leystur og án allrar hjálpar frá
Norsk Hydro eða öðrum stóriðjuf-
urstum enda hefði sú hjálparhönd
varla komið sér vel.“
Andrí Ólafsson, formaður Ungra jafnaðar-
manna í Hafnarfirði, á politik.is 20. ágúst 2001.